Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 15 skapur sem er raunsönn saga af því sem oft hefur gerst og alltaf getur gerst í íslenskum smákaup- stað (þar sem sagan gerist): að ung kona hleypur frá búi og börnum og tekur saman við mann sem getur í andartakinu boðið þægilegra og — að hún hyggur í fyrstunni — betra líf. Að öliu samanlögðu finnst mér þetta vera skemmtilegasta saga Jóns Dan til þessa. Ég nefni líka söguna Blinda þar sem grátbrosleg atvik leiða til þess að góðborgari nokkur neyðist til að gera upp reikningana við samvisku sína. I þeirri sögu má þó einnig greina hina áðumefndu tilhneiging höfundar: að láta sannindi þau, sem honum er í mun að tjá, vega þyngra en lífsanda frásagnarinnar; og seg- ir þá of mikið. Níu eru sögurnar í safni þessu og er efni þeirra sótt jöfnum hönd- um til gamla og nýja tímans. Gildis- mat er hvarvetna höfundarins. í þeim efnum er hann hvorki bundinn fortíð né samtíð. Meginþemað í skáldskap hans hefur verið og er leitin að innsta kjama manneðlis- ins; köfun áleiðis að botni hinna myrku sálárdjúpa, en þar ber stund- um fyrir augu allt annað en hitt sem við blasir á sléttu og friðsælu yfirborði. Frámlag Jóns Dan til ísienskra bókmennta er nú orðið bæði mikið og gott. Hann fór hægt af stað en hefur haldið því betur á með árun- um. Safn þetta er jafnbetrá en fyrri sögur hans. Ekki fer t.d. á milli máia — og það er gleðilegt tímanna tákn — að frásagan er aftur að sækja í sig veðrið. Formtilraunir eru nauðsynlegar annað kastið, beinlínis óhjákvæmilegar. lín þegar form hefur einu sinni verið fundið upp eða endurnýjað er ekki nema sjálfsagt að það þjóni tilgangi, sé meira en umbúðir utan um ekkert. Og hér er einmitt bók þar sem efnis- magnið situr aftur í fyrirrúmi. Bubbi Morthens/Nóttin langa: Vel heppnuð tilraun FRYSTIKISTUR - FRYSTISKÁPAR Hljómplötur ÁsgeirSverrisson Hin nýja plata Bubba Morthens, „Nóttin langa“, sýnir það og sann- ar eina ferðina enn að hann er með afbrigðum fjölhæfur tónlist- armaður. Hann hefúr með aðstoð þeirra Hilmars Arnar Hilmars- sonar, Christians Falks, Johanns Söderbergs og Ken Thomas skilað írá sér athyglisverðri hljómplötu, sem óhætt er að telja í hópi hans bestu. Lögin á plötunni eru að sönnu misjafnlega áheyrileg en tiiraunir þær sem Bubbi Morthens gerir, bæði hvað varðar útsendingar og hljóðfæraskipan, eru athyglisverðar og sýna að hann er óhræddur við að beita óhéfðbundnum aðferðum þegar honum þykir henta. Tölvu- hljóðfæri, sem eru í höndum Hilmars A«jar, eru mjög áberandi á þessari plotu auk þess sem fjölmúlavíl þessi eru látin gefa frá sér alls kyns „áhrifahljóð" þegar það þykir hæfa. Annað sem §inkennir „Nóttina löngu' er framúrskarandi hljóð- færaleikur Johanns Söderbergs, sem leikur á hin ýmsu ásláttarhljóðfæri og gefur tónlistinni mjög sérstakan blæ. Svo virðist sem Bubbi Morthens og félagar hans hafi viljað gera ákveðna tilraun á þessari plötu og hún hefur tekist ágætlega. Á köflum hefði þó verið gaman að heyra þá ganga lengra í átt frá þeim hefð- bundnu hugmyndum sem einkennt hafa vestræna rokktónlist, hugsan- lega allt of lengi. Lykillinn að því er, að mati þess sem þetta ritar, fjöl- breyttari og enn óhefðbundnari hljóðfæraskipan. Af framansögðu mætti ef til vill ætla að „Nóttin langa“ sé óaðgengi- leg hljómplata. Það er nú ekki en hún þarfnast nokkurrar hlustunar. Lögin sjálf eru einföld í velflestum grundvallaratriðum en framsetning þeirra er á hinn bóginn all óvenju- leg. Raunar kemur þetta ágætlega fram í fyrsta laginu „Háflóð“ sem er vel samið, grípandi lag og er líklegt til vinsælda. Næsta lag „Sag- an endurtekur sig“ er sennilega besta lag plötunnar, framúrskarandi vel sungið í sérkennilegum flamen- co-stíl. Ástæða er til þess að vekja athygli á leik Johanns Söderbergs í þessu lagi. „Friðargarðurinn" er þriðja iagið og þar eru tölvurnar