Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 Undirskriftasöfiiun: Læknar mótmæla að sjúkra- samlögin verði lögð niður Endurbætur á rannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni: Verkið verður unnið hér á landi RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að sjávarútvegsráðuneytið taki upp viðræður við þær þrjár skipasmíðastöðvar íslenskar, sem voru með hagstæðust tilboð í viðgerðina á hafrannsóknaskipinu Arna Friðriks- syni. Það voru þeir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra sem gerðu þessa tillögu og var hún samþykkt. Eitt tilboð erlent barst, sem var hagstæðara en þau íslensku, en Halldór segir að munurinn hafi ekki verið mikill. „Það var ákveðið að verkið verði unnið hér heima,“ sagði sjávarútvegsráð- herra. „Það er ákveðið að taka því til- boði sem Hafrannsóknastofnun tel- ur hagstæðast, af þessum þremur og stofnunin ræðir nú við fyrirtæk- in,“ sagði Halldór. Þau fyrirtæki sem gerðu ofangreind tilboð eru Slippstöðin, Þorgeir og Ellert og Vélsmiðjan Stál og Vélsmiðja Seyð- isfjarðar, sem gerðu i sameiningu tilboð. Verkið í heild mun kosta um 90 milljónir króna, en þar inn í eru varahlutir upp á um þriðjung þeirr- ar upphæðar, samkvæmt því sem sjávarútvegsráðherra sagði. Halldór sagði að heildarupphæð- in í íslensku tilboðunum væri nán- ast sú sama, en það þyrfti að fara ofan í saumana á tilboðunum, tii þess að hægt væri að átta sig á því hvaða tilboð væri hagstæðast. UNDIRSKRIFTUM hefúr að und- anförnu verið safnað meðal lækna til að mótmæla því að sjúkrasam- lög verði lögð niður og starfsemi þeirra flutt til Tryggingastofnun- ar. 181 sérfræðingur á höfúð- borgarsvæðinu hefúr skrifað und- ir áskorun til héilbrigðisráðherra og Alþingis um að fi-esta þessum ráðstöfúnum og athuga aðra möguleika. Þá undirrituðu allir heimilislæknar utan heilsugæslu- stöðva í Reykjavík svipaða áskor- un sem afhent var heilbrigðisráð- herra. Áskorun sérfræðinganna var af- hent Guðmundi Bjamasyni heil- brigðisráðherra í gær. Sigurður Björnsson, sérfræðingur á Landa- koti, kveðst telja að enn sé tími til að endurskoða ákvörðunina um að flytja alla starfsemi sjúkrasamlag- anna undir einn hatt í Reykjavík. Slíkt myndi valda vanda og glund- roða, fólk utan af landsbyggðinni þyrfti að leita til bákns í Reykjavík með eríndi sín. Aðrar leiðir sem til greina komi séu til að mynda að fækka samlög- um út um land og stækka, jafnvel að setja á stofn fjórðungssamlög. Þannig myndi starfsemi sjúkrasam- laganna áfram haldast i nánd við heimabyggð flestra. Sigurður segir að læknar telji hjákátlegt að af- greiðsla sjúkrasamlaganna flytjist til sýslumanna, fulltrúar dómsvalds- ins hafi líklega nóg af sér skyldari ihálum á sinni könnu. Ingólfur Sveinsson, sem einnig er starfandi sérfræðingur í Reykjavík, segir að með fyrirhuguð- um breytingum væru enn meiri völd færð úr heimabyggð til Reykjavík- ur. „Þetta er óheillaspor í átt að miðstýringu í heilbrigðisþjónustu og Endurminningar Ingólfs Guðbrandssonar: Lýsir viðburðaríku lífi sem líkja má við hindrunarhlaup - segir Sveinn Guðjónsson blaðamaður „ÞAÐ er óhætt að segja að hér sé um að ræða óvenjulega bók um óvenjulegan mann,“ sagði Sveinn Guðjónsson blaðamaður, sem skráð hefúr endurminningar Ingólfs Guðbrandssonar, fyrrum stjórnanda Pólýfónkórsins og forstjóra Ferðaskrifstofiinnar Út- sýnar, í samvinnu við hann. Bókin ber heitið Lífsspegill, og kem- ur bókin út hjá Vöku-Helgafelli. Sveinn sagði að verkið hefði farið seint af stað, en því hefði miðað vel áfram eftir að hafist var