Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 . Eberg Elefsen vatnamælinga- maður — Minning Fæddur 20. maí 1926 Dáinn 15. nóvember 1989 í dag kveð ég vin minn og félaga Eberg Elefsen vatnamælingamann. Ég kynntist Eberg sumarið 1977, sem sumarmaður á Vatnamæling- um Orkustofnunar og varð okkur strax vel til vina. Eberg var greind- ur og skemmtilegur og hvarvetna hrókur alls fagnaðar. Hann var minnugur vel og kunni fjölda sagna og vísna, sem oft styttu manni stundir og léttu lund. Eberg hafði hafið störf við vatna- mælingar raforkumálastjóra rúm- um tveim áratugum áður eða í maí 1956. Hann féll vel inní starfið því hann var gæddur ýmsum kost- um, sem nauðsynlegir reyndust við uppbyggingu og rekstur vatns- hæðarmælakerfísins. Hann var bæði samviskusamur og nákvæmur og gerði sér strax grein fyrir því, að gæta þyrfti ýtrustu nákvæmni við mælingarnar og úrvinnslu þeirra. Síðast en ekki síst var hon- um ljóst mikilvægi þess að nákvæm og heilsteypt skráning gagna ætti sér stað og örugg varðveisla væri tryggð fyrir komandi tíma. Um það leyti sem Eberg kom til starfa höfðu þegar verið reistir síritandi vatnshæðarmælar í nokkrum helstu vatnsfölium landsins. Ýmsir byrjun- arörðugleikar hijáðu rekstur þeirra og lagði Eberg sitt af mörkum við endurbætur þeirra og við frekari þróun aðferða við byggingu mæl- anna. Verulegur árangur náðist og er það að öðrum ólöstuðum útsjón- arsemi og verklagni Ebergs að þakka. Á þessum tíma stóð einnig fyrir dyrum uppbygging vatnshæðar- mælakerfis á hálendinu, sérstak- lega á vatnasviði Þjórsár og Hvítár. Öll skilyrði voru þar erfið- ari, sérstaklega voru ferðalög tor- sótt og veðráttan öll harðari. Verk- efni þetta kallaði á trausta sam- vinnu þeirra vatnamælingamanna og reyndi bæði á dug þeirra og hugmyndaauðgi. Á vetrum kom þeim til aðstoðar Guðmundur Jon- asson ásamt snæreið sinni. Talaði Eberg oft um þær góðu minningar sem hann átti frá þessum ferðum. Eberg var sjálfur ágætur ferða- maður og fólst styrkur hans sér- staklega í vönduðum undirbúningi, aðgætni og þolinmæði gagnvart duttlungum náttúrunnar. Oft fannst manni að honum tækist að láta tímann vinna með sér, þannig að ferðir urðu átakalitlar og árang- ursríkar, en lausar við hrakfarir og basl, sem oft einkennir ferðir manna um hálendið. Eberg var gæddur ríkri sköpun- argáfu. í starfí sínu beitti hanni henni óspart við úrlausn vanda- mála, útfærslu hugmynda eða hönnun nýrra tækja og tóla er að gagni komu við starfíð. Hann var einnig opinn fyrir nýrri tækni og þeim möguleikum, sem hún bauð upp á og bera fjölmargir vatns- hæðarmælar og rennslimælikláfar, reistir við erfiðustu skilyrði, hug- myndaflugi hans vitni. Hugmynda- auðgi hans kom einnig fram í leik hans með íslenskt mál. Hann var slyngur orðasmiður og notaði ný- yrðin til þess að draga fram það spaugilega eða jafnvel það fárán- lega í tilverunni. Á undanförnum árum hefur starfsemi vatnamælinga verið end- urskoðuð og í framhaldi af því hefur hún verið skipulögð með breyttum áherslum. Umfang henn- ar hefur verið aukið jafnframt því að nýir menn hafa komið til starfa. Á þessum umbrotatímum reyndi mjög á reynslu og þekkingu Ebergs. Einnig sýndi hann aðdáun- arverðan sveigjanleika á samskipt- um sínum við nýja starfsmenn, en jafnframt festu, þannig að reynsla liðinna ára fór ekki forgörðum, heldur reyndist kjölfesta nýrra starfshátta. Eberg var mér traustur vinur og hollráður í þau óteljandi skipti sem ég leitaði ráða hans. Heimili hans stóð mér