Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 268. tbl. 77. árg.________________________________FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Forseti Líbanons myrtur í sprengjutilræði: Lögreglumenn virða fyrir sér leifarnar af bíl forsetans eftir sprenginguna. Hafði sprengjunni verið komið fyrir í auðu húsi við götuna og svo öflug var hún, að mikil gígur myndaðist og brak úr bílunum mátti Snna í hálfs km fjarlægð. Harmleikur og mikið áfall fyrir friðarhorfiir í landinu Beirut, Washington, Túnis. Reuter. RENE Muawad, forseti Líbanons, var myrtur í gær og hefur ódæð- ið vakið óhug víða um lönd. Var bílalest hans á leið um Vestur- Beirut þar sem haldið var upp á þjóðhátíðardag Líbana þegar öflug sprengja, líklega um 250 kíló, sprakk með þeim afleiðingum, að forsetinn og sextán menn aðrir létust. Hefur hryðjuverkið hvar- vetna verið fordæmt og þykir nú horfa verr en áður um að unnt verði að binda enda á borgarastríðið í landinu. 250.000 manns á mótmælafimdi í Prag: Dubcek skorar á ráðamenn kommúnista að segja af sér Muawad, sem var kristinn mar- oníti, hafði aðeíns verið 17 daga í embætti og voru bundnar miklar vonir við, að hann og samkomulag- ið, sem þingmenn kristinna manna og íslamskra gerðu með sér fyrir skömmu, gætu orðið upphafið að nýjum tíma og friði í Líbanon. Þar hefur geisað látlaust borgarastríð í 14 ár. Talsmaður lögreglunnar sagði, að sprengjunni hefði verið komið fyrir í auðu húsi við veginn, sem bílalest forsetans fór um, og hún sprengd með fjarstýringu. Biðu sautján manns bana og 36 særð- ust, sumir alvarlega. Selim Hoss, væntanlegur forsætisráðherra, til- kynnti lát Muawads í útvarpi og A-Þýskaland: Leggja af gæsagang Austur-Berlín. Reuter. TILKYNNT hefúr verið í Austur-Þýskalandi, að gæsa- gangur hermannanna heyri nú sögunni til ásamt ýmsu öðru hermennskuprjáli. Theodor Hoffmann, varnar- málaráðherra Austur-Þýska- lands, sagði í gær, að gæsa- gangur austur-þýskra her- manna hefði verið útlægur ger og margt annað tildur, sem ein- kennt hefði herinn og hersýn- ingar í landinu. „Það er engin þörf á þessum uppskafnings- hætti,“ sagði Hoffmann og bætti við, að verið væri að end- urskoða uppbyggingu hersins og varnarmálanna. sagði, að fyrir flesta Líbani hefði hann verið tákn vonarinnar um frið og bjartari framtíð. Sýrlendingar og ýmsir stuðnings- menn þeirra hafa sakað Michel Aoun, herstjóra kristinna manna, um hryðjuverkið en hann ber það harðlega af sér og hefur harmað lát „eins mesta stjórnmálaskörungs í Norður-Líbanon" eins og komist var að orði. Aoun og hans menn voru andvígir skipun Muawads og samkomulagi þingsins um framtíð landsins og sömu sögu er að segja af ýmsum öfgasamtökum meðal múslima. Leiðtogar arabaríkjanna sögðu í gær, að morðið á Muawad væri harmleikur og svo virtist enn einu sinni sem óhamingju Líbanons yrði allt að vopni. George Bush Banda- ríkjaforseti hefur fordæmt „þetta viðurstyggilega ódæði“ og svo er einnig um aðra þjóðarleiðtoga. á Vesturlöndum og víðar. Sjá „Sagði Líbönum ...