Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 26
MOBG.UNBLAÐIÐ LAUGABPAGUR ll.,NÓ,VEMBEIU9,89 r<26 Morgunoiaoio/Kunar por íbúar við Skarðshlíð vilja að bann verði lagt við bifreiðastöðum stórra bíla við götuna og afhentu þær Herdís Ólafsdóttir, Guðlaug Kristinsdóttir og Sigríður Guðrún Árnadóttir, Sigfúsi Jónssyni bæjarstjóra áskorun 114 íbúa götunnar þess efnis. íbúar við Skarðshlíð: Vilja að bæjaryfirvöld banni bift*eiðastöður við götuna SIGFÚSI Jónssyni, bæjarstjóra voru í gær afhentar undirskriftir 114 íbúa úr fimm íjölbýlishúsum við Skarðshlíð þar sem þess er farið á leit við bæjaryfirvöld að leggja bann við bifreiðastöðum stórra bíla við götuna. Fulltrúar íbúanna við Skarðshlíð, þær Herdís Ólafsdótt- ir, Guðlaug Kristinsdóttir og Sigríður Guðrún Árnadóttir af- hentu Sigfúsi Jónssyni bæjar- stjóra undirskriftir íbúanna, en alls rituðu 114 aðilar nöfn sín undir áskorun til bæjaryfirvalda. „Við undirritaðir íbúar fjölbýlis- húsa við Skarðshlíð, norðan Únd- irhlíðar að Ásbyrgi, förum þess á leit við bæjaryfirvöld að bannað verði að leggja stórum bílum, tengivögnum og þess háttar, á þessu svæði,' og þeim útbúin að- staða annars staðar. Einnig að komið verði fyrir hraðahindrunum og gönguljósum svo öryggi gang- andi fólks, t.d. skólabarna verði aukið.“ frannig hljóðar áskorun íbúanna til bæjaryfirvalda. Þær Herdís, Guðlaug og Sigríð- ur sögðu á fundi með bæjarstjóra, að iðulega væri 5 til 8 stórum bílum lagt við götuna, en það hefði mikið óöryggi í för með sér t.d. fyrir börn sem væru á leið úr skóla. Þær bentu á að börn hefðu orðið fyrir slysum vegna þessa og því væri brýnt að eitt- hvað yrði gert í málinu. Þá bentu þær bæjarstjóra einnig á mjög mikla umferð um götuna, sem færi vaxandi í kjölfar lokunar Höfðahlíðar og einnig væri leik- skóli starfandi við götuna. Einnig nefndu þær að hraðaakstur væri mikill og hefðu ökumenn verið teknir þar á yfir 90 kílómetra hraða. Sigfús Jónsson tók vel í erindi íbúanna og sagði að athugað yrði hvað hægt væri að gera í þessu máli. Frosti hefíir keypt Hjalteyrina II af Samherja: Kvóti Grenvík- inga hefur þre- faldast á tæpu ári Samstaða, bjartsýni og þor, sem ráða þar mestu um, segir Þorsteinn Pét- ursson framkvæmdastjóri Kaldbaks KVÓTI Grenvíkinga hefúr þrefaldast frá síðustu áramótum, en þá var heildarkvóti byggðarlagsins um 1.000 tonn, en með skipa- og bátakaupum það sem af er þessu ári hafa hafa Grenvíkingar nú yfir um 3.000 tonna kvóta að ráða. í vikunni keypti Frosti hf. togarann Hjalteyrina II af Samheija á Akureyri, en hafði áður keypt Rán BA og hlutafélagið Hlaðir hf. keypti Akureyna frá Hornafirði síðastliðið vor. Þá keypti Kaldbakur hf. tvo kvótabáta af Suðurnesjum fyrr í haust. „Það er fyrst og fremst samstaða heimamanna, bjartsýni og þor, sem mestu ráða um að við höfum þre- faldað kvóta byggðarlagsins," sagði Þorsteinn Pétursson framkvæmda- stjóri Kaldbaks á Grenivík. Um síðustu áramót var útlitið ekki bjart, en þá var einungis til staðar kvóti tveggja báta, Frosta, sem er um 130 tonn að stærð og Sjafnar, sem er um 60 tonn. Sam- tals höfðu þessir tveir bátar um 1000 tonna kvóta. í vor komst á samvinna milli Sjafnarmanna og Kaldbaks um kaup á Akureynni frá Hornafirði, sem nú heiti Sjöfn og bættist þar með við um 400 tonna þorskkvóti auk síldar- og rækju- kvóta sem fyigdi skipinu. Síðla sum- ars keypti Frosti hf. Rán BA og fyrr í haust keypti Kaldbakur tvo kvótabáta frá Suðurnesjum. Með þessum kaupum tvöfaldaðist kvóti byggðarlagsins. Nú í vikunni var gegnið frá samn- ingum á milli Frosta hf. og Sam- heija á Akureyri um kaup þeirra fyrrnefndu á ísfisktogaranum Hjalteyrinni II, en skipið keypti Samheiji snemma síðasta vor. Hjalteyrin II var áður Álftafell, sem gert var út frá Stöðvarfirði. Heild- arkvóti Hjalteyrarinnar II er um 2100 tonn. Þorsteinn sagði að stefnan væri sú að Kaldbakur og Giýtubakka- hreppur stofnuðu með sér einhvers konar félag sem kaupa myndi Rán- ina af