Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 27 ^Í'ÓRGUNBLXrniTTIMMTUD'A'GL'R 23:'NÓ~VrEMBER'l'9'89~~~-' ~~ + Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónssom Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Eldvarnareftirlit og brunavarnir Tjón af völdum bruna hefur tvöfaldast á tveimur árum og eldvarnareftirliti er mjög ábótavant og illa fylgt eftir. Þetta eru helztu niðurstöður skýrslu nefndar sem Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra, skipaði til að gera úttekt á stöðu brunamála hér á landi.“ Þannig hefst fréttafrásögn Morgunblaðsins í gær af niður- stöðum skýrslu um stöðu bruna- mála. í skýrslunni segir jafn- framt að ekki sé nægilega fram- fylgt lögum um brunavarnir og athugasemdum um úrbætur lítt fylgt eftir. Þá segir nefndin at- hyglisvert að eldsupptök rúm- lega helmings stórbruna á sl. átta árum séu ókunn. Greiðslur vátryggingafélaga vegna bruna- tjóna hafa og vaxið mjög, sem fyrr segir. Arið 1986 greiddu vátryggingafélög 390 m.kr. í brunatjón, en það sem af er þessu ári eru bótagreiðslur á sambærilegu verðlagi yfir 700 m.kr. „Það sem stendur brunavarn- arstarfi helzt fyrir þrifum er peningaleysi,“ segir Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri, í viðtali við Morgunblaðið. í skýrslu úttektarnefndarinnar segir og að óveijandi sé að brunavarnargjald, sem sérstak- lega er á lagt til að efla bruna- varnir, gangi til annarra nota ríkissjóðs en reksturs Bruna- málastofnunar. Gert er ráð fyrir því að brunavarnargjöld kom- andi árs nemi 60 m.kr., en þar af eru Brunamálastofnun ríkis- ins aðeins ætlaðar um 34 m+r. Þó er áætlað að stofnunin eigi eftir að gera úttekt á um fimm þúsund húsum. Úttektarnefndin leggur áherzlu á að sett verði ný reglu- gerð um brunavarnir og bruna- mál, eldvarnareftirlit verði sam- ræmt og að sveitarfélög skipi tæknimenntaða brunamálafull- trúa, sem fylgist með því að ákvæðum brunamálareglugerð- ar verði fullnægt. Hún hvetur og til þess að vátryggingafélög nýti úttektir eldvarnareftirlits- ins við ákvörðun iðgjalda og setji álag á grunngjald séu brunavarnir óviðunandi. Jafn- framt lækki iðgjöld af fasteign- um þegar brunavörnum er vel sinnt. Loks leggur nefndin til að skýr ákvæði verði sett um réttarfarslega ábyrgð þeirra sem eiga að sjá um að hús séu í samræmi við lög og relgur, þ.e. hönnuði, byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra. Skýrsla úttektarnefndarinnar leiðir í ljós að ástand þessara mála er mun verra en við var búizt. Óhjákvæmilegt er að efla brunavarnir með öllum tiltækum ráðum og kveða skýrar á um mikilvæg atriði í reglugerð. Enginn dregur í efa rétt Al- þingis — fjárveitingavaldsins — til kveða á um ráðstöfun ríkis- sjóðstekna, þ.m.t. „millifærsla" markaðra tekjustofna. Fram- kvæmdavaldinu hættir hinsveg- ar til fullmikillar ráðsmennsku í tillögugerð um þetta efni. „Svört skýrsla“ um stöðu bruna- mála hér á landi sýnir ótvírætt að full þörf er á því að bruna- varnargjöld gangi alfarið til þeirra verkefna sem heiti þeirra stendur til. Olíuslys á Bolafjalli Olíuslysið á Bolaljalli, þar sem tuttugu þúsund lítrar af hráolíu láku úr olíugeymi ratsjárstöðvar nýverið, hefur að vonum vakið athygli fólks, ekki sízt í næstu byggðum. Aðdrag- anda þessa óhapps þarf að kanna ofan í kjölinn, m.a. með fyrirbyggjandi ráðstafanir í huga. Valdimar L. Gíslason, for- maður bæjarráðs Bolungavíkur, segir í viðtali við Morgunblaðið, að enginn virðist ábyrgur fyrir mannvirkjunum á Bolafjalli sem hafi verið gæzlulaus í marga mánuði. Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofustjóri varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, segir, að skrifstofunni hafi ekki verið kunnugt um að olía væri kominn upp á Bolafjall fyrr en í síðustu viku þegar lekinn uppgötvaðist. Það var frá upphafi ákvarðað að rekstur ratsjárstöðvanna, sem veita eiga mikilvæga þjón- ustu, væri í höndum íslendinga. Innan vébanda utanríkisráðu- neytisins starfar sérstök stofn- un, Ratsjárstofnun, sem á að annast rekstur stöðvanna. Það þarf að vinda bráðan bug að því að koma stöðvunum undir henn- ar forsjá, þannig að öllum sé ljóst, hver ber ábyrgð á mann- virkjunum og öllu sem þeim fylgir. Atburður eins og sá sem varð á Bolafjalli sýnir að brota- löm er í núgildandi kerfi. Við svo búið má ekki lengur standa og verða íslenzk stjórnvöld og yfirvöld varnarliðsins að taka af skarið í þessu efni. lega 1,2 milljónir tonna, en líklegri afköst eru eitthvað undir einni millj- ón tonna. Þá má reikna með að siglt verði með einhveija tugi þús- unda tonna, en það gerir tæpast gæfumuninn, enda tapast tími frá veiðum við siglingar. Loðnukvóta er að venju úthlutað á sumarmánuðum til bráðabirgða og úthlutunin síðan endurskoðuð öðru hvoru megin við áramótin. Nú er hlutur okkar 662.000 tonn auk 31.000 tonna, sem verið er að semja um kaup á frá Grænlandi. Hlutur Norðmanna er 139.000 tonn og af honum hafa þeir tekið 54.000. í Grænlands hlut koma 99.000 tonn, 68.000 af frádreginni kvótasölunni til íslands. Það selja þeir Færeying- um, en þeir hafa lítið sem ekkert veitt enn. Fari svo að kvótinn verði aukinn það mikið að við fáum í okkar hlut um eina milljón tonna, en við náum honum ekki, er ekkert í loðnusamningi þjóðanna þriggja, sem beinlínis bendir til þess að við munum eiga það inni. á næstu vertíð, sem við náum ekki nú. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að samningurinn sé byggður upp mið- að við „eðlilega“ vertíð. Þar sé því ákvæði þess eðlis, að hafi kvóti verið aukinn á vertíðinni og Norð- menn og Grænlendingar nái ekki öllum sínum hlut af orsökum, sem þeir ráði ekkji við, skuli íslendingar leitast við að veiða þeirra hluta og bæta þeim hann síðan við upphaf næstu vertíðar. Þjóðunum öllum séu nú heimilar veiðar innan lögsögu hverrar annarrar og því ættu þær að ná sínum hlut allar, svo fremi, sem loðnan veiddist. Jón benti reyndar á, að brygðist þessi vertíð, meðal annars vegna þess að loðnan hefði ekki komið til hrygningar vegna slæmra skilyrði í sjónum, mætti ætla að sú loðna, sem hefði ' átt að hrygna nú, kæmi til hrygn- ingar á næsta ári ásamt næsta ár- gangi á eftir. Því mætti hugsa sér að meta stöðuna með tilliti til þess. Ákvæði í samningi þjóðanna væri um það, að aðstæður sem þær, sem virtust í uppsiglingu, yrðu ræddar sérstaklega. Haustvertíðin á loðnu: Afli gæti orðið 100.000 tomium minni en í fyrra Vinnslugeta fískimjölsverksmiðjanna gæti takmarkað veiðina töluvert SÝNILEGT er að vinnslugeta íslenzku fiskimjölsverksmiðj- anna