Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 40
40 MORGWNBIíAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1989 nVt/V'/VV'' ©1987 Universal Prew Syndiola hf ?<Saeíi 'eg fengiZt Kcxttinn þinm ?" Ást er ... <? Cp ii/ji ... örarí hjartsláttur. TM Reg. U.S. Pat Oft. —all rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Hundurinn hefur mikinn persónuleika. Fer ekki milli mála . . . Með morgunkaffíriu Ég gæti vel iiugsað mér að leika hundakúnstir! Gegnum brotsjói nítján alda Kæri Árni Freyr Sigurlaugs- son, Það er mér ljúft að svara spurn- ingu þinni sem birtist í Velvakanda 28. október sl. Já, ég tel krossferð- irnar og þau atriði önnur með, er ég ræði um siglingu kirkjunnar gegnum brotsjói nítján alda skv. orðum Jesú: „Ég er með yður alla daga allt til enda veraldár.“ Já, ka- þólska kirkjan byggði allt sitt á þessu loforði sem Jesús gaf Pétri og hinum postulunum. Tók hann þá syndina burt frá kirkjunni? Nei. Samt sem áður féll þetta öryggi, sem Jesús hafði lofað, ekki niður, og heldur ekki í kirkju, sem verður að betjast við eigin veikleika og van- þekkingu, jafnvel eigin synd. Pétur, fyrsti páfinn, gæti þjónað sem ímynd kirkjunnar í þessu tilliti. Sá brotsjór sem yfir hann reið var afneitun hans á Jesú. Jesús sagði Pétri fyrir að hann mundi afneita sér, en samt sem áður yfirgaf Jesús ekki Pétur. „Símon, ég hef beðið fyrir þér að trú þín þijóti ekki. Og styrk þú bræð- ur þína, þegar þú ert snúinn við“ (Lk. 22:32). Síðar, eftir upprisu Jesú, kom að hinum hátíðlega atburði er Pétur var skipaður yfirmaður kirkj- unnar, þar sem hann var skipaður sem hirðir lamba og áa. Hver er nú sá brotsjór, sem hefur gengið yfir kirkjuna og hún hefur örugglega staðist állt til þessa dags? Þar má einkum og sér í lagi nefna stranga baráttu kirkjunnar fyrir hreinni kenningu og gegn villukenn- ingu. Sem dæmi má nefna hina löngu og erfiðu baráttu gegn arían- isma sem snérist um guðdóm Jesú Krists. Á okkar dögum mætti nefna baráttuna fyrir helgi mannlegs lífs sem á sér m.a. vettvang í umræð- unni um fóstureyðingar og líknar- dráp. En hversu er því þá farið með krossferðirnar, rannsóknarréttinn, galdraofsóknir o.s.frv.? Hér ber þess að geta, að því er eins farið með kirkjuna og heilaga ritningu. Heilög ritning er skrifuð af mönnum sem voru gæddir innblæstri heilags anda. Samt sem áður voru þessir menn ófullkomnir eins og við öll. Á sama hátt greinir saga kirkjunnar frá því, að sjálf kirkjan er ekki með öllu laus við vanþekkingu og mistök. Og þess eru jafnvel dæmi að menn í æðstu stöðum innan kirkjunnar hafi ekki ætíð verið syndlausir. En liver er dómur kirkjusagnfræð- inga yfir t.d. krossferðunum? Til að halla ekki á réttsýni verðum við að líta á sérhveija tíð út frá sínum eig- in forsendum. Fordæmum við Jesúm eða Pál postula fyrir það að þeir gengu ekki til liðs við sclótana. sem börðust á þeim tima fyrir frelsi ísra- els undan oki Rómveija, eða þá að þeir börðust ekki gegn þrælahaldi? Nei, það gerum við ekki. Nú, þegar veraldarhyggjan er orðin allsráð- andi, er okkur varla fært að gera okkur í hugarlund hversu mikil ítök trúin hafði í lífi fólks á miðöldum. Páfinn í Róm hafði geysimikil áhrif á gang stjórnmálanna á þeim tímum. Hér