Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÖVEMBER Í989 NEYTENDAMÁL Kjöt og gæði: Breyttar matarvenjur — verra kjöt Þegar farið er í matvöru- markaði má greinilega sjá á inn- kaupum fóiks, að mikil breyting er að verða á neysluvenjum al- mennings. Kinda- og lambakjöt er greinilega ekki lengur eftir- sóttasta kjötið. Margir halda því reyndar fram, að gæðum kjöts- ins hafi hrakað, það sé vatns- meira en áður var og ekki eins bragðgott. Að undanfornu hafa einnig komið upp margs konar sögusagnir um meðferð á kjöt- inu sem kallað hafa fram áleitn- ar spurningar hjá neytendum. Við leituðum svara við sumum þessum spurningum hjá sér- fræðingum á Rannsóknastofhun landbúnaðarins og spurðum hvort vökva væri sprautað í skepnur fyrir slátrun eða í kjöt- vöðva eftir slátrun. Þeir svöruðu því neitandi, slíkt væri af og frá. Aftur á móti væri kjötið stundum háþrýstiþvegið sem væri alls ekki heppileg meðferð, vatn gæti komist inn í skorur við vöðva á skrokkunum og ski- lið eftir vökva, en aðeins utan á kjötinu. Vökvatap í kjöti Þetta mikla vökvatap í kjötinu, sem kvartað hefur verið yfir og neytendur þekkja vel eftir að hafa látið frosið kjöt þiðna, getur átt sér aðrar skýringar. í viðtali sem birt var hér í Morgunblaðinu 9. júní sl. við sérfræðinga í sauðijár- rækt við Rannsóknastofnun land- búnaðarins, þá Sigurgeir Þorgeirs- son og Stefán Sch. Thorsteinsson, undir yfirskriftinni „Lambakjöt í gæðaflokki" kom fram, að vök- vatap í kjöti má rekja til rangrar meðferðar á kjötinu við slátrun í sláturh'usum. En mörg hinna nýju sláturhúsa hafa of litla kjötsali miðað við afkastagetu og vilja þá slæðast í frysti lítt stirðnaðir kjöt- skrokkar. Þar segir ennfremur: Hagnýt speki Góður yfirmaður þarf að hafa hæfileika til að við- urkenna hæfileika. Ef kjötið er fryst áður en það hefúr stirðnað verður „þíðu- herping“. Þegar þetta kjöt þiðn- ar fer stirðnun af stað. Afleið- ingin af því verður mjög mikill samdráttur á vöðva. í úrbeinuðu kjöti getur vökvatapið orðið allt að 30-40% og kjötið verður seigt. Þessari þróum á að vera hægt að snúa við að nokkru leyti, með því að láta kjötið þiðna við mjög lágt hitasig eða geyma í frysti í nokk- urn tíma. Óviðunandi hráefiii Talsmenn framleiðenda og selj- enda kinda- og lambakjöts ásaka neytendur í ræðu og riti um aðför að bændum í landinu kyngi neyt- endur ekki möglunarlaust því kjöti sem að þeim er rétt. Hvernig er það, hafa framleið- endur virkilega aldrei velt því fyrir sér, hvort brotalöm geti ekki verið í meðferð þeirra sjálfra á kjötinu? Höfundur þessa þáttar keypti fyrir tveim vikum nokkuð vel útlítandi „lambahrygg". Við eldun á kjötinu lagði mikinn þrúgandi ullarþef af fitunni. Aðspurðir telja sérfræð- ingar sennilegt að þama hafi verið ifm að ræða kjöt af hrúti, en hrúta- kjöt má ekki setja á markað hér á landi. Svikinnjólamatur Fyrir síðustu jól keypti undirrit- uð hangikjöt. Þar sem gestum hafði verið boðið til málsverðar á jóladag var keypt stórt, úrbeinað hangikjötslæri, markaðssett af stóm, virtu kjötvinnslufyrirtæki norður á Akureyri, fyrir á þriðja þúsund krónur. Lærið virtist hið lögulegasta og var það síðar soðið og kælt. Þegar sneiða átti góðmet- ið niður á jóladag, kom í ljós að þarna var ekki um kjötlæri að ræða, ekki einu sinni frampart. í þessu „læri“ var enginn vöðvi, það gliðnaði í sundur og kom þá í ljós að þama var í stað læris hagan- lega gerður vafningur, trúlega úr- beinuð síða og var stór huppur í miðju. Neytendur em aldrei jafn varnariausir gagnvart sviknum matvælum og á hátíðum eins og jólum. Svik á úrbeinuðu hangikjöti koma ekki í Ijós fyrr en kjötið er sneitt og það er venjulega ekki við óskum neytenda um að fá keypt nýtt lambakjöt í stað gamla kjöts- ins sem nú er