nægir ekki til þess, að hægt verði að vinna jafnmikinn loðnu- afia til áramóta og unnin var á haustvertíð í fyrra. Aflinn nú er aðeins tæp 6.000 tonn, um 116.000 tonnum minni en á haust- vertíð í fyrra, en þá veiddust alls rúmlega 311.000 tonn til ára- móta. Um 30 dagar eru eftir til veiða fram að jólum og er fræði- leg afkastageta verksmiðjanna á þeim dagafjölda 270.000 tonn miðað við full afköst allra þeira. Slík afköst nást ekki fyrr en mokveiði hefúr staðið í að minnsta kosti viku, eða lengur og því má með bjartsýni reikna með mögulegri vinnslu á að mesta lagi 200.000 tonnum til áramóta. Mesta veiði á einum mánuði í loðnuveiðisögunni er reyndar um 280.000 tonn. Mun- urinn á aflanum verður því að öllum líkindum svipaður í árslok og hann er nú, þrátt fyrir af- bragðsveiði, eins og reyndar varð þetta tímabil í fyrra. Ut- flutningstekjutap vegna þess má áætla um 700 milljóhir króna. Nú eru 5.853 tonn af loðnu kom- in á land. Á sama tíma í fyrra var aflinn orðinn 121.956 tonn, en veið- in hófst þá í október. Enginn skrið- ur komst þó á aflabrögð fyrr en 18. nóvember, en þá veiddust tæp- lega 27.000 tonn þann sólarhring. Ástráður- Ingvarsson loðnunefndar- maður segir, að þessu svipi öllu til gangs máia í fyrra, það sé bara einn hængur á, loðnan sé einum til tveimur mánuðum seinni á ferðinni nú. Þá megi auðvitað spyija sig hvort veiðin standi þá ekki lengur' fram eftir vetri, en um það geti auðvitað enginn sagt fyrir. Því vakni einnig sú spurning hvort hér sé hreinlega nægileg vinnslugeta til að vinna um eina milljón tonna af loðnu, verði það endanlegur aflakvóti. Á síðustu vertíð lauk veiðinni 12. apríl. 311.000 tonn veiddust fram að áramótum og 609.000 eftir ára- mót. Veiðin varð mest í marz- mánuði 210.000 tonn. í desember varð aflinn 120.699 tonn. Fræðileg vinnsla allra verksmiðjanna er ná- lægt 9.000 tonnum á sólarhring, en hæpið er að reikna með svo miklu langtímum saman. Sé miðað við að 130 dagar séu eftir á veiðum er því vinnslugetan fræðilega tæp- Markaðir að opnast fyr- ir saltfiskútflytj endur - segir Manuel Rodriguez Arriaga sendiherra Mexíkó á Islandi MANUEL Rodriguez Arriaga, nýr sendiherra Mexíkó á íslandi, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að mexíkanskir og íslenskir aðilar stæðu í samningaviðræðum um kaup á íslenskum tækjabúnaði til fiskvinnslu. Sagði Arriaga að sjáv- arútvegsmál væru á lista yfir for- gangsverkefhi mexíkanskra stjórnvalda. Sendiherrann telur að markaðir fyrir íslenska salt- fiskútflytjendur hafi opnast þar sem innflutningstollar af sjávaraf- urðum hefðu verið afhumdir í landinu. Arriaga, sem áður gegndi emb- ætti aðstoðarráðherra í utanríkis- samskiptum, sagði áð fram til þessa hefði lítil eða engin saltfískviðskipti átt sér ■ stað milli þjóðanna en nú væru allar horfur á því að breyting gæti orðið á því. Hann sagði að sú áherslubreyting hefði orðið í stefnu mexíkanskra yfirvalda að verndar- tollar hefðu verið lagðir niður og utanríkisviðskipti landsins efld og væri ekki síst litið til Norðurlanda í þeim efnum. Arriaga sagði að Mexíkanar og íslendingar hefðu haft góð pólitísk samskipti um langan tíma og nægði þar að nefna að fulltrúar beggja þjóða hefðu á sínum tíma samþykkt Alþjóðahafréttarsáttmálann. „Hins vegar hafa menningarsam- skipti landanná verið takmörkuð en hin nýja ríkisstjórn, sem tók við völd- um í desember á síðasta ári, hefur allan hug á því að efla samskiptin við lönd eins og ísland.