Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1989 15 t."..''u; 'l'rLO’J/ul UHiUT Leiðir ekki til verð- lækkunar á matvælum - segir framkvæmdastj óri Kaupmannasamtakanna VERÐ á matvörum mun ekki lækka þótt frumvarp um greiðslukorta- viðskipti sem lagt hefur verið fram á Alþingi verði samþykkt. í frum- varpinu er ákvæði um að kostnaður af greiðslukortaviðskiptum færist af greiðsluviðtíikanda til korthafa sem að öllu jöfnu hefði átt að leiða til lækkunar vönjverðs. Magnús Finnson, framkvæmdasfjóri Kaup- mannasamtaka íslands, sagði að verð á matvælum hefði lækkað á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni og að álagning í mat- vöruverslun standi ekki lengur undir dreifíngarkostnaði. Magnús sagði að með frumvarpinu væri sýnt að kaupmenn fengju hluta þess kostnað- ar til baka sem þeir hefðu hingað til þurft að bera. Magnús sagði að kaupmenn fögn- Sigurður Hafstein, framkvæmda- uðu þessu frumvarpi sem bæta stjóri Sambands íslenskra sparisjóða myndi stöðu matvöruverslana sem væru allar reknar á núllinu eða með tapi. Hann taldi eðlilegt að trygging- arvíxlar sem greiðslukortafyrirtækin hafa krafist verði bannaðir. „Við þekkjum það ekki í viðskiptum að fólk útfylli víxla sem eru án fjár- hæðar, hvorki á milli kaupmanna og viðskiptavina né kaupmanna og heildsala,“ sagði Magnús. sem átt hefur sæti í stjóm Greiðslu- miðlunar hf. (Visa ísland), frá stofn- un fyrirtækisins, sagði að engin rannsókn hefði farið fram hér á landi til undirbúnings fyrir lagasetningu um greiðslukortaviðskipti. Þess í stað hefði verið tekin upp dönsk lög- gjöf sem gæti ekki komið í stað mats á aðstæðum hérlendis. Varðandi ákvæði í frumvarpinu Mývatnssveit: - Starfsmönnum Létt- steypunnar sagt upp STARFSMÖNNUM Léttsteypunnar hf. í Mývatnssveit hefúr verið sagt upp störfúm. Framkvæmdasljóri fyrirtækisins segir að endurskipu- leggja þurfi Qárhag fyrirtækisins, til dæmis með aukningu hlutafjár og skuldbreytingum lána, og sé daufasti tími í framleiðslu nú nýttur til þess. Framleiðsla heQist að nýju um áramót. Léttsteypan hefur framleitt hol- steina í útveggi og milliveggjaeining- ar, auk grillkola á liðnu sumri. Starfsmenn hafa verið sex og hætta nú fjórir störfum í byijun næsta mánaðar, en uppsagnir hinna tveggja koma til framkvæmda í lok febrúar á næsta ári. Haraldur Bóasson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að hann vonist til að starfsemin verði aftur komin í eðlilegt horf um ára- mót. „í raun er nóg að hafa fjóra fastráðna starfsmenn og bæta við starfsfólki eftir þörfum, til dæmis- þegar framleiðsla grillkola hefst að nýju í mars á næsta ári,“ sagði Har- aldur. „Ástæður þess að við grípum til uppsagnanna á þessum tíma eru þær helstar, að við verðum að endur- skipuleggja fjárhag fyrirtækisins. Það verðum við að gera með því að fá lánum skuldbreytt og auka hlut- afé. Það er nú 5 milljónir króna, en við vonumst til að bæta við 2 milljón- um. Þá er hentugast að nota þennan tíma til endurskipulagningarinnar, því þetta er daufasti tíminn í fram- leiðslunni." Léttsteypan hefur starfaö frá 1961. Hluthafar í fyrirtækinu eru heimamenn, en hreppurinn keypti sig inn í fyrirtækið á þessu ári og á nú tæplega helming hlutafjár. Að sögn Haraldar eru eignir Léttsteypunnar metnar á 16 milljónir, en skuldir eru um 11 milljónir. Haraldur sagði þó erfitt að meta eignirnar til ljár, þar sem þær, til dæmsi vélar og tæki, nýttust ekki nema í framleiðslu af þessu tagi. Velta fyrirtækisins er áætluð um 10 milljónir á þessu ári. um töku greiðslutrygginga .sagði Sigurður að hafa bæri í huga að greiðslukortafyrirtækin hér á landi væru byggð upp á mismunandi hátt. „Visa Island er að öllu leyti í eigu banka og sparisjóða. Eignaaðilamir taka við umsóknum og meta þær. Hver einstakur banki eða sparisjóður ber beina ábyrgð á þeim aðila er hann ákveður að veita kort. Verði um vanskil að ræða eru þau eins og hver önnur vanskil vegna útlána eða ábyrgða í bankanum. Innheimta og ákvörðun um kortasviptingu er tekin af bankanum og sama er að segja um töku greiðslutrygginga. Þetta þýðir að útilokað er að með- höndla þennan