“ á bls. 22. Prag. Reuter. ALEXANDER Dubcek, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins á dögum „Vorsins í Prag“, skoraði í gær á leiðtoga landsins að segja tafarlaust af sér. Kom þetta fram í bréfí, sem lesið var upp á gífúr- lega fjölmennum mótmælafundi á Wenceslas-torgi í Prag en i því sagði einnig, að hann vonaðist til geta komið „til liðs viö fólkið á torginu" einhvern næstu daga. Að minnsta kosti 250.000 manns komu saman á Wenceslas-torgi í Prag í gær til að mótmæla stjórn kommúnistaflokksins og krefjast afsagnar Milos Jakes flokksfor- manns og annarra ráðamanna. Fyliti fólkið torgið og nálægar götur þrátt fyrir nokkurn ótta við hótanir Rude Pravo, málgagns kommúnista- flokksins, í gær, sem sagði, að hald- ið yrði uppi „lögum og reglu í höfuð- borginni og öllu landinu". Andófsmanninum Jiri Silhan var fagnað ákaflega þegar hann las upp bréf frá Alexander Dubcek en þar sagði hann, að núverandi ráðamenn, sem sætu enn í skjóli innrásar Var- sjárbandalagsríkjanna í Tékkósló- Framkvæmdastjórn EB: Vill frekari viðræður við EFTA-ríki Efrussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Moi*gunblaösins. í SAMA mund og þjóðþing aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) taka til við að ræða um framhald viðræðna við Evrópu- bandalagið (EB) um evrópska efnahagssvæðið (EES) samþykkti fram- kvæmdastjórn EB á fúndi í gær, að fara fram á umboð til að halda áfram viðræðum um málið við EFTA. Það er ráðherraráð EB, sem veitir þetta urnboð. Er ráðgert að endanleg ákvörðun um framhald viðræðnanna verði tekin á sameiginlegum ráðherrafundi EB og EFTA 19. desember. Frans Andriessen sem situr í framkvæmdastjórn EB sagði á blaðamannafundi í gær, að hann liti þannig á, að ríki í Austur- Evrópu ættu að geta. tengst evr- ópska efnahagssvæðinu, þegar fram liðu stundir. Er ljóst, að fram- kvæmdastjórnin lítur þannig á, að með samningum við EFTA sé verið að móta víðtækan grundvöll fyrir efnahagssamstarf í Evrópu, ef þró- unin til frelsis heldur áfram fyrir austan tjald. Leiðtogaráð Evrópu- bandalagsins kom saman til sér- staks fundar í París á laugardaginn til að ræða samskiptin við Austur- Evrópu. Andriessen útilokaði ekki að þró- unin kynni að verða sú, þegar fram liðu stundir, að þau riki innan Evr- ópubandalagsins, sem ekki sættu sig við aðild að yfirríkjastofnun vildu snúa aftur til EFTA. Ætlunin væri að skapa efnahagssvæði tveggja alþjóðasamtaka, sem byggju við ólík innri stjórnkerfi. Af hálíu EB væri lögð höfuðáhersla á, að EFTA-ríkin hlutuðust ekki til um innri málefni bandalagsins eða ákvarðanir þess. Alþingi Islendinga ræðir þessi mál á fundi sínum í dag. Þau verða tekin fyrir á finnska þinginu 28. nóvember og á næstu vikum í Nor- egi og Sviss. Sjá einnig frétt á bls. 22. vakíu 1968, ættu að segja af sér á stundinni. Þá kvaðst hann vonast til geta verið með fólkinu eftir fáa daga. Leikritaskáldið og andófsmaður- inn Vaclav Havel, sem virðist vera orðinn í fararbroddi fyrir tékknesku stjórnarandstöðunni, sagði í gær, að „þeir, sem hafa ofsótt og fangelsað andstæðinga sína árum saman, skjálfa nú af hræðslu við okkur. Við skulum þó ekki fara að dæmi þeirra og leita hefnda. Við viljum aðeins fá völdin í okkar hendur". Skólastarf í Tékkóslóvakíu iiggur nú niðri að miklu leyti og kvik- myndahús og leikhús eru víða lokuð. Hefur verið boðað til allsheijarverk- falls í landinu næsta mánudag og virðist sem þátttaka í því muni verða atmenn. Sjá „Innrásin ..." á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.