Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 14
Y'HJ/. 1 Ofl< 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 1989 Sögur af sonum Bókmenntir ErlendurJónsson Jón Dan: SÖGUR AF SONUM. 176 bls. Bókaútgáfan Keilir. 1989. Langt er nú liðið síðan Jón Dan birti á prenti sína fyrstu smásögu. Þar var brugðið upp sígildu efni: Ofurvaldi tilfinninganna andspænis æskilegu lífsmynstri. Sagan reynd- ist veita forsögn fyrir því sem höf- undurinn átti síðan eftir að senda frá sér. Þessar Sögur af sonum minna vissulega á þá frumraun. Til að mynda Sálartjón þar sem sams konar efni er brotið til mergjar, en að vísu í léttari tóntegund en forð- um. Hitt leynir sér svo ekki ef þessi bók er borin saman við fyrstu verk Jóns Dan að þar fór ungur höfund- ur, en nú er á ferð skáld með ár og reynslu á herðum, og þar af leið- andi víðari sjónhring. Skáldinu hef- ur lærst að virða það við veröldina að hún getur þó verið — svo mis- kunnarlaus sem hún annars er: skemmtilega rangsnúin. Sögur Jóns Dan hvarfla oft á milli raunsæis og fjarstæðu. Svo vill til að síðari árin hefur það farið nærri tískuforskrift líðandi stundar. Oftar en ekki tekur Jón Dan fyrir tiltekna þætti mannlegs eðlis og verða söguhetjurnar þá persónu- gervingar þeirra eiginleika. Tilfinn- Jón Dan ingalífið er einatt í stríði við skyn- semina og er óþarft að taka fram að árekstur svo gagnstæðra póla veldur ósjaldan bæði sársauka og ringulreið. Misjafnt er hversu höf- undurinn sveigir söguefni sín undir þessi markmið. Að mínu mati tekst honum langbest upp þegar hann gefur sögufólki sínu sem ótakmark- aðast frelsi og leyfir því að lifa og haga sér sem óþvingaðast í sam- ræmi við eðli sitt og upplag. Sem dæmi þess nefni ég söguna Kaup- Um görutíu bækur frá Fjölva: Bók um sígild tón- skáld og tónverk BÓKAÚTGÁFAN Fjölvi/Vasa, sem Þorsteinn Thorarensen rit- stýrir, gefiir út rösklega 40 bækur nú fyrir jólin. Tónagjöf kallast bók, sem er hand- bók um sígild tónskáld og tónverk. Höfundar eru Peter Gammond og Þorsteinn Thorarensen. Svíða sands augu heitir ný skáldsaga eftir Þor- varð Helgason, sem Fjölvi gefur út, og Rósu - Saga er ævisaga Skáld - Rósu, sem Rósa B. Blöndals er höf- undur að. Á toppnum heitir nýr bókaflokkur Fjölva um íþróttahetjur og koma nú út tvær bækur, önnur um fótbolta- hetjur og hin um skíðameistara. Tvær þýddar skáldsögur gefur Fjölvi út: Brandari breiðvöxnu konunnar heitir önnur og er eftir Fay Weldon, en Steinunn Þorvaldsdóttir þýddi. Hin er ímyndir eftir Richard Bach í þýðingu Páls Ingólfssonar. ■'■■■ > 11 ... " Urvals ameríski sinnep með frönsku ívafí A Eitt það allra besta Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON&CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Vasa - útgáfan er kiljudeild Fjölva og gefur nú út þriðju bók Ramac- haraka og heitir hún Hathayoga heilsufræðin og fjallar um ræktun líkamans. Máttarorð eru guðrækileg- ar hugleiðingar fyrir hvern dag árs- ins eftir norska prestinn Erling Ru- ud, en Benedikt Arnkelsson guð- fræðingur þýddi bókina og aðlagaði að íslenzkum háttum. Vasaútgáfan gefur líka út skáldsöguna Silfur hafs- ins eftir Johannes Heggland í þýð- ingu Matthíasar Kristiansens og bók Bill Cosbys um Ástina og hjónaband- ið. Fjölvaútgáfan er svo með bókina Hlustað að handan eftir franska mið- ilinn Belline og Smakkarann eftir Roald Dahl. Endurminningar Sigurgeirs Magnússonar koma út með heitinu: Undir Grettisskyrtu. Meðal hölda og hesta í Húnaþingi. Aðrar endurminn- ingar eru í útgáfu hjá Fjölva, sjálfsæ- visaga Dalai Lama í þýðingu Gísla Þórs Gunnarssonar. Jólaföndur og Trölladeig eru bæk- ur um handíðir og sköpunarverk fyr- ir alla fjölskylduna eftir Jónu Ax- ijörð. Og dagbókin hans Dadda held- ur áfram. Nú kemur út bókin Vaxtar- verkir Dadda eftir Sue Townsend í þýðingu Bjargar Thorarensen. Krummi er ný barnasaga eftir Sig- Tjrgeir Jónasar, en auk hennar gefur Fjölvi/Vasa út þýddar barna- og unglingabækur. I Trilluflokknum kemur ný bók, sem heitir Trillumar skemmta sér og ijórar bækur koma í nýrri ritröð, sem heitir Ævintýr- abækur Trillanna. Ný teknisöguröð nefnist Siggi og Vigga og eru þar á ferð þjóðhetjur flæmska hluta Belgíu. Höfundur er Willy Vand- ersteen. Fjórar bækur koma út í þessum bókaflokki. Fjórar bækur koma líka um Tinna og eftir höfund hans, Hergé, kemur líka bók um Palla og Togga. Þriðja bókin af Litla - Lása bókunum eftir Sempé og Goscinny kemur út og nýtt hefti í ritflokknum um Óla Þór. Þá gefur Fjölvi/Vasa út þrjár bækur í Lestrarhestunum: Jóla- sveinkasögur, Vampýrusögur og Draumasögur. Ein bók kemur í flokknum Vertu með - bækurnar og Qögur bindi koma út í bókaflokknum um Prins Valíant.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.