Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 10
n 10 aaa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1989 • • M YNDHOGG V AR AFEL AGIÐ SYNIR Myndlist Bragi Asgeirsson Undanfarnar tvær helgar hefur Myndhöggvarafélagið haft opið hús á Korpúlfsstöðum og verður svo einnig um þessa helgi. Allir sem til þekkja vita, hve meðlimir þess hafa lagt mikið af mörkum til endurbóta og skapa fullkomna starfsaðstöðu fyrir myndhöggvara á þessum stað og jafnframt um leið barist fyrir því að húsnæðið og umhverfi þess verði menningarmiðstöð Reykvíkinga í framtíðinni. Og nú virðist þessi draumsýn þeirra vera að verða að veruleika, því að það verður næsta stórverkefni Reykjavíkurborgar, að taka til höndunum á þessum stað og vonandi gerir hún það af sama myndarskap og önnur stói’verkefni á undanförnum árum. Ákvörðunina getum við þakkað hinni miklu gjöf Guðmundar Erró í París, en við megum alls ekki □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □□□□□□ í D □ □ □ □□□□□□□ D \ □ □□ □□□□□□ gleyma framlagi Myndhöggvarafé- lagsins né allri þeirri sjálfboðaliðs- vinnu, sem meðlimir þess hafa innt af hendi. Það eru fyrst og fremst núlifandi myndhöggvarar og rýmislistamenn, sem eiga verk á sýningunni, en hluti sýningarinnar er helgaður hinum nýlátna Jóni Gunnari Árnasyni, sem var alla tíð einn af hvatamönnum þess, að listamiðstöð risi upp á þess- um stað, en hér virðast menn þó hafa gleymt að hluta til atorku- manninum Ragnari Kjartanssyni, sem einnig er nýlátinn og hefði að ósekju mátt eiga nokkur verk á sýningunni, enda hlutur hans hér mikill, sem og í sögu Myndhöggv- 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTIIMN SIGURJÓNSSON, HRL. LÖGG. FASTEIGNAS: Til sölu og sýnis meðal annarra eigna: Góð eign í Laugarneshverfi 5 herb. íb. á 2. hæð í reisul. steinh. um 120 fm að innanmáli. Sólsval- ir. Sérhiti. Bílskréttur. Skipti mögul. á stærri eign. Endaraðhús - ein hæð - bflskúr Gott endaraðh. á einni hæð um 140 fm nettó auk bílsk. 21,1 fm við Hraunbæ. Ræktuð lóð. Skuldlaus. Laus strax. Sanngjarnt verð. Stór og góð við Fífusel 5 herb. suðurib. 126,7 fm nettó á 1. hæð. Sérþvottah. 4 góð herb. m/innb. skápum. Mikið endurn. Stæði í bílhýsi. Ágæt endurn. sameign. Bjóðum ennfremur til sölu við: Norðurbrún stórt og vandað parhús á útsýnisstað. Eignaskipti. Hverfisgötu 3ja herb. íb. á 3. hæð í steinhúsi. Ódýr. Laus strax. Hraunbæ 4ra herb. góða íb. mikið endurnýjaða. Holtagerði - Kóp. 5 herb. efri hæð í tvíbýli. Allt sér. Bílskúr. Fljótasel glæsil. endaraðhús tvær hæðir og sér jarðhæð. Bílskúr. Sporhamra glæsil. 3ja og 4ra herb. íbúðir í smíðum. Nú fokheldar. Breiðás - Garðabæ 5 herb. efri hæð í tvíb. Eignaskipti. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Miklar og góðar greiðslur. Opið í dag laugardag kl. 10.00-14.00 Höfum kaupendur að flestum teg. fasteigna. AIMENNA FASTEIGHASAIAH LÁÚGÁvÉGn8SÍMÁníÍ5Ö^zÍ37Ö HÁSKÓLIÍSLANDS Sjávarútvegsstoiiiun Ráðstefna um fiskveiðistjórnun á vegum Sjávarútvegsstofnunar Háskól- ans, haldin mánudaginn 13. nóvember í Norræna húsinu kl. 14. Ráðstefnustjóri: Davíð Ólafsson, fyrrv. seðlabankastjóri. 