Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FlMMTUDA(gHR/g3|. NÓVEMBER 198? félk í fréttum HONG KONG Bretaprins í skoðunarferð Karl Bretaprins og eiginkona hans Díana voru á dögunum í Hong Kong en árið 1997 munu Kínveijar taka við stjórn nýlendunnar úr höndum Breta. Mjög hefur borið á því að fólk óttist þessa breyt- ingu og hefur fjöldi manns flutt í burtu auk þess sem kaupsýslu- menn eru uggandi um sinn hag. Bretaprins lagði hornstein að nýjum framhaldsskóla og hvatti við það tækifæri ungt fólk i Hong Kong til að fara hvergi. Karl skoðaði einnig ný háhýsi sem yfirvöld í Hong Kong hafa látið reisa og vakti það athygli að hann tjáði sig ekki um þyggingarstílinn en hann hefur margoft gagnrýnt breska arki- tekta harðlega fyrir að byggja sálarlausa og risastóra steinkastala. Myndin var tekin er Karl heilsaði upp á íbúa í einu háhýsinu en þar drakk hann kínverskt te með leigubílstjóra einum. Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Loksins er hún komin bókin sem margir Færeyingar hafa beðið eftir: Bókin um sægarpinn Ove Jo- ensen sem reri í einni lotu alla leið frá Færeyjum til Kaupmannahafnar sumarið 1986, en drukknaði á hafi úti fyrir tveimur árum. En jafnvel þótt Róðra-Ove, eins og hann var kallaður, sé horfinn af heimi lifir minning hans áfram. Og nú stendur yfir söfnun í því skyni að gera að veruleika draum Oves um að reisa sundhöll fyrir börnin í heimabyggð hans, Nolsey. Allur ágóði af útgáfu bókarinnar rennur til þessa verkefnis. Bókin kom út 1. nóvember, en þann dag minnast Færeyingar þeirra sem látið hafa lífið í sjóslys- um. Móðir Oves fékk fyrsta eintak bókarinnar. Höfundarnir eru tvær konur, Kirstin Didriksen og Ragnhild Jo- ensen, báðar systkinaböm við Ove, og voru þær eitt og hálft ár að skrifa bókina. Og nú er lífshlaup garpsins komið á prent á 262 blað- síðum í 5000 eintaka upplagi. „Það hefur verið mjög lær- dómsríkt að kanna lífsferil Ove og hlusta á svo marga segja frá kynn- um sínum af honum,“ segja þær. Dagbókin sem Ove hélt á ferðum sínum birtist í heilu lagi í bókinni. Hann reyndi þrisvar að róa yfir Atlantshafið og síðar Norðursjó tii þess að ná takmarki sínu — að róa á skemmsta mögulega tíma frá heimabyggð sinni, Nolsey, til Löngulínu í Kaupmannahöfn. Tvisvar varð hann að láta staðar numið á Hjaltlandi, 1984 og ’85, en 1986 komst hann alla leið við mikinn fögnuð aðdáenda sinna. NÁMSKEIÐ Trillukarlar taka pungapróf Ellefu trillukarlar í Vogum og af Vatnsleysuströnd hafa sótt námskeið í Vogum sem veitir réttindi til skipstjórnar á 3Ó tonna bátum, svo kallað pungapróf. Eiríkur Sigurgeirsson kennari á námskeiðinu segir að á námskeiðinu sé farið yfir námsefni sem veiti réttindi til skipstjómar á 30 tonna bátum, og eftir að hafa stund- að siglingar í 18 mánuði geti menn orðið skipstjórar. Meðal þess sem farið er í á námskeiðinu eru siglingaregl- ur stöðugleiki skipa og undirstöðu atriði í tækjum og öryggismál þar sem meðal annars eru námskeið í eldvöm- um og skyndihjálp. Eiríkur sagði að námskeiðið væri haldið að frumkvæði Félags smábátaeigenda i Vogum og kvaðst hann ekki vita til að námskeið af þessu tagi hafði áður verið haídið að frumkvæði slíks félagsskapar. Hins vegar vissi hann til að aðilar annars staðar væra að fara af stað með svona námskeið. _ Bjarni Ólafsson einn af þátttakendum á námskeiðinu sagði að markmiðið með því væri að fá lágmarkskunn- áttu til að stjórna litlum bátum, en það væri allt of al- gengt að menn væru á litlum bátum og hefðu allt of litla þekkingu á því sem þeir væru með í höndunum. - EG Morgimblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Hluti þátttakenda á námskeiðinu, ásamt Eirík Sigurgeirssyni kennara. Roðra-Ove kemur til Löngulínu í Kaupmannahöfn sumarið 1986. BÆKUR Sægarpurinn Róðra-Ove IRSKT KVOLDI Óperukjallaranum Stór ríóid ásamt írsku snillingunum Frankie Gavin á fiðlu og Tony MacMahon á harmoniku. ÖRVAR KRISTJÁHSSON áritar plötu sína og skemmtir gestum í kvöld og næstu fimmtudagskvöld. Örvar mætir á sviðið kl. 22.00. Einstakt tækifæri. Aðeins þetta eina kvöld. Stuðhljómsveitin KflSKÓ LEIKUR FYRIR DANSI Opið öll kvöld ffa kl. 19-01 UTGAFUTONLEIKAR ÁHÓTELJOBG \ÍK#S1 GESTIR KVÖLDSINS: HLJÓMSVEITIN GÚMMÍ KL. 22 - 01 Þú svalar lestmrþörf dagsins áÆíöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.