“ Arriaga gat þess að miklar breyt- ingar hefðu orðið í Mexíkó að und- anförnu og nefndi meðal annars að í fyrsta sinn væri hagvöxtur í landinu upp á 3-4%. Auk þess hefði tekist að ná verðbólgunni niður og væri nú spáð 17% verðbólgu á þessu ári. Arriaga átti viðræður við íslenska ráðamenn um samskipti þjóðanna auk þess sem hann ræddi við In- gjald Hannibalsson framkvæmda- stjóra Útfiutningsráðs íslands um kaup mexíkanskra aðila með milli- göngu mexíkanska sjávarútvegs- ráðuneytisins á íslenskum tæknibún- aði. Arriaga sagði að stefnt væri að auknum menningarlegum samskipt- um þjóðanna og gat þess að í-sam- vinnu við Kvikmyndastofnun Islands stæði til að efna til mexíkanskrar kvikmyndaviku hér á landi í febrúar á næsta ári. Einnig átti sendiherrann viðræður við íslenska ferðamála- frömuði um um samskipti landanna á sviði ferðamála. „Mexíkó er mikið menningarríki eins og ísland og við GERT er ráð fyrir því að allt að 50 manns geti verið að störfum í Blönduvirkjun í vetur. Hluti mannskaparins mun vinna við framleiðslu grófari jarðefna i Blöndustíflu, en nauðsynlegt er að þau efni séu fyrir hendi næsta sumar þegar framkvæmdir lieljast aftur við stífluna. Einnig er gert ráð fyrir að í vetur verði unnið við einangrun stöðvar- hússins, raflagnir og þússningu, en vonir standa til að hægt verði að gera stöðvarhúsið fokhelt fyrir jól, að sögn Sveins Þorgrímssonar, stað- Morgunblaðið/RAX Manuel Rodriguez Arriaga, sendiherra Mexíkó á íslandi. vitum að ríkuleg menning og nátt- úrufegurð er það sem íslenskir ferða- langar leita eftir,“ sagði Manuel Rodriguez Arriaga. arverkfræðings. Hann sagði að fljótlega á næsta ári yrði hafist handa um að setja búnað í aðkomugöng og trúlega yrði hafist handa um uppsetningu lyftu í lóðréttu göngin til yfirborðsins í marsmánuði. Það mundi þó ekki fjölga verulega starfsmönnum við. virkjunina fyrr en í maí, en næsta sumar mætti gera ráð fyrir að um 400 manns yrðu þar að störfum. Uppsetning véla virkjunarinnar hæf- ist í júli/ágúst, en stefnt væri að þvi að ræsa fyrstu vélina af þremur haustið 1991. Tæplega 50 manns í Blönduvirkjun í vetur Grænfriðungar á fölskum nótum eftir Olov Isaksson Enginn vafi er á, að grænfriðung- ar hafa komið ýmsu góðu til leið- ar með baráttu sinni fyrir auk- inni umhverfisvernd en jafn víst er, að í Grænlandi hafa þeir vald- ið stórkostlegúm skaða. Þeir, sem byggja þetta kalda land, hafa nefnilega alltaf vitað, að stundleg velferð þeirra sjálfra og framtíð barnanna er undir því komin að lifa í sátt við sjálfa náttúruna. Grænlenskir hval- og selveiði- menn hafa aldrei gengið of nærri stofnunum, þeir hafa aldrei útrýmt nokkurri dýrategund. Það erum við, íbúar iðnríkjanna, borgarbörnin, sem höfum gerst sek um að rányrkj- una, en það eru Grænlendingar og aðrir þeir, sem lifa í nánum tengsl- um við náttúruna, sem fá að gjalda þess dýru verði. Grænlendingar minntust þess á dögunum, að tíu ár eru liðin síðan þeir fengu heimastjórn innan danska ríkisins, en á þessum stuttá tíma hafa þeir svo sannarlega feng- ið að kenna á ósvífnum