Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 2
. esGi aaHicavövi .n hiioagíiaouaj ghqajhvtuohom
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989
Samið um skuldir
vegna vangoldiiina
lendingargj alda
ARNARFLUG innanlands hf. og
Flugskóli Helga Jónssonar
sömdu í gær við Flugmálastjórn
um uppgjör skulda félaganna
vegna ógreiddra lendingar-
gjalda. Ekki hefur enn verið
gengið frá samkomulagi við
Ríkissljórnin:
350 milljóna
lánsheimild
til Byggða-
stofnunar
RÍKISSTJÓRNIN sam-
þykkti í gær að veita
Byggðastofnun heimild til
að taka erlent lán að jafii-
virði 350 milljónum króna.
Byggðastofnun hafði óskað
eftir því að fá að taka 500
milljóna króna lán til að
geta haldið úti eðlilegri
starfsemi út árið.
Byggðastofnun hefur þegar
gefið lánsloforð fyrir 700 millj-
ónum króna og auk þess liggja
þar fyrir beiðnir um lán að
upphæð um 200 milljónir
króna. Guðmundur Malmquist
forstjóri Byggðastofnunar
sagði við Morgunblaðið að
þessi afgreiðsla ríkisstjómar-
innar þýddi að „halinn" um
áramót yrði lengri en ella.
Guðmundur sagði að af
þeim fyrirtækjum sem nú biðu
eftir lánum hjá Byggðastofnun
væri stór hluti fiskeldisfyrir-
tæki sem fengju alls um 70-80
milljónir króna að láni. Einnig
biði afgreiðsla á um 40 milljón-
um til skipasmíðaiðnaðar. Af-
gangurinn væri til fyrirtækja
í ýmsum greinum.
Leiguflug Sverris Þóroddssonar,
en að sögn Péturs Einarssonar
fiugmálasljóra er samkomulag í
augsýn. Ekki kemur því til flug-
banns á þessi félög vegna van-
skila.
Pétur segir að félögin hafi greitt
töluvert af skuldum sínum með
peningum og lagt fram tryggingar
með traustum veðum fyrir eftir-
stöðvunum. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins námu skuldir fé-
laganna í heild á bilinu 11 til 12
milljónum króna, þar af var skuld
Arnarflugs innanlands hf. með
áföllnum kostnaði um 8 milljónir.
Pétur Einarsson segir að þetta
sé í síðasta sinn sem flugrekstrarað-
ilum líðist að draga greiðslur lend-
ingargjalda. Framvegis verði geng-
ið hart eftir að gjöldin verði greidd
á tilsettum tíma. „Menn verða að
borga og standa í skilum og sem
betur fer gerir meirihluti okkar við-
skiptavina* það,“ segir flugmála-
stjóri.
Biðröð skilagjaldsins
Morgunblaðið/Þorkell
Skilagjald af einnota umbúðum safnast þegar sam-
an kemur og íbúar höfuðborgarsvæðisins leggja það
margir á sig að koma í afgreiðslu Endurvinnslunnar
við Dugguvog og safnast þar í biðröð eftir að umbúð-
imar sem þeir hafa safnað verði vegnar og metnar
til ijár og loks endurgreitt skilagjaldið. Magnús E.
Finnsson stjómarmaður í Endurvinnslunni segir að
stefnt sé að því að hægt verði að skila ál- og plast-
umbúðúm í sém flestum vetslunum, þar eigi að
vera hægt að fá skilagjaldið endurgreitt. Nú þegar
er það hægt í KRON, Bónus auk nokkurra annarra
verslana og brátt hjá Hagkaup, Hringrás hf. tekur
við umbúðunum frá Endurvinnslunni og kemur þeim
í frekari vinnslu.
Umræður á landsfundi um slysavarnir:
Samstaða uni að lögleiða beri
notkun bílbelta í aftursætum
Skylda ber börn á reiðhjólum til að nota hjálma
UMFERÐARFRÆÐSLA í skólum og ljölmiðlum, lögleiðing bílbelta
í aftursætum bifreiða, öryggishjálmar barna á reiðhjólum, íþrótta-
slys, heimaslys og ofl)eldi var meðal þess, sem rætt var á 5. lands-
fiindi í slysavömum á Hótel Loltleiðum í gær.