má nefna innrás íslams í Evr- ópu. Kirkjusagnfræðingar hafa spurt þeirrar spurningar, hvort Evr- ópa væri ekki lögð undir múhameðs- trú eins og Norður-Afríka og Mið- Austurlönd eru í dag, hefði páfinn ekki barist gegn innrás múhameðs- trúarmanna, bæði með því að beita ijármagni og stjórnmálalegum áhrif- um sínum. Nefna má sem dæmi sjó- orrustuna við Lepanto, þar sem unn- inn var frægur sigur á flota múha- meðstrúarmanna og einnig umsátrið um Vínarborg, þar sem Pólveijar komu páfa til hjálpar tíT að koma í veg fyrir frekari landvinninga múha- meðstrúarmanna í Evrópu. Sagn- fræðingum er það mætavel ljóst að krossferðirnar voru ekki eins konar tilraun til að vinna nýlendur í austri. Þær hvatir, sem lágu að baki kross- ferðunum voru miklu fremur þær, að menn vildu hefta innrás múha- meðstrúarmanna og einnig vildu þeir tryggja það að fólk væri fijálst að heimsækja hina helgu staði trúar sinnar. Þessu kalli var svarað af ákafa og gleði. Eftir fyrstu prédikun Bernards í Clermont hrópuðu riddar- arnir: „Guð vill það,“ og 10.000 ridd- arar og 30.000 fótgönguliðar gáfu sig fram í Flæmingjalandi og Lót- hringen einum saman. Riddararnir og almenningur litu á krossferðirnar sem trúarlega skyldu eða verkefni. Þetta var helsta hvötin sem iá að baki krossferðunum. En er það ekki svo, að okkur bet- að fordæma stríðsrekstur, og einkum og sér í lagi stríðsrekstur í þágu trúarinnar? Vissulega. Stríð er hræðilegt fyrir- bæri. En hver hefur gefið okkur nútímamönnum rétt til að fordæma miðaldirnar, okkur sem lifum þá tíð er hundruð þúsunda eigin barna eru líflátin, þegar margir vilja lífláta gamalt fólk áður en tími þess rennur upp, þegar hjónatryggð er sífellt minna metin, þegar Guð og þjónust- an við hann hverfur æ meir í skugg-’ ann? Okkur væri nær að spyija, hvort dómur Guðs yfir okkur verði ekki þyngri en dómur hans yfir krossförunum, sem héldu í stríð í þeim tilgangi að þjóna Guði sínum? Ef til vill fer svo að við stöndum í sömu sporum og faríseinn, sem ekki sá bjálkann í eigin augav Að sjálfsögðu hörmum við þá grimmd, sem lýsti sér i því að of- sóknir og dauðadómar voru taldir heyra til nauðsynlegri trúvörn, og þótti bæði rétt og skylt. Ennfremur hljótum við að harma þá heimsku fyrri daga er kom fram í ofsóknum gegn hinum svokölluðu nornum. Ég er sannfærður um að enginn harmi meir en sjálf kirkjan eigin vanþekk- ingu, mistök og synd á liðnum tímum. Þetta allt tei ég með þeim brotsjóum er yfir kirkjuna hafa gengið. Samt sem áður tel ég að kirkjan hafi sífellt meir unnið sigur á eigin veikleika. Er einhver sá til er berst af meiri festu en kaþólska kirkjan fyrir lífsrétti ófæddra barna og gamalmenna? Ennfremut-, hvað þýðir þetta; öi-yggi í brotsjóum? Hefur skip kirkjunnar þá ekkert iaskast á langri siglingu? Vissulega hefur skip kirkjunnar laskast á um- liðnum öldum, og oft verulega. Samt sem áður er ég á þeirri skoðun, að kirkjan hefur, þegar allt kemur til alls, staðist alla brotsjói og komist gegnum storma og sjói allt til nútí- mans. Hlutverk kirkjunnar er einnig á þeirri öld er við nú lifum, að vera viti fyrir allt mannkyn. P.S. Kæri Sigfús B. Valdimars- son: Ég hef lesið bréf þitt, er birtist í Velvakanda laugardaginn 4. nóv- ember