og tilfinn- ingaþrungnum áróðri grænfrið- unga, einkum gegn selveiðunum. Afleiðingin er verðhrun á selskinns- markaðnum og alvarlegir erfiðleik- ar í efnahagslífi þessarar ungu þjóð- ar. Af 40.000 ínúítum, sem landið byggja, áttu 10.000 manns allt sitt undir selveiðum. Án kjötsins gátu þeir ekki verið og úr skinnum og beinum gerðu þeir sér klæði og skó og annan búnað. Skinnin voru þeirra eina tekjulind eða þar til grænfriðungar sviptu þá réttin- um til að lifa sem veiðimenn — sviptu þá sjálfri lífsbjorginni. Af þessu meðal annars stafar áfengisbölið í Grænlandi og þetta skýrir einnig, að sjálfsmorðum með- al ungra og atvinnulausra veiði- manna hefur fjölgað svo, að þau eru orðin fleiri þar en í nokkru Evrópulandi. Hvernig væri ástandið hér ef al- þjóðleg herferð gegn sænskum vör- um hefði svipt tvær milljónir manna atvinnunni og neytt þá til að vera á framfæri félagsmálastofnana? Grænlendingar hafa verið veiði- menn um þúsundir ára en grænfrið- ungar eru hægt og bítandi að murka lífið úr grænlenskri menningu. Það finnst mér miklu alvarlegri hlutur en falsanirnar, sem Leif Blædel ber þeim á biýn, og voru til umræðu í Dagens Nyheter í maí sl. í ritlingi, sem grænfriðungar selja í fjáröflun- arskyni, víkja þeir að áhyggjum veiðimannanna og segja í öðru orð- inu, að þeir „hafi ekkert á móti hefðbundnum selveiðum til heima- nota“, en í hinu, að þeir geti alls ekki fallist á selveiðar í atvinnu- skyni — sjálfa lífsundirstöðuna á norðurhjara heims. Ennþá alvarlegra er, að í bækl- ingi, sem grænfriðungar dreifa um sig, gera þeir engan greinar- mun á selveiðum Norðmanna í atvinnuskyni og veiðum Græn- Iendinga til eigin nota og sölu. í nýlegu viðtali við selasérfræð- ing grænfriðunga, Svíann Jakob Lagercrantz, kom fram, að samtök- in eru ekki reiðubúin til að styðja og viðurkenna sjálfsagðan rétt grænlenskra veiðimanna til að afla sér matar og tekna með selveiðum. Talsmenn grænfriðungaskrifstof- unnar í Stokkhólmi sögðu þvert á móti, að samtökin vildu banna allar selveiðar. Hvað sem því líður hafa græn- friðungar lítinn áhuga á að taka þátt í umræðum um þessi mál af óttá við að vera gagnrýndir fyrir áróðurinn gegn selveiðum. I vor er leið var haldin Grænlandssýning í sænska þjóðminjasafninu og var þá ákveðið að efna til umræðna þar sem fram kæmu sérfróðir menn, grænlenskir og sænskir, um nátt- úruvernd, veiðar og vísindalegar rannsóknir á norðurslóðum. Var grænfriðungum boðið til ásamt öðr- um og kváðust þeir ætla að mæta. Aðeins tveimur klukkustundum áð- ur en umræðurnar hófust hringdi Lagererantz til mín frá Gautaborg og sagði, að því miður gæti hann ekki komið, hann væri upptekinn sem barnapía. Ég var ekki einn um að líta á þessa tilkynningu sem yfirvarp. Ætli grænfriðungar hafi ekki óttast að horfast í augu við það, sem sýnt var í safninu, staðreyndir um mikil- vægi selveiðanna fyrir grænlenskt samfélag. „Fjölbreytnin í grænlensku at- vinnulífi hefur vissulega aukist og án þess kæmumst við ekki af. Veið- Olov Isaksson arnar eru hins vegar sjálfur grund- völlurinn — þær eru saga vor og menning.