Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 JltargtiiiHaMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Sól rís í austri Rúmlega fimmtíu þúsund Austur-Þjóðverjar fóru um Tékkóslóvakíu frá því á föstu- dag í síðustu viku til fimmtu- dags í þessari viku á leið til frelsis. Þetta fólksstreymi felur í sér — ásamt fjölmörgum hlið- stæðum — almenningsdóm yfir stjórnkerfi sósíalismans og hag- kerfi marxismans í A-Evrópu. Síðastliðinn fimmtudag eygðu A-Þjóðveijar langþráða dagsbrún frelsis, þegar hlið Berlínarmúrsins vóru loksins opnuð til frjálsrar umferðar fólks milli borgarhlutanna. Mik- ill fögnuður greip um sig beggja megin múrsins, enda heims- sögulegur atburður að gerast, sem styrkti vonir tugmilljóna manna um betri tíð. Að vísu verða framtíðarferðir milli borg- ar- og landshlutanna háðar vegabréfum, en sú breyting, sem boðuð er, er engu að síður stórt og mikilvægt skref til manneskjulegra sambýlis í landinu og álfunni. Leiðtogar a-þýzka kommún- istaflokksins hafa látið að því liggja að framundan sé hliðstæð þróun til fijálsari þjóðfélags- hátta og átt hefur sér stað í Ungverjalandi. Þeir ýja jafnvel að nýjum kosningalögum sem feli í sér fijálsar kosningar. Jafnframt boða þeir neyðarráð- stefnu um framtíð kommúnista- flokksins í A-Þýzkalandi — í fyrsta sinn frá 1956 talið. Fulltrúar á v-þýzka þinginu fögnuðu fréttunum um ferða- frelsi A-Þjóðveija ákaft og Helmut Kohl, kanslari V-Þýzka- lands, hefur óskað eftir því að leiðtogar þýzku ríkjanna hittist hið fyrsta til að ræða þann stjórnmálalega vanda, sem A-Þjóðveijar eiga við að glíma. Öll stendur þessi þróun til nán- ara samstarfs þýzku ríkjanna og kann er tímar líða að opna leiðir til sameiningar þeirra, þótt of snemmt sé að setja fram fullyrðingar þar um. Þær þjóðfélagshræringar, sem sagt hafa til sín í Ungveija- landi, Póllandi, A-Þýzkalandi og víðar í A-Evrópu vekja vonir um að lýðræði, þingræði og al- menn mannréttindi — í þeim skilningi þessara orða sem vest- rænar þjóðir leggja í þau — séu á sigurleið í alræðisríkjum. Reynslan ein getur þó skorið úr um það, hvort þessar vonir rætast. Dag skal að kveldi lofa og þjóðfélagsbreytingar þegar þær hafa átt sér stað og skilað uppskeru í betra og fegurra mannlífi. Það er von lýðræðissinna vítt um veröld að sú frelsissól, sem brotizt hefur fram úr alræðis- skýjum í A-Evrópu, reynizt var- anleg en sé ekki stundarglenn- ingur. Breytingar á hagkerfi og stjórnkerfi A-Evrópuríkja boða ekki aðeins bætt lífskjör og aukin mannréttindi heimafyrir, ef fram ganga, heldur og mann- eskjulegri og friðvænlegri ver- öld. Þessi þróun skarast — hér eftir s'em hingað til — við þann hornstein lýðræðis í veröldinni, að VesturlÖnd haldi vöku sinni í viðsjálum heimi. Ashkenazí í Moskvu Heimskunnur listamaður, Vladímír Ashkenazí, kom í fyrradag til Moskvu eftir 26 ára fjárveru frá Sovétríkjunum. Ashkenazí, sem kvæntur er Þórunni Jóhannsdóttur og er íslenzkur ríkisborgari, bjó um níu ára skeið hér á landi. Islend- ingar áttu mikinn hlut að því, að faðir hans fékk ferðaleyfi frá Sovétríkjunum til þess að heim- sækja son sinn hér. „_Eg hugsa ævinlega hlýlega til íslands því mér finnst það eiga stóran