Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.11.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 23. NÓVEMBER 1989 43 Fæðingarheimili Reykjavíkur við Eiríksgötu. F æðingar heimili Reykjavíkur: LEIÐRÉTTING eftirHuldu Jensdóttur Fæðingarheimili Reykjavíkur hefur verið til umfjöllunar undan- farið og er það vel. í grein E.G. Ólafsdóttur í Morgunblaðinu 14. nóv. sl. hefur slæðst leiðinleg villa, sem hlýtur að stafa af rangri upp- lýsingamiðlun til greinarhöfundar. Þar stendur: „ . . . og auk þess hefur borgin látið ýmislegt drab- bast innanstokks. Á 1. og 2. hæð- inni hefur hinsvegar allt verið end- urnýjað, málað og snurfusað . ..“ - tilv. lýkur. Hið rétta er: 1. hæðin er ný og því ekkert að endurnýja. 2. hæðin var máluð fyrir nokkrum árum. Á 3. hæðinni var hinsvegar allt málað 1987 og 1988 auk þess sem skipt var um innréttingar að fullu og öllu á vaktherbergi, skoð- unarherbergi og skrifstofu einnig í gangi og býtibúri. Að auki voru baðherbergi og snyrtingar stækk- aðar til muna og flísalagðar að nýju, mjög fallega. Borgin hefur sannarlega ekki látið neitt „drabb- ast“. Hinsvegar eru þrengslin til baga, en það er önnur saga. I nefndri grein stendur einnig að 1986 hafi 2. hæðin verið „tekin af“ (leturbr. mín) Fæðingarheimil- „Borgin, með borgar- stjóra í fararbroddi, ásamt stjórn sjúkra- stoftiana hefúr ávallt sýnt FHR mikinn vel- vilja og stuðning.“ inu. Þetta er án vafa óafvitandi rangtúlkun. Ástæðan fyrir breyt- ingunni 1986 var einungis vegna vannýtingar á rúmum og því eðli- legt að þau yrðu tekin undir ann- að. Borgin, með borgarstjóra í far- arbroddi, ásamt stjórn sjúkrastofn- ana hefur ávallt sýnt FHR mikinn velvilja og stuðning. Vannýting stofnunarinnar síðustu ár hefur hinsvegar kallað á vandamál. Þau vandamál verða ekki leyst fyrr en 3-4 læknar eru ráðnir til starfa við heimilið (hlutastörf) sem erií í góð- um tengsium við verðandi mæður á heilsugæslustöðvum borgarinn- ar. í DV sama dag er önnur grein og er það vel eins og áður segir. Greinarhöfundur (H. Ólafsd.) meinar vel en virðist ekki þekkja til mála. Þar stendur: „Ákveðið hefur verið að bjóða verðandi for- eldrum upp á þjónustu, sem ekki býðst annars staðar .. . „og“ .. .að hafa þjónustu við feðurna sem besta með sérstöku afdrepi og hvíldaraðstöðu ...“ tilv. lýkur. Fæðingarheimilið hefur ávallt boðið upp á þjónustu sem ekki hefur boðist annars staðar og þar litiu hægt við að bæta. Vatnspott- urinn hefur verið á dagskrá um lengri tíma, skiptir árum,. en þrengsli hamlað. Og vert er að nefna fæðingarrúmin sem tekin voru í notkun súmarið 1986, þau fullkomnustu sem vitað er um og þau fyrstu sinnar tegundar sem flutt eru til Evrópu frá Banda- ríkjunum. Feður hafa allt frá byij- un, frá árinu 1960, haft sitt einka- svefnherbergi og setustofu fyrir sig sem hlýtur að vera „afdrep og hvíldaraðstaða“, hvað annað getur það verið? Auk þessa er að finna í húsinu vel búna „svítu“ sem not- uð er til margra góðra hluta. M.a. fer þar fram fræðsla fyrir foreldra og mæður auk þess sem þar er að finna hljómflutnings- og sjón- varpstæki ásamt mörgu fleiru. Með því litla sem hér hefur ver- ið á drepið er innt sú skylda af hendi að í