Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 41
með vélar og tæki að fara. Allir þessir eiginleikar nýttust einstak- lega vel í starfinu á Vatnamæling- um. Þar eru byggð stór mælinga- mannvirki, vatnshæðarmælar og mælakláfar oft á mjög erfiðum stöðum. Þar er farið í leiðangra inn á hálendi í allskonar færð og á engan er að treysta nema sjálfan sig. Síðast en ekki síst, verður að mæla með það í huga, að þú mælir ekki aftur vatnið, sem runnið er til sjávar. Þótt mikil saga fari af færni og samviskusemi Ebergs í starfi, hygg ég að hans verði ekki síður minnst af samstarfs- og samferðamönnum fyrir óvanalegan persónuleika. Starfið bar hann um, land allt og hafði hann töluverð samskipti við fólk. Hann hlustaði á frásagnir þessa fólks og endursagði yfir kaffi- bolla í kaffistofunni eða við önnur tækifæri þegar slakað var á hinu daglega amstri. Yfirleitt voru þetta kímnisögur og hann sagði þær af mikilli snilld. Eberg hafði mikinn áhuga á íslenskri tungu. Vildi hann þar hvergi halla réttu máli. Hann gerði mikið af því að búa til grínyrði utan í ensk orð, sem mikið eru notuð í fagmáli okkar, sem vinnum við virkjanir og undirbúning þeirra. Þessi enskublanda stafar af því að útboðsgögn eru gerð fyrir alþjóðleg útboð og þess vegna á ensku. Þessi grínyrði eru oft nefnd ebergska, og hafa nú ýmsir aðrir reynt að spreyta sig á þessari orð- asmíð. En einnig hefur Eberg skap- að í fullri alvöru mörg nýyrði í fagmáli Vatnamælinga og eru sum þeirra í almennri notkun án þess að nokkur hugsi til uppruna þeirra. Það er stórt skarð fyfir skildi nú þegar Eberg er fallinn frá. Við samstarfsmenn söknum góðs drengs og skemmtilegs félaga. Ingu, börnum og barnabörnum óska ég huggunar í sorg. Haukur Tómasson Eberg Elefsen fæddist á Siglu- firði 20. maí 1926. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmunds- dóttir Björnssonar, vélsmiðs á Si- glufirði, ættuð úr Strandasýslu, og Oskar Berg Elefsen, vélstjóri og vélsmiður, upprunninn á eyjunni Senju í Norður-Noregi. Óskar sett- ist að á Siglufirði 1916; einn þeirra Norðmanna sem „námu land“ þar á fyrstu áratugum þessarar aldar í tengslum við síldarútveginn. Eberg átti þannig til vélsmiða að telja í báðar ættir. Setti það eflaust sitt mark á hann, því að hann var alla tíð mjög hneigður fyrir hvers- konar vélar og tæki. Foreldrar hans voru bæði mjög gestrisin. Heimili þeirra stóð jafnan opið okkur öllum kunningjum hans og skólafélögum. Minnist ég þess sérstaklega með hve mikilli um- hyggjusemi Sigríður móðir hans tók okkur, sem vorum þar tíðir heima- gangar. Fjölskyldan var líka mjög samhent. Eberg ólst þannig upp við gott atlæti og hamingjuríka bernsku þótt efnin væru oft ekki mikil. Á heimili hans ríktu mannúð- leg viðhorf og rík samúð með þeim sem minnimáttar voi'u í samfélag- inu. Þau viðhorf tileinkaði hann sér líka og var þeim trúr alla ævi. Eberg gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi úr stærðfræðideild vorið 1947. Hann hóf nám í verkfræði við Há- skóla íslands, en flutti sig fljótlega um set og hugðist halda verkfræði- náminu áfram við Tækniháskóla Noregs í Þrándheimi. Á þeim tíma var örðugt fyrir erlenda stúdenta að fá inngöngu í skólann í Þránd- heimi svo Eberg fékk þar ekki skólavist fyrr en haustið 1950. Hann byijaði nám þar, en varð fljót- lega að hverfa frá því. Mun það hafa verið að læknisráði. Ilann hóf nokkru síðar laganám við Háskóla íslands, en hvarí' frá því. Árið 1956 hóf hann störf við vatnamælingar raforkumálastjóra (síðar Orku- stofnunar), þar sem hann starfaði til dauðadags. Vatnamælingar urðu ævistarf hans. Ég sem þessar línur rita varð Eberg samferða í skólanámi allt frá barnaskóla, sem svo var þá kallaður, uns hann hvarf úr verk- fræðinámi við Háskóla Islands og MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBKR 1989 4 færði sig til Þrándheims. Var með okkur náinn félagsskapur á skóla- árunum. Hann var einstaklega samviskusamur námsmaður. Hef ég fáa þekkt sem lögðu jafnhart að sér á stundum. Ég hygg að hann hafi aldrei komið ólesinn í tíma. Hann náði líka góðum árangri. Ég minnist þess frá þessum tímum að Óskar faðir hans annað- ist vélgæslu í frystihúsi Óskars Halldórssonar, útgerðarmanns á Siglufirði. Þar var stór og fyrirferð- armikil frystipressa