handa. „Samvinnan við Ingólf var í alla staði mjög ánægjuleg og lærdómsrík, ekki síst með til- liti til þess hversu skipulagður Ingólfur er í öllum sínum vinnu- brögðum og hversu gott vald hann hefur á íslensku máli“, sagði Sveinn. „í annan stað var það ákveðinn skóli fyrir mig að kynn- ast með slíkum hætti lífsviðhorf- um þessa manns, sem svo sannar- lega hefur farið ótroðnar slóðir og eigin leiðir í Iífinu. Menn sem þannig láta ekki berast með straumnum verða oft að skot- spæni fordæmingar og tortryggni og ég held að einmitt þeir, sem fram til þessa hafa verið með for- dóma í garð Ingólfs og starfa hans hefðu gott af að líta í þenn- an „Lífsspegil". Ekki að þeir þurfi endilega að vera honum sammála, heldur þykir þeim eflaust forvitni- legt að kynna sér sjónarmið Ing- ólfs og átta sig á til hvers leikur- inn var gerður. ffJ Sveinn Guðjónsson. Ingólfúr Guðbrandsson. Bókin er óvenjuleg, bæði hvað varðar efnistök og frásagnarmáta og eins vegna þess að hún greinir frá afar óvenjulegu lífshlaupi Ing- ólfs, sem hann sjálfur líkir við hindrunarhlaup. Frásögnin er full af táknum og líkingum og að því leyti gera sumir kaflar bókarinnar ákveðnar kröfur til lesandans. Þannig verður til dæmis frásögn af „vötnunum ströngu" í bernsku hans táknræn fyrir þau fljót sem hann síðar átti eftir að brúa á lífsleiðinni. Okkur var ljóst að fólk gerir meiri kröfur til Ingólfs en annarra manna hvað varðar um- fjöllun um einkalíf hans. Þess vegna er fjallað sérstaklega um það í bókinni og Ingólfur ræðir þá hluti af hreinskilni. Að mínum dómi eru þó aðrir þættir í Iífshlaupi Ingólfs mun merkilegri og það eru þeir, sem halda honum uppi úr meðalmennskunni í okkar samfélagi,“ sagði Sveinn Guðjóns- son. það á að taka á íslandi meðan þjóð- ir Austur-Evrópu eru óðum að hverfa frá slíku fyrirkomulagi," seg- ir hann. Heilbrigðisráðherra barst fyrir mánuði bréf frá öllum heimilislækn- unum -30 sem starfa utan heilsu- gæslustöðva í höfuðborginni. Þar er að sögn Ólafs F. Magnússonar, heimilislæknis í Reykjavík, mælst til að Sjúkrasamlag Reykjavíkur verði ekki flutt úr núverandi húsa- kynnum og í tryggingastofnun, enda hafi læknar átt við það góð samskipti og samlagsmenn verið ánægðir með persónulega þjónustu. Skattlagning Hitaveitu Reykjavíkur í nágrannasveitarfélögum: Frumvarp um eign- arnám að hluta til - segir forseti borgarstjórnar „Það undrar mig mjög að lram skuli koma jafú fráleit hugmynd í frumvarpi á Iöggjafarsamkomunni“, sagði Magnús L. Sveisson, for- seti boi-garsljórnar Reykjavíkur, um frumvarp þessefiiis, að nágranna- byggðarlög Reykjavíkur, sem njóta þjónustu Hitaveitu Reykjavíkur, geti lagt sérstakt gjald á þá starfsemi. Með þessu er steftit að því í raun að taka hluta af Hitaveitu Reykjavíkur eignarnámi með lögum, að sögn Magnúsar. Flutningsmenn frumvarpsins eru Guðmundur Oddsson (A-Rn), Níels Arni Lund (F-Rn) og Geir Gunnarsson (Abl-Rn) Afgjald, sem Hitaveita Reykjavíkur greiðir til Reykjavíkur- borgar, er greiðsla á kostnaði við yfirstjórnar borgarinnar, sem hita- veitan og aðrar veitustofnanir borg- arinnar heyra undir, sagði forseti borgarstjómar. Það mætti spyija þessa aðila, sagði hann, hvað Hitaveita Reykjavíkur hafi sparað nágranna- sveitarfélögunum og íbúum þeirra mikla fjármuni með því að gefa þeim kost á að njóta svo ódýrs heits vatns sem raun ber vitni, þ.e. ódýr- ustu hitaorku sem fáanleg er á landinu. Það má líka geta þess að það vóru viðkomandi nágrannasveitar- félög sem báðu um samningsbundin kaup á þeim hagkvæma og ódýra hitagjafa, sem Hitaveita