Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 1989 STOP eftirSvavar Ragnarsson Hættu að fletta og lestu þessa grein. Hvers vegna? Jú, þessi grein fjallar um nýjan klúbb, nýjan áhugamannahóp — Klúbb 17. Þar sameinast kraftar ungs fólks frá 17 ára aldri sem berst gegn slysum í umferðinni. Hver hefur ekki lesið í blöðunum um slys og ölvunarakst- ur sem tengd eru ungum ökumönn- um og stundum verða banaslys. I skýrslu um umerðarmál á Islandi árið 1988 kemur glögglega í ljós hvers vegna klúbbur eins og Klúbb- ur 17 er stofnaður. Á árinu 1988 létust 29 manns í umferðinni. Meira en einn þriðji var á aldrinum 15 til 25 ára en það er einmitt sá aldurs- hópur sem Klúbbur 17 vill ná til. Árið 1988 var fjöldi slasaðra og látinna alls 940 manns, 385 manns voru á aldrinum 15-24 ára. Ef við þrengjum það enn var fjöldinn 202 frá 17 ára til 20 ára og þar af 104 ökumenn. En hvað veldur þessum háu tölum? Ef við vissum það fyrir víst væri vandinn enginn. En við getum einungis giskað og líklega eru or- sakavaldarnir fleiri en einn. Það virðist vera í tísku að taka sem fæsta tíma í ökukennslu. Marg- ur unglingurinn heyrist segja: „Eg tók bara fimm tíma,“ og er afskap- lega hreykinn af því afreki. En Klúbbur 17 vill breyta þessum hugsunarhætti. Það er ekkert afrek að taka „bara fimm tíma“, það er ekkert töff. Líklega er sannleikur- Símar fyrir heimilið og vinnustaðinn KX-T2135 BE — Takkasími með sjálfvirku vali — 28 minni — Inn- byggður hátalari og hljóðnemi — Handfrjáls notkun — Skjár sem sýnir klukku, valið númer, tímalengd símtals — Elti—hringing (ef símanúmer er á tali hringir síminn sjálfkrafa í næsta v^lið númer) — Hægt að geyma viðmælanda — Endurvalstakki fyrir síðasta númer — Styrkstillir fyrir hljóð — Púlsval, tónval — Veggfesting KX-T 2342 E — Takkasími með sjálfvirku vali og innbyggðum hátalara og hljóðnema — Handfrjáls notkun — 20 minni — 6 minni fyrir beint útval — Endurvalstakki fyrir síðasta númer — Hægt að gcyma viðmælanda — Tónval, púlsval — Veggfesting KX-T 2386 BE — Takkasími með símsvara — Sjálfvirkt val — Innbyggð- ur hljóðnemi og hátalari — 12 minni — 3 minni fyrir beint útval — Hvert móttekið skilaboð í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting. Laugavégi 170-174 Slmi 695500 ''W/HfVÁ inn sá að þegar unglingurinn er kominn út I umferðina og veit sama og ekkert í sinn haus, verður hver ökutúr að slys- agildru og hættuför. Ekki einungs fyrir unglinginn heldur alla aðra í umferðinni. En hvernig stendur á því að svona er látið viðgangast? Enginn lágmarkstímaijöldi er í skráðum lögum. Þessu verður að sjálfsögðu að breyta. Setja ætti lög um að enginn nemandi fari í próf nema að hafa tekið í það minnsta 15-20 tíma. Á okkar dagskrá er líka æfinga- braut, sem fundinn hefur verið stað- ur í Kapeliuhrauninu við Straums vík. Á þessari braut verður hægt að æfa nemendur í að keyra við hin ýmsu skilyrði, s.s. í hálku. Þar verður einnig svæði fyrir byrjendur og hemlunarbraut. Svona æfinga- brautir eru dýrar en fljótar að borga sig upp, vonandi í fækkun slysa. Úr fyrrnefndri skýrslu má lesa að mánuðirnir september og októ- ber eru mestu slysamánuðir í um- ferðinni á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Þá eru skólarnir að byija, margir að hefja störf að nýju eftir sumrfrí og allt fer í gang. Vegna þess vil ég beina máli mínu til allra ökumanna, ungra sem aldinna, að stilla hraðanum í hóf, sýna tillits- semi og aðgát og umfram allt að sýna ítrustu varkárni, því „líf liggur viÖ.“ Höfundur er félagi íKlúbb 17. Símaskrá framhaldsskólanna SÍMANÁMAN er sameiginleg síma- skrá framhaldsskólanemanna. í Símanámunni er að finna upplýsingar um síma tæplega 8.000 nema á höfuð- borgarsvæðinu. Símanáman er ávöxtur af sameiginlegu starfi framhaldsskóla sem verið hefur blómlegt að undanförnu, eins og segir í frétt frá útgefanda. Það voru nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla sem höfðu frumkvæðið- að skránni og sáu um útgáfu hennar. Er það ætlunin að útgáfa símaskrár sem þessarar verði árlegur viðburður í framt- íðinni. Forsíða Símanámunnar. Apollo-hár á íslandi Viðbótarhár með nýrri, endurbættri hárlínu að framan (Wisperfront), sem ereins eðlileg og um þína eigin væri að ræða. Þú notar Apollo viðbótarhár allan sólarhringinn og við allar aðstæður, sem þitt eigið hár. Apollo hentar öllum hvað varðar stærð, hárgæði, þykkt, áferð, hárgreiðslu og að sjálfsögðu geturþú fengið þina óska kliþþingu. Hafðu samband og við upplýsum þig um alla kosti Apollo. Kynning: Leif Loftsberg, umboðsmaður Apollo í Evrópu, og Ólafur frá íslandi (20 ára) nota að sjálfsögðu Apollo viðbótarhár og verða hjá okkur dagana 25.-26. nóvember til ráðleggingar þeim, sem þess óska að kostnaðarlausu, í fullum trúnaði og án allra skuldbindinga. Jb Pantið í síma 22077. , RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN f GHILIII.V’.V HRINGBRAUT 119 S 22077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.