Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 12
12 -MORGUNBtóÐÍÐ FIMMTÚDAGUR 23. NÓvÉMBER 1089! I baráttu á heim- skautaeynni Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Séra Róbert Jack: Dagar í DumbS' hafi. Frásögn frá Grímsey. Vilhjálmur Stefánsson skrifaði formála. íslensk þýðing: Sigurður Bjarna- son. Útg. höfundur 1989. „Dagar í Dumbshafi" var upphaf- lega skrifuð á ensku og kom fyrst út í ICanada og síðan í Englandi fyrir góðum þijátíu árum. Séra Róbert hafði gegnt prestsþjónustu í Grímsey á árunum 1947 til 1953. Frásögnin er um daglegt líf í eynni á þeim árum, kynni hans af fólkinu þar og starfi sem var býsna margþætt og fjarri því að það einskorðaðist við sálgæslu og prédikunarstörf í hefðbundnum skilningi. • Séra Róbert Jack hefur áður sent frá sér tvö bindi æviminninga sinna, það síðara kom á síðasta ári og voru þær góður lestur. Þessi frásögn er að því leyti frábrugðin þeim að þarna er verið að skrifa um tiltölulega af- markað tímabil í ævi hans og hann skrifar bókina mjög skömmu éftir veruná í Grímsey svo að endurminn- ingakeimurinn sem óneitanlega setur oft svipmót á ævisögur er víðs fjarri. Hann er í nálægð við atburðina og í þessari bók er það tvímælalaust kostur. Það er engum ofsögum sagt að æviferill séra Róberts er harla óvenjulegur; fæddur og uppalinn í Skotlandi, en kom hingað til að þjálfa kn^ttspyrnulið. Þó hann hyrfi um sinn á heimaslóðir meðal annars með það í huganum að ljúka námi í gúð- fræði, kom hann á ný til íslands og varð innlyksa vegna stríðsins. Frá Háskóla Islands lauk hann svo guð- fræðiprófi og gerðist prestur í Heyd- ölum og síðar í Grímsey, fór um hríð til Kanada og kom svo til íslands og gegndi prestsþjónustu á Tjörn á Vatnsnesi í áratugi. Séra Róbert segir fallega og skýrt frá Grímseyjarverunni, því harðræði sem íbúar áttu við að búa, einangr- un, baksi og erfiðleikum, en einnig fijóu og góðu mannlífi. Hann er ekki aðeins sálusorgari eyjarskeggja, heldur tekur að sér kennslu, fæst við búskap og lætur að sér kveða á ýmsum sviðum í þessu lokaða og einangraða samfélagi þar sem glíma við náttúruöflin er daglegt brauð eyjafólksins. Skiiningur hans á mönnum og málefnum er næmur og kemst vel til skila. Að vísu gnauða heimskauta- Sr. Róbert Jack. vindar svo að stundum fannst mér eins og alltaf hefði verið kuldi og stormur og veðurlýsingarnar eru í mesta lagi. Bókin ber einkenni þess að vera skrifuð fyrir útlendinga án þess að ég telji að það sé sérstakur ljóður á henni. Það er sömuleiðis athyglisvert að lesa þessa bók eftir að hafa gluggað í ævisögu sr. Róberts; Grímseyjarár- in hafa á sér töluvert aðra mynd í endurminningunni. Þýðingin er þokkaléga úr garði gerð en varla meira. Safi frumtextans hefur nokk- uð farið til spiilis. En ekki svo að lesandi geti ekki notið góðra stunda við lestur bókarinnar. Sextíu bækur frá Iðunni Æviminningar Björns Sv. Björnssonar þar á meðal. BÓKAÚTGÁFAN Iðunn sendir frá sér 60 bækur íyrir þessi jól. Sagt hefúr verið frá bók útgáfúnnar með Ijóðuni eftir Matthías Johannessen og málverkum eftir Svein Björnsson. Barna- og unglingabækur eru langstærsti flokkurinn í útgáfunni, eða 28 bækur. Þá koma út fimm ísíenskar Ijóðabækur, ein íslensk skáldsaga og eitt smásagnasafn auk endurminninga Björns Sv. Björnssonar og fjölda bóka um margvíslegt efni. íslenska skáldsagan er eftir Vigdísi Grímsdóttur og_ nefnist Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón. ísak Harðar- son sendir frá sér smásagnasafnið Snæfellsjökull í garðinum, en eftir hann er einnig ljóðabókin Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru. Aðrar ljóðabækur frá Iðunni eru: í sumardölum, endurútgáfa á ann- arri ljóðabók Hannesar Péturssonar skálds sem kom út árið 1959, Heim- sókn á heimaslóð, eftir Böðvar Guð- mundsson, Vatns götur og blóðs, eftir Þorstein frá Hamri og Blá- knöttur dansar, eftir Pjetur Hafstein Lárusson. Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja, . nefnast endurminningar Bjöms Sv. Bjömssonar, skráðar af Nönnu Rögnvaldardóttur. Björn var sonur fyrsta forseta Islands. Hann ætlaði að verða tónlistarmaður en hafnaði í Þýskalandi á uppgangstím- um nasista og gerðist liðsmaður í Waffen-SS, hersveitum Adolfs Hitl- ers. Þeir settu svip á öldina. íslenskir athafnamenn III. er bók, sem Gils Guðmundsson ritstýrir. Ein listaverkabók kemur út hjá Iðunni, Hringur Jóhannesson, eftir Aðalstein Ingólfsson. Hún er í ritröð- inni íslensk myndlist sem gefin er út í samvinnu við Listasafn Alþýðu. íslenskar bækur um ýmis efni eru: Kaloríuhandbókin, eftir Rósu Jóns- dóttur matvælafræðing, Hvernig viðrar?, eftir Markús Á. Einarssonar veðurfræðing, íslensk skip, eftir Jón Björnsson, Bók um laxveiði, sem ekki hefur verið gefið nafn, Skyttur á veiðislóð, eftir Eggert Skúlason og Þór Jónsson, Hvað býr í framtíð- inni?^gftir Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking, Rímorðabók, eftir Eirík Rögnvaldsson, Spádómarnir miklu, eftir Guðmund S. Jónasson og Íslensk-ensk orðabók, eftir Sverri Hólmarsson, Christopher Sanders og John Tucker. Erlendar bækur um ýmis efni eru: Speki Konfúsíusar í þýðingu Ragnars Baldurssonar, Bókin um náttúru- lækningar, eftir Brian Inglis og Ruth West, Sjálfsdáleiðsla, eftir Pam Yo- ung, Hjálpaðu sjálfum þér, eftir Lou- ise L. Hay, Ráð sem duga.— Á ann- að hundrað leiðir og lausnir til hjálp- ar við uppeldi barna, eftir Stephen W. Garber, Marianne Daniels Garbér og Robyn Freedman Spizman, sem Kristinn R. Þórisson þýddi, Bókin um bakverki, eftir John Tanner í þýðingu Sigurðar Thorlaciusar lækn- is og Kona að nafni Jackie, eftir C. David Hymann, en hún fjallar um ævi Jackie Kennedy Onassis. Þýddar skáldsögur eru eftirfar- andi: Týndar slóðir, eftir Phyllis A. Whitney í þýðingu Þóreyjar Frið- björnsdóttur, Dauðalestin, eftir Alistair MacLean í þýðingu Álfheiðar Kjartansdóttur, Kúbanskur kapall, eftir Bjarne Reuter í þýðingu Sverris Hólmarssonar, Háskaleg áætlun, eft- ir Hammond Innes og Arfur hins liðna, eftir Mary Stewart í þýðingu Þóreyjar Friðbjörnsdóttur. íslensku barnabækurnar frá Ið- unni heita Bakkabræður, mynd- skreytt eftir Brian Pilkington, Bjössi englabarn, eftir Ólaf M. Jóhannes- son, Sæmundur fróði: Púkablístran og fleiri sögur, sem Njörður P. Njarðvík endursagði og Gunnar Lýst er eftir konu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ingibjörg Haraldsdóttir: NÚ ERU AÐRIR TÍMAR. Mál og menning 1989. Angurværð og eftirsjá, líka von- brigði, setja svip á Nú eru aðrir tímar eftir Ingibjörgu Haraldsdótt- ur. Fyrsta ljóð bókarinnar nefnist Auglýsing: Lýst er eftir konu sem fór að heiman í árdaga fáklædd og loguðu eldar í augum lagði á brattann og hvarf inn í viðsjála þokuna æskuijóð og hefur ekki sést ekki sést síðan. í Endurkomu er ort um „óendur- kræft líf“ og Nóttin dregur upp mynd tregafullrar nætur. Þar er spurt: „Hvert fórstu, hvar ertu/ hvað varð um þig/ draumurinn bjarti?“ í ljóðaflokki sem á sér Moskvu- borg að sviðsmynd er greint frá ungri fávísri stúlku sem dansaði náttlangt um strætin og „hélt að lygin/ væri annarsstaðar". Karlsson myndskreytti, Solla bolla og Támína, eftir Elvu Gísladóttur og Gunnar Karlsson og Vísnabókin okk- ar. Þýddu barna- og unglingabækurn- ar heita Tíu Grimmsævintýri sem Þorsteinn frá Hamri hefur þýtt, Með hjartað í biixunum sem ljallar um þá biaðamennina Sval og Val, Gorm- ar bregða á gléns, Hin ijögur fræknu og sjávargyðjan, Förin til Útgarða- Loka, Anton og Arnaldur flytja í bæinn, eftir Ole Lund Kirkegaard