Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 41 VELXAKANDI SVARlR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS HRÆVCIR IoEIM jRFNHiRC?OFqN UPPÍjRsfRRPTm" Fæðingarheimilið við Eiríksgötu Mér brá ónotalega þegar ég las um það í Morgunblaðinu í gær að borgarráð Reykjavíkur hefði sam- þykkt að gengið yrði til viðræðna við ellefu lækna um leigu á 1. og 2. hæð Fæðingarheimilisins við Eiríksgötu. Ég er sammála Elínu B. Ólafsdóttur, borgarráðsmanni, um að full þörf sé fyrir þau rúm, sem ei-u á Fæðingarheimilinu fyrir konur, sem þurfa á lengri hvíldartíma að halda eftir fæðingu en nú er unnt að veita. Sú þjóð ein er sterk, sem á sér sterkan, ungan stofn. Vilji þjóðin verða langlíf í landinu, verður það að hafa algjöran forgang að hiúð sé að ungu lífi og ungum fjölskyld- um. Það er mjög viðkvæmur tími í lífi konu þegar hún elur barn, og henni er nauðsynlegt að vita að allt sé gert, sem í mannlegu valdi stendur, til að henni og barninu megi líða sem best fyrstu dagana eftir fæðingu og að henni sé ekki gert að fara fyrr heim af sjúkra- húsi en hún treystir sér til. Ég hringdi í Gunnlaug Snædal, prófessor, forstöðumann kvenna- deildar Landspítalans, og sagði hann mér að miklir erfiðleikar væru framundan fyrir fæðandi konur ef Fæðingarheimilið yrði leigt. I bréfi, sem hann og Guðjón Guðnason, yfirlæknir á Fæðingar- heimili Reykjavíkur (FHR), sendu stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur þann 30. mars sl. segir m.a.: „Fæð- ingum fer nú aftur fjölgandi hér- lendis og er aukning milli áranna 1985-88 21,5%. Einnig fjölgar þeim konum, búsettum utan Reykjavíkursvæðisins, sem kjósa að fæða í Reykjavík.“ í bréfinu segir einnig að 2.800 konur hafi fætt á Kvennadeild Landspítalans í fyrra en að deildin sé byggð og skipulögð fyrir hámark 2.500 fæð- ingar á ári og að vandræðaástand hafi því skapast á deildinni þá. 311 börn fæddust þá á FHR. Segja þeir að full þörf sé fyrir allt húsnæði FHR (18 rúm í stað 10 núna) til að sinna fæðingum á Stór- Reykjavíkursvæðinu á komandi árum. Gunnlaugur tjáði mér að sængur- konur á fæðingardeildinni fari að jafnaði heim á 5. degi eftir fæð- ingu, en þegar mestu topparnir hafi verið, hafi þær þurft að fara fyrr heim en ella. Þær fá líka að vera lengur ef þær æskja' þess og pláss leyfir. Fæðingarheimilið við Eiríksgötu. Hulda Jensdóttir stjórnaði Fæð- ingarheimilinu í 29 ár. Hún segist hafa lagt áherslu á að konurnar færu ekki heim fyrr en á 7. eða 8. degi til að þær væru færar um að takast á við hlutina. Það sé svo geysilega mikilvægt að mjólkur- framleiðslan sé komin vel af stað áður, ella geti þær misst mjólkina vegna erils og gestanauðar. Hún segir að konur hafi ekki nýtt Fæð- ingarheimilið sem skyldi síðustu árin, að þær virðist ekki hafa skilið gildi þess að eiga svona stofnun. Hún segir það ástæðu þess að svona er komið. „í raun og veru,“ segir Hulda, „hafa borgaryfirvöld og borgarstjóri þar fremstur í flokki viljað gera allt til þess að Fæðingar- heimilið væri starfrækt.