hluta í mér. Konan mín er mikill íslendingur og við nutum þess að búa á íslandi. Ég mun aldrei gleyma því er við dvöldum þar,“ segir lista- maðurinn, gestkomandi í Moskvu, í samtali við Morgun- blaðið. „Áður en ég fluttizt frá Sovétríkjunum fannst mér ég ekki vera heima hjá mér,“ sagði hann ennfremur. Það eitt að Ashkenazí heim- sækir Sovétríkin, eftir 26 ára fjarveru, er vitnisburður um þær breytingar sem orðið hafa þar í tíð Gorbatsjovs. Um varanleika breytinganna sagði Ashkenazí: „Ég vona að þessi þróun haldi áfram þannig að breytingar verði á lífsskilyrðum manna í Sovétríkjunum. Það er ómögu- legt að spá um framtíðina — en maður verður að vera bjart- sýnn.“ Það er ógerningur að spá á líðandi stundu um framtíðina í Sovétríkjunum. Allir velviljaðir menn deila hinsvegar vonum um, að þróunin verði til réttrar áttar: Érá einstaklingsfjötrum til einstaklingsfrelsis, frá hag- kerfi fátæktar til hagkerfis vel- ferðar. Hvers vegna sérstakt umhverfisráðuneyti? eftirJón Sigurðsson Á síðustu ánjm hefur umhverfis- vernd stöðugt færst ofar í hugum manna og í umræðum um þjóðmál. Þetta er ekki bundið við ísland eitt, þótt íslendingar eigi öðrum þjóðum meira undir farsælli sambúð manns og náttúru. Vaxandi áhugi á um- hverfismálum er alþjóðlegt fyrir- bæri. Reyndai' virðist sem íslending- ar hafi verið heldur svifaseinir í þessum málaflokki. Það er athyglis- vert að allir stjórnmálaflokkar láta nú umhverfismál mjög til sín taka og ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að koma á fót sér'stöku ráðu- neyti umhverfismála um næstu ára- mót. Hinu nýja ráðuneyti er ætlað að fara nieð. yfirstjórn umhverfis- mála innanlands og taka þátt í al- þjóðlegu samstarfi á því sviði við aðrar þjóðir. Rökin fyrir stofnun sérstaks um- hverfismálaráðuneytis era fyrst og fremst þau, að hér á landi hefur skort skýrt markaðan farveg fyrir lýðræðislegar ákvarðanir í þessum mikilvægu málum sem varða hags- muni einstaklinga, fjölskyldna, þjóða og jafnvel allra jarðarbúa í bráð og lengd. Varla er til betra dæmi um stjórnmál en einmitt um- hverfismálin og opinskáa umræðu um þau. Það er því nauðsynlegt að ábyrgð framkvæmdavaldsins í um- hverfismálum sé skýrt ákveðin í stjórnskipuninni. Tillögur Sjálfstæð- isflokksins um samræmda yfirstjórn umhverfismála sem falin væri einu núverandi ráðuneyta en dreifða ábyrgð á framkvæmdinni eru gall- aðar að því leyti að almenningur veit þá ekki hvert hann á að snúa sér með umhverfiserindi og hætt við að þá vísi hver á annan. Sania máli gegnir um alþjóðasamstarf á þessu sviði. Víðfeðmur málaflokkur Umhverfismálin eru víðfeðmur málaflokkur. Annars vegar eru hin- ar stóru hættur í umhverfismálum sem raskað geta forsendum lífs á jörðunni: Eyðing ósonlagsins, upp- hleðsla koldíoxíðs í andrúmsloftinu, eyðing regnskóganna, súrt regn, mengun sjávar o.s.fi'v. Hins vegar eru á umhverfismálunum nærtækari hliðar sem snerta daglegt líf og ráða niiklu um nánasta umhverfi' og velferð fólks. Umhverfismálin eru því í aðra röndina afskaplega hversdagsleg mál um leið og þau eru alþjóðlegt viðfangsefni og skipta sköpum um framtíð mannkyns. Við eigum ekki völ á annarri jörð og niðjar okkar ekki heidur