Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 22
 E1 Salvador: Hótelumsátri lauk án blóðsúthellinga Skæruliðar féllust á að láta alla gest- ina lausa San Salvador. Reuter. TOLF bandarískir hermenn úr úrvalsliði grænhúfanna yfírgáfu í gær lúxushótel í San Salvador, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins EI Salvadors, þar sem þeim hafði verið haldið í herkví af vinstri- sinnuðum skæruliðum. Hermennimir vom á sjöttu hæð hússins en skæruliðarnir samþykktu á þriðjudag að sleppa öllum hótelgest- um, um 80 manns. Grænhúfurnar ákváðu að bíða birtu áður en haldið yrði á brott svo að hægt væri að kanna hvort sprengjugildr- ur hefðu verið skildar eftir í húsinu. Mennirnir vom hluti 55 manna liðs sem Bandaríkjasljórn sendi til landsins til að aðstoða ríkissljórn Alíredos Cristianis forseta í styijöld stjórnvalda gegn skæmliðum. Meðal gíslanna á hótelinu, sem fóru þaðan á þriðjudagskvöld, var aðalritari Samtaka Ameríkuríkja (OAS), Joao Baena Soares. Hann var í landinu til að kanna mögu- leika á friðarumleitunum milli skæruliða og stjórnarinnar. Yfirvöld sögðu að skæruliðar hefðu ætlað sér að ræna Soares en hann sagðist ekki leggja trúnað á þá staðhæfingu. Aðalritarinn hélt á brott frá E1 Salvador á þriðjudagskvöld. Allt bendir til að skæruliðarnir hafi yfirgefið hótelið þegar á þriðjudagskvöld. Talsmaður hreyf- ingarinnar sagði að árásin á hótel- ið hefði verið tilraun til að færa vettvang stríðsins inn í hverfi auð- ugra borgarbúa en fram til þessa hefur aðallega verið barist í verka- mannahverfum. Sagði talsmaðurinn að skæru- liðar teldu að" hermenn stjómar- innar myndu vart beita sömu hörku og hingað til ef bardagarnir færu fram í auðmannahverfum. Stjórnarherinn hefur gert loftárás- ir á vígi skæruliða í borginni. Um 70.000 manns, aðallega óbreyttir borgarar, hafa fallið í borgarastriðinu í landinu en það hefur staðið í tíu ár. Reuter Salvadorskur hermaður ásamt Joao Baena Soares, aðalritara Samtaka Ameríkuríkja, og fylgdarliði hans í gær eftir að skæruliðar höfðu fallist á að sleppa þeim lausum í Sheraton-hóteli í San Salvador. EFTA-EB: Fiamkvæmdastjórn EB vill fá heimild til frekari viðræðna Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins (EB) samþykkti á fundi sínum í Strassborg í gær að leggja til við ráðherrafund bandalagsins að viðræðum EB við Fríverslunarbandalag Evr- ópu (EFTA) verði haldið áfram. Endanleg ákvörðun um framhald viðræðnanna verður tekin á sam- eiginlegum ráðherrafundi EFTA og EB sem verður í Brussel 19. desember nk. Löggjafarþing að- Forseti Líbanons myrtur: Sagði Líbönum að friður væri í augsýn Beirut. Reuter. RENE Muawad, sem myrtur var í gær í Beirut, hafði aðeins verið for- seti landsins í fáeinar vikur. A þriðjudag flutti Muawad þjóðinni fyrsta boðskap sinn og sagði þá að nú hillti undir einingu og frið eftir 14 ára borgarastríð. Hann sagði að engu breytti þótt sumir reyndu að streit- ast á móti og hefur forsetinn vafalaust haft trúbróður sinn, Michel Aoun hershöfðingja úr röðum kristinna maroníta, í huga. Forsetinn hét því í ræðu sinni að bjarga Líbanon „án tillits til afleið- inga eða fórna.