“ Ég spyn.Hvað hefur breyst? í Morgunblaðinu í dag,-9. nóvem- ber, er stutt grein á bls, 27, sem ber yfirskriftina „Mikill sparnaður ríkisins." Greinin er svohljóðandi: „Borgarráð hefur ákveðið að ganga til samninga við sérfræðinga á leigu Fæðingarheimilisins við Eiríksgötu. Ellefu sérfræðingar hafa óskað eft- ir því að fá leigðar tvær neðstu hæðir hússins og hyggjast notaþær sem skurðstofur. Að sögn Árna Ingólfssonar, læknis, er gert ráð fyrir því að ríkið borgi kostnað við stofuna. „Þetta hefur verið gert í nágrannalöndum okkar í mörg ár enda mun ódýrara en að fara með þessar aðgerðir inii á skurðstofur spítalanna,“ sagði Árni. Árni sagði að hugsanlega myndu fleiri læknar bætast í hópinn og sameinast um skurðstofuna. „Okkur vantar skurð- stofu og teljum þetta góða og hag- kvaema lausn,“ sagði hann.“ Út um alla borg er vannýtt hús- næði, sem ætti að geta hentað sem skurðstofur lækna. Að borgarráð skuli ætla að leigja skurðlæknum 2 hæðir Fæðingarheimilisins, sem er steinsnar frá Kvennadeild Landspít- alans, og sem nýta átti til að auka fjölda leigurúma fyrir stækkandi hóp sængurkvenna, er fullkomið tillitsleysi við þær og börn þeirra. Vonandi tekur borgarstjóm skyn- samlegri ákvörðun. Reykjavík, 9. nóv. 1989, Rannveig Tryggvadóttir. Opið í dag frá kl. 9-18 og á morgun frá kl. 13-17 Glæsilegar baðinnréttingar á gáðu verði. Aðeins 20% ntborgiui. EDI framtíðin: Pappírslaus viðskipti í Evrópu Ráðstefna þriðjudaginn 14. nóvember kl. 9.30-16.30 á Hótel Loftleiðum, í salnum Höfða. Erlendir gestir ráðstefnunnar: Hans B. Thomsen frá Útflutningsráði Noregs og Maurice Walker frá tollaráðuneyti Evrópubandalagsins. Aðrir, sem flytja erindi: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastj. Verslunarráðs íslands, Karl F. Garðarsson, Ríkistollstjóra, Jón H. Magnússon, Vinnuveitendasambandi íslands, Gunnhildur Manfreðsdóttir, bókasafnsfræðingur, Arnþór Þórðarson, Félagi ísl. iðnrekenda, Sigmar Þormar, Verslunarráði Islands, Þór Svendsen Björnsson, Reiknistofu bankanna. Pappírslaus viðskipti eru framtíðin. íslensk fyrirtæki verða að tileinka sér þær nýjungar, sem nú ryðja sér til rúms hvarvetna í helstu viðskiptalöndum okkar. Með notkun EDI, staðlaðra skjaiaskipta milli tölva, munu þau njóta verulegs hagræðis. Það er mikilvægt að stjórnendur kynni sér þessi mál, því uþptaka pappírslausra viðskipta er 80°/o stjórnunar- mál en 20% tæknilegt viðfangsefni. Opinberir aðilar, t.d. tollurinn, hafa sýnt þessum nýjungum mikinn áhuga og Ijóst er, að í framtíðinni munu upplýsingar vegna inn- og útflutnings berast til tollsins fyrst og fremst í tölvutæku formi. Á ráðstefnu EDI félagsins þann 14. nóvember munu tveir erlendir gestir skýra frá vinnu innan Evrópubanda- lagsins varðandi notkun EDI við tollafgreiðslu og laga- legum atriðum, sem tengjast pappírslausum viðskiptum. Ennfremur verður fjaliað um þá frumvinnu, sem farin er af stað hér á landi og framtíðarmarkmið. Ég vil því eindregið hvetja þig til að mæta. Vilhjálmur Egllsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands og formaður EDI félagsins. Vinsamlegast tilkynnið þáttöku í síma 83088. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald kr. 6.000. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur f rá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 11. nóvember verða til viðtals Árni Sigfússon, formaður félagsmálaráðs og í stjórn heilbrigðisráðs, og Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna og í stjórn heilbrigðisráðs og veitustofnana. w s/ w f y y y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.