Morgunblaðið - 01.12.1989, Page 17

Morgunblaðið - 01.12.1989, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGiUR 1. DESEMBER 1989 17 Ákvörðun um samein- ingu AB og Stuðla hf. ALMENNA bókafélagið og Stuðlar hf. boða félagsmenn sína og hlut- hafa saman til furular síðdegis í dag til að taka ákvörðun um, hvort sameina eigi félögin í eitt félag, Almenna bókafélagið hf. Einnig liggja fyrir tillögur um að stórauka hlutafé í hinu nýja sameinaða félagi í allt að 140 milljónir króna. Sameining félaganna tveggja hefur verið lengi á döfinni að sögn Björns Bjarnasonar, stjórnarfor- manns Almenna bókafélagsins. Fél- ögin tvö AB og Stuðlar hf. voru stofnuð á árinu 1955. Bókafélagið hefur síðan stundað umfangsmikla bókaútgáfu auk þess sem það á og rekur Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, sem starfar nú á fjór- um stöðum í Reykjavík. Megin- hlutverk Stuðla hf. hefur frá upp- hafi verið að tryggja ijárhagslegan grundvöll AB og á félagið húseign- ina að Austurstræti 18. Því var hreyft þegar árið 1975 að sameina ætti félögin en verulegur skriður komst á málið fyrir tveimur árum. Björn Bjarnason segir, að meg- intilgangurinn með sameiningunni sé sá að bregðast við nýjum aðstæð- um í fjármála- og viðskiptalífi. Það þyki ekki henta lengur að reka jafn umsvifamikið fyrirtæki eins og AB sem sjálfseignarstofnun. Þá sé það vilji forráðamanna félagsins að halda upphaflegu merki um sem víðtækasta aðild almennings að fél- aginu á loft. í upphafi hafi menn gerst félagar í AB, síðan hafi verið stofnað til bókaklúbbs sem nái til tug þúsunda manna og nú sé ætlun- in að bjóða hlutabréf í félaginu til sölu á almennum markaði, enda hafi aðstæður verið að skapast til þess á undanförnum misserum eins og aukin hlutabréfasala til almenn- ings sýni. Ævifélagar Almenna bókafél- agsins og hluthafar í Stuðlum hf. hittast í dag, 1. desember, klukkan 15 í Átthagasal Hótel Sögu til að taka ákvarðanir um framtíð félag- anna. Nínu veitt verðlaun í París fyrir málverk NÍNU Gautadóttur, myndlistar- konu, var nýlega veitt viðurkenn- ing í París fyrir málverk, sem hún sýnir á ljstsýningu i boði borgarinnar. Á sýningunni eru um 100 verk, eftir konur frá ýmsum Evrópulöndum. Árlega er haldin sýning í einu Evrópulandanna, þar sem eingöngu konum er boðin þátttaka. Nína hélt einkasýningu í galleríi í París í fyrra og þá var henni boðið að taka þátt í þessari sýningu. Sýningin er í ráðhúsi 4. hverfis, við hlið borgar- ráðhússins og stendur til morgun- dagsins. „Þátttakendur nú eru um eitt hundrað og sýnir hver eitt verk,“ sagði Nína Gautadóttir, þegar Morgunblaðið hafði tal af henni í París í gær. „Á sýningunni, sem hófst 16. nóvember, eru flest verkin málverk, en að auki eru skúlptúrar, vefnaður og grafík. Við opnunina tilkynnti sérstök dómnefnd, að tvö málverk, tveir skúlptúrar, eitt grafíkverk og eitt veflistarverk fengju sérstaka viðurkenningu og málverk mitt, Rok og rigning, var í þeim hópi.