og fjölskyldu minni ávallt opið og áttum við margar góðar stundir á Álfhólsveginum. Við kveðjum að lokum með trega og þökkum samveruna. Jafnframt vottum við Ingu og börnunum samúð okkar. Árni Snorrason forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar. Mig langar að fara nokkrum orðum um vin og vinnufélaga, Eberg Elefsen, sem lést 15. nóvem- ber síðastliðinn, en læt þá sem þekktu hann lengur um að gera grein fyrir lífshlaupi hans. Við kynntumst fyrir aðeins fjór- um árum, þegar ég hóf störf við Vatnamælingar Orkustofnunar. En svo ákaflega fyrirferðarmikill var persónuleiki Ebergs að í minning- unni er sem við hefðum verið samferða miklu lengur. Eberg var ákaflega hress í and- anum og lifandi persónuleiki og hafði enda skoðun á flestu mann- legu viðkomandi. Áhugi hans á starfinu var mikill, og eftirtektar- verður var sá hæfileiki hans að skipuleggja verkefni, sem stundum voru unnin fjarri mannabyggð, með þeim hætti, að þau gengju vel og sjaldnast yrði nokkurs vant. Hann kunni heil reiðinnar ósköp af gamansögum, dæmisögum og vísum, allt á hraðbergi, og lá ekki á þeim. Ég hefi víða um land hitt fólk, sem spurt hefur eftir Ebergi með þeim hætti, að það hefur augljóslega skemmt sér vel, þegar hann hefur komið við og þegið tíu. En nú er hann farinn. Við vinnu- félagarnir söknum hins óborgan- lega persónuleika hans, sem og yfirburða reynslu og þekkingar á flestu sem tengist starfinu. Eftir sitja í huganum myndir eins og dagsverkaiok fjarri byggð og kjarngóðum íslenskum kvöldverði er lokið. Menn sitja í bflnum, kneyfa sjóðheitt ketilkaffi, krækj- andi í einn og einn nautnabita úr pottinum. Eberg hefur orðið oftar en aðrir. Hann kemur víða við, segir sögur og ræðir starfið þess á milli. Þannig man ég eftir honum. Bjarni Kristinsson „Ailar veraldar vegur, víkur að sama punkti.“ Krabbinn lagði vin minn að velli, ekki nema rúmlega sextugan, og flestum mun ljós sú harða barátta, sem menn verða að beijast við þann bölvald, en Eberg stóð sig með miklum sóma í þeirri baráttu. Eberg fæddist á Akureyri, en fluttist fjótlega til Siglufjarðar og ólst þar upp. Faðir hans, Óskar Berg, eða ftillu nafni Oscar Tandor Berg Elefsen vélsmiður, var að flytja skip til Siglufjarðar og kynnt- ist þá eiskunni sinni, en eftir þá för undi hann ekki lengur heima í Noregi, sneri snarlega til íslands og elskunnar sinnar aftur, og unni þeim báðum til dauðadags. Elskan hans og móðir Ebergs var Sigríður Guðmundsdóttir Björnssonar vélsmlðameistara á Siglufirði. Hún lést fyrir 7 árum, en missti mann sinn 20 árum áður. Þau bjuggu nær allan sinn búskap á Siglufirði. Eberg ólst upp við kreppuna og hina hörðu verkalýðsbaráttu sem Siglufjörður var svo frægur fyrir á þeim árum auk síldarinnar. Þetta umhverfi setti mjög mark á hann og entist honum alla ævi. Við Eberg kynntumst fyrst, þegar við tókum utanskólapróf 1. bekkjar í Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1942, þar sem við skrið- um í gegn með naumindum, eins og flestir utanskólamenn, en reynd- ar féll helmingurinn. Það er ekki að orðlengja það, að mikil og góð vinátta sem hófst þarna entist með ágætum alla tíð síðan. Ég féll vel inn í hóp Siglfirðinganna sem þarna voru og „klíkuna" sem myndaðist utan um Eborg. Þetta var harður og traustur kjami með mikið hugmyndaflug og töluverð uppátæki og æði rauður á litinn, pólitískt séð, einkum vegna áhrifa Ebergs, enda naut sannfær- ingarkraftur hans sín vel í þeim Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 