14.00 Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofn- unar, setur ráðstefnuna. 14.05 Gísli Pálsson, dósent: Fiskveiðistefna og félagsleg ábyrgð. 14.40 Rögnvaldur Hannesson, prófessor: Fiskveiðirenta og auðlindaskattur. 15.15 Þorkell Helgason, prófessor: Fiskveiðistjórnun - hvers vegna og hvernig? 15.50 Kaffihlé. 16.15 Pallborðsumræður. Stjórnandi: Páll Jensson, prófessor. Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar h/f. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar h/f. Friðrik Sophusson, alþingismaður. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Unnur Steingrímsdóttir, lífefnafræðingur. Auk þess fyrirlesarar. 17.30. Ráðstefnuslit. arafélagsins. Þetta er fjölbreytileg sýning, sem félagsmenn hafa sett upp á allt frá klassískum verkum Ólafar Páls- dóttur til róttækra verka yngstu kynslóðarinnar. Fátt kemur mér þó á óvart á sýningunni, því að flest hef ég séð áður eða margvísleg afbrigði þess, sem verið er að sýna. Jón Gunnar ber höfuð og herðar yfir félaga sína í núlistunum, og hann virðist hafa verið að hefja nýtt tímabil í anda hins byggingarfræðilega í listinni, eða „konstruktivismanum“, eins og það nefnist, er hann féll frá. Fram kemur enn einu sinni, hvílíka yfir- burði hann hafði við útfærslu hug- mynda sinna fyrir þá sök, að hann var járnsmiður að mennt og dijúgur sem slíkur. Annars nutu verkin sín misvel á sýningunni og margur er einungis nieð eitt verk, sem segir ekki mikið, þótt þau séu sum hver í senn áhugaverð og viðamikil. Samanburður er því næsta óraun- hæfur. Það sem ég man helst eftir og sem kom mér á óvart var „Fluga“ Gríms M. Steindórssonar, sem virk- aði mjög lifandi á sýningunni, enda hugmyndin snjöll, svo og hausar Guðjóns Ketilssonar fyrir sérkenni- leg vinnubrögð. Það má víst of mikið af öllu gera og þótt fjarska gaman sé að vera með í öllu því, sem er að gerast í núlistum í heimin- um, þá þarf formr'ænn neisti að vera að baki allri myndsköpun — eitthvað, sem gerandinn hefur upp- lifað og er afrakstur mikils erfiðis og rannsókna á grundvallaratriðum myndlistarinnar. Þannig verður það róandi að nema staðar við sígild vinnubrögð, eins og þau birtast í verkum Ólafar Pálsdóttur, og minnumst þess, að mannslíkaminn býr yfir mjög full- komnum stærðfræðilögmálum og leysir meira að segja nær óleysan- lega reiknisþraut, sem var Grikkj- um ráðgáta til forna. Þeir sem hafa rannsakað þessi lögmál í eigin vinnubrögðum árum saman hafa svo seinna umbylt rým- islistinni, svo sem öll þróunarsaga núlista segir okkur. Það er þessi upprunalega kennd, sem ég sakna iðulega í verkum ungra listamanna, hversu vel sem þau eru útfærð, og þá er höggmyndalistin komin ískyggilega nálægt því að heyra undir hugtakið hönnun. Það gengur einfaldlega ekki að byija strax á þakinu eða efstu hæð þótt viðhlæjendur séu þá nógir og framamöguleikarnir á norrænum, og jafnvel alþjóðlegum vettvangi, meiri um stund. En vel á