í aðalhlutverki en lagið telst tæpast til þess besta sem Bubbi Morthens hefur sent frá sér. Enn er róið á ný mið í laginu „Sumarið ’68“ er skáld- ið rifjar upp er haun var dæmdur til að vera með bursta þegar síðhærðir hippar ógnuðu verðmæta- mati íslenskra góðborgara. Útsetn- ingin tekur mið af „sýru-tónlistinni“ sem var allsráðandi á þessum tíma. Leikni millikaflinn er einkum góður og sítar-hljómurinn lýsir vel þessu tímabili sem margir syrgja enn. „Tíu fingur" nefnist síðasta lagið á fyrri hliðinni. Textinn er prýðilega „erótískur" og lagið, takturinn og útsetningin, hæfir yrkisefninu ágæt- lega. Seinni hliðin hefst á laginu „Stri'ðsmenn morgundagsins" en það mun vera eftir Christian Falk. Þetta er kraftmikið lag þar sem arabískum áhrifum er blandað saman við tölvur og brotna gítarhljóma. Líkt og gildir um mörg lögin er útsetningin á þessu lagi mjög góð. Næsta lag nefnist „Þau vita það“ og er það nokkuð í anda þess sem Bubbi Morthens hef- ur sent frá sér áður, einfalt og grípandi lag. „Skrifað í snjóinn" nefnist annað einfalt og fremur þunglyndislegt lag þar sem ásláttar- hljóðfærin vekja eina ferðina enn sérstaka athygli. „Þú varst svo sæt“ er á hinn bóginn ólíkt öllu öðru sem heyrst hefur hér á landi og textinn er í skemmtilegu ósamræmi við út- setninguna. Síðasta lagið „Ég er að bíða“ er rólegt lag þar sem vælandi gítarar túlka örvæntingu eiturþræls- ins er hann bíður eftir dópsalanum, sem ekki lætur sjá sig. Það er ánægjuefni að eftir tíu ára þrotlausa velgengni heldur Bubbi Morthens enn áfram að leita nýrra ieiða til að koma hugmyndum sínum til skila. Á allra síðustu árum hefur hann sýnilega lagt mun meiri vinnu í tónlist sína og texta og árangurinn hefur ekki látið á sér standa eins og „Nóttin langa“ ber glögglega með sér. FRYSTISKÁPAR FRYSTIKISTUR 100 Itr. kr. 33.750 (krt 31.990 stgr.) 146 Itr. kr. 41 890 (kr. 39.880 Stgr.) 175 Itr. kr. 44.280 (kr. 42.060 stgr.) 240 Itr. kr. 55.260 (kr. 52.490 stgr.) 330 Itr. kr. 69.990 (kr. 66.490 stgr.) kr. 37.900 (kr. 35.990 stgr.) 348 Itr. kr. 43.900 (kr. 41 705 stgr.) 462 Itr. kr 54.900 (kr. 54.150 stgr.) 576 Itr. kr. 69.500 (kr 65.990 stgr.) GÓÐIfí SKILMÁLAR, TRAUST ÞJÓNUSTA 3JA ÁRA ÁBYRGÐ /rQniX HÁTÚNI 6A • REYKJAVlK ■ SlMI 91-24420 MMC Pajero langur 1986 Blásanseraður. Skipti og skuldabréf. Ekinn 75 þús. Verð kr. 1.480 þús. MMC Lancer 1500 GLX, 1989 Vinrauður. Skipti og skuldabréf. Ekinn 20 þús. Verð kr. 850 þús. BILATORG BETRIBÍLASALA NÓATÚN 2 - SÍMI621033 AMC Cherokee 1987 Grásans. Skipti og skuldabréf. Ekinn 30 þús. Verð kr. 1.750 þús. Citroen BX 19 TRS 1989 Hvítur. Skuldabréf. Ekinn 10 þús. Verð kr. 1.090 þús. Toyota Corolla GTI 1988 Svartur. Skipti og skuldabréf. Ekinn 39 þús. Verð kr. 990 þús. Volvo 740 GL station ’86 Gullsans. Skipti og skuldabréf. Ekinn 50 þús. Verð kr. 1.150 þús. MMC L-300 4x4 1988 Grásans. Skipti og skuldabréf. Ekinn 48 þús. Verð kr. 1.380 þús. Ford Econoline 350 4x4 Disel 7,3 Grásanseraður. Skípti og skulda- bréf. Bill með öllu. Ekinn 19 þús. Verð 3.800 þús. Buick Cenrury LTD 1986 Hvítur. Skipti og skuldabréf. Ekinn 50 þús. Verð kr. 980 þús. Merceders Benz 190E'87 Gulur. Skipti og skuldabréf. Ekinn 16 þús. Verð kr. 1.750 þús. Eigum einnig ’85, ’86, '87 og '88 árg. Merceders Benz 260E ’87 Blásanseraður. Skipti og skuldabréf. Ekinn 35 þús. Verð kr. 2.500 þús. Subaru 1800 st. 1988 Blár. Skipti á ódýrari. Ekinn 30 þús. Verð kr. 1.050 þús. SAAB 9000 Turbo 1988 Grásans. Skipti og skuldpbréf. Ekinn 26 þús. Verð kr. 1.800 þús. Isuzu Tropper 1. Turbo Diesel 1986 Blár og hvitur. Skipti og skuldabréf. Ekinn 66 þús. Verð kr. 1.450 þús. Nýtt - Nýtt! Höfum opnað bónstöð Látið okkur um að þrífa bílinn. Bóntorg, s: 626033. BILATORG BETRIBÍLASALA NÓATÚN 2-SfMI 621033 Efbíllinn á að seljast er Bílatorg rétti staðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.