frá 1896, sem gekk eins og klukka þrátt fyrir nær hálfrar aldar notkun. Hún var alltaf hrein og gljáandi í umsjón Óskars. Fyrir kom að hann fól Eberg syni sínum umsjón vélanna ef hann þurfti að bregða sér frá stundarkorn. Brýndi ðskar mjög fyrir honum að halda pressunni ávallt hreinni og hann stóðst ekki reiðari en ef smurolía hafði farið út á hana þegar bætt var á smurglösin. Slíkt var í hans augum hinn argasti sóðaskapúr; nánast ófyrirgefanlegur. Óskar var einnig snjall vélsmið- ur; hafði mikinn áhuga á vélum og ræddi oft um þær heima fyrir við syni sína tvo, Sigurð og Eberg. Sigurður varð síðar vélsmiður hjá Síldarverksrúiðjum ríkisins á Siglu- firði og starfaði hjá þeim allt þar til hann lést, langt fyrir aldur fram, á síðastliðnu vori. Þegar þar við bættist að móðurafi þeirra bræðra, Guðmundur Björnsson, rak vél- smiðju steinsnar frá heimili þeirra er ekki að undra þótt þeir báðir yrðu snemma handgengir vélum og vélbúnaði. Eberg vandist þannig snemma á að umgangast vélar og tæki með vandvirkni og samviskusemi. Hygg ég að hann hafi búið að því vega- nesti úr föðurhúsum alla ævi. Mun hann líka hafa haft í huga að verða vélaverkfræðingur þótt atvik hög- uðu málum á annan veg. Ilann gerðist vatnamælingamað- ur 1956, sem fyrr segir. Skipulegar vatnamælingar hér á landi höfðu hafist tæpum áratug áður, undir forystu hins kunna brautryðjanda í þeim efnum, Siguijóns Rists. Starfaði hann einn fastráðinna manna hjá embætti raforkumála- stjóra að þeim fyrstu níu árin. Eberg varð fyrsti fastráðni sam- starfsmaður hans. Þeir sem þekkja til Siguijóns vita að það muni ekki hafa verið heiglum hent að gerast fyrsti samstarfsmað- ur hans við vatnamælingar á ís- landi. Siguijón gerði miklar kröfur til samstarfsmanna sinna, enda þótt mestar gerði hann að jafnaði til sjálfs sín. Eberg stóðst þær vel og samstarf þeirra var gott. 4-ðrir sem betur þekkja til munu ijalla nánar um störf hans við vatnamæl- ingar. Hér skal þess eins getið að það laut lengstum að rekstri mæli- stöðvakerfisins; viðhaldi og eftirliti með tækjum þess. Starf sem þetta lætur ekki mikið yfir sér. En þeir sem til þekkja vita að árangur af vatnamælingum er ekki undir öðru meir kominn en að mælikerfið starfi vel og að öll tæki þess séu í góðu lagi. Hinar sífelldu breytingar í rennslinu valda því að mæling verður ekki endurtekin til að sann- reyna niðurstöður eins og unnt er að gera við sumar aðrar mælingar. I þessu starfi komu að góðum notum natni Ebergs við vélar og tæki og áhugi hans á þeim er hann hafði hlotið í uppeldi, svo og sam- .viskusemi hans. Trúmennska í starfi var honum í blóð borin. Við- horf hans var, eins og Kolskeggs forðum, að níðast aldrei á neinu því ætlunarverki er honum var til ti'úað. Hann á með störfum sínum mikinn þátt í traustri vitneskju um vatnafar landsins sem byggð hefur verið upp á undanförnum áratug- um. Fyrir það þakkar Oi'kustofnun nú að leiðarlokum. Eberg kvæntist árið 1950 ágætri konu, Ingu Magnúsdóttur úr Reykjavík, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust sex mannvænleg börn sem nú eru vaxin úr grasi. Fimm þeirra eru á lífi. Fyrir nokkr- um árum urðu þau hjón fyrir þeirri miklu sorg að missa Móttur sína rúmlega þrítuga að aldri, efnilega söngkonu sem komin var vel á veg í söngnámi á Ítalíu er hún varð að hætta því sökum veikinda. Eberg er nú horfinn okkur, langt fyrir aldur fram. Ég og aðrir starfs- menn Orkustofnunar þökkum sam- fylgdina og samstarfið. Ingu, börn- um þeirra og fjölskyldu állri vottum við dýpstu samúð. Jakob Björnsson Fleiri greinar um JEberg Elefsen munu birtast í Morgunblaðinu næstu daga. Barnabasl Það gæti hent þig Einfyndnasta og áhrifamesta gamanmyndseinni tíma. Skopleg innsýn í daglegt líf stórfjölskyldu. Runa af leikurum og leikstjórinn er Ron Howard, sem gerði „Splash", „ Willow" og„ Cocoon “. Sýnd íA-salkl. 5, 7.30 og 10 Frumsýnd á sama tíma um alla Evrópu. synt *arartækla. ^"S,anv,6unanö, reksUa.örvK' Hjá okkur sitja gæðin í fyrirrúmi. FAG kúi u- og'rúllulegur TIMKEN Keilulegur Ásþétti optjbeit (oníineníal Viftu- og tímareimar precision Hjöruliðir SACHS Höggdeyfar og kúplingar Bón- og bflasnyrtivörur Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SiMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.