“ Þremur dögum síðar fór Nína í mótttöku í ráðhúsi Parísar, þar sem henni var afhentur verðlaunapen- Nína Gautadóttir. ingur og heiðursskjal, undirritað af Jacques Chirac, borgarstjóra. Nína hefur verið búsett í París í nokkur ár. Hún heldur sýningu hér á landi á Kjai’valsstöðum í júlí á næsta ári. Andvari kominn ut ANDVARI, tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags og Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs, er kominn út. Þetta er 114. árgangur ritsins, en hinn 31. í nýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson. Aðalgrein Andvara að þessu sinni er æviágrip Þorbjörns Sigurgeirs- sonar, prófessors, skráð af Páli Theodórssyni, eðlisfræðingi. Sveinn Skorri Höskuldsson skrifar um Gunnar Gunnarsson og Sigfús Daðason um Þórberg Þórðarson og nýútgefin rit með æskuskrifum hans. Gunnar Kristjánsson á grein sem heitir „Prestar á vogarskálum" og fjallar um nýjar ævisögur presta. Eftir Ástráð Eysteinsson er ítarleg grein um þýðingar fyrr og nú, „Af annarlegum tungum". Tvær grein- ar um ljóðlist eru í ritinu: Gunnar Stefánsson skrifar í tilefni af síðustu bók Jóhanns Hjálmarssonar og Eysteinn Þorvaldsson um Þor- stein skáld Valdimarsson. Þá eru greinar sögulegs efnis: Einar Pálsson á greinina „Krúna í Kantaraborg“, þar sem athuguð er grein eftir Barða Guðmundsson um Njálu. Eysteinn Sigurðsson gerir athugasemd við umsögn Þóris Óskarssonar um bók Eysteins um Bólu-Hjálmar. Þá er birtur fyrirlest- ur eftir Benedikt S. Benedikz um Guðbrand Vigfússon, málfræðing í Oxford, og Siguijón Guðjónsson á grein um Sálmabókina 1886. Þórar- inn Þórarinsson skrifar um Jónas frá Hriflu og sköpunarár Fram- sóknarflokksins, athugasemd við grein Helga Skúla Kjartanssonar um það efni í ritinu fyrir tveimur árum. Loks er ítarleg grein eftir Hannes Jónsson um íslenska hlut- leysisstefnu, mótun hennar, inntak og endalok. Ljóð eru í Andvara eftir Gylfa Gröndal, Hjört Pálsson, Berglind Gunnarsdóttur og Þórunni Valdi- marsdóttur. Ritið er 244 blaðsíður. Prenthúsið prentaði. Hjá öðrum heitir það tilboð. Hjá okkur er það sjálfsagður hlutur. Hærri staðgreiðsluafsláttur, afborgunarkjör og jólaafsláttur á öll viðskipti umfram fimmtíu þúsund krónur. Stofu- og herbergjateppið- „Quartet" gólfteppið hefur 5 ára slitþols-, litheldnis- og blettaábyrgð. í hverjum fermetra eru 630 gr af garni. Fæst í góðu litaúrvali. VERÐ AÐEINS KR. 1.598,- fermetrinn. _________Gólfdúkurinn,_______________ „Ornament Life“ er eini gólfdúkurinn með „Scotchgard" óhreinindavörninni sem auðveldar öll þrif. Fæst í 3ja metra breidd. Óþarfi að líma. VERÐ AÐEINS KR. 1.262,- fermetrinn. ___________Stöku teppin,______________ Gífurlegt úrval af stökum teppum í mörgum gerðum og stærðum. Sem dæmi má nefna „Onyx“ úr 100% ull í stærðinni 60x120 sm. VERÐ AÐEINS KR. 3.345,- stk. _____________Parketið,________________ Eigum nú mikið úrval af parketi. Sem dæmi má nefna „Merbau“ parketið frá Þýskalandi. VERÐ AÐEINS KR. 3.796,- fermetrinn. Stigahúsateppi. „Clarion" er þrautreynt teppi á stigahús í mörgum skemmtilegum litum með 5 ára slitþolsábyrgð. Auðvelt í þrifum, jafnvel með klór. VERÐ AÐEINS KR. 1.397,- fermetrinn. Þetta eru nokkur dæmi um fjölbreytnina í gólfefnum sem stendur þér til boða á einstaklega hagstæðu verði. HÆRRI STABGREIDSLUAFSLÁrrm Til að sem flestir geti notfært sér þessi hagstæðu kaup í gólfefnum fyrir jól, munum við bjóða hærri staðgreiðsluafslátt en almennt þekkist í slíkum viðskiptum. AEBQRGUnarkjör Kjósir þú frekar afborgunarkjör, getur þú notfært þér afborgunarsamninga Visa, Eurocard og Samkorta. JÓLAGJÖFIN OKKAR, Jólagjöf okkar tijþín er viðbótarafsláttur af öllum viðskiptum fyrir hærri upphæð en 50.000,- krónur. Þessi afsláttur er óháður greiðslukjörum. Teppaland • Dúkalánd Grensásvegi 13, sími 83577, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.