Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 Vegna greinar Vilhjálms I. Árnasonar 2. nóvember sl. eftir Steinunni Hreiðarsdóttur Ég ætla að byrja á að óska Rafni til hamingju með Nuddskól- ann sinn, og vona að hann „dafni“ vel. Það er gott að vita að ísland á enn menn sem starfa af sannfær- ingu, en ekki eintóma „kerfis- þræla“. . Einnig finnst mér jákvætt að það séu ekki eingöngu erlendir nuddarar sem kenna nudd hérlend- is. Rafn, þú átt heiður og þökk skilið fyrir framtakssemina og ábyrgðina sem þú tekur á þig. Og það er meira en hægt er að segja um forsvarsmenn Sjúkra- nuddarafélags íslands. Fyrir nokkrum árum birtist grein í blaði frá þeim, þar sem fólk er kvatt til að fara í skóla og læra nudd og þeir bjóða aðstoð við að velja skóla fyrir íslenskar aðstæður. Gott, við vorum nokkur sem höfðum áhuga á námi í Banda- ríkjunum. Jú, þeir lögðu blessun sína yfir það og við fórum út að læra. Komum heim full af starfs- orku, og þá er sagt: Því miður, skólínn stenst ekki kröfur Sjúkra- nuddarafélags íslands. Svo við sem höfðum eytt tíma og peningum (sem við fengum úr Lánasjóði íslenskra námsmanna) eigum að standa jafnfætist ólærðu fólki, fólki sem kallar sig „nuddara“ og stundar huglækningar, krafta- verk o.fl., fólk með stutt eða engin námskeið, útlenda nuddara sem halda hér námskeið (skattfijálst) og hefur starfað hér óáreitt árum saman. Fólk er sum sé dregið á asnaeyr- unum erlendis með lán frá lands- mönnum. Þetta kalla ég ekki ábyrg vinnubrögð og sæmir varla fólki sem gerir „miklar" kröfur. Samkeppni er ágæt, ekki síst ef hún er heiðarleg, og best ef fólk getur starfað saman að sameigin- legum hugðarefnum. En Sjúkra- nuddarafélag íslands hefur sýnt „svart á hvítu“ að það hefur ekki áhuga á slíku. Ég vil geta þess að ég er mjög ánægð með skólann sem ég fór í þar sem mér finnst heildrænt nudd og fyrirbyggjandi meðferð jafn mikilvægt og sjúkranudd, sem byggist upp á partanuddi. Auðvitað þarf að gera kröfur til að fólk læri nudd og er skóli Rafns örugglega betri undirbúningur heldur en þau námskeið sem hér hafa tíðkast. Þannig að fólk skaði ekki með því að fara út fyrir sín takmörk og kunnáttu. Að lokum vil ég segja að ég skil ekki af hveiju er stríð milli sjúkra- þjálfara og nuddara, þar sem þetta eru tvær ólíkar stéttir sem ættu mjög vel að geta starfað hlið við hlið. Höfundur er löggiltur sjúkranuddari úr BSMT í Félagi íslenskra sjúkranuddara. Steinunn Hreiðarsdóttir „Ég skil ekki af hverju er strið milli sjúkra- þjálfara og nuddara, þar sem þetta eru tvær ólíkar stéttir sem ættu mjög vel að geta starfað hlið við hlið.“ KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ 34.216»*, Samt. stærð: 275 1. Frystihólf: 45 1. * * ❖ ❖ Hæð: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eða hægri opnun. FULLKOMIN VIDGERDA- OG VARAHLU TAÞJÓNUS TA Heimilis- og raftækjacieiid. M SÝNING Bjargar Þorsteins- dóttur hefst laugardaginn 25. nóv- ember íSlunkaríki, Aðalastræti 22 Isafirði. Á sýningunni verða 12 olíukrítarmyndir unnar á síðasta ári. Björg hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim, og einn- ig hefur hún haldið á annan tug einkasýninga. Sýningin hefst klukkan 16 á laugardaginn, og stendur hún yfir til 9. desember. Slunkaríki er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16—18. ■ ARGENTÍNA-steikhús opnaði nýlega við Barónsstíg llaÞar er boðið upp á matargerð að arg- entískum ætti, og hefur kokkur frá Argentínu verið fenginn til að fylgja eftir ströngustu kröfum arg- entískrar matargerðar. Nær allur maturinn er grillaður fyrir framan gestina, sem gefur þeim kost á að fylgjast með matseldinni. Argentína-steikhús er opið alla daga vikunnar frá klukkan 18, og í vetur er einnig ætlunin að hafa opið í hádeginu alla daga vikunnar. Eigendur staðarins eru Ingþór Björnsson, Tryggvi Agnarsson, Jörundur Guðmundsson og An- ton Narvazne. Starfslið Argentína-steikhús, frá vinstri: Róbert, Stefán, Luciano og Óskar ■ BÓKAVERSLUN Sigfúsur Eymundssonnv hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Kringlunni. Hægra megin á mynd- inni er Ingibjörg Sigurðardóttir verslunarstjóri og við hlið hennar Sólveig Einarsdóttir afgreiðslu- stúlka. (ZyuzL bómullarpeysur — 30% afsláttur Rýmum fyrir nýjum peysum og veitum 30% afslátt af dömu- og herra- bómullarpeysum íslenskur heimilisiðnaður Sími 11785 — Sendum í póstkröfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.