Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 Tíu fiskeldisfyrirtæki gjald- þrota eða í greiðslustöðvun UNDANFARNA daga hafa tvö stór fiskeldisfyrirtæki, íslandslax, sem rak stóra strandeldisstöð og seiðastöð í Grindavík, og Arlax, sem var með samskonar starfsemi á Kópaskeri og í Kelduhverfi, orðið gjald- þrota. Síðustu vikur hafa einnig þrjú fiskeldisfyrirtæki, Snælax, sem er með sjókvíaeldi i Grundarfirði, Atlantslax, sem rekur seiðaeldi í Sandgerði og byggir stóra strandeldisstöð í Grindavík, og Lindalax, sem rekur strandeldisstöð á Vatnsleysuströnd, fengið greiðslustöðv- un. Bú fímm annarra fiskeldisfyrirtækja hafa orðið gjaldþrota undan- farin misseri. 60-70 fyrirtæki eru nú talin vera í fúllum rekstri í fisk- eldi á landinu. Mikil óánægja er meðal fiskeld- ismanna með þau rekstrarskilyrði sem greininni eru búin. Afurðalána- kerfi bankakerfisins og fyrirgreiðsla opinberra sjóða, þar á meðal ný- stofnaðs tryggingasjóðs fiskeldis, sem auka átti afurða- og rekstrarlán til greinarinnar, sæta harðri gagn- rýni. „Ef afurðalánakerfið verður ekki lagað munu fleiri og fleiri kom- ast í þrot, en greinin hrynur ekki á einu bretti," sagði Friðrik Sigurðs- son framkvæmdastjóri Landssam- band.s fiskeldis- og hafbeitarstöðva. „Það hefur verið ijóst síðan í fyrra- sumar þegar greininni var hleypt í mikla framleiðsluaukningu, að taka þyrfti afurðalánakerfið til endur- skoðunar," sagði hann. Bankar vilja veð utan stöðvanna Þau fyrirtæki í fiskeldi sem k’om- ist hafa í afurðalánaviðskipti í bankakerfinu munu geta fengið þar lánað 37,5% af tryggingaverðmæti afurða. Undanfarið hefur færst í vöxt að bankar telji ekki nægja veð í tryggðum fiski stöðvanna heldur krefjist viðbótarveða í eignum utan þeirra. Óánægju gætir með Trygg- ingarsjóð fiskeldislána sem settur var á stofn um síðustu áramót til að auka afurðalán greinarinnar. Sjóðurinn lánar aðeins þeim sem fyrir eru í afurðalánaviðskiptum innan bankakerfisins. „Þau lán taka engir nema menn í bráðavanda,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldisfræðum, sem hefur víðtæka reynslu í ýmsum þáttum sem lúta að fiskeldi, nú síðast sem aðstoðarforstjóri og umsjónarmaður fiskeldistrygginga hjá Reykvískri endurtryggingu. „Þetta er heng- ingaról, lánin kosta 30% ofan á doll- ar, það eru kjör sem ekkert fyrir- tæki stendur undir til lengdar. Best reknu fyrirtækin hafa reynt að stýra fram hjá sjóðnum," segir Össur. Hann telur að leggja beri niður tryggingasjóð í núverandi mynd og setja á fót annan sem veiti einfalda ríkisábyrgð á afurðalánum, en telur hins vegar rétt og nauðsynlegt að gera strangar kröfur um fjárhags- stöðu og -uppbyggingu þeirra aðila sem fyrirgreiðslu njóti. 10% fyrirtækja skulda 50% heildarskulda Friðrik Sigurðsson segir að í lög- um um tryggingasjóð séu ákvæði sem gert hafi ljóst að hann næði aldrei að sinna hlutverki sínu. „Sjóð- urinn hefur sett þak á lán til ein- stakra fyrirtækja við 100 milljónir króna. Lánin eru í dollurum og óhagstæð gengisþróun takmarkar lánveitingarnar enn frekar. Friðrik segir að i sumum tilfellum megi segja að menn hafi ráðist í of mikl- ar íjárfestingar of hratt. Þannig skuldi 10% fyrirtækja í greininni 50% af 5-6 milljarða heildárskuld- um. Hins vegar sé greinin stimpluð í heild vegna verstu dæmanna og líði fyrir það á ýmsan hátt gagn- vart viðskiptaaðilum. Uppbygging fyrir hvatn- ingu ráðamanna Össur Skarphéðinsson telur að ákveðin mistök hafi verið gerð í