25. nóvember verða til viðtals Páll Gíslason, formaður bygginganefndar aldraðra, sjúkrastofnana og veitustofnana, og Helga Jóhannsdóttir, í stjórn umferðar- nefndar og SVR. %^} K^} þrönga félagsskap, og flesta skoiti afl til að andæfa. Á menntaskólaárunum sýndi Eberg, að hann var mjög góður námsmaður og lágu stærðfræðifög- in best fyrir honum. Námsferill hans, að stúdentsprófi loknu, varð hinsvegar heldur endasleppur. Hann hóf verkfræðinám á næsta hausti við HÍ og síðar í Þránd- heimi, en lauk því ekki. Nokkrum árum seinna hóf hann lögfræðinám, en lauk því ekki. Félagslegur og stjómmálalegur áhugi Ebergs var mjög mikill og hann var víðlesinn í þeim greinum. Um tíma starfaði hann nokkuð að þeim málum, en þótt hann væri áróðursmaður mikill og foringi I þröngum hópi, þá beitti hann þess- um hæfjleikum sínum ekki i fjöl- menni. Ég man t.d. aldrei eftir, að hann væri formaður í félagi, en dyggur starfsmaður var hann, og ég hefi grun um, að hann hafi að hluta alið upp suma, sem gengu Iengra í persónulegum pólitískum metnaði. Á menntaskólaárum okkar þýddi Seyðfirðing ekki að hugsa til þess að fara heim til sín í jólaleyfi. Því var það eitt sinn, að ég fór til Sigluljarðar með Eberg og dvaldi á heimili hans yfir hátíðirnar, enda var það heimili einstakt fyrir gest- risni sakir, eins og reyndar heimili Ebergs alla>tíð síðar. Mér er þessi ferð öll mjög minnisstæð, en ekki síst fyrir það, að þar féll ég fyrir óperunni, sem ég hafði ekki haft í hávegum til þess tíma. Eberg var mjög músíkhneigður og óperusöng- ur var hans yndi. Hann hafði mikla og fallega rödd og söng eitthvað í kórum, t.d. Karlakómum Vísi á Siglufírði, en hann var óttaleg ótemja í söng og lét lítt að stjórn annarra og það gerði, að hann náði engum árangri í þeirri grein, þrátt fyrir góða hæfileika. Hinsvegar var Una dóttur hans komin það langt í námi á Ítalíu, að séð varð, að hún yrði í fremstu röð íslenskra sópransöngvara, en krabbameinið lokaði þeim leiðum fyrir fimm árum. Á námsárunum starfaði Eberg mörg sumur á rannsóknarstofu Síldarverksmiðja ríkisins og vann ég þar með honum eitt sumar. Hann var ákaflega skemmtilegur samstarfsmaður og góður leiðsögu- maður í starfi, en megin einkenni hans fannst mér þó einstök ná- kvæmni hans og samviskusemi. Það var alltaf hægt að treysta öllu til hins ýtrasta sem hann gerði, enda naut hann mikils trausts yfir- boðara sinna. Lengstur starfsdagur Ebergs var þó við vatnamælingarnar, eða samtals 33 ár, ef ég man rétt. Fyrst vann hann mest með Sigur- jóni Rist, en síðar sjálfstætt og með öðrum. í fjallaferðunum, í baráttu við snjó, ófærð og vötn, munu hinar góðu kostir hans hafa komið vel í ljós, þar sem voru fyrir- hyggja, gætni og þrautseigja, en glæfraskap gerði hann sig aldrei sekan um. Þessum ferðum get ég reyndar lítið lýst, þótt hann segði mér oft frá þeim, því aldrei var ég með honum þar, utan einu sinni og þá að sumri í blíðskaparveðri. Aðrir kunna þar betur frá að segja. í desember 1§50 giftist Eberg Ingu Marie Magnúsdóttur, 18 ára heimasætu á Vatnsstígnum í Reykjavík, dóttur Magnúsar Jóns- sonar trésmíðameistara og Unu Einarsdóttur konu hans, og í þeirra húsum hófu þau búskap sinn,_ en nokkru seinna byggðu þau við Álf- hólsveginn I Kópavogi og bjuggu þar síðan. Ég ætla að stilla mig um að tiunda ágæti hennar Ingu, en ekki var það síður henni að þakka sú mikla vinátta, sem haldist hefur milli okkar hjónanna og þeirra, allt frá baslárunum í Skuggahverfi til þessa dags. Börn Ebergs