“ (Jonathan Motzfeldt, formaður heimastjórnarinnar í ný- ársávarpi 1987). Grænfriðungar skilja alls ekki, að þúsundir Grænlendinga bæði vilja og verða að lifa á veiðum. Til marks um það er þessi yfirlýsing Dans Mathiasen, talsmanns sam- takanna í Danmörku, í Jylhinds- Posten 8. september 1986: „Þeir veifa fornum siðuni eins og kosningaspjaldi en garnli tíminn er á undanhaldi. Þeir verða að sætta sig við það. Ann- aðhvort skulu þeir lifa á olíu og úrani og gerast iðnvæddir eða stjórna fólksfjöldanuin þannig, að þeir þurfi ekki á að halda iðn- aði og útlendri menningu." I herförinni á hendur Grænjend- ingum hafa grænfriðungar beitt fyrir sig ósannindum og oft verið gagnrýndir fyrir. Á blaðamanna- fundi 15. janúar 1987 var því til dæmis haldið fram, að Grænlend- ingar hefðu hundsað alþjóðlegar samþykktir og selt Japönum rúm- lega eitt tonn af hvalkjöti. Olli þetta sumum Bandaríkjamönnum slíkum hugaræsingi, að þeir kröfðust nýrr- ar atlögu gegn grænlensku efna- hagslífi, allsheijarbanns við fisk- og rækjukaupum. „Hvalkjötssalan“ til Japans var raunar aðeins uppstoppaður náhval- ur! Hann var notaður á sýningu um menningu og líf Grænlendinga og var síðan sendur aftur til þjóðminja- safnsins í Nuuk. Þegar grænfrið- ungar urðu loks að gangast við vit- leysunni kenndu þeir Japönum um og létu ógert að biðja grænlensku heimastjórnina afsökunar. Ekki nóg með það. Michael Gyll- ing Nielsen, einn talsmanna græn- friðunga í Danmörku, sagði, að hér eftir ættu samtökin að hafa vak- andi auga með Grænlendingum og sakaði heimastjórnina um að hafa margbrotið útflutningsbannið. Að sjálfsögðu án þess að nefna eitt einasta dæmi þar um. Stöðugar árásir danskra grænfriðunga á Grænlendinga virðast helst vera einhverjar leif- ar af nýlendustefriu Danaveldis síðustu tvö hundruð árin. Hún snerist ekki um að varðveita sér- einkenni grænlensks samfélags, miklu heldur um að hagnast á auðlindum landsins. Dönskum grænfriðungum finnst, að jafnvel nú þegar Grænlendingar eru komnir með heimastjórn eigi þeir að dansa eftir pípu gamla nýlenduveldisins og samtakanna. Ekki verður annað sagt en græn- friðungum takist þetta oft með ágætum. Samtökin ráða yfir öflugri áróðursmaskínu en nokkur önnur hreyfing, sem kennir sig við um- hverfisvernd, og ríkisstjórnir víða um heim óttast hana. Til að kalla ekki yfir sig reiði grænfriðunga og hótanir um viðskiptabann á hinum mikilvæga Bandaríkjamarkaði neyddist grænlenska heimastjórnin nýlega til að segja upp ákaflega hagstæðum samningi við norska fyrirtækið Chr. Rieber en það er umsvifamikið í selskinnsiðnaðinum. Starfsemi grænfriðunga byggist á hörðum baráttuhópum og með ósvífnum hætti heyja þeir einnig stríðið á forsíðum dagblaðanna. Þeir segjast aldrei beita valdi en hafa með áróðri sínum meðal ann- ars fengið skemmdarverkamenn til að sökkva íslenskum skipum og hætta mannslífum um leið. Þeir hafa ráðist á Færeyinga fyrir grind- hvaladráp, staðið fyrir stórhættu- legri starfsemi í eyjunum og verið með fáránlegar ásakanir á hendur þessu fólki, sem fremur en aðrir Evrópumenn á allt sitt undir því að lifa í sátt og samlyndi við náttúr- una. Félagar í samtökum grænfrið- unga eru þeir, sem greiða árs- gjaldið. Ekki er þó þar með sagt, að sænsku félagsmennirnir, rúm- lega 200.000 talsins, hafi hin minnstu áhrif á starfsemina. All- ar ákvarðanir eru teknar af sjálf- skipuðum hópi, sem telur mest 20 menn. Þeir kjósa úr sínum röðum sænsku