uppbyggingu fískeldis hér á landi og meginvandinn eigi rætur til þess þegar græða hafi átt á seiðasölu til Noregs á tímum þegar óeðlilega hátt verð ríkti á þeim markaði. Byggðar hafi verið of dýrar seiða- eldisstöðvar sem hann telur að eigi ekki mikla framtíð fyrir sér. „Þegar markaður fyrir seiðin brást byggðu sumir þeirra aðila sem voru í seiða- eldi upp matfisksstöðvar með mikl- um hraða. Til þess fengu þeir hvatn- ingu ýmissa stjórnmálamanna og ráðherra og fyrirheit um stuðning. Þrátt fyrir vilyrði um fjármögnun tiltekinna verkefna eru dæmi þess að opinber og hálfopinber íjármögn- un hafi brugðist þegar verkið var hálfklárað. Á hinn bóginn segir Össur að í fiskeldi hér séu mörg blómleg fyrirtæki sem eigi sér góða framtíð. Þau eigi það flest sameigin- legt að hafa ekki ánetjast opinberri fyrirgreiðslu og jafnvel aldrei kom- ist í afurðalánaviðskipti í bankakerf- inu. Lagt hafi verið af stað með litl- ar einingar, oft af veikum burðum og framleiðslan aukin hægt og bítandi. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri eins stærsta fóður- sölufyrirtækis á landinu, verksmiðj- unnar Istess á Akureyri, sem á millj- ónatugi útistandandi hjá fiskeldis- fyrirtækjum, telur einnig að þótt stór mistök hafi verið gerð í upp- byggingu einstakra fiskeldisfyrir- tækja, sé ábyrgð opinberra og hálfopinberra aðila á ástandinu mik- il: „Við búum í þjóðfélagi þar sem stjórnvöld stýra öllu fjármagni og stjórnvöld og opinberir sjóðir hafa mikið til stjórnað ferðinni í upp- byggingu. Mér sýnist að opinbera kerfið hafi of mikil völd og áhrif miðað við þá ábyrgð sem það vill axla. Þegar vantar herslumun á að hægt sé að reka fyrirtækin kippir hið opinbera að sér hendinni þótt það hafi staðið að og jafnvel hvatt til uppbyggingarinnar. Það er lofað og lofað en ekki staðið við neitt. Stjórnvöld hafa att mönnum á for- aðið en standa nú álengdar." Opinberir sjóðir og bankastofnan- ir munu jafnan eiga tryggust veð fyrir kröfum sínum í þrotabúum fiskeldisfyrirtækja. Kristinn Ziem- sen, aðstoðarbankastjóri Búnaðar- bankans, segir þann banka hafa krafist einna strangastra trygginga fyrir afurðalánum, en næst Lands- bankanum hefur Búnaðarbankinn flest fiskeldisfyrirtæki í viðskiptum. „Við höfum beðið um tryggingar til viðbótar við fiskinn og erum ekki í neinni umtalsverðri taphættu gagn- vart þrotabúum." Hann segir að ástæður þess að fiskeldi njóti verri afurðalánakjara í bankakerfinu en aðrar útflutningsframleiðslugreinar VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 11. NOVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Norðaustanátt á landinu. Allhvasst um norðvestan- vert landið, en hægari í öðrum landshlutum. Slydda eða snjókoma á víð og dreif norðanlands, en þurrt og bjart veður syðra. Hiti víðast á bilinu 0-4 stig. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, sums staðar allhvöss um norð- vestanvert landið, en heldur hægari annars staðar. Éljagangur norðanlands, en þurrt að mestu og allvíða léttskýjað syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýj- að fyrri hluta dags, en þykknar upp með suðaustanátt síðdegis. Heldur hlýnandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Vestan- og norðvestanátt um mest allt land og hiti um eða rétt yfir frostmarki. Sennilega þurrt á Suð- austurlandi, en slydduél í öðrum landshlutum. TAKN: Heiðskírt ■(Í A.S'W** Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir V Él = Þoka — Þokumóða » , » Suld OO Mistur _J_ Skafrenningur Þrumuveður Tfr iflK' W VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Hiti veður Akureyri 2 alskýjað Reykjavík 3 skýjað Björgvin 7 rigning Helsinki 6 þokumóða Kaupmannah. 