og Ingu eru: Sigríður Erla, fædd 1951, líffræðingur, Una, fædd 1952, dáin 1984, kennari og söngkona, Sig- hvatur Óttar, fæddur 1960, verk- fræðingur, Sigrún Ásta, fædd 1965, stúdent, Þórður Magnús, fæddur 1965, stúdent, Sverrir Óskar, fædd- ur 1971, nemi. Með miklum söknuði kveð ég minn látna vin. Ingu og börnunum þeirra sendum við hjónin dýpstu samúðarkveðjur, Bragi Níelsson I dag verður til moldar borinn Eberg Elefsen, vatnamælingamað- ur. Lát hans kom ekki á óvart, því að rúm tvö ár eru nú liðin frá því að sá sjúkdómur uppgötvaðist, sem nú hefur leitt hann til dauða löngu fyrir aldur fram. Lengst af hefur starfsvettvangur Ebergs ver- ið á Orkustofnun og á forvera hennar Raforkumálaskrifstofunni þar á undan. Þar hefur hann unnið við vatnamælingar í 33 ár. Hún var því orðin löng starfsævin hjá Eberg og margs að minnast frá þessum tíma. Eberg var Siglfirðingur að upp- runa, fæddur þar 1926 og uppalinn til fullorðinsára. Hann gekk í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þar stúdentsprófí 1947. Hann hóf nám í verkfræði við Háskóla Islands og í Þrándheimi og einnig byijaði hann á lögfræði við Háskóla íslands. En hvorugt námið átti við hann og hætti hann því háskóla- námi fljótlega. Eberg kvæntist 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Magnúsdótt- ur, og áttu þau 6 börn. Þau eru: Sigríður líffræðingur, Una söng- kona, nú látin, Sighvatur Óttar vélaverkfræðingur, Sigrún, Þórður og Sverrir í námi. Bamabörnin eru nú 7. Þau hjónin byggðu sér hús á Álfhólsvegi 97 og hafa búið þar í um 30 ár. Eberg var mikill fjöl- skyldumaður og var einstaklega farsælt einkalíf þeirra hjóna og barnanna allra. Söngur og tónlist almennt var mikið áhugamál fjöl- skyldunnar. Sum barnanna hafa lagt stund á söng og tónlistarnám. Tónlistaráhuginn og hæfileikinn kom frá þeim hjónum. Eberg starf- aði sjálfur ekki mikið í söngmálum, en var mikill neytandi listarinnar og hlustaði mikið á söng og átti hann gott safn af plötum, sem mikið voru notaðar. Fyrir nokkrum árum féll mikill skuggi á líf þeirra á Álfbólsvegi 97 er dóttir þeirra, Una, lést úr samskonar sjúkdómi og nú hefur leitt Eberg til dauða. Una var þá í söngnámi og var álit- in mjög efnileg söngkona. Upphaflega hóf Eberg starf á Vatnamælingum sem sumarmaður en festist í starfi eins og svo al- gengt er á vaxandi stofnunum. Hann hafði einnig alla þá eiginleika til að bera, sem góðan vatnamæl- ingamann einkenna. Starfi Ebergs hér á Orkustofnun má skipta í 3 tímabil. Á fyrsta tímabilinu var hann aðstoðarmaður Siguijóns Rists við vatnamælingarnar. Starfs- liðið var ekki fleira og voru þeir því nánast alltaf saman á ferðalög- um. Síðar varð Eberg miklu sjálf- stæðari í starfi þegar starfsfólki Vatnamælinga fjölgaði og var hann þá oft verkstjóri og hönnuður við byggingu vatnshæðarmæla og mælikláfa. Seinasti hluti starfs- ævinnar fór í að þjálfa og kenna þeim ungu mönnum, sem við tóku. Uthaldsdagar hafa oftast verið margir, um 100 dagar á ári utan- bæjar, er sennilega algengasta árs- verkið. I öllum sínum störfum var hann einstaklega samviskusamur og vandvirkur. Hann var góður smiður á tré og járn og kunni vel Nýtt námskeið INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem allir geta lært. lókun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi Nýtt námskeið hefst með kynningarfyrirlestri í kvöld, fimmtudag, á Laugavegi 18a (4. hæð) kl. 20.30. Að- gangur er ókcypis. Uppl. í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.