Frosta. Kvóti Ijögurra báta, gömlu Sjafnar, Ráninnar og Suður- nesjabátanna verður færður yfir á Hjalteyrina II og nýju Sjafnar. „Möguleikar okkar hafa vaxið mjög eftir að þessi skipakaup hafa- farið fram og þetta hefur líka í för með sér mikla hagræðingu í rekstri," sagði Þorsteinn. Hann sagði þó að sá viðbótarkvóti sem komið hefði inn í byggðarlagið nýtt- ist ekki nema að litlu leyti á þessu ári. Útlit væri því fyrir að vinnsla í frystihúsinu stöðvaðist um miðjan desember. Heildsöiubirgðir: KARL K. KARLSSON & CO. Skúlatúni 4, ReykjavflG, sími 62 32 32 Morgunblaðið/Rúnar Þór Unnið hefur verið að kappi við safnaðarheimili Akureyrarkirkju og er norðurhluti hússins nú tilbúin. Á myndinni er frá vinstri Einar og Helgi, málarar, smiðirnir Jón, Stefán, Magnús og Bragi, þá Sveinn staðarhaldari, Kristinn símamaður og Jón rafvirki, en þeir voru að leggja síðustu hönd á frágang norðurhluta heimilisins, enda verður fyrsti ftmdur sóknarnefndar haldinn þar í dag. Akureyrarkirkja: Byggðastofnun: 178 smábátaeig- endur fengu 255 milljóna króna lán BYGGÐASTOFNLIN hefur lokið við að afgreiða lán til smábátaeig- enda. Alls fengu 178 aðilar lán að upphæð 255 milljónir króna. Stjórn Byggðastofnunar ákvað að veita smábátaeigendum þessi lán á síðasta vori og skyldu lánin veitt eigendum báta sem smíðaðir voru á árinum 1987 og 1988 og voru undir tíu brúttólestir að stærð. Þá _ var einnig gerð krafa um að lánin yrðu veitt gegn fyrsta veðréttin í viðkomandi bát. Að sögn Valtýs Sigurbjarnarson- ar forstjóra Byggðastofnunar á Akureyri fór lokaafgreiðsla á lánun- um fram í fyrradag. Alls fengu 178 aðilar lán að uppæð 255 milljónir króna, eða sem svarar til 1,4 millj- ónum að meðaltali til hvers þeirra. Lánin eru til sex ára. Valtýr sagði að upphaflega hefði ekki verið vitað hversu margir teldu sig þurfa á þesáum lánum að halda. „En ég býst við að ívið fleiri hafi sótt um en reiknað var með.“ Norðurhluti saftiaðarheimilis tilbúinn SÓKNARNEFND Akureyrarkirkju heldur sinn fyrsta fundi í nýju safnaðarheimili sem verið hefur í byggingu við kirkjuna í dag, en síðustu vikur hefur verið unnið af kappi í norðurhluta safnaðar- heimilisins. Stefnt er að því að byggingin verði tekin formlega í notkun fyrir páskahátíð á næsta ári, en á afmæli kirkjunnar 17. nóvember næstkomandi verður hluti safnaðarheimilisins komin í notkun. Það var Fanney Hauksdóttir arkitektanemi sem teiknaði safnað- arheimilið við Akureyrarkirkju, en fi-amkvæmdir hófust við byggingu þess vorið 1987. Sveinn Jónsson byggingastjóri sagði að unnið hefði verið af miklum krafti síðustu vikur og í gær þegar Morgunblaðið kom við í safnaðarheimilinu var allt í fullum gangi, enda fyrsti fundur sóknarnefndar í nýjum húsakynn- um haldinn í dag. í norðurhluta hússins sem nú er tilbúin verða skrifstofur prestanna, aðstaða fyrir starfsmenn og organ- ista og þar fer einnig fram öll fé- lagsstarfssemi sem áður var í kap- ellunni. I vetur verður áfram unnið í suðurhlutanum, en þar er anddyri og samkomusalur, sem einnig verð- ur notaður sem tónleikasalur. Safn- aðarheimilið er 710 fermetrar að stærð og er innan gegnt úr því í kirkjuna. Akureyrat'kirkja á 50 ára afmæli í nóvember á næsta ári. Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í sumar og verður þeim haldið áfram svo allt verði sem glæsilegast á afmælinu. Hitakerfi var lagt í allt svæðið umhverfis kirkjuna og voru lagðir 9,5 kílómetrar af rörum í það. Þá hefur verið sett upp flóðlýs- ing fyrir framan kirkjuna og verið er að útbúa lýsingu umhverfis hana. Einnig voru gerðar nýjai' tröppur við kirkjuna. Fyrir liggur að mála kirkjuna innan, skoða lýsingu og laga gólfið, en í það er komin nokk- ur fúi. Einnig verða lagðar hellur í anddyri kirkjunnar. Heildarkostnaður við byggingu safnaðat'heimilisins liggur ekki fyr- ir, en byggingin er fjármögnuð með sóknargjöldum og framlagi úr jöfn- unarsjóði kirkna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.