Reykjavík- ur hafði upp á að bjóða. Það vill svo til, að það er tekið sérstaklegá fram í samningi, sem gerður var við ná- grannasveitarfélögin að þeirra ósk, varðandi hitaveituna, að óheimilt væri af hálfu þeirra, að leggja sér- stakan skatt á þjónustuna. Fram- komið frumvarp gengur þvert á þessi samningsatriði, það er sam- komulag viðkomandi sveitarfélaga. Afgjaldið af Hitaveitunni er ekki nema hluti af arðsemi fyrirtækisins, sem Reykjavík hefur byggt upp á áratugum, og það er í alla staði eðlilegt að gamalgróið og vel rekið fyrirtækið skili eigendum arði. Ef taka á þennan arð með lögum og ráðstafa til annnarra en eignaraðila er um eignarnám að hluta til að ræða. Spurningin er hvort nágranna- sveitarfélögi hafa hug á því að segja upp samningi um þessa þjónustu, sem Reykjavík gerði við þau, að þeirra eigin ósk, sagði Magnús L. Sveinsson. Súrefiii í hitaveitu- vatrii olli vatnsskaða SÚREFNI í hitaveituvatni hefiir valdið tæringu í þremur ofnum í nýlegu húsi í Seljahverfi í Breiðholti. Að sögn Einars Guðmundssonar í tjónadeild Ábyrgðar hf., hefúr vatnssköðum fiölgað í haust í Reykjavík og á Suðurnesjum. Hreinn Frímannsson yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur, segir að fyrirspurnir hafi borist vegna tæringar í ofúum en samkvæmt lögum og reglum er gilda um Hitaveituna, er hún ekki bótaskyld í slíkum tilfellum. Páll Gíslason tæknifræðingur býr í 6 ára gömlu húsi í Breiðholti, þar sem orðið hafa vatnsskaðar vegna tæringar í ofnum. Sagði hann að í fyrstu hefði hann talið um gallaðan ofn að ræða en þegar tveir ofnar gáfu sig á stuttum tíma hefðu vakn- að grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Hjá Hitaveitunni fékk Páll þær upplýsingar að sl, fjögur ár hefði súrefnisríku vatni verið. dælt inn á ofna í Breiðholti úr holu í Elliðaárdal, en súrefni í heitu vatni veldur tæringu, þar sefn fyrirstaða er í ofnum eða leiðslum. Þegar þriðji ofninn fór var ljóst að alvara var á ferðum og þegar Páll snéri sér til tryggingarfélagsins fékk hann þær upplýsingar að mikið væri um vatns- skaða í Breiðholti. „Hitaveitan neitar að gera nokkuð í málinu og vill ekki bæta skaðann," sagði Páll. „Þeim er það líklega ekki skylt og virðist leyfilegt að dæla hvaða sora sem er inn á kerfið án þess að bera nokkra ábyrgð á því og geta sagt nei við sína viðskiptavini ef eitthvað kemur upp. Þegar Hitaveita Suðurnesja lenti í svipuðu í Grindavík bætti hún skaðann en Hitaveita Reykjavikur, sem er mjög vei stætt fyrirtæki, fer 'svona með viðskiptavini sína.“ Hreinn Frímannsson yfirverk- fræðingur HR sagði að ef brenni- steinn fyndist í vatni væri þar ekk- ert súrefni. Vatnið úr holunni var mælt og fylgst með brennisteini en í mars 1988 barst Hitaveitunni kvörtun og þegar vatnið var mælt, reyndist það innihalda bæði súrefni og brennistein og hafa fimm aðilar kvartað við Hitaveituna vegna tær- ingar í ofnum í Breiðholti. Einar Guðmundsson hjá tjóna- deild Ábyrgðar hf. sagði að vatns- skaði hefði orðið í tveimur öðrum nýlegum húsum í Seljahverfi í haust. „Það er hættulegt mál ef það eiga eftir að koma upp vatnstjón hjá fólki í nýlegum húsum í hverfinu," sagði Einar. Sagði hann að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvað gert yrði, en eflaust myndu tryggingarfé- lögin kanna rétt sinn á endurkröfu á hendur Hitaveitunnar vegna tjón- anna. Þarna væri um hundruð millj- ón króna tjón að ræða þó svo trygg- ingarfélögin greiddu einungis afleidd tjón en Al-trygging greiðir skaðann að fullu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.