hluta starfseminnar með öðrum hætti en hina. Ef setja á sérstök lög um tryggingatöku varðandi ábyrgðaveitingu í þessum þætti starfseminnar er verið að hrófla við grundvallaratriðum í bankastarfsemi sem eru á þann veg að taka skuli tryggingar fyrir lánum eða ábyrgðum sem bankar og spari- sjóðir veita. Að setja takmörkun á grundvallaröryggisreglur í starf- semi, sem gengur út á að ávaxta sparifé almennings er fráleitt enda hefur reynslan sýnt að nauðsynlegt er að fyllsta öryggis sé gætt. Það er svo annað mál að ég get vel hugs- að mér að breytt verði þeim vinnu- reglum sem sumstaðar gilda varð- andi töku trygginga í formi óút- fylltra víxla en á milli þess og að taka alls engar tryggingar er óbrú- anleg gjá,“ sagði Sigurður. Um ákvæði í frumvarpinu um heimild til ráðherra til að ákveða hámarksgjald sem kortafyrirtækjum er heimilt að krefja greiðsluviðtak- anda um sagði Sigurður að skerði almennan samningsrétt og geti í einu vetfangi kippt grundvelli undan starfsemi greiðslukortafyrirtælqa sé því beitt af ósanngimi. „Sé hugmyndin sú að ákveða eitt gjald fyrir alla þjónustuaðila er verið að horfa fram hjá áhættuþáttUnum í þessari starfsemi.“ „Að óreyndu verður því ekki trúað að opinberir aðilar telji sig þess umkomna að meta alla þætti viðskip- tanna við einstakar verslunar- og þjónustugreinar og fer best á því að þeir sem gleggsta hafa vitneskj- una um þessi mál fari með þau hér eftir sem hingað til,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Helgfi Sigurðsson, dýralæknir, að störfúm. Upplýsingar um flest það sem hrjáir hesta - segir Helgi Sigurðsson dýralæknir um bók sína Hestaheilsa „ÞAÐ var orðið löngu tímabært að skrifa svona bók, enda þörfin fyrir upplýsingar af þessu tagi sífellt að aukast,“ sagði Helgi Sigurðs- son dýralæknir i samtali við Morgunblaðið, en hann hefiir sent frá sér bókina HESTAHEILSA, handbók hestamanna um hrossasjúk- dóma, sem Eiðfaxi hf. gefúr út. En þótt bókin sé ætluð til upplýs- inga fyrir hestamenn um sjúkdóma, fjallar hún einnig almennt um meðferð á hestum, þjálfún, fóðrun, járningar og fleira og lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir. Helgi Sigurðsson hefur stundað „Fólk þarf að geta gengið að hestalækningar í ellefu ár og bygg- upplýsingunum vísum,“ sagði ir bókin á reynslu hans auk þess sem hann leitar fanga í ýmsum heimildum, erlendum og innlendum. Meðal heimilda er Dýralækninga- bók Magnúsar Einarssonar, en hún kom út árið 1931. Síðan hefur ekki komið út bók um dýralækningar, en um hrossalækningar hefur verið fjallað í greinum sem birst hafa víða. Helgi sagði að hugmyndin að þessari bók hefði fæðst eftir að hann hafði skrifað greinar um ýmis- legt er varðar heilsufar hrossa í tímaritið Eiðfaxa um nokkurt skeið. í greinaskrifum sínum hefði hann leitast við að fjalla um efni sem áttu við þann árstíma þegar þær birtust. Hann komst þó að því að þegar á þurfti að halda fletti fólk ekki upp í gömlum blöðum til að fá upplýsingar, enda erfitt að muna hvenær einstök grein birtist. Hann ákvað þá að bera þessa hugmynd upp við forsvarsmenn Eiðfaxa hf., sem tóku henni vel og ákváðu að gefa bókina út. Helgi hefur unnið að bókinni frá því í júlí í fyrra. Íslending’ur varaformaður Al- þjóðasambands Rauða krossins GUÐJÓN Magnússon formaður Rauða kross íslands, hefúr verið kjör- inn einn af átta varaformönnum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Sambandið samanstendur af 149 landsfélögum með 250 milljón félagsmanna um allan heim. Guðjón er fyrsti Norður- landabúinn sem kjörinu er varaformaður fyrir V- Evrópu. Hlaut hann 84 atkvæði í skriflegri kosningu á móti mótframbjóðanda sínum lafði Limrick, formanni breska Rauða krossins en hún hlaut 78 atkvæði. Aðalskrifstofa Alþjóðasambands Rauða krossfélaga er í Genf í Sviss en það starfar í fjórum heimsálfum. Á aðalfundi samtakanna sem hald- ‘inn er annað hvert ár nú síðast fyr- ir skömmu fyrir árið 1989, er kosin stjórn, sem í eiga sæti 16 landsfélög og átta varaformenn, tveir fyrir hverja álfu og eru þeir kosnir til fjögurra ára. Frambjóðendur til va'raformennsku bjóða sig fram