minnst, aðeins um stund. En það er skemmtilegt að sækja þessa sýn- ingu heim og margt forvitnilegt að sjá og skoða, enda var ágæt aðsókn að sýningunni þann tíma, sem mér dvaldist þar sl. laugardag. ' Hér er og kjörið tækifæri fyrir Reykvíkinga að kynna sér athafna- semi Myndhöggvarafélagsins og væntanlega menningarmiðstöð borgarbúa um leið. A þessum stað eru möguleikarnir ótakmarkaðir og upplagt að virkja þá til hags þeim kröftum, er ólga og krauma í íslenzkum listamönn- um. Sjá einnig myndlistargagnrýni eftir Braga Ásgeirsson á bls. 12. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Forstöðumaður íslenskrar mál- stöðvar, próf. Baldur Jónsson, kom að máli við mig um gott og gilt íslenskt mannamál annars vegar, og hins vegar það tal sem spillt er af erlendum áhrifum, oft vegna þekkingarskorts á móður- málinu. Hann tók dæmi út frétt- um. Rætt var í sjónvarpi við Guð- mund Þórisson bónda í Hléskóg- um um gjaldþrotamál kaupfélags- ins á Svalbarðseyri. Baldur sagði að Guðmundur hefði talað rólega, einkar skýrt og gallalaust mál, sveitamannamál, og meðal annars sagt að hann óttaðist að Sval- barðseyrargjaldþrotið og eftirmál þess gæti skaðað árlit samvinnu- hreyfingarinnar. Nú leið einn dagur eða tveir. Þá hefur þessu í fréttum útvarps eða sjónvarps verið breytt í að skaða „írnynd" samvinnuhreyf- ingarinnar. Þarna hafði sem sagt verið farið til útlanda eftir fyrir- myndum og enska orðið image þýtt með ímynd, þótt í þessu dæmi hefði átt við hið ágæta orð álit sem Guðmundur í Hléskógum notaði. En því hafði ímynd rutt úr vegi. Þá heyrði Baldur mann segja að sjónvarpið væri sterkur miðill til þess að „byggja upp ímynd“ þessa eða hins. Þótti honum að vonum lítið til þess uppbyggingar- starfs koma. ★ Arta er fugl, ekki síst urt-. önd. Með smækkunarendingu og hljóðvarpi varð til ertla sem hefur breyst með ýmsum hætti (erla, jatla, játla) sbr. maríu- erla, márjátla o.s.frv. Nokkur fuglaheiti í framandi tungum eru fjarskyld orðinu erla. Merk- ing er að öðru leyti ekki ljós. Einar Benediktsson skáld og kona hans, Valgerður Zoega, létu öll börn sín heita tveimur nöfnum, og var síðara nafnið fuglsheiti: Einar Valur (1900), Margrét Svala (1901), Benedikt Örn (1904), Ragnheiður Erla (1905), Stefán Már (1906) og Katrín Hrefha (1908). Hreftia er nú að vísu þekktara sem hvalsheiti (eins konar stytting úr hrafhreyður) en fuglsheiti, en er kvenmyndin af hrafh. í manntalinu 1910 er engin Erla á íslandi, enda voru þá Einar og Valgerður erlendis með börn sín. Svo gerist það 1918, að Söngvar forumannsins eftir Stefán frá Hvítadal koma út. í þeirri bók var kvæðið Eria (góða, Erla) sem brátt varð á margra vörum. Er nú ekki að sökum að _spyrj a. Erla verður tískunafn. Árin 1921-1950 hlutu það 808 meyjar, þar af voru ein- nefni 273. Er þetta einhver mesta tískusveifía íslenskrar nafngiftasögu. í þjóðskránni 1982 eru Erlur 1601 (20. sæti kvenna). Sama ár voru skírðar Erlur 41 (15. sæti) og 1985 30 (21.