Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 30
80 MÖRGIMBLAÐIÐ FIMMTUDAGLR'23I INÓVEMBERI1989 ■ Þorgeir og Ellert: Smíði Breiðafjarðarfeiju að ljúka á Akranesi Akranesi. SKIPASMIÐASTöÐ Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi er nú að ljúka við smíði nýrrar BreiðaQarðarferju og standa vonir til þess að hún verði afhent fljótlega á næsta ári. Nokkur óvissa er með atvinnu- ástandið í stöðinni. Verið er að setja saman tvo lóðsbáta, en skips- skrokkarnir voru fluttir inn frá Hollandi. Næg verkefni eru hinsveg- ar fyrir rafvirkja stöðvarinnar fram á næsta sumar, aðallega við stór verk á Nesjavöllum og Borgarspítalanum í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú nýlega boðið í tvö stór breytingarverkefni á skip- um. Annars vegar í Sólborgu SU- 202 og hinsvegar í breytingar á hafrannsóknarskiginu Árna Frið- rikssyni RE-100. í báðum tilfellum var fyrirtækið meðal þeirra sem áttu lægstu tilboð. I Sólborgu komu 13 tilboð og var það lægsta frá Þorgeir og Ellert hf., röskar 45 milljónir, Skipalyftan í Vestmanna- eyjum bauð röskri milljón meira og í þriðja sæti var Stálsmiðjan í Reykjavík með rúmar 47 milljónir. Sjö erlendar stöðvar buðu í verkið og tilboð frá Danmörku var lægst þeirra, röskar 50 milljónir. Hæsta tilboðið hljóðaði uppá 77 milljónir króna. í Árna Friðriksson bárust 16 til- boð, þar af 10 erlend. Lægsta boð- -ið var frá Póllandi, röskar 43 millj- ónir og tilboð frá Englandi hljóðaði uppá 52,7 milljónir. í þriðja sæti var Þorgeir og Ellert hf. með 56,5 milljónir og síðan tilboð frá Seyðis- firði og Akureyri. Hæsta boð korn frá Englandi og hljóðaði það uppá 111,2 milljónir króna. Það vekur athygli að átta hæstu tilboðin eru frá erlendum skipasmíðastöðvum. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða tilboði verði tekið. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar hjá Þorgeir og Ell- ert hf. eru þeir bjartsýnir á að til- boðum þeirra í þessi tvö verk verði tekið. Ef svo verður sjá þeir fram á sæmilega gott atvinnuástand í vetur. Fáist verkin hins vegar ekki er mikill voði á ferð. „Okkur finnst athyglisvert mitt í allri umræðunni um að íslenskar skipasmíðastöðvar séu ekki samkeppnisfærar við þær erlendu hve góð útkoma er í þessum tveim tilboðum hjá íslensku fyrir- tækjunum á móti þeim erlendu," sagði Guðjón. Hjá Þorgeir og Ellert hf. starfa nú um 130 manns. í eðlilegu at- vinnuástandi gætu verið við störf í fyrirtækinu allt að 200 manns. - J.G. Úr myndinni „Engin miskunn" sem Regnboginn sýnir um þessar mundir. Regnboginn sýnir „Engin miskunn“ REGNBOGINN hefur tekið til sýninga myndina „Engin mis- kunn“. Rip er heimsmeistari í fjöl- bragðaglímu og nýtur mikilla vin- sælda sem slíkur. Brell, forstjóri Heimssjónvarpsstöðvarinnar, vill allt til vinna að hann komi fram í þeirra stöð sem vegnar fremur illa en Rip vísar tilboði hans á bug. Brell kemur því til leiðar að Rip glímir við Seif sem er ógnvekjandi kraftajötunn með ljótar bardagaað- ferðir og þar er barist upp á líf og dauða. Bolungarvík: Fiskverð á uppboðsmörkuðum 22. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 70,00 29,00 57,09 27,340 1.560.709 Þorskur(ósL) 76,00 36,00 59,59 14,029 836.045 Ýsa 83,00 35,00 72,71 5,877 427.336 Ýsa(ósl.) 70,00 28,00 58,52 18,835- 1.102.299 Karfi -24,00 24,00 24,00 0,099 2.376 Ufsi 24,00 18,00 21,20 0,780 16.533 Steinbítur 40,00 20,00 20,89 1,262 26.348 Langa 44,00 30,00 37,35 3,108 116.081 Lúða 210,00 100,00 143,61 1,474 211.747 Keila 18,00 15,00 17,97 4,042 72.644 Keila(ósL) 18,00 15,00 15,53 3,081 47.854 Skata 66,00 66,00 66,00 0,022 1.419 Samtals 55,24 80,299 4.435.591 í dag verða m.a. seld 35 tonn af þorski, 20 tonn af ýsu, 20 tonn af karfa, 1 tonn af ufsa, 2 tonn af steinbít, 3 tonn af keilu og 0,5 tonn af lúðu úr Krossnesi SH og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 103,00 30,00 62,03 42,840 2.657.431 Ýsa 75,00 35,00 50,86 20,426 1.038.870 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,054 1.080 Hlýri+steinb. 