í þýðingu Þórgunnar Skúladóttur, Lúlli er óheppinn, Lúlli og síminn og Lúlli og villidýrin, eftir Ulf Löfgren, Krakkar í klípu, eftir Zilpha Keatley Snyder í þýðingu Álfheiðar Kjartans- dóttur, Fimm hittast á ný, eftir Enid Blyton í þýðingu Sævars Stefánsson- ar, Ráðgátan á Klukknahvoli, eftir Enid Blyton í Jiýðingu Álfheiðar Kjartansdóttur, Eg get séð um mig sjálf, eftir Liz Berry sem Nanna Rögnvaldardóttir þýddi, Mannrán, eftir Mette Newth í þýðingu Krist- jáns Jóhanns Jónssonar, Sprengingin okkar, eftir Jon Michelet, Kristján Jóhann Jónsson þýddi. Jens Óli og bangsi, Leikfangaveislan, Úlfur litli á afmæli, Kisa eignast kettlinga, Þegar Ingólfur týndist, Fíllinn sem vildi verða köflóttur eru allt bækur eftir Heidi Bruhn og Susanna Hart- mann og eru fyrstu bækurnar í nýj- um flokki myndabóka fyrir börn. Albin og riddararnir, eftir Ulf Löf- gren og Bangsi á afmæli eftir Enid Blyton eru einnig myndabækur fyrir yngstu lesendurna. Ingibjörg Haraldsdóttir Svona tíl þess að skýra betur það sem skáld tregans á við er nauðsyn- • legt að huga að boðskap Nostalgíu: Ég sakna ekki þess sem var ég trúi ekki á fegurð fortíðarinnar en draumanna minnist ég með trega nú þegar kólnar og dimmir og. bilið vex milli þess sem er og þess-sem átti að verða. Ingibjörg Haraldsdóttir yrkir í fremur einföldum stíl þar sem hversdagsleikanum er lýst af ráun- sæi, en oftar horft inn á við. Ljóð- mál hennar er fágað og ljóðin hnit- miðuð. Ljóðin eru ekki síðri þegar brugð- ið er á leik, hrynjajidin verður mús- íkölsk eins og í Á kaffihúsinu og Draumur um Chile í september löngu síðar. Léttur tónn fyrrnefnda ljóðsins nær beint til lesandans: „la vie en rose og/ athyglisverðar ást- ir/ á útopnu með/ skelmisglott á vör“. Svolítil glaðværð og vottur af kaldhæðni fer ljóðum Ingibjargar veh Ég veit ekki hvort opin og raun- sæileg ljóð eru enn á ný að sækja fram, en slík Ijóð eru nú áberandi í verkum fleiri skálda en Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. KK SENDUM j PÓSTKRÖFU !cö p. þorgrímsson & co Armúla 16 • Reykjavlk • sími 38640 TVÆR VANDAÐAR OG EIGULEGAR BÆKUR eftir dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra ■•' : . ' - • • :;; V |* ■ y %WM ■ . LÝÐRÆÐISLEG FÉLAGSSTÖRF Lýðræðisleg félagsstörf 2. útgáfa 1989. Heilsteypt og yfirgripsmikil handbók fyrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörfum og mælsku. Bókin fjallará hlutlausan, hagnýtan og fræðilegan hátt um alla þætti félags- og fundarstafa, fundi og fundarstjórn, félags- og forystustörf, mælsku, rökræður, lýðræðisskipu- lagið og samhengi félagslífsins. Auk þess eru í henni margar fróðlegar teikningar af hentugu fyrirkomulagi í fundarsal smærri og stærri funda. í bókinni eru verkefni og dagskrár til þjálfunar á 10 málfundum. Hægt er að fá með henni snældur með 10 stuttum kennsluerindum höfundar, sem sniðin eru eftir verkefnaskrá æfingafundanna. Hentug bók fyrir málfundar- stafsemi allra félaga, flokka og skóla. 304 bls. í Skírnisbroti. Islensk sjálfstæðis- og utanríkismál Vönduð og stórfróðleg bók um mikilvægustu málefni ríkisins og stöðu þess í ríkjasamfélagi heims. Veitir innsýn í sjálfstæðis-, utanríkis- og öryggismál þjóðríkisins, konungríkisins og lýð- veldisins eins og þau tengjast samskiptum okk- ar við önnur ríki. Kemur þar fram margt, sem ekki hefur verið á vitorði almennings. Bókin er árangur 35 ára starfsreynslu höfundar í utanrík- isþjónustunni og fjölþættrar menntunar hans innan félagsvísinda og þjóðaréttar. Prýdd yfir 70 myndum, sem tengjast textanum. Á erindi til allra islendinga, eldri sem yngri. 336 bls. í stóru broti. Bókasafn Félagsmálastofnunarlnnar, Pósthólf 9168-109 Reykjavik - síml 75352.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.