Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 49 VELAAKANDI SVARiR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS Burt með ríkis- styrkina Til Velvakanda. Það er komið að því sem ég sagði og skrifaði á sínum tíma þegar ráðamenn þjóðarinnar otuðu bænd- um útí loðdýrarækt. Ég sagði að það yrði ekkert annað en kostnaður af loðdýraræktinni, hún væri ekki annað en slæmt lotterí. Og það hefði aldrei átt að leyfa hana því það var búið að reyna þessa bú- grein í nokkur ár' hér á landi og gekk illa. En það sótti þó enginn peninga í ríkissjóð þó illa gengi. Það bætist þó á ríkissjóð að greiða fyrir að unnið sé á þeim dýrum sem sleppa út. Mér finnst að Halldór Asgríms- son hafi staðið sig vel sem sjávarút- vegsráðherra, að minnsta kosti viðvíkjandi hvalveiðunum, því það er nauðsynlegt að halda þeim stofni í skefjum. Annars er ég ekki með því að skipin hafi þennan kvóta sem kall- aður er. Ég vil að frystihúsin hafi hann, það væri heilbrigðara. Þá finnst mér einkennilegt að flest sjávarútvegsfyrirtæki eru hálfgert á hausnum eins vel og hefur aflast hjá flestum _ skipum sem stunda fiskiveiðar. Ég er hræddur um að það sé einhver melur í þessu öllu saman. Það er eins og ekkert geti borið sig án ríkisstyrkja. Hvernig væri ef þessum skulda- kóngum yrðu „gefnar upp sakir“ og strikaðar út skuldir þeirra, en svo yrðu þeir að standa sig með sín fyrirtæki annars yrði þeim leyft að fara á hausinn. Þá tækju aðrir við sem myndu kannski stjórna betur. Það var ekki verið að styrkja þessa starfsemi í gamla daga og ég er alveg á móti því að ríkissjóður sé að styrkja þá sem ekki geta stjórn- að sínum fyrirtækjum. Ríkið ætti heldur að fara að minnka eitthvað skuldir ríkissjóðs við útlönd. Svo á ríkið að hlynna vel að sjúkrahúsun- um og ganga frá því sem þar er ógert. Það dugar ekki að vera með neinn lúsarskap við sjúkrahúsin þvi okkur ber að hlúa að sjúkum. Ríkinu væri nær að spara eitthvað af bruðl- inu við þingmenn og ráðherra. Ingimundur Sæmundsson Góð björgunarvesti hafa þann kost að snúa sjálfkrafa, þeim er þau nota í flotlegu og varna því að menn fljóti á grúfu. Öll vesti ættu að vera með endurskinsborðum, flautu og ljósi. 1 | Meira en þú geturímyndað þér! Hjartans þakkir flyt ég öllum, sem glöddu mig með gjöfum og kveðjum á sjötugsafmœli mínu 4. nóvember sl. Árni Ólafsson, Birkiteig 4, Keflavík. FRYSTIKISTUR -FRYSTISKÁPAR VIÐ STÓRLÆKKUM INR SIUNDARSAKIR VERD ÁGRAM 06 FRYSnnSIUM FRYSTISKÁPAR FRYSTIKISTUR kr. 33.750 (kr. 31.990 stgr.) kr. 37.900 (kr. 35.990 stgr.) kr. 41.890 (kr. 39.880 stgr.) kr. 43.900 (kr. 41.705 stgr.) kr. 44.280 (kr. 42.060 stgr.) kr. 54.900 (kr. 54.150 stgr.) kr. 55.260 (kr. 52.490 stgr.) kr. 69.500 (kr. 65.990 stgr.) kr. 69.990 (kr. 66.490 stgr.) GÓÐIfí SKILMÁLAfí, TfíAUST ÞJÓNUSTA 3JA ÁRA ÁBYfíGÐ iFOnix HÁTÚNI 6A • REYKJAVlK ■ SlMI 91-24420 TEG: VICTORY - BREIDD 305 CM REYKJAVÍK REGENT MÖBEL Þýsk vegghúsgögn í miklu úrvali — Ijós og dökk. Húsgagna-Siöllin MM « * »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.