42,00 20,00 37,25 1,847 68.793 Langa 41,00 41,00 41,00 2,284 93.656 Lúða 220,00 100,00 156,23 0,936 146.230 Keila 15,00 15,00 15,00 0,725 10.875 Lýsa 6,00 6,00 6,00 0,250 1.500 Tindabikkja 15,00 13,00 13,80 0,152 2.099 Samtals 55,90 72,707 4.063.998 í dag verða meðal annars seld 30 tonn af þorski og 100 tonn af karfa úr Margréti EA, Gissuri AR og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 80,50 38,00 63,89 32,938 2.104.356 Ýsa 79,00 25,00 61,20 10,757 658.346 Karfi 34,00 15,00 33,39 8,698 290.412 Ufsi 24,00 22,00 23,64 1.526 36.074 . Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,748 11.220 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,152 2.280 Langa 39,00 15,00 33,13 1,813 60.060 Lúða 310,00 110,00 175,88 0,085 14.950 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,007 280 Keila 14,00 10,00 11,06 3,471 38.390 Skata 110,00 110,00 110,00 0,152 16.720 Lax 190,00 190,00 190,00 0,068 12.920 Samtals 53,28 61,343 3.268.162 Selt var úr Nirði EA, Benna KE Happasæli KE, Ólafi GK og Sigrúnu GK. I dag verða meðal annars seld 57 tonn af þorski, 4 tonn af ýsu, 1 tonn af löngu og 1 tonn af keilu úr Skarfi GK, svo og 30 tonn af þorski og 20 tonn af ýsu úr dagróðrabátum. Heilbrigðisneftid krefiir utanríkisráðherra svara Bolungarvík. HEILBRIGÐISNEFND Bolung- arvíkurkaupstaðar kom saman til fundar í gærmorgun vegna olíulekans frá ratsjárstöðinni á Bolafjalli í síðustu viku. Niðurstöður fundarins voru þær að nefndin óskar eindregið eftir því að heilbrigðisfulltrúi afli upplýsinga um hvað orsakaði þennan leka og hve mikið magn af olíu hafi lekið niður. Hann afli jafnframt upplýs- inga um jarðfræði fjallsins þ.e. jarð- lagahalla og jarðlög og leiti álits sérfræðinga á líkum á mengun vatnsöflunarsvæðis bæjarins. Nefndin óskar eftir því að fjallið verði hreinsað svo fljótt sem auðið er af allri olíu. Þá verði gengið ' tryggilega frá þeim olíubirgðum sem nú þegar eru á flailinu. Þá gerir nefndin kröfur um að daglegt eftirlit verði með stöðinni héðan í frá og utanríkisráðherra gefi skýr svör um það hvaða aðili beri ábyrgð á stöðinni nú og einnig hver muni bera ábyrgð á stöðinni þegar hún hefur verið tekin í notkun. Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi Alþýðubandalags í nefndinni, skil- aði séráliti þar sem hann taldi nauð- synlegt að flytja olíuna svo fljótt niður sem aðstæður leyfa. Brotist inn í Biskupsstofu BROTIST var inn í Biskupsstofu við Suðurgötu um síðustu helgi og stolið þar úr herbergi biskupsritara ýmsum stimplum embættisins, gömlu ávísanahefti frá Landsbanka Islands og lykli að húsinu. Skipt hefur verið um allar skrár á hurðum. Biskupsstofu hefur borist vitn- eskja um að stimplar embættisins hafi verið notaðir til að reyna að koma fölsuðum ávísunum í umferð. Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrakvöld menn sem grunaðir eru um innbrotið og hafa þeir margoft áður komið við sögu lögreglu, að sögn varðstjóra. Að sögn Ragnhildar Benedikts- dóttur, skrifstofustjóra Biskups- stofu, uppgötvaðist á mánudags- morgun að farið hafði verið inn um glugga á skrifstofu biskupsritara og þaðan stolið. Teljandi skemmdir voru ekki unnar. Áð sögn Ragn- hildar fann starfsfólk skrautur og sprautunálar í kjallaratröppum hússins sem talið var að þjófarnir hefðu skilið eftir sig og notað til að sprauta sig með