“ Undanfarnar vikur reyndi hann að mynda þjóðstjóm helstu trúflokka og deiluaðila í landinu. Kristnir jafnt sem múslimar á líbanska þinginu saméinuðust um að kjósa Muawad þrátt fyrir and- stöðu Aouns og liðsmanna hans. Þingfundurinn var haldinn í Sýr- landi, rétt handan landamæranna. Aoun sakaði Muawad um að ganga erinda Sýrlendinga, er hafa mikinn her í Líbanon, og skaða hagsmuni kristinna. Muawad var 64 ára gamall og lauk prófi i lögum frá jesúíta- háskó- lanum í Beirut árið 1947. Hann var kjörinn á þing 1957 og gegndi oft ráðherraembættum. Hann var talinn raunsær og lítt framhleypinn en hafði gott samband við múslima sem talið Rene Muawad. Reuter hafa kristna minnihlutann vera of valdagírugan. _ 'Muawad var andvígur afskiptum ísraela af deilum í Líbanon og vildi her þeirra á brott frá landræmu sem þeir ráða syðst í landinu. ildarríkja EFTA Qalla nú um stöðu viðræðnanna. Frans Andriessen, sem fer með utanríkisviðskipti innan fram- kvæmdastjórnar, EB sagði á blaða- mannafundi í gæf að full ástæða væri til bjartsýni um árangur við- ræðnanna. Hann sagði, að enn væru nokkur mikilvæg atriði sem varða m.a. ákvarðanir, stjórn og eftirlit með væntanlegum samning- um óútkljáð. Könnunai-viðræðum yrði því haldið áfram í byijun næsta árs. Andriessen sagði, að þá mundi liggja fyrir glögg áætlun um hvað samningarnir ættu að snúast, hann sagðist reikna með því að ráðherra- nefnd EB tæki þá afstöðu til fram- haldsins. Hann sagði að í ljósi þró- unar í frelsisátt í Austur-Evrópu yrði að gera ráð fyrir því, að hið evrópska efnahagssvæði (EES) yrði þessum þjóðum opið í framtíðinni. Um þau atriði sem óleyst eru milli EFTA og EB, sagði Andriessen að góður viljiværi hjá báðum aðilum til að finna farsæla lausn á þeim. Það væri hins vegar Ijóst, að hversu langt sem EFTA-ríki gengju í þá átt að tileinka sér lög og reglur EB jafnaðist það aldrei á við aðild að bandalaginu. í öllu samstarfi í framtíðinni hlyti EB að standa fast á rétti sínum til sjálfstæðra ákvarð- ana. Innan bandalagsins væri þó mikill vilji til að finna leiðir sem tryggðu samráð sem mætti duga til að þessir aðilar næðu samhljóða niðurstöðum. Andriessen sagði að innan EB hefðu verið ræddir nokkrir mögu- leikar, m.a. að EFTA-ríkin fengju dómara við Evrópudómstólinn í Luxemborg þegar það ætti við. Hann sagðist hins vegar ekki sjá fyrir aðild EFTA-ráðherra að ráð- herrafundum EB en ljóst væri að ráðherrafundir aðildarríkja evr- ópska efnahagssvæðisins myndu gegna mikilvægu hlutverki í mótun ákvarðana. Ákvarðanirnar sjálfar hlytu þó alltaf að verða teknar inn- an EB. Um nauðsyn þess að efla innviði EFTA sagði Andriessen að vildu EFTA-ríkin hámarka arð þegna sinna af EES hlytu þau að styrkja EFTA sem stofnun bæði til að samræma viðhorf innan EFTA og eins til að treysta hlutverk þess í samningaviðræðum. Aðspurður kvaðst Andriessen telja það vel hugsanlegt, að þegar EFTA hefði náð fram góðum hluta af markmið- um EB á sviði viðskipta, gætu sam- tökin orðið fýsilegur kostur fyrir þau aðildarríki EB sem illa sættu sig við þróunina þar. „Það má vel ■hugsa sér. að einhveijir vilji ganga aftur í EFTA,“ sagði Andriessen. Jólaskraut Gjafavörur Búsáhöld Leikföng Peysur RYMINGARSALAN LAUGAVEGI91, í KJALLARA OG Á 2. HÆÐ SÚ BESTA í BÆNUM • STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HLÆGILEGT VERÐ Skyrtur Dragtir Sængurverasett Ferðatöskur Svartar gallabuxur kr. 1.390 Herraúlpur kr. 2.900 Gallapokapils kr. 990 Krumpugallar í „neon“litum kr. 2.900 OPIÐ 13-18 VIRKA DAGA 10-16 LAUGARDAGA SIMI 1 32 85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.