eftir því sem best verður séð. Hver kynslóð verður að setja metnað sinn í það að skila heimskringlunni heilli í hendur þeirrar næstu. . Fólk hefur þörf fyrir og gerir kröfu um heilnæmt og fagurt um- hverfi. Hins vegar er ljóst að hættan á mengun og umhverfisspjölluni hefur verið fylgifiskur hagvaxtar og aukinnar neyslu í nútímasam- félögum. Umhverfi mannsins er í vaxandi mæli mótað af mannlegum athöfnum. Tækniþróun og efna- hagslegar framfarir hafa oft á sér ranghverfu sem ekki er reiknuð til frádráttar þegar framfarirnar eru metnar til fjár. Ég er alls ekki að- gera því skóna að mengun og um- hverfisspjöll hljóti að fylgja góðum lífskjörum. Hreint og fagurt um- hverfi hlýtur raunar að vera hluti af góðum lífskjörum. Almenningur á Vesturlöndum gerir sér grein fyr- ir þessu og setur nú kröfuna um umhverfisvernd á oddinn. Ef ekki er ráðist gegn orsökum umhverfis- spjalla mun hagvöxtur hvorki verða til góðs né vara lengi. Þegar horft er yfir heimsbyggðina sést glöggt að lausnir á umhverfisvanda munu ráða miklu um skiptingu lífsgæða milli jarðarbúa. Hagvöxtur og umhverfísvernd geta farið saman Ég er sannfærður um að efna- hagslegar framfarir og umhverfis- vernd geti átt samleið. Það er hins vegar ekki sjálfgefið. í mínum huga er það m.a. hlutverk stjórnmála- manna að finna leiðir til þess að þetta tvennt fari saman. Hér getur þurft að miðla málum milli ólíkra sjónarmiða og andstæðra hags- muna. Það fellur iðulega í hlut „ísland er girt tveimur lífbeltum, sjónum og gróðurlendinu. Við þurfiim að gæta að þeim báðum.“ stjórnmálamanna að finna þær málamiðlanir sem henta og fram- fylgja þeim. Lausnirnar geta tekið á sig ýmsar myndir eftir efnum og aðstæðum. Mig langar til að nefna tvö dæmi sem standa mér nærri og bæði tengjast áli: Annars vegar söfnun og enduivinnsla áldósa, hins vegar áform um aukna álframleiðslu í Straumsvík. Skilagjald á áldósir Þegar Alþingi hafði samþykkt að heimila sterka bjórinn í mars síðast- liðnum var ljóst að notkun svo- nefndra einnota drykkjarvöruum- búða einkum áldósa myndi stórauk- ast. Sú hætta blasti því við að áldós- ir myndu dreifast sem hráviði um landið ásjónu þess til mikilla lýta. Þessari hættu var bægt frá með því að fyrr á þessu ári var tekið upp skilagjald á einnota drykkjarvöru- umbúðir og stofnað sérstakt fyrir- tæki til þess að annast söfnun um- búðanna og koma þeim í endur- vinnslu. Skilagjaldið er dæmi um markaðslausn á umhverfisvanda. Það er einfaldlega gefin efnahags- leg hvatning til þess að ná ákveðnu markmiði í umhverfisvernd. Markaðslausnir eins og skila- gjaldið skiia oft betri árangri en opinber boð og bönn. Þeim er án efa hægt að beita víðar en pú er gert. Þær leysa hins vegar ekki ail- an vanda og oft er ekki annarra kosta völ en setja ákveðnar reglur sem verður að hlíta. Söfnun og endurvinnsla áldósa er angi af stærra máli sem er söfn- un og ráðstöfun á hvers konar úr- gangi. Þetta mál er nálægt okkur öllum í umbúðaþjóðfélaginu. Aukin álft’amleiðsla Nú eru uppi áform um að stór- auka álframleiðslu á Islandi á næstu árum. Markmiðið er auðvitað að stuðla að hagvexti með atvinnuupp- byggingu á grundvelli orkulindanna. Álbræðslu fylgir hins vegar