sl. Mig langar til að svara þér síðar. Sr. Jan Habets Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI OG ÖÖZN ■ ■ -VlÐ SICOLUM EiGNAST FUt-LT Af BÖRNU/VL' . - .. " Fötin skapa manninn er gott og gilt orðtak, sem getur þó hæg- lega snúist í höndum manna. Nýlega fékk Víkveiji í hendur mikið augiýs- ingablað frá tískuverelun í Reykjavík, þar sc-m þetta orðtak gengur eins og rauður þráður í gegnum sölu- mennskuna. Ymsir gegnir menn eru látnir vitna um gildi þess að ganga í dýrtim og vönduðum fötuin, sem er auðvitað gott og blessað — fyrir þá sem á því hafa efni. Einmitt smekkmenn á föt vita að samræmi verður að vera í klæðaburðinum, ekki fer vel á því að vera í dýrustu jakkafötum bæjarins með áberandi silkibindi, en óburstuðum skóm. Á sama hátt fínnst Víkveija það lýsa mikilli sundurgerð, þegar menn líta út fyrir að vera af aðalsættum fyrir sakir klæðaburða”, en geta svo vart tjáð sig á íslenska tungu, hvorki í samræðum né á prenti. Víkveija datt þetta svona í hug meðan hann var að fletta fyrmefndu auglýsinga- blaði, þar sem mál- og stafsetningar- villur em fjölmargar, innan um öll herlegheitin. xxx ýlega var ráðinn fréttamaður að Ríkisútvarpinu í hálft starf og skyldi hann sinna fréttaöflun af Norðurlandi vestra. Fyrir valinu varð kona sem einnig starfar sem sjón- varpsþula. Það væri ekki í frásögur færandi ef Ríkisútvarpið hefði ekki þann hátt á við fréttaöflun sína þar norður frá, að senda fréttamanninn suður reglulega til að lesa dagskrá sjónvarps. Gerist ekkert fréttnæmt þá daga sem fréttamaðurinn situr í þularstólnum, eða hvað? Það er auð- vitað ekki við sjálfan fréttamanninn að sakast í þessum efnum, en fram- koma Ríkisútvarpsins ga^iivart íbú- um Norðurlands vestra er skammar- leg, og var ekki á bætandi lélega frammistöðu Ríkisútvaipsins gagn- vart íbúum Norðurlands vestra, sem verða að sætta sig við svæðisútvarp frá Akureyri. Víkveiji hefur lesið í Feyki, fréttablaði á Norðurlandi vestra, að megn óánægja er í héraði með þetta fyrirkomulag á svæðisút- varpinu. XXX Góð þjónusta getur gert krafta- verk í hvei's kyns atvinnu- rekstri. Ráðamenn íyrirtækja virðast æ fleiri vera að áttá sig á því að góð þjónusta er góð söluvara; það er ekki nóg að bjóða upp á-fjölskrúðugt vöru- úrval, fólk verslai' þar sem því líður vel, þar sem starfsmenn eru vingjarn- legir og koma fram af alúð. Jafnvel þjónustan getur vegið þyngra en verð, þegar viðskiptamaðurinn gerir það upp við sig hvar hann verslar, hvort sem hann er meðvitaður um það eður ei. Víkveiji upplifði þetta sjálfur nýlega ér hann skrapp í búðir til að kaupa sér skyrtu. Hann rölti á milli nokkurra búða til að kanna verð og gæði og þó hann hefði ekki haft mikið á milli handanna, þá endaði þessi verelunarleiðangur þannig að skyrta í dýrari kantinum var valin. Ástæðan var einfaldlega sú, að í þeirri verslun, þar sem viðskiptin voru útkljáð, var komið fram við hann af slíkri alúð, að viðskipti ann- ars staðar voru útilokuð.( Verslunar- eigendur og sömuleiðis stjórnendur í öðrum atvinnugreinum mættu gjam- an hafa það hugfast, að virðisauki vörunnar getur falist í slíkum óáþreif- aniegum hlutum, jafnvel að stærstum hluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.