samtakastjórnina, sem aftur velur fulltrúa sinn í alþjóðaráðinu. Það er skipað 19 mönnum og Iýtur forystu fimm- manna-nefndar. Með þessum aðferðum hafa nokkrir menn fengið í hendur al- gert vald yfir fjármálalegri og tæknilegri getu samtakanna. Ef aðeins er litið á félagafjöldann nema tekjurnar tugum eða hundruðum milljóna skr. árlega og miklu meira fé safnast í úthugsuðum herferðum samtakanna. - Fullkomin leynd hvílir yfir fjár- málum grænfriðunga og því veit enginn nema hinir innvígðu hvort féð er í raun notað til náttúruvernd- ar eða — eins og Leif Blædel held- ur fram — til að kosta uppbólgið skriffinnskukerfi, sem veður í hvers kyns tækjabúnaði. Að minnsta kosti finnast þess fá dæmi, að grænfriðungar — ólíkt Alþjóðanáttúruverndar- sjóðnum — hafí bjargað Iífríkinu á tilteknum svæðum eða slegið skjaldborg um dýrategundir, sem raunverulega eru í útrým- „... grænfriðungar eru hægt og bítandi að murka lífið úr græn- lenskri menningu“. ingarhættu. Hverju gætu ekki þessi samtök fengið áorkað ef þau beittu sér til dæmis af alefli fyrir verndun regnskóganna? Er í raun og veru unnt að líta á grænfriðunga sem lýðræðisleg samtök? Þessarar spurningar spurðu þeir sig, Leif Blædel og sagnfræðingurinn Hans Folke, sem fékk nemendum sínum við Hróars- kelduháskóla það verkefni að skoða grænfriðunga og starfsemi þeirra. Niðurstaðan er sú, segir Folke í viðtali við grænlenska blaðið Serm- itsiak, að „samtök grænfriðunga eru svo ólýðræðisleg sem mest má verða. Þau lúta fámennisstjórn og þar fær enginn að skyggnast um gáttir. Reikningarnir eru leynilegir, ákvarðanatakan er leynileg og óbreyttir liðsmenn vita oft ekki hvers vegna þeir eru með í þessari eða hinni herferðinni. Samtök grænfriðunga eru fyrirtæki, sem lifir á mótmælum. Þegar samtökin voru stofnuð í Kanada árið 1971 var um að ræða framfarasinnaða hreyfingu, sem kunn var fyrir að taka málstað þeirra, sem minna máttu sín, en eins og er með öll stórfyrirtæki urðu grænfriðungar fórnarlamb eigin velgengni og vaxt- ar“. Þegar ég les áróðurinn, sem grænfriðungar láta frá sér fara, sannfærist ég enn betur um að Blædel og Folke hafa rétt fyrir sér. Til dæmis þetta: Sagt er, „að við séum ólýðræð- isleg samtök. Það er rétt ef átt er við, að allir, sem ársgjaldið greiða, skuli hafa rétt til áhrifa án þess að leggja meira af mörk- um. Sá, sem unnið hefur fyrir grænfriðunga, veit hins vegar, að áhrifin aukast eftir þvi sem hann leggur harðar að sér. Sá, sem gerir eitthvað, fær að hafa áhrif*. Hveiju gætu grænfriðungar ekki fengið framgengt ef þeir meintu eitthvað með því, sem þeir segja, að hefðbundnar veiðar eskimóa, indíána og annarra séu „menning- ar- og lífsgrundvöllur þessa fólks“? Grænfriðungar gætu bætt Græn- lendingum skaðann, sem þeir hafa orðið fyrir, með því að örva sel- skinnssöluna og vekja athygli á þýðingu hennar fyrir grænlenskt menningar- og efnahagslíf. Þá fyrst gæti Göran Olenborg og félagar hans víða um heim þóst hafa hreina samvisku. Höfundurgreinarinnar, sem birtist ísænska blaðinu Expressen 30. júní sl„ er fyrrverandi þjóðmiiijavörður í Svíþjóð en nú formaður norrænu stofnunarinnar á Grænlandi. Hann er mikill íslandsvinur og hefur ritað ba'kur um Iand ogþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.