umtals- verð mengun vegna flúors, brenni- steinsdíoxíðs og i-yks í útblæstri frá álveru.m, ef ekki eru gerðar viðeig- andi ráðstafanir. Það er auðvitað skilyrði fyrir því að ráðist verði í aukna álbræðslu að tryggt sé að mengunarvarnir verði viðunandi. Það verður í raun að finna ásættan- lega málamiðlun milli markmiðanna um hagvöxt og atvinnuuppbyggingu annars vegat- og um umhverfisvernd hins vegar. Þetta á að vera hægt þar sem tækni við mengunarvarnir í álverum hefur fleygt fram á und- anförnum árum. Það verður hins vegar séint komið í veg fyrir alla mengun frá álverum. Mestu máli skiptir að hún verði undir skaðlegum mörkum. Það eru þessi mörk sem stjórnvöld' verða að ákveða og mega ekki víkja frá. í því sambandi þarf að horfa til þeirra krafna sem aðrar þjóðir gera en jafnframt taka tillit til séríslenskra aðstæðna hvað varð- ar veðurfar, þéttbýli og iðnaðarum- svif. Líflieltin tvö Fyrir utan álmálin tvö — annað —áldósirnar — af vettvangi hvers- Vegið að Háskóla íslands eftir Birgi ísl. Gunnarsson Málefni Háskóla íslands hafa óvenju mikið verið til umræðu að undanförnu í tengslum við Ijárlaga- frumvarpið. Sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráð- herra, og Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, að taka hluta af sjálfsaflafé Háskóla íslands í ríkissjóð hefur vakið mikla reiði í Háskólanum. Verður það gert nokkuð að umtalsefni í þessari grein. Happdrætti Háskóla íslands Um langt árabil hefur Háskóli íslands rekið happdrætti og um það hefur Alþingi sett sérstök lög. I 1. gr. þeirra laga segir að ágóðanum skuli varið til að reisa byggingar á Háskóla Islands. Ennfremur er heimilt að verja ágóðanum til við- halds, lóðaframkvæmda og til að efla rannsóknarstofur við hinar ýmsu deildir Háskólans. Tekjurnar af Happdrætti Háskóla íslands eru einu tekjurnar sem Háskólinn hefur fiait til uppbyggingar. Það tíðkaðist reyndar hér áður fyrr að ríkissjóður legði Háskólanum til fé í fjárlögum samhliða tekjum Happdrættisins, en það hefur ekki verið gert um langt árabil. Þessar tekjur eru sveiflukenndar og nú er sveiflan á niðurleið. Tekjurnar hafa verið góð- ar síðastliðin tvö ár vegna góðrar sölu í svokölluðum skafmiðum, en nú hefur salan dregist saman í þeim. Nælt í tekjurnar I fjárlögum 1989 varð vart til- hneigingar hjá fjármálaráðherran- um til að næla í hluta af tekjum Happdrættis Háskóla íslands og setja í verkefni sem ríkissjóður hef- ur áður fjármagnað. Hér var um að ræða fjárveitingar til Raunvís- indastofnunar Háskólans, Tilrauna- stöðvar Háskólans að Keldum og Stofnunar Árna Magnússonar. Þetta reyndist þó aðeins fyrirboði stærri og alvarlegri tíðinda. í ljár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1990 er áfram haldið á sömu braut varð- andi ofangreindar stofnanir. Höfuð- ið er þó bitið af skömminni með því að taka 60 millj. kr. af tekjum Happdrættis Háskóla íslands og setja í Þjóðarbókhlöðu með þeim rökum í greinargerð að Þjóðarbók- hlaðan sé að hluta til háskólastofn- un sem taka muni við starfsemi Háskólabókasafns og stórbæta að- stöðu þess. Birgir ísl. Gunnarsson „Málið snýst um þessa grund vallarspurningu: A Háskólinn að hafa sjálfstæði til að ráða sjálfur sínu sjálfsafla- fé?