Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 50
50 H MORGUNBLAÐIB. IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. NÓVBMBUR SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Zurbriggen og Girardelli 'reyna við met Gustavo Thöni PIRMIN Zurbriggen og Marc Girardelli stefna að því að vinna heimsbikarinn í alpagreinum í fjórða sinn og jafna þar með met ítalans GustavoThöni. Keppnistímabil heimsbikarsins hefst formlega í Park City í Bandaríkjunum ídag þó svo að tvö mót hafi farið fram f Ástralíu í ágúst í sumar. Zurbriggen og Austurríkismað- urinn Marc Girardelli, sem keppir fyrir Luxemborg, hafa haft ‘töluverða yfirburði í heimsbikar- keppninni síðustu sex árin og hafa báðir unnið keppnina þrívegis. Líklegt er talið að keppnin í vetur komi til með að standa á milli þeirra því þeir eru jafnvígir á allar grein- arnar fjórar, brun, risasvig, stórsvig og svig. Ziirbriggen hættir eftir þetta keppnistímabil Zurbriggen, sem gekk í hjóna- band í september, hefur lýst því yfir að þetta keppnistímabil verði hans síðasta. „Eg hef enn sömu ánægju af skíðaíþróttinni og er jafn metnaðarfullur og áður. Ég hef mestan áhuga á því að sigra í brun- brautinni í Wengen þar sem ég hef aldrei náð að vinna. Eins er síðasti séns fyrir mig að jafna met Gustavo Töng“ sagði Ziirbriggen. „Ég held að ég hafi valið rétta tímann til að draga mig í hlé eftir þetta keppni?tímabil og snúa sér að öðru. Ég hef tekið þátt í heims- bikarnum í tíu ár og það er því kominn tími til að helga líf sitt fjöl- skyldunni," sagði Zúrbriggen sem er 26 ára gamall. Girardelli tilbúinn í slaginn á nýjum skíðum Girardelli, sem er jafnaldri Sviss- lendingsins, sigraði í fyrra og á því titil að veija nú. Hann náði einnig að sigra í öllum greinunum ijórum á sama tímabili, en það hafði engum tekist áður. Hann segist ekki vera Pirmin Ziirbriggen. á þeim buxunum að hætta keppni og reiknar með að vera með í heims- bikarnum næstu ijögur árin. „Til að vinna heimsbikarinn í ár þarf minnst 400 stig,“ sagði Girar- delli. Hann er kominn á ný skíði frá öðrum framleiðanda og hefur því æft sérstaklega vel til að aðlag- ast þeim. Helstu keppinautar fyrrnefndu kappanna eru ítalinn Alberto Tomba og Norðmaðurinn Ole Krist- ian Furusetd. Tomba náði sér ekki á strik í fyrra eftir gott tímabil árið áður. Hann vann aðeins eitt mót í fyrra, en hefur æft mjög vel og segist aldrei hafa verið í betri æfingu. Tomba hefur ekki keppt í bruni og hefur því ekki haft sömu möguleika og Zúrbriggen og Girar- delli til að afla sér stiga. Ole Kristian Furusetd kom mjög á óvart í síðustu mótunum í fyrra og hann stóð sig best á mótunum sem fram fóru í Ástralíu í ágúst og hafnaði þá í öðru sæti í báðum greinunum. Hann hefur ekki tekið þátt í bruni, en hefur lýst því yfir nú að hann ætli að prófa það í vetur. Karlarnir keppa í svigi í Park City í Utah í dag. Síðan verður keppt í stórsvigi á sama stað á sunnudag. Marc Girardelli 4 4 4 4 4 Sjáið Brimborgarlestina í dag, við þjónustumiðstöð okkar að Bíldshöfða 6, áður en hún leggur upp í hringferð um landið. í Brimborgarlestinni eru: - Volvo F16, aflmesta vörubifreið landsins, með tengivagni. - Volvo F12, fjögurra öxla með 15 rúmmetra grjótpall. - Volvo N12, með 10 rúmmetra Blidsberg grjótpall. - Volvo FL10, með Blidsberg pall, Hellefsdal & Oya snjótönn og Hiab Foco krana. - Daihatsu Feroza EL-II Sport, með öllu. Sjón er sögu ríkari! Brimborgarlestin byrjar hringferð sína á Vestfjörðum um helgina og verða sölumenn fyrir vörubifreiðar, fólksbifreiðar, bátavélar og þungavinnuvélar með í ferðinni. Fylgist með útvarpsauglýsingum um áœtlun og geymið símanúmer lestarinnar: 985-25271. Brimborgarlestin er búin snjókeðjum frá Hvelli hf. Komið, skoðið og reynsluakið Brimborg hf. Traust fyrirtæki í sókn . . . FOLK ■ ÞORLÁKUR Árnason, sem leikið hefur með Þrótti Neskaup- stað í 3. deildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að leika með Leiftri frá Ólafsfirði í 2. deild næsta sum- ar. Þorlákur hefur verið aðal- g markaskorari Þróttara. Þess má geta að hann er nú markvörður hjá 1. deildarliði Gróttu í handknatt- m ieik. __ 1 ■ ORN Torfason, sem lék með Víkingi í 1. deild á síðasta keppn- istímabili, leikur að öllum líkindum með Leiftri næsta sumar. Öm er bróðir Ómars Torfasonar, sem þjálfar liðið. ■ BIRKIR Kristinsson, mark- vörður, var útnefndur besti leik- maður Fram á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Fram um síðustu helgi. Steinar Þór Guð- geirsson var valinn besti leimaður 2. flokks, Guðmundur Páll Gísla- son í 3. flokki, Jóhann Ottó Wat- hne í 4. flokki, Sverrir S. Ingi- mundarson í 5. flokki og Finnur Bjarnason í 6. flokki. Ríkharður Daðason var markahæsti leikmað- ur Fram í sumar og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir það. Hann || skoraði alls 47 mörk með 1., 2. og meistaraflokki félagsins. ■ SILKE Hörner, austur-þýska 4 sundkonan, sem sigraði m.a. í.200 m bringusundi og var_ í gullliðinu í 4 x 100 m fjórsundi á Ólympíuleik- unum í Seoul, hefur ákveðið að hætta að keppa á meðal þeirra bestu, en snúa sér þess í stað að námi sínu í sjúkraþjálfun. Hörner er frá Leipzig og er 24 ára. Krisin Otto, sexfaldur ólympíumeistari í sundi og vinkona Hörner, lýsti því einnig yfir um síðustu helgi að hún væri hætt að keppa. FELAGSMAL Aðalfundur UMFA Aðalfundur knattspyrnudeildar H Aftureldingar í Mosfellsbæ verður haldinn í Brúarlandi fimmtu- daginn 30. nóvember 1989 og hefst 4 kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. í kvöld \ * Einn leikur verður í 1. deild I karla í körfuknattleik í kvöld. ■ UMFL og UBK eigast við að I Laugarvatni kl. 20.00. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.