sem einstaklingar og verða að sjá um að kynna sig og fyrri störf fyrir kjósendum. „Þetta var búið að vera nokkuð hörð kosningabarátta og endaði í skriflegri kosningu, þar sem ég fékk 84 atkvæði," sagði Guðjón. „Eg var frambjóðandi Norðurland- anna og fékk mikinn stuðning frá latnesku Ameríku og Afríku enda hafa Norðurlöndin verið með mikil verkefni í þessum löndum." Er þetta í fyrsta sinn, sem Norðurlandámað- ur er varaformaður alþjóðasam- bandsins en formaður sænska Rauða krossins var í kjöri 1985 án þess að ná kosningu. „Þetta er mikill heiður," sagði Guðjón. „Hreyfingin er mjög öflug og talin til öflugustu mannúðarsam- taka í heiminum." Alþjóðasamband- ið hefur sérhæft sig í neyðaraðstoð ef upp koma náttúruhamfarir eða hernaðarátök. Rík áhersla hefur verið lögð á þróunarstaf, þar sem reynt er að byggja upp félögin í þriðja heiminum. Meðal þeirra mála sem fjallað var um á þinginu í Genf, var stefna Alþjóðasambandsins fyrir tíunda áratuginn og var hún samþykkt. Þá voru samþykktar nýjar grund- vallarreglur fyrir þróunarverkefni á vegum sambandsins og samþykkt ályktun um að styrkja stöðu og Jakobína Þórðardóttir deildarstjóri Alþjóðadeildar Rauða kross ís- lands, Guðjón Magnússon ný kjörinn varaformaður Alþjóðasambands- ins og dr. Mario Villarroel Lander formaður sambandsins. áhrif kvenna í starfi Rauða kross- ins. Undirritað var samkomulag við Alsheijarráð Rauða krossins, sem í eiga sæti 25 Svisslendingar en ráð- ið fylgist með því að ríkin haldi Genfarsáttmálana og er sá aðili sem er á ófriðarsvæðum, heimsækir pólitíska fanga og sér til þess að sáttmálum sé fylgt og verndar óbreytta borgara í stríði. Sagði Guðjón að til þessa hefðu þessir aðilar unnið hver á sínu sviði en samkomulagið gerði ráð fyrir aukn- um samskiptum og samvinnu. Helgi. „Það leitar kannski ekki til læknis ef það veikist sjálft, en ef dýrin eru veik vill það fá upplýsing- ar og aðstoð strax. Fyrir u.þ.b. tveimur áratugum stunduðu tiltölulega fáir hesta- mennsku. Ungt fólk lærði að um- gangast hestana smám saman af sér eldra og reyndara fólki. Breyt- ingin hefur orðið gífurleg á undan- förnum árum og nú er fólk, sem aldrei h'efur verið í sveit eða um- gengist dýr, að byija í hesta- mennskunni í auknum mæli. Það fer á námskeið til að læra að sitja hest og reynir að lesa sér til um hvemig á að umgangast þessi dýr. En það er fjölmargt sem vefst fyrir þessu fólki og það er kannski hrætt við að spyija sér reyndara fólk og afhjúpa þannig vankunnáttu sína. Þörfin fyrir slíka bók fyrir þetta fólk var því gífurleg, en hún hentar ekki síður öllum öðrum hestamönn- um og bændum." Helgi sagðist hafa lagt töluvert í bókina meðal annars vegna þess að hann á ekki von á að svona b?pkur verði skrifaðar á hveiju ári. Hann hefur reynt að teygja sig inn í nútímann, enda hefur þekkingin á hrossasjúkdómum aukist og mikl- ar breytingar hafa einnig orðið á notkunai-máta hestsins á undan- förnum árum. „Ég leitast við að vera ekki of fræðilegur og hef reynt að setja textann fram á auðskiljanlegan hátt. Það þarf að vera fljótlegt að fletta upp í bókinni og til þess að hún nýtist sem handbók er atriðis- orðaskrá aftast í henni. Ég lagði líka mikla áherslu á myndir. Eg vildi ekki hafa myndir af erlendum hestum, þar sem í bókinni er ein- göngu fjallað um íslenska hesta. Um leið og ég hafði gert mér grein fyrir hvernig bókin ætti að vera byijaði ég að taka myndir. Ég tók myndavélina með mér í vitjanir í eitt og hálft ár. Þannig tókst mér að safna saman myndum sem nýt- ast mér einnig til dæmis á fræðslu- fundum." í formála bókarinnar kemur fram að auk þess að vera handbók hesta- manna um hrossasjúkdóma er í henni fjallað um flest það sem hestamenn eru að fást við. „Dýralæknar eru oft svo upp- teknir að þegar þeir koma í vitjanir hafa þeir ekki tíma til að veita svör við öllum þeim spurningum sem hestaeigendurnir spyija. Stundum situr fólk jafnvel uppi með fleiri spurningar. En í þessari bók ættu menn að geta fengið upplýsingar um nánast allt sem hijáir hestana þeirra," sagði Helgi Sigurðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.