-23. sæti ásamt Elínu og Ingu). Nafnið Erla er því enn vel vinsælt. Valur kemur fyrir sem mannsheiti á 10. öld, en hverfur svo margar, margar aldir. Um frummerkingu fuglsheitisins (og þar með mannsnafnsins) eru skiptar skoðanir, en umsvifa- minnst að setja það í samband við nafnorðið val = athöfnina að velja. Valur gæti vel verið úrvalsfugl, enda voru valir tíðum kóhgsgersemar. Mannsnafnið Valur er ekki í neinum manntölum (t.d. hvorki 1855 né 1870) fyrr en 1910, en þá eru þeir sex. Árin 1921-50 hlutu 164 sveinar þetta nafn, í þjóðskránni 1982 heita því einu nafni eða fyrra 192. Árið 1982 hlutu Valsnafn 16 sveinar og 9 árið 1985. Upp á síðkastið hefur sá ósiður færst i vöxt að bæta i við þágufallið og segja frá Vali. Engin þörf er á því. Ekki er svo betra þegar fólk er farið að rugla sama þáguföllunum af Þór og Þórir. Þór er óbreytt í þágufalli, en Þórir aftur á móti frá Þóri. Már má muna tímana tvenna. Það tíðkaðist að vísu hér frá upphafi, að nefna menn þessu fuglsheiti. Uppruni þess er vafa- samur. „Etymologie unsicher," segir Jan de Vries. Nafnið var þéttingsalgengt að fornu, 11 nefndir í Landnámu og 12 í Sturlungu. En svo hefur mönn- um ekki þóknast þetta, því að aðeins tveir voru á öllu landinu 1703, í Snæfellsness- og Barða- strandarsýslum. Síðan dó nafnið út, uns kemur fram í upphaf okkar aldar, sem áður er fram komið. En brátt komst nafnið í tísku og þá helst sem seinna nafn eins og hjá Einari skáldi. 512.þáttur Árin 1921-50 voru 248 sveinar skírðir Már. í þjóðskrá 1982 eru þeir 1590 (nr. 22), og þá er sókn- in í hámarki, skírðir það ár hvorki fleiri né færri en 100 (þar af- 98 að síðara nafni)_ og er nr. 3 í þeim árgangi. Árið 1985 hlaut Másnafn 71 sveinn (69 að síðara nafni) og er nr. 4 í þeim árgangi. Jón skaust upp fyrir, en þar fyrir ofan voru Örn og Þór. Sumum hefur gengið illa að beygja nafnið Már, vegna þess að r-ið er ekki stofnlægt, en nafnið beygðist að fornu: Már, Má, Mávi, Más. Ospakur Glúmsson í Banda- mannasögu kvað: Brá eg úr slíðrum skálm nýbiýndri; þeiri lét eg Mávi á maga hvotað. Unna eg eigi arfa Hildar fagumxinnar faðmlags Svölu. Nú mun algengt að sleppa -vi-endingunni úr þágufallinu og segja frá Má. Skrýtið hvernig smekkur manna er eða breytist á aldanna rás. Okkur finnst fínt að skíra Örn, Má, Hauk, Hrafh, Val, Þröst og jafnvel Gauk, en ómögulegt að skíra Spóa, Kjóa, Hana, Stelk, Smyril eða Svart- bak. Nú þykir ekki lengur við hæfi að skíra Rjúpu eða Loft- hænu, svo sem fyrr var gert, hvað þá að gera önd, hænu, álft, kríu eða gæs að kvennanöfnum. Erla og Hreffta þykir aftur á móti gott. I fornöld þótti fínt að skíra Gölt, Grís, Hrein, Hjört og Uxa. Af þessum nöfnum notum við nú aðeins Hreinn og Hjört- ur. Mörður er að ná sér eftir aldalanga útskúfun. En ekki myndum við skíra Ref og Hund, þótt okkur þyki allt í lagi með Úlf, Björn og Leó = ljón. ★ Salómon sunnan sendir og umsjónarmaður birtir með sem- ingi: Félagi Luigi Longo lék hvorki á gítar né bongó; á ítölskum skóm var hann alltaf i Róm, kom t.d. aldrei til Kongó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.