Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞ-RÓTTiRFuÉmÍtíAGm W. NÓVEMBER 1989 51 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Andri til liðs við FH ANDRI Marteinsson, miðvall- arleikmaðurinn snjalli úr Víkingi, hefur ákveðið að skiptayfiriFH. Eg hef áhuga á að bæta mig sem knattspyrnumann — ætla að setja markið hærra en ég hef gert. Ég tel að hvort tveggja sé svolítið happdrætti — að vera áfram hjá Víkingi eða að fara í FH, þar sem ég þekki til þjálfara hvorugs liðsins. En ég hef valið þá leið að spila með FH og vona ég að hafi valið rétt,“ sagði Andri í samtaii við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Ég fann mig ekki nógu vel í Víkingsliðinu, hveiju svo sem um er að kenna — þess vegna ákvað ég að breyta til,“ sagði Andri. Hann er uppalinn hjá Víkingi, og hefur leikið með meistaraflokki félagsins í nokkur ár. Eftir árs dvöl hjá KR 1987, lék hann að nýju með Hæðargarðsliðinu sl. tvö keppnistímabil. Andri er 24 ára og á 2 leiki að baki með A-lands!iðinu. Hann er annar leikmaður Víkings sem ákveður að ganga ti! liðs við FH eftir nýliðið keppnistímabil; hinn er varnarmaðurinn Hallsteinn Arnarson. Andri Marteinsson. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Bremen stal sigri í Napolí IMAPOLÍ, sem er núverandi Evrópumeistari félagsliða, tap- aði óvænt fyrir Werder Bremen 3:2 í fyrri leik liðanna á heima- velii sínum í Napolí í gær. Vest- ur-þýska liðið skoraði fyrstu tvö mörkin, en Napolí náði að jafna. Wynton Rufer skoraði sigurmark Werder Bremen á síðustu mínútu leiksins. Diego Maradona, fyrirliði Nap- ÓIí, var sprautaður fyrir leikinn vegna eymsla í baki og náði ekki að sýna sitt rétta andlit og munar um minna fyrir ítalska liðið. Brem- en náði forystunni rétt fyrir leikhlé með marki frá Frank Neubarth og þannig var staðan í hálfleik. Alberto Bigon, þjálfari Napólí, skipti Massimo Mauro inn á fyrir Alessandro Renica í leikhléi til að skerpa sóknarleikinn. Mauro hafði ekki tekið mörg skref á vellinum er Karlheinz Riedle hafði bætt öðru marki við fyrir Bremen strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Napolí náði síðan upp mikilli pressu og náði að jafna með mörk- um frá Brasilíumönnunum, Alemao og Careca. Alemao varð síðan að yfirgefa leikvöllinn eftir samstuð við vamarmann Bremen. Mara- dona, sem lagði upp fyrra markið, skoraði mark á 71. mínútu sem dæmt var af vegna rangstöðu. Nap- olí fékk síðan þijú upplögð mark- tækifæri sem nýttust ekki. Rufer nýtti sér það hins vegar vel er hann slapp einn inn fyrir vöm Napólí og skoraði sigurmarkið. Roberto Baggio, einn efnilegasti KNATTSPYRNA Friðrik að öllum líkindum með Þór FRIÐRIK Friðriksson, lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, stendur nær örugglega í marki 1. deildarliðs Þórs frá Akureyri næsta sumar. Friðrik lýkur námi í rafmagns- tæknifræði í Óðinsvéum í Dan- mörku eftir áramótin, en hann hef- ur leikið með B 1909 þar undanfar- in ár; og var liðið nálægt því að komast upp í 1. deild í haust. Nokkur dönsk lið sýndu Friðrik áhuga í haust; eitt þeirra — 2. deild- arlið Frem Amager í Kaupmanna- hofn — hefur reyndar enn ekki Friðrik Friðriksson. gefið upp alla von. Friðrik sagðist þó ekki reikna með að af því yrði h'kur eru á, er ég ákveðinn í að fara að hann léki með Amager-liðinu. í Þór á Akureyri," sagði markvörð- „Og ef ég kem heim, eins og allar urinn í samtali við Morgunblaðið Reuter Uli Borowka hjá Werder Bremen sendir knöttinn áður en Argentínumaðurinn í liði Napolí, Diego Maradona, nær að komast fyrir hann. Borowka og félagar sigruðu í Napolí og standa því vel að vígi fyrir seinni leikinn. knattspymumaður ítala, skoraði sigurmark Fiorentina gegn Dynamo Kiev úr vítaspyrnu 12 mínútum fyrir leikslok. Dynamo Kive lék ein- um leikmanni færi meirihluta leiks- ins þar sem Yaremchuk var vikið af leikvelli fyrir að bijóta á Baggio á 35. mínútu. Juventus náði að tryggja sér sig- ur á Karl-Marx-Stadt, 2:1, með því að skora tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Um 400 Austur- Þjóðveijar nýttu sér ferðafrelsið og fylgdu austur-þýska liðinu til Tórínó. URSLIT Handknattleikur 2. deild karia: ÍBK-UMFN............................24:18 Risakeppnin í V-Þýskalnadi [Super CupJ A-riðill: A-Þýskaland—Svíþjóð...............27:25 B-riðiU: V-Þýskaland—Rúmenía...............20:22 Blak 1. deild karla Fiam — Þróttur R....................3:2 (5:15, 5:15, 15:10, 15:9, 16:14) Bikarkeppni kvenna: ÍS-HK...............................3:0 (15:3, 15:9, 15:13) Knattspyma Evrópukeppni félagsliða Napolí — Werder Bremen.............2:3 Alemao (51.), Careea (64.) - Neubarth (41.), Riedle (46.), Rufcr (90.). Áliorfendun 45.000. Rauða Stjaman — Köln............... 2:0 Savicevic (75. og 79). Áhorfendur: 791500. Olympiakos — Auxerre................1:1 Anastopoulos (32.) - Kovacs (21.). Áhorfend- un 35.000. Fiorentina — Dynamo Kiev.......... 1:0 Roberto Baggio (76.). Áhorfendur: 38.000. Rapid Vín — FC Liege...............' -.0 Kranjcar (47.). Áliorfendur: 12.000. Juventus — Karl-Marx-Stadt..........2:1 Schillaci (81.), Casiraghi (87.) - Weinhold (68.). Áhorfendur: 25.000. Hamburg — Porto.................... ld) Thornas van Heesen (48.). England Deildarbikarkeppnin, 4. umferð: Derby - WBA.........................2:0 McMinn 2 (21., 72.) Áhorfendun 21.313. Manchester City - Coventry..........0:1 - Cyrille Regis (16.) Áhorfendur. 22.000. Nottingham Forest- Everton..........1:0 Lee Chgpman (82.) Áhorfendur: 21.324. Oldham - Arsenal...................3:1 Andy Ritchie_2 (45., 74.) Hemy (64.) - Niall Quinn (90.) Áhorfendun 14.924. Tranmere - Tottenham................2:2 Steve Vickers (50.), Jim Steele (61.) - Paul Gascoigne (31.), Gary Lineker (67.) Áliorfend- ur: 13.789. AYest Ham — Wimbledon................1:0 Martin Allen (81.) Áhorfendun 24.746. FA-bikarinn, 1. umferð. Aukaleikin Exeter - Dartford....................4:1 Fuiham-Bath..........................2:1 Stockport - Bumley...................1:2 Torquay - Sutton Utd............... 4:0 Weiling - Gillingham.................1:0 Skotland Úrvalsdeildin: Aberdeen - Rangers...................1:0 Hans Gillhaus (25.) Celtic- St. Mirren...................1:1 Joe Miller (4.) - Guðmundur Torfason (6.) ARSÞING KSI Frá Bob Hennessy iEnglandi ÍpfémR FOLK ■ GUÐMUNDUR Torfason skoraði fyrir St. Mirren í gær- kvöldi er liðið gerði jafntefli við Celtic, 1:1, á útivelli. Celtic tók foiystuna strax á 4. mín. en Guðmund- ur jafnaði tveimur mín. síðar. Þetta er 8. mark hans í vetur og það 7. í deildinni. ■ SIGURÐUR Jónsson og félag- ar í Arsenal fóru enga frægðarför á gervigrasvöllinn hjá Oldham í gærkvöldi. 2. deildarliðið sigraði efsta lið 1. deildar 3:1 í 4. umferð deildarbikarkeppninnar. Arsenal, sem vann þessa keppni fyrir tveim- ur árum, er þar með úr leik. ■ GUÐNI Bergsson lék með sem hægri bakvörður með Tottenham í sömu keppni gegn 3. deildarliðj^ Tranmere á útivelli. Stórliðið varð að gera sér jafntefli, 2:2, að góðu og fær því annað tækifæri á heirrta- velli. Guðna var skipt út af á 70. mín. er Gary Stevens kom inn á; í fyrsta skipti í heilt ár, en hann hefur verið frá vegna meiðsla. ■ EVERTON er úr leik í deildar- bikamum eftir 0:1 tap í Notting- ham. Leikmenn Everton ærðust undir lok leiksins er dæmd var töf á markvörð liðsins, Southall. Eftir aukaspyrnuna potaði Lee Chap- man knettinum í netið. ■ JULIAN Dicks fyrirliði West Ham var rekinn af velli á 62. mín. gegn Wimbledon. Lið hans stóð sig þó vel — og sigraði 1:0. ■ JUSTIN Fashanu var með West Ham í fyrsta sinn eftir að hann var lánaðar frá Man. City. Hann kom inn á sem varamaður gegn Wimbledon. ■ ARSENAL er sagt hafa áhuga ' á að kaupa sænska landsliðsfram- heijann Joakim Nilsson frá Malmö FF. Félagið er úr leik í Evrópu- keppninni og því tilbúið að selja Nilsson. Hann er verðlagður á 800.000 pund. Formannskjörið: Eggert Magnússon gefur kost á sér EGGERT Magnússon, formað- ur knattspyrnudeildar Vals, sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér til formanns Knatt- spyrnusambands íslands, en kjörið fer fram á ársþingi sam- bandsins um aðra helgi. Ellert B. Schram, sem hefur ver- ið formaður undanfarin 16 ár, greindi frá því snemma í haust að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. „Þetta hefur verið að þróast í haust og það er annað hvort að hrökkva eða stökkva. KSÍ er íhalds- söm stofnun, en það er ágætt að fá ferska vinda af og til,“ sagði Eggert. Eggert Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.