ljós komi það sem sann- ara reynist, sem er réttlætismál gagnvart borgaryfirvöldum og starfsfólki Fæðingarheimilis Reykjavíkur, sem ég vona að fái um mörg ókomin ár að vinna sitt góða starf í friði, foreldrum og börnum þessa lands til heilla. Höfundur er fyrrverandi forstöðukona. Minning: Eiríkur Ólafsson loftskeytamaður Fæddur 23. nóvember 1919 Dáinn 10. júlí 1989 í dag, 23. nóvember, hefði Eirík- ur Ólafsson stéttarfélagi minn og faðir eins af mínum góðu vinum orðið sjötugur, en Eiríkur lést sl. sumar. Eiríkur fæddist að Melstað á Seltjarnarnesi, sonur hjónanna Ólafs Jónssonar, fæddur 28. desem- ber 1874 að Eyjakoti í Vindhæla- hreppi, Austur-Húnavatnssýslu, og Ingibjargar Eiríksdóttur, fædd 30. mars 1894 að Króki á Miðnesi. Eiríkur lauk prófi frá Verslunar- skóla íslands 1938 og prófi frá Loftskeytaskóla íslands árið 1946. Með námi í Verslunarskólanum stundaði hann sjóinn er hann var á síld yfir sumarmánuðina. Sjó- mannsblóðið sagði áfram til sín og stundaði Eiríkur sjó nær sleitulaust frá árinu 1939 tii ársins 1971. Var sjómaður á bv. Arinbirni-Hersi, bv. Snorra Goða og bv. Viðey á árunum 1939 til 1945. Eftir að hafa lokið loftskeytaprófi var hann loftskeyta- maður á bv. Hafsteini 1946-47, á bv. Akurey 1947-53, hjá Eimskipa- félagi íslands á farskipum frá árinu 1953-68 og loks á togaranum Víking AK-100 frá 1968 til 1971. Eftir að sjómannsgöngu Eiríks lauk starfaði hann hjá sínu gamla skipafélagi, Eimskip, á skrifstofu þar til hann lauk löglegum starfs- aldri árið 1986. Eiríkur kvæntist árið 1947 Rann- veigu Axelsdóttur og eignuðust þau fimm börn. Magnús, verslunarstjóri og dægurlagahöfundur fæddur 25. ágúst 1945, Axel, úrsmiður, fæddur 21. september 1948, Ingibjörg, skrifstofumaður, fædd 28. júlí 1950, Grímur Ólafur, vélstjóri, fæddur 21. ágúst 1957, og Helga, fædd 18. mars 1966. Eiríkur og Rannveig slitu síðar samvistir eftir margra ára búskap. Undirritaður átti fyrstu kynni við þennan heið- ursmann sem unglingur vegna vin- skapar við eitt af börnum hans. Þá bjó fjölskyldan við Goðheimana í_ Reykjavík, dæmigerð íslensk sjó- mannsfjölskylda þar sem húsbónd- inn var sjaldan heima. Leiðir okkar Eiríks lágu aftur saman og þá á öldum ljósvakans þegar ég byijaði mín fyrstu ár sem loftskeytamaður til sjós. Þá naut ég góðs af hjálp- semi hans enda alltaf boðinn og búinn ef eitthvað bjátaði á. Eiríkur var af þeirri kynslóð sjó- manna sem áttu sjaldan frí, yfirveg- aðir menn sem höfðu lært að sýna þolinmæði eftir að hafa krussað Norður-Atlantshafið á misvel bún- um skipum í áratugi. Ævistarf þessa vinar míns snerti frá fyrstu tíð öryggismál sjómanna á haf- svæði sem er hreint veðravíti þegar það er í sínum versta ham. Slys á hafi úti gera ekki boð á undan sér frekar en annarstaðar og því mikil auðna hveijum sem í lendir að geta stuðlað að björgun mannslífa þegar svo stendur á. Þetta var hans ævi- starf, stundað á lífsfns ólgu sjó. *?llessuð sé minning hans. Bergþór Atlason Gólfbvottavélar með vinnubreidd frá 43 til 130 cm. JP Gólfþvottavélardrifnar með rafgeymum. i Hako Gólfþvottavélar með sæti vélará Islandi [BESTAJ Nýbýlavegi 18, sími 64-1988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.