Að fundinum stóðu lögreglan í
Reykjavík, Samband íslenskra
tryggingafélaga, Umferðarráð,
Slysadeild Borgarspítalans og land-
læknir. í umræðuhópi um umferð-
34. þing FFSÍ:
Fiskur í sjó gangi
ei kaupum og sölum
34. ÞING farmanna- og fiski-
mannasambands Islands, sem
lauk í gær, telur að nauðsynlegt
sé að móta fiskveiðistefnu, sem
geti tekið við af núverandi fisk-
veiðisljórnun. Við þá vinnu verði
Nauðungarupp-
boð hjá Sigló hf.:
Eignir slegn-
ar ríkissjóði
VERKSMIÐJUHÚS Siglo hf. á
Siglufirði og það lausafé sem
þeim tilheyrir var í gær slegið
ríkissjóði fyrir 90 milljónir króna
á nauðungaruppboði. Áætla má
að kröfur í þrotabúið nemi á bil-
inu 350 til 400 milljónum króna,
að sögn Erlings Óskarssonar
bæjarfógeta og uppboðshaldara.
Hann hefur tekið sér hálfs mán-
aðar frest til að meta tilboðið.
Ríkissjóður átti stærstu kröfurn-
ar í búið. Heimamenn buðu ekki í
eignirnar, en aðrir stórir kröfuhafar
buðu, Utvegsbankinn, Byggða-
stofnun og Sparisjóður Siglufjarðar.
Verksmiðja Siglo var leigð út af
þrotabúinu og rann samningurinn
út þann 6. þessa mánaðar.
haft að leiðaryósi þau markmið
að óveiddur fiskur gangi ekki
kaupum og sölum, hvorki innan
sjávarútvegsins, né milli annarra
aðila. Þingið vill að samdar verði
sanngjarnar skiptareglur um
þær aflaheimildir, sem ekki nýt-
ast innan veiðiársins. Þingið tel-
ur nytjastofna á íslandsmiðum
sameign íslensku þjóðarinnar en
ekki einstakra hagsmunahópa.
Á þinginu voru Guðjón A. Kristj-
ánsson forseti FFSÍ og Helgi Lax-
dal varaforseti sambandsins endur-
kjörnir til þeirra starfa með lófataki.
Þingið skorar á stjóm sambands-
ins að hún hlutist til um að komið
verði á fjarskiptamarkaði vegna
loðnu. Þá skorar þingið á alla hlut-
aðeigandi aðila að beita sameinuð-
um kröftum til þess að þrýsta á um
kaup á stórri og vel búinni björgun-
arþyrlu. Þingið skorar einnig á
ríkisstjómina að láta nú þegar hefja
undirbúning að smíði nýs varðskips
fyrir Landhelgisgæsluna og stefnt
skuli að því að skipið verði smíðað
innanlands.
34. þing FFSÍ samþykkti með
54 atkvæðum gegn fjórum að við
val til forseta sambandsins skuli
þess að jafnaði gætt að jafnræði
ríki milli starfsgreinanna og að for-
seti og varaforseti tilheyri ekki
sömu starfsgrein.
arslys, sem Salóme Þorkelsdóttir
alþingismaður talaði fyrir, kom
m.a. fram, að nauðsynlegt sé að
endurskipuleggja ökunám og gera
það markvissara. Umferðarfræðsla
þurfi að byija snemma og vera sam-
felld allan grunnskólann og allt þar
til unglingar taka bílpróf. Allir í
umræðuhópnum voru sammála um,
að lögleiða beri notkun bflbelta í
aftursætum bifreiða og setja reglur
um öryggisbúnað barna í bifreiðum.
Þá var einnig talið rétt að Iögleiða
noktun öryggishjálma fyrir reið-
hjólamenn, sérstaklega böm.
Hannes Þ. Sigurðsson, deildar-
stjóri hjá Sjóvá-Almennum, skýrði
frá niðurstöðum umræðuhóps um
íþróttaslys. Hópurinn taldi meðal
annars, að leita þurfi upplýsinga
um hvort slys séu tíðari hjá ómennt-
uðum eða lítt menntuðum þjálfur-
um. Hannes minntist sérstaklega
á, að skíðaferðir skólabarna væru
oft fyrstu kynni þeirra af íþróttum.
Því miður væru beinbrot tíð í slíkum
ferðum og mætti oft rekja það til
lélegs útbúnaðar. Tíð ökklaslys í
ýmsum iþróttagreinum leiddu einn-
ig hugann að því, hvort skóbúnaði
væri ekki um að kenna.