“ Ályktun Háskólaráðs Háskólaráð hefur ályktað sér- staklega um þetta mál og sent frá sér ítarlega ályktun. Orðrétt segir í ályktuninni: „Er af þessu ljóst að Þjóðarbók- hlöðubyggingin er ekki reist á veg- um Háskólans í þeim skilningi sem gert er ráð fyrir í lögum um Happ- drætti Háskóla Islands. Háskólaráð telur því að um ótvírætt lögbrot sé að ræða eins og málið er sett fram í fjárlagafrumvarpi.“ Þessi ráðstöfun er auðvitað enn óbilgjarnari fyrir þær sakir að þjóð- in er sérstaklega skattlögð til að byggja Þjóðarbókhlöðu. Sérstakur eignarskattsauki hefur verið inn- heimtur árin 1987, 1988 og nú árið 1989. Áframhald verður á þeirri skattheimtu. Ávallt hefur hluta þessa skatts verið stungið í ríkissjóð hefur það oft verið ágreiningsefni á Alþingi en aldrei hefur verið geng- ið eins langt og nú. Sjálfstæði Háskóla íslands Sú regla hefur verið viðurkennd af öllum ríkisstjórnum að Háskólinn sjálfur eigi að meta hvar skórinn kreppi að í byggingarmálum skólans. Háskólinn hefur því sjálfur €8ei-H3f(«2VÖ/ .U H'JOAaSÁO’JM ClIGAJPVI'JÞiIOi.' MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1989 dagslífsins í neyslusamfélagi, hitt — álverið — af vettvangi stórfram- kvæmd og stóriðju — get ég ekki látið hjá líða að nefna gróðurvemd. Island er girt tveimur lífbéltum, sjónum og gróðurlendinu. Við þurf- um að gæta að þeim báðum. Gróðureyðingin er ef vil vill stærsta vandamálið á sviði um- hverfismála hér á landi. Afskipti stjórnvalda af búskaparháttum í landinu verða að breytast í þá átt að hlífa landinu við ofbeit. Þetta er hægt að gera með ýmsu rnóti en stöðvun lausagöngu búíjár er rnikil- vægasta fyrsta skrefið. Einnig á þessu sviði þarf að leita að mála- miðlunum sem líklega verða sam- ofnar úr efnahagslegri hvatningu og beinum tilskipunum. Óspillt um- hverfi er mikilvæg auðlind, sem er sameign okkar allra. Það liggur í eðli máls að hætta er á því að slíkar auðlindir verði ofnýttar og eyðilagð- ar, ef almannavaldið grípur ekki í taumana. Þess vegna eru umhverf- ismálin stjórnmál í orðsins bestu merkingu. Mikilvægi umhverfismála Vaxandi skilningur á eðli um- hverfismála bæði stórra og smárra hefur ýtt þeim stöðugt ofar á dag- skrá stjórnmálanna.Aður voru það einkum séi-vitringar og heim- sendaspámenn sem héldu þeim á lofti en nú eru þau helsta viðfángs- efni á leiðtogafundum stóiveldanna. Sinnaskiptin meðal stjórnmála- niannanna í umhverfismálum hefur borið brátt að fyrst og fremst vegna þrýstings frá almenningi. Stjórn- málamenn og stjórnmálaflokkar eiga nú ekki annarra kosta völ en setja umhverfisvernd ofarlega á stefnuskrár sínar. Það verður þó seint kosið á milli markmiða í um- hverfismálum heldur verður kosið á milli markmiða í umhverfismálum heldur verður kosið á milli leiðanna að þessum markmiðum. Til þess að gera framtíðina bjarta í þessu landi þurfum við að vanda val þessara leiða og gæta að gróðri jarðar og lífríki sjávar í öllu sem við gerum. Þess vegna er Íöngu tímabært að finna þessum mikilvæga málaflokki skýrt markaðan farveg í íslensku stjórnarfari. Þess vegna þurfum við sérstakt ráðuneyti umhverfismála sem allra fyrst og auðvitað á gróður- vernd og landgræðsla að eiga þar heima. Stofnun umhverfisráðuneyt- is er reyndar nauðsynlegur þáttur í endurskipulagningu stjórnarráðs- ins til samræmis við kröfur nútíðar og framtíðar. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. getað ráðstafað þeim tekjum sem hann hefur fengið af happdrættinu. Nú vilja þeir Svavar Gestsson og Ólafui' Ragnar taka þetta sjálfstæði af Háskólanum og flytja það inn í fjármálaráðuneytið. Hér er því alls ekki um að ræða hefðbundnar deil- ur um ráðstöfun á íjármagni. Málið snýst um þessa grundvallarspurn- ingu: Á Háskólinn að hafa sjálf- stæði til að ráða sjálfut- sínu sjálfs- aflafé? Hætt er við að ef ráðherrar Alþýðubandalagsins ná því fram á þingi sem þeir vilja í þessu máli, þá verði eftirleikurinn auðveldari. Með því væri sjálfstæði Háskólans rýrt verulega og Happdrætti Há- skóla íslands gert að eins konar í'íkishappdrætti. Happdrætti Háskóla íslands hef- ur notið mikillar velvildar almenn- ings. Fólk vill styðja Háskólann'. Því þykir vænt um hann og kaupir því happdrættismiða í stórum stíl. Það er hætt við að Happdrættið missi tiltrú og vinsældir hjá almenn- ingi þegar farið er að taka tekjur þess í ríkissjóð. Ríkishappdrætti Ólafs Ragnars Grímssonar er ekki líklegt til að skila miklum tekjum. Það mælir því allt með því að Al- þingi hnekki þessuni hugmyndum Alþýðubandalagsráðherranna pg varðveiti sjálfstæði Háskóla ís- lands. Ilöfundur er einn af alþingismönmun Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Skipasmíðaiðnaði má ekki hnigna eftir Halldór Blönda.1 Við Islendingar höfum á síðustu áratugum verið að byggja upp sterkan skipasmíðaiðnað hér á landi. Það varóhjákvæmilegt mark- mið með hliðsjón af því, að við erum fiskveiðiþjóð. Til þess að sjávarút- vegurinn geti staðið undir þeim kröfum, sem til hans eru gerðar, er nauðsynlegt að hann geti á hveij- um tíma fengið bestu þjónustu sem völ er á. Skipasmíðaiðnaðurinn hef- ur lagað sig að þessum þörfum. Það er að sönnu með ólíkindum, hvaða árangri þessi atvinnugrein hefur náð, ef tekið er tillit til hins óstöð- uga efnahagsástands, óvissu í gjaldeyrismálum og sveiflna í af- komu útgerðar. Meðan Friðrik Sófusson var iðn- aðarráðherra fól hann bresku ráð- gjafarfyrirtæki, A & P Appledore, að gera úttekt á skipasmíða- og skipaviðgerðaiðnaði okkar. Þessi úttekt liggur nú fyrir og er fyrir margra hluta sakir athyglisverð. Þar kemur m.a. fram, að styrkir til þessarar iðngreinar nema 26% í löndum Evrópubandalagsins. Síðan er varpað fram þeirri spurningu, hvort rétt sé að hætta skipasmíðum hér á landi. Því er hafnað vegna eftirgreindra ástæðna: 1. Sjávarútvegurinn þarfnast lágmarksþjónustu, sem þarf að vera tiltæk á staðnum. 2. Það tap kunnáttu og tækni, sem fylgir, myndi verða til tjóns fyrir litla eyþjóð, sem reiðir sig mjög mikið á fiskiflota sinn. 3. Atvinnutækifærum myndi fækka mjög mikið og vandamálið vegna flutnings vinnuafls til Reykjavíkur mun aukast. 4. Það mun hafa óhagstæð áhrif á vöruskiptajöfnuðinn að öll vinna við flotann verði að gerast erlendis. 