9 skýjað Narssarssuaq +14 heiðskírt Nuuk +9 heiðskírt Ósló 7 rigning Stokkhólmur 8 léttskýjað Þórshöfn 6 rigning Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 10 rlgning Barcelona 16 mistur Berlín 8 léttskýjað Chicago 1 skýjað Feneyjar 14 léttskýjað Frankfurt 9 skýjað Glasgow 9 skýjað Hamborg 8 rigning Las Palmas 23 léttskýjað London 12 rigning Los Angeles 14 heiðskírt Lúxemborg 6 alskýjað Madrfd 14 skýjað Malaga 21 skýjað Mallorca 20 skýjað Montreal 5 skýjað New York 8 heiðsklrt Orlando 16 léttskýjað París 12 skýjað Róm 15 þokumóða Vln 10 léttskýjað Washington 7 léttskýjað Winnipeg +3 skýjað vera tvær helstar: í fyrsta lagi sé verulegur munur á veði í fullunninni vöru, eins og frystum-eða söltuðum fiski annars vegar og í lifandi fiski í kvíum og ketjum hins vegar. Tryggingaskilmálar teljist ekki full- nægjandi veð vegna ýmissa fyrir- vara í þeim og undanþága. í öðru lagi hafi fiskeldi á íslandi að veru- legu leyti verið tilraunastarfsemi. Aðspurður um líkur á því að fisk- eldi njóti aukinnar fyrirgreiðslu inn- an bankakerfisins segir hann að viðskiptabankar hafi ekki heimild til að lána áhættulán án trygginga. Jafnan hafi hér á landi verið horft til hins opinbera um ábyrgð á áhættufjárfestíngum. S viðin jörð í þrotabúum „Bankar og sjóðir skilja eftir sig sviðna jörð í þrotabúunum. Þeir hafa allt sitt tryggt með veðum og sumir krefjast þeir veða umfram lán,“ segir Guðmundur Stefánsson. Fyrirtæki hans á eins og önnur fóð- ursölufyrirtæki tugmilljónir úti- standandi hjá fiskeldisfyrirtækjum. Orkusölufyrirtæki og tryggingafé- lög eiga einnig mikilla hagsmuna að gæta gagnvart gjaldþrota fyrir- tækjum í þessari grein. í Morgun- blaðinu í gær var greint frá tugmillj- óna vanskilum fiskeldisfyrirtækja við Hitaveitu Suðurnesja. Össur Skarphéðinsson, aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar, sem hefur mikil viðskipti við fiskeldisfyr- irtæki, segir það fyrirtæki hafa sitt bærilega á þurru og hafi aflað góðra trygginga en eigi talsvert útistand- andi hjá fiskeldisfyrirtækjum. „Við höfum teygt okkur eins langt og við getum án þess að kasta okkur fyrir björg," segir Össur. Hann seg- ir að fyrirtækið hafi í samráði við banka fengið ákveðið hlutfall af afurðalánagreiðslum samkvæmt samningi og að þau fyrirtæki sem hafi orðið gjaldþrota undanfarið hafi ekki verið í viðskiptum við Reykvíska endurtryggingu. SUS og sjálfstæðis- menn i Reykjavík: Fundur um endalok sós- íalismans í A-Evrópu SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna og sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efha til opins fúndar næstkomandi mánudag, 13. nóv- ember, í tilefiii „hinna heimssögu- legu tíðinda, sem nú eru að ger- ast í sósíalistaríkjum Austur- Evrópu,“ að því er segir í fréttatil- kynningu frá Sjálfstæðismönnum. Yfirskrift fundarins er „Endalok sósíalismans í Austur-Evrópu. Ræðumenn verða Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður, Hreinn Loftsson lögmaður og dr. Hannes H. Gissurarson lektor. Matthías Jo- hannessen skáld og ritstjóri segir nokkur orð og les upp ljóð. Fundar- stjóri verður Davíð Stefánsson, for- maður SUS. Fundurinn verður á Hótel Borg kl. 17.00 á mánudaginn og eru allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.