Guðrún Broddadóttir, hjúkrunar-
fræðingur, fjallaði um niðurstöðu
umræðuhóps um heimaslys og
sagði, að þau væru mun algengari
en talið væri. Fræðsla um slysa-
hættu og skyndihjálp ætti að vera
á hveiju heimili, leikskólum, skólum
og hjá lögreglu og heilsugæslu. Sú
krafa ætti að vera sjálfsögð, að
enginn færi út úr grunnskóla án
þess að kunna undirstöðuatriði
skyndihjálpar.
Guðrún Ólafsdóttir, skólahjúkr-
unarfræðingur, talaði fyrir hönd
umræðuhóps um ofbeldi. Hún sagði,
að til að stemma stigu við ofbeldi
barna og unglinga þýrfti að virkja
foreldrafélög í skólum og hverfum.
Kynna þurfi lögreglusamþykktir í
skólum og gera börnum grein fyrir,
að áverkar séu alvarlegir. Það sé
ekki hægt að slá til manns og ætl-
ast til að hann sé jafn góður eftir,
líkt og sýnt sé í kvikmyndum. Hún
sagði lítið eftirlit vera hjá kvik-
myndahúsum og myndbandaleigum
með því að börnum undir lögaldri
sé haldið frá kvikmyndum.
Ólafur G. Einarsson um umhverfísráðuneyti:
Ekki eitt ráðuneyti enn
ÓLAFUR G. Einarsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, segir
að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að stofnað verði sérstakt um-
hverfismálaráðuneyti, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi ríkisstjóm-
arinnar, sem forsætisráðherra mælti fyrir á þingi á miðvikudag.
„Afstaða okkar kemur skýrt
fram í frumvarpinu, sem við fluttum
í haust. Við viljum samræmda
stjórn umhverfísmála, en við viljum
Bíró kaupir Steinar
BÍRÓ hf. hefur keypt rekstur stálhúsgagnagerðarinnar Steinars hf.
Rafn Rafnsson framkvæmdastjóri og meirihlutaeigandi Bírós segir
yfirtökuna hafa í för með sér vemlega hagræðingu í rekstri og nýt-
ingu fasteigna, auk þess sem samkcppnisstaða fyrirtækisins verði
betri, einkum með tilliti til samkeppni frá Evrópu eftir að sameigin-
legur markaður Evrópubandalagsins verður að veruleika. Rafn áætl-
ar að samanlögð ársvelta fyrirtækjanna sé tæpar 200 milljónir króna.
Steinar hf. stálhúsgagnagerð
hefur verið starfandi í tæp 30 ár.
Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 20
manns og er gert ráð fyrir að þeir
verði áfram hjá hinu nýja fyrir-
tæki. Viðræður á milli Steinars hf.
og annarra fyrirtækja á sama mark-
aði hafa staðið yfir um nokkurt
skeið og eftir að hafa skoðað marga
valkosti var niðurstaða eigenda sú,
að þeirra hagsmunir væru best
tryggðir með því að selja Bíró hf.
reksturinn.
ekki koma henni á með því að stofna
sérstakt umhverfismálaráðuneyti.
Við viljum samræma stjórnina í einu
ráðuneyti og höfðum talið að sam-
gönguráðuneytið yrði heppilegasta
ráðuneytið til þess, en gerðum ráð
fyrir að umhverfismál heyrðu jafn-
framt undir heilbrigðis- og tiygg-
ingaráðuneytið _og félagsmálaráðu-
neytið,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að sjálfstæðismenn
óttuðust að yrði umhverfisráðuneyti
sett á stofn, myndi ríkisbáknið enn
þenjast út. Það væri reynslan frá
nágrannalöndunum, þar sem um-
hverfismálaráðuneyti hefðu verið
stofnuð, að þau hefðu tilhneigingu
til að vaxa hratt. Ekki væri heldur
eðlilegt að þau ráðuneyti, sem hing-
að til hefðu haft málaflokka um-
hverfismála á sinni könnu, yrðu
losuð undan ábyrgð, sem þau ættu
áfram að hafa. Jafnframt kæmu
kostnaðarsjónarmið til sögunnar,
sjálfstæðismenn vildu fækka ráðu-
neytum en ekki fjölga þeim.