5. Mat APA hefur sýnt, að iðnað- urinn á möguleika á að verða sam- keppnishæfur með endurskipulagn- ingu. Nú er mikil umræða um það í þjóðfélaginu, að nauðsynlegt sé að búa íslensk fyrirtæki undir þá auknu samkeppni, sem fylgir sam- eiginlegum markaði Evrópubanda- lagsins 1992. í því skyni hafa verið boðaðar ráðstafanir í skatta- og gjaldeyrismálum. í máli iðnaðarráð- herra hefur komið fram, að þá muni styrkir til skipasmíðaiðnaðar Halldór Blöndal „Reynslan hefiir sýnt, að ekki er hægt að halda uppi stöðugleika í rekstri svo stórs fyrir- tækis í skipasmíðaiðn- aði með því ad treysta eingöngu á viðgerðir eða minniháttar endur- bætur.“ í Evrópubandalaginu falla niður. Af þeim sökum geti íslenskur skipa- smíðaiðnaður ekki vænst eðlilegrar samkeppnisstöðu fyrr en þá. Eðli- legt sé að við íslendingar þiggjum þá styrki, sem aðrar þjóðir veiti til skipasmíða. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir jöfnunar- gjaldi, sem nemur 500 millj. kr. Það er réttlætt með því, að innlendur samkeppnisiðnaður hafi ekki fullt- hagræði af virðisaukaskatti, fyrr en eftir mitt næsta ár. Hér séu því miklir atvinnuhagsmunir í húfi, sem ekki megi horfa fram hjá. Hjá Slippstöðinni á Akureyri vinna um 200 manns. Vegna verk- efnaskorts í vetur hefur þeim verið sagt upp vinnu ýmistrfrá áramótum eða 1. febrúar. Reynslan hefur sýnt, að ekki er hægt að halda uppi stöð- ugleika í rekstri svo stórs fyrirtæk- is í skipasmíðaiðnaði með því að treysta eingöngu á viðgerðir eða minniháttar endurbætur. Af þeim sökum ákvað stjórn Slippstöðvar- innar fyrir tveim áruni að hefja smíði fiskiskips til að brúa bilið yfir dauða tímann og komast hjá uppsögnum. Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd harðlega af tveim ráðherrum, Ilalldóri Ásgrímssyni og Jóni Sigurðssyni/ Ég er þeirrar skoðunar, að óhjá- kvæmilegt sé að veija hluta jöfnun- argjaldsins til þess að rétta sam- keppnisstöðu innlends skipasmíða- iðnaðar. Annars vegar verður að gera Slippstöðinni kleifl að taka skip upp í nýsmíðina með sama hætti og greitt er fyrir slíkum við- skiptum erlendis. Hins vegar er sjálfsagt að taka lægsta innlenda tilboðinu í þær endurbætur, sem nú verður að gera á Árna Friðriks- syni. Það gæti orðið nóg til þess, að Þorgeir og Ellert þyrftu ekki að segja starfsmönnum sínum upp vegna verkefnaskorts, sem alltof víða hefur gerst í þessum iðnaði. Það er rangt, sem gefið hefur verið í skyn, að uppsagnir starfs- fólks í Slippstöðinni á Akureyri séu einstakt tilvik. Erfiðleikarnir blasa við í öllum atvinnugreinum og at- vinnuleysi fer vaxandi. Það er eftir- tektarvert í ljósi þeirra upplýsinga viðskiptaráðherra, að á mælikvarða launakostnaðar hefur gengi hækk- að 20% umfram kaupgjald í landinu frá ársbyijun 1988. Og samt sem áður horfum við fram á, að kaup- máttur haldi áfram að versna á næsta ári og atvinnuleysi fer vax- y andi á næstu mánuðum a.m.k. Með sama hætti og fiskiskipaflot- inn þarf á þjónustu skipasmíðaiðn- aðarins að halda, fer undireins að halla undan fæti hjá þessum iðn- aði, þegar langvarandi rekstrarhalli er í útgerð. Þá gerist hvort tveggja. Viðhald verður í lágmarki og nauð- synlegum endurbótum er slegið á frest, en greiðsluerfiðleikar teíja fyrir því, að fullnaðarskil séu gerð við fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði. Þannig verður keðjuverkun, sem að lokum leiðir til ófremdarástands, sem stjórnvöld geta ekki skorast undan að bera ábyrgð á. Þetta ófremdarástand lýsir sé í þeim upp- sögnum, sem við erum nú að fá ^ fréttir af hvaðanæva af iandinu. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Stjórnir verkalýðsfélaga hafa gott af því að ýtt sé við þeim - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar „Ég vil ekkert munnhöggvast við félaga mína í Dagsbrún. Við deilum oíl innbyrðis," sagði Guð- rnundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, aðspurður um gagnrýni sem komið hefur fi'am hjá haftiarverkamönnum í Sunda- höfn. Hann sagðist ekki kippa sér upp við gagnrýnina, hún sýndi að það væri lífsmark með félaginu og það væri öllum verkalýðsfélög- um nauðsynlegt. Það væri ekkert nema gott um það að segja að félagsmenn létu frá sér heyra. Guðmundur sagði að því miður væri of mikið til í því að hann hefði of lítið sést við höfnina, en á hinn bóginn væri aðaltrúnaðarniaður Dagsbrúnar á svæðinu í stjórn fé- lagsins og hefði mjög frjálsar hendur varðandi fyrirkomulag og vandamál sem kæmu upp á vinnustað. llann hefði mikla trú á aðaltrúnaðarmann- inum og auk þess tengdist annar stjórnarmaður hafnarvinnunni vegna ábataskiptakerfisins, sem þar væri við lýði. Guðmundur sagði að bylting hefði orðið á hafnarvinnunni á undanförn- um árum hvað varðaði tæknivæðingu og skipulag og nú væri Reykjavíkur- höfn einhver vélvæddasta höfn í Evrópu og aðeins hluti hafnanna í Rotterdam og Hamborg jafnaðist á við hana í afköstum. Slysutn í hafnar- vinnu hefði jafnframt stórfækkað og væru hlutfallslega nú álíka mörg og erlendis, en slysatíðni hefði verið miklu meiri hér áður. Gott samkomu- lag hefði tekist um þessa tæknivæð- ingu milli Dagsbrúnar og skipafélag- anna og hagræðing vegna tæknivæð- ingarinnar kæmi verkamönnum til góða. Guðmundur sagði að vegna tækni- væðingarinnar og hraðans sem væri á vinnusvæðinu hefði skapast þrýst- ingur á eldri menn hjá Eimskip. „Dagsbrún mun standa ákaflega fast á því að það halli ekki á þessa menn, en það er í sjálfu sér ósanngjarnt að taka Eimskipafélagið út úr. Þessi alda gengur yfir þjóðfélagið og beitt er þeirri reglustrikureglu að menn hætti skiiyrðisiaust sjötugir. Aðrir eru að reyna að fikra sig niður í 67 eða jafnvel 65 ára aldur. Okkar tryggingar og lífeyrissjóðskerfi er ekki tilbúið í þetta og við munum standa fast á rétti þessara manna,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að á sama tíma og kaupmáttur hefði rýrnað hefði vinna minnkað vegna minni innflutnings. Hafnarverkamenn væru ekki of- haldnir af sínum tekjum. Þeir teldu sig afskipta og á sama tíma kæmu aðrir hópar til hans og spyrðu af hveiju hafnarverkamenn væru alltaf í forgangi. „Hitt er öruggt að hafnar- verkamenn vinna fullkomlega fyrir sínu kaupi. Þetta er erfitt starf og þarf ákaflega mikla árvekni til,“ sagði Guðmundur. „Stjórnir verkalýðsfélaga hafa gott af því að það sé ýtt dálítið við þeim, Formenn verkalýðsfélaga eiga ekki að vera neinar heilagar kýr. Mér þykir vænt um það að skuli vera líf í mönnum og að þeir séu vakandi fyrir sínum málum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.