vímuefnum. Biskupsstofa hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fólk er varað við að taka við ávísunum með stimpli Biskupsstofu án þess að kynna sér málið betur. Um getur verið að ræða gamalt og úrelt áví- sanahefti frá Vegamótaútibúi Landsbankans og númer ávísana gæti hafist á 2147284. Þá telur Kristinn jafnframt nauð- synlegt að umferð upp á Bolafjall frá Skálavíkurheiði verði háð sam- þykki heilbrigðisnefndar eða starfs- manns hennar þar til a.m.k. að ut- anríkisráðhera hefur gefið skýr svör við þeim spurningum sem til hans er beint og að daglegu eftirliti hafi verið komið á við stöðina. - Gunnar ■ UNDIR grein Gísla Helgason- ar í blaðinu í gær stóð að hann væri forstöðumaður Blindrabóka- safnsins, en hann er forstöðumaður Hljóðbókagerðar Blindrafélags- ins. Biðst blaðið velvirðingar á þess- um mistökum. ■ TRÍÓ Guðmundar Ingólfsson- ar heldur jasstónleika í menningar- miðstöðinni Haftiarborg í Hafnar- firði, í kvöld kl. 21.00. Tríóið skipa Guðmundur Ingólfsson píanóleik- ari, Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Gunnar Hrafhs- son bassaleikari, en með tríóinu leikur þetta kvöld Stefán S. Stef- ánsson saxófónleikari. ■ Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að því er svörtum Daihatsu var ekið á vínrauðan Colt í Faxafeni um klukkan 7.30 á mánudagsmorg- un. Ökumaður svarta Daihatsu-ins ók af staðnum án þess að sinna þeim skyldum sem lög gera ráð fyrir í tilfellum sem þessu. Lögregl- an skorar á hann eða vitni að at- burðinum að gefa sig fram. T/í Nýkomnar hljóðritanir með Russ Taff, Kim Boyce, Bloodgood, Deniece Williams o.fl. Einnig lofgjörðanónlist. Mikið úrval af bókum, kortum með ritningargreinum, gjafavöru o.m.fl. l/<?rslunin 05lííykjov* 35/25155 t*JÓNUSTA Rafl. og dyrasímaþj. Gestur rafverkt. s. 623445,19637. W ÉLAGSLÍF I.O.O.F 11=17123118'/2=E.T.1 I.O.O.F. 5 = 1711123872 = E.T.1. Sk. AGLOW -kristileg samtök kvenna verða með fund á Hótel Loftleið- um, mánudaginn 27. nóvember kl. 20.00 til 22.00 i Kristalssaln- um. Hefst fundurinr, með kaffi og kostar það 350,-. Sagt verður frá alheimsmóti Aglow sem var í San Antonio i Texas nú i mán- uðinum. Munið nýjan fundar- stað. Takið með ykkur gesti. All; ar konur velkomnar. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 i umsjá flokksforingj- anna. Bœn, lofgjörð og bæna- nótt föstudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. fnmhjólp i kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreytt dagskrá með mikl- um almennum söng. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Vitnisburð- ir. Raeðumaður verður séra Ólöf Ólafsdóttir. Allir velkomnir. Samhjálp. V* Frá Sálarrannsóknar- félagi íslands Af óviðráðanlegum orsökum fell- ur niður fundur með Vern Overlee sem áætlaður var 24. nóvember. Þeir, sem áttu miða á þann fund, vinsamlegast hafi samband við skrifstofu félags- ins, Garðastræti 8, 2. hæð, simi 18130, sem fyrst. Stjórnin. meo tuuf fwíÍSl YWAM - ísland Almenn samkoma Aimenn samkoma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður séra Halldór Gröndal. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Aðventuferð til Þórsmerkur helgina 24.-26. nóv. Brottför kl. 20.00 föstudag. Gist i Skagfjörðsskála/Langadai. Gönguferðir um fjöll og láglendi í Þórsmörk. Það er auðvelt að mæla með ferð til Þórsmerkur í skammdeginu. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag islands. Skipholti 50b, 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. KFUM & KFUK iew-lse3 90 Ar fyrir ecsbu Lslands AD - K.F.U.M. Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2b. Forskot á sæl- una II. Séra Sigurður Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.