á markaðnum.. Það er ekki á þá hlustað. Gamla kjötið á að seljast fyrst. Samstarfsnefnd um sölu á lambakjöti auglýsir þetta 15 mánaða gamla kjöt sem lamba- kjöt í úrvalsflokki, á lágu verði, að þeir segja. Kjöt þetta stendur neytendum til boða bæði frosið og „ferskt", hvað sem það svo þýðir. (Matvæli teljast varla fersk eftir að hafa legið í frystigeymslum í nær hálft annað ár, eða hvað?) „Nýja“ Iqötið verður ekki sett á markað fyrr gamla kjötið er uppé- tið, hvenær sem það verður. Gæðin tryggja viðskiptin gert fyrr en rétt áður en matur er borinn fram. Fyrstu viðbrögð voru 'mikil vonbrigði og síðan ósvikin reiði. Að bjóða upp á slíka framleiðslu til matargerðar á há- tíðum er beinlínis ósvífni gagnvart neytendum. Þama var ekki um einstakt tilfelli að ræða, þau voru fleiri, það kom í ljós síðar. Kvartanir vegna svikinna mat- væla duga skammt, menn verða bara óhressir, það kom t.d. greini- lega í ljós fyrir tveim árum þegar keyptur var hamborgarhryggur í jólamatinn sem hafði verið mark- aðssettur af stóru, virtu kjöt- vinnslufyrirtæki hér í Reykjavík. Hryggurinn reyndist vera fúll. Kvörtun var komið á framfæri strax eftir jól í versluninni þar sem kjötið var keypt og síðan í matar- þætti hér í blaðinu. Talsmaður framleiðsludeildar fyrirtækisins hringdi þá snarlega og kvartaði yfír kvörtuninni og taldi hana ómaklega þar sem fyrirtækið væri með góða framleiðslu. Hvað hryggirin snerti, þá hefði hann senniiega lent eitthvað til hliðar í reykingunni! Sú yfirlýsing bætti lítið vonbrigðin yfir misheppnuðum jólamat. Hann bauð annan hrygg í bætur, sem auðvitað kom aldrei. Kvörtunum ekki sinnt Neytendur eru löngu uppgefnir á að kvarta vegna skemmdrar matvöru enda tilgangslítið. Við höfum þessa daga einmitt gott dæmi fyrir okkur um viðbrögðin Það er orðið dýrt að lifa Þátturinn um neytenda- mál fékk húsmóður í 5 manna fjölskyldu, sem er meðalstór íslensk fjölskylda, til að halda heimilisreikning í einn mánuð yfir dagleg útgjöld heimilisins: Niðurstaðan var þessi: Kr. Mjólk og mjólkurvörur 5.775.00 Fiskurogkjöt 12.598.00 Grænmetioghreinlv. 24.343.00 Br.oghelgn.,gosogkex 6.142.00 ca. 48.858.00 Þegar óskir neytanda um að fá keypt befya kjöt eru einskis virtar ætti framleiðendum ekki að koma á óvart að neytendur snúi sér að öðrum matvælum. Með þessari stefnu í markaðssetningu á kjöt- meti eru framleiðendur sjálfir og seljendur, smátt og smátt að breyta neysluvenjum landsmanna. Ef þeir ætla sér ekki að virða óskir neytenda meira en þeir hafa gert tii þessa geta þeir átt von á að fram komi háværari kröfur um innflutning á viðunandi kjötmeti. Landbúnaðurinn hefur þróun þeirrar umræðu í hendi sér. Neytendur vilja gjaman hag íslenskra matvælaframleiðenda sem mestan, en framleiðendur verða að koma betur til móts við óskir neytenda um betri kjötfram- Ieiðslu. — Ekki stundum, heldur alltaf. — Þá mun fara saman hag- ur neytenda og framleiðenda. En á meðan neytendur eru settir til hliðar, þá mun þessi þáttur um neytendamál ljá eyra öllum meint- um vörusvikum. Framleiðendur mættu gjarnan hafa í huga hina gullnu reglu sem gildir í viðskiptum: Gæðin tryggja viðskiptin. Margrét Þorvaldsdóttir Sportkgt herraúr. Vatnsþétt að lOOm. Hert gler. CITIZEN Sportlegt dömuúr. Vatnsþéttað lOOm. Hertgler. L Verðkr. 15.910.-*) Herraúr með gull- og silfurhúðaðri keðju. Vatnsþétt og rneð k hertugleri. Verðkr. 14.950.-*) Dötnuúr með tungl- komu og dagatali. Hertgler. Dömuúr með gull- og silfurhúðaðri keðju. Vatnsþétt og með hertu gleri. L Verðkr. 15.870.-*) V Uppgeftð verð innflytjanda CITIZEN CITIZEN ORIENT ORIENT VELJIÐ URIÐ HJÁ ÚRSMIÐ URSMIÐAFELAG ISLANDS Gott úr er góð gjöf P.s. Úr eru toll- og vörugjaldsfrjáls á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.