Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1989 35 Þorsteinn Pálsson um gármálaráðherrann: Ekkert ftninkvæði að skattkerfisbreytingum Sleggjudómar og kjaftæði, sagði Qármálaráðherrann FRUMVÖRP þingmaiina Sjálfstæðisflokks um skattalega meðferð arðs af hlutabréfum og skattfrádrátt vegna fjárfestingar í atvinnulífi komu til framhaldsumræðu í neðri deild Alþingis í gær. Frumvörpin miða að því, að sögn Friðriks Sophussonar fyrsta flutningsmanns, að laða sparifé inn í atvinnulífíð og auka eigið fé fyrirtækja, með því að skapa þess konar sparnaði skattalega jafhstöðu við annan spamað. Hliðstæðar leiðir Guðmundur G. Þórarinsson (F- Rv) tók jákvætt undir nokkur frum- varpsákvæði, m.a. um sveiflujöfnun- arsjóði [heimild fyrirtækja til að geyma 30% af hreinum tekjum á bundnum reikningum], og minnti á, að þingmannanefnd á vegum þing- flokks framsóknarmanna hafi bent á hliðstæðar leiðir til að styrkjaeig- infjárstöðu fyrirtækja. Hann gágn- rýndi annað, t.d. væri ofgert í því að gera allt í senn ráð fyrir heimild t.il að færa 30% tekna í sveiflujöfnun- arsjóð, 30% í varasjóð og lækka tekjuskattshlutfall úr 50 í 48%. Jafiistaða við utan- aðkomandi samkeppni Friðrik Sophusson (S-Rv) sagði mikilvægt að búa íslenzkum atvinnu- vegum og fyrirtækjum jafnkeppnis- stöðu við atvinnurekstur í helztu við- skipta- og samkeppnislöndum okkar. Oi-va þyrfti almennan sparnað og laða hann til þátttöku í atvinnulíf- inu, bæði til að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækja og stuðla að atvinnuör- yggi. Hlutabréfakaup þyrftu að verða arðbær spamaður til jafns við aðfar spamaðarleiðir. Þingmaðurinn upplýsti að Sjálfstæðisflokkurinn styddi framvarp Guðmundar G. Þór- arinssonar (F-Rv) um að lækka stimpilgjöld úr 2% í 0,5%, og sterkar líkur stæðu til þess, að það yrði að lögum. Hann lét í ljós væntingar um að samstaða gæti tekizt milli þing- manna úr stjómarliði og stjórnar- andstöðu í viðkomandi þingnefnd um breytingar á framvörpunum sem tryggði þeim meirihlutafylgi á AI- þingi og afgreiðslu á þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn brást Ólafiir Ragnar Grímsson Ijár- málaráðherra sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði í engu staðið fyrir skattalegum leiðréttingum 1983- 1987, þegar hans hafi verið fjár- málaráðuneytið. Flokkurinn hafi skilið við þjóðarbúskapinn í rúst. Hann sagði óraunhæft að búast við að ná fram breytingum á skattalegu umhverfi atvinnulífsins hérlendis fyiT en í fyrsta lagi 1991. Fyrst þyrfti að festa staðgreiðslukerfið í sessi, hrinda fram virðisaukaskatti og þar á eftir laga skattalegu stöðu atvinnulífsins að skattakerfi helztu viðskiptasvæða okkar [EB og EFTA]. Skekkir flest en bætir ekkert Þorsteinn Pálsson (S-SI) sagði Olaf Ragnar lýsa svo landsfundi Alþýðubandalagsins að engu væri líkara en að hann hafi alls ekki ver- ið á fundinum. A sama hátt fjallaði hann um skattamál eins og hann hefði aldrei í fjármálaráðuneytið komið. Þorsteinn minnti á að víðfeðm skattkerfisbreyting hafi verið undirbúin á áranum 1983-87 og að hluta til hrundið í fram- kvæmd: staðgreiðslukerfið og lækk- að skatthlutfall í kjölfar þess, ein- földun og lækkun tolla og undirbún- ingur og samning hins fyrsta virðis- aukaframvarps. Þorsteinn sagði ekkert af þessu frá Ólafi Ragnari komið sem fjármálaráðherra. Hann hefði ekki staðið fyrir neinum grand- vallar skattbreytingum. Þvert á móti hefði honum tekizt að skekkja flest: 1) bijóta niður einföldun telq'u- skattskerfisins, 2) knýja í gegn eignaskattsbreytingu, sem feli í sér fáheyrð rangindi og hafi vakið al- menna gremju, 3) setja fram kröfur um breytingu á vöragjöldum sem hann hafi orðið að eta ofan í sig og 4) kalla fram innbyrðis togstreitu í stjómarliðinu um stefnumörkun í skattamálum. Að því er varðaði rekstrarlegt umhverfi atvinnulífsins hafi verið dregið í heilt ár að leiðrétta gengi gjaldmiðilsins, m.a. með viðblasandi afleiðingum í rekstrarstöðu fyrir- tækja og atvinnuleysi fólks. Gengið var um síðir leiðrétt nokkuð, en skaðinn var skeður. Heimdallarræðan Olafur Ragnar Grímsson §ár- málaráðherra sagði að Þorsteinn Pálsson hafi endurflutt gömlu Heimdallarræðuna sína, sem sam- anstæði af slagorðum, sleggjudóm- um og kja'ftæði. USTAGÓÐUR MATSEÐILL ivai áréttum.) - MIÐAVERÐ im mati 3600 kr. Húsið opnar kl. 19 KOSTABOD: Aðgöngumiði með mat og gisting i eina nótt i tveggja manna herbergi með morgunmat 5150 á mann (Gildir jafnt fyrir borgarbúa sem aðra landsmenn) Pöntunarsimi Virka daga fra kl. 9-17. s. 29900 Föstud oglaugard eftirkl. 17 s. 20221. DANSLEIKUR 23.30- 03 1 EINSDÆMI ' sérum fjörið Midaveró 750 SPRENdÍDAtíUR á morgun! íSkífunni Borgartúni 24. Skífan kynnir sprengidaginn. Á morg- un seljum við allar vörur í verslun okk- ar í BORGARTÚNI 24 með 10% af- slætti. Auk þess bjóðum við fjöldan allan af plötum með 25% afslætti og 12 tommur á hálfvirði. STÓRKOSTLEG VERÐSPRENGING! Framvegis verður sprengidagur í Skífunni, Borgartúni 24, mánaðarlega. Merktu við þessa daga í dagatalinu þínu: SKOÐAÐU ÍSKÍFUNA! KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI kAtamaskínan/sek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.