Morgunblaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 27
27
«3GJ fl3HM3R3q .1 flU0A0UT8Ö3 QlGAUflWUOHOl/
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 1. DESEMBER 1989
RADAUGl YSINGAR
FUNDIR ~ MANNFAGNAÐUR
Fyrirlestur um
orrustuskipið Bismarck
Burkhard von Mullenheim-Rechberg barón,
höfundur bókarinnar „Orrustuskipið
Bismarck", heldur fyrirlestur um efni bókar
sinnar í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeild-
ar Háskóla íslands, laugardaginn 2. desem-
ber kl. 15.00.
Þór Whitehead, sagnfræðingur og forseti
heimspekideildar Háskóla íslands, kynnir
höfundinn og stjórnar fyrirspurnum og um-
ræðum að fyrirlestrinum loknum.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
STEINSTEYPUFÉLAG ÍSLANDS
ICELANDIC CONCRETE ASSOCIATION
Borgarafundur um viðhald
og viðgerð steyptra húsa
Steinsteypufélag íslands í félagi við Rann-
sóknarstofnun byggingaiðnaðarins og Hús-
eigendafélagið gengst fyrir almennum borg-
arafundi um ofangreint málefni á Hótel Borg,
laugardaginn 2. desember kl. 14-17.
Fundurinn verður fræðslufundur fyrir hinn
almenna borgara, sem þarf að halda við
steyptu húsi. Leitast verður við að gefa hag-
nýtar upplýsingar á skiljanlegu máli.
Dagskrá:
Kl. 14.00 Setning.
Kl. 14.05 Yfirlitserindi.
Hákon Ólafsson, verkfræðingurfjallar um
þróun steypugerðar, steypuskemmdir og
stöðuna í dag.
Kl. 14.45 Viðgerðaraðferðir - kostnaður.
Oddur Hjaltason, tæknifræðingur. Helstu
viðgerðaraðferðir verða kynntar, gefnar
kostnaðarupplýsingar og sýnd dæmi.
Kl. 15.15 Viðhaldsmarkaðurinn.
Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur.
Fjallað verður um valkosti við viðhald,
verktakaval, samskipti verktaka og hús-
eigenda, ábyrgð aðila og framtíðarþróun.
Kl. 16.00 Umræður og fyrirspurnir.
Kl. 17.00 Fundi slitið.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
annaö og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu
embættisins, Hörðuvöllum 1:
Fimmtudaginn 7. des. 1989 kl. 10.00
M/b Fróða ÁR-33, þingl. eigandi Hraðfrystihús Stokkseyrar hf.
Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins, Jón Eiriksson hdl.,
Viðar Már Matthíasson hrl. og Samábyrgð fslands á fiskiskipum.
Önnur sala.
M/b Jósefi Geir ÁR-36, þingl. eigandi Hraöfrystihús Stokkseyrar hf.
Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins og Samábyrgð (s-
lands á fiskiskipum. Önnur sala.
M/b Nirði ÁR-38, þingl. eigandi Hraðfrystihús Stokkseyrar hf.
Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins og Samábyrgð ís-
lands á fiskiskipum. Önnur sala.
M/b Stokksey ÁR-50, þingl. eigandi Hraöfrystihús Stokkseyrar hf.
Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins og Samábyrgð ís-
lands á fiskiskipum. Önnur sala.
Sambyggö4,1c, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Valgaröur Reinharðsson.
Uppboösbeiðendur eru Byggingasjóðir ríkisins, Jón Magnússon hrl.
og Jón Eiriksson hdl. Önnur sala.
Sýslumaðurínn i Árnessýslu.
Bæjartógetinn á Selfossi.
ÞJÓNUSTA
Lekur?
Tökum að okkur alhliða húsaviðgerðir.
Þéttum: Þök, skorsteiná, svalir og sprungur.
Lagning flotgólfa, múrbrot og málum. Getum
þétt leka í kjallörum innanfrá. Hreinsum
mótatimbur og margt fleira.
Nánari upplýsingar í símum 25658 og
620082.
SJÁLPSTIEDISFLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
Austur- Skaftfellingar
Vegna óviðráðanlegra orsaka fellurfundurinn sem halda átti 2. októb-
er niður.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjördæmi.
Hafnfirðingar athugið
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er opin frá kl. 10.00 og
fram eftir kvöldi í næstu viku. Komið og heilsið uppá starfsmenn
og fáið ykkur kaffi við Strandgötuna.
Starfsmenn.
Ungt sjálfstæðisfólk í
Dalasýslu
- herðum sóknina
FUS Dalasýslu heldur opinn stjórnarfund í
Dalabúð laugardaginn 2. desember kl.
15.00.
Gestur fundarins verður Belinda Theriault
varaformaður SUS og mun hún ræða störf
SUS og samstarf SUS og félaganna með
tilliti til sveitastjórnarkosninga.
Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið.
Samband ungra sjálfstæðismanna,
og FUS Dalasýslu.
Fullveldisfagnaður
sjálfstæðisfélaganna í
Bolungavík
verður í veitingahúsinu Skálavik laugardag-
inn 2. desember og hefst með borðhaldi
kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20.00.
Gestur fagnaðarins verður Birgir ísleifur
Gunnarsson, alþingismaður.
Skemmtiatriði.
Allt sjálfstæðisfólk og gestir þeirra hvatt
til að fjölmenna.
Ungt sjálfstæðisfólk
Vestmannaeyjum
- herðum sóknina
Eyverjar halda opinn
stjónarfund i Ey-
verjasalnum laugar-
daginn'2. desember
kl. 15.00. Gestir
fundarins verða
Guðlaugur Þór
Þórðarson, fyrsti
varaformaður SUS
og Jón Kristinn
Snæhólm, formaður
utanríkisnefndar SUS. Munu gestir fundarins ræða störf SUS, sam-
starf SUS og félaganna með tilliti til sveitastjórnarkosninga og stjórn-
málaástandið.
Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið.
Samband ungra sjálfstæðismanna og Eyverjar.
ff^Týr í afmæli Stefnis
Föstudagsrabbfundur Týs fellur niður að þessu sinni. Félagar eru
hvattir til að mæta i afmæli elsta starfandi félagsins, Stefnis í Hafnar-
firði. Afmælið er auglýst nánar hér á síðunni.
Týr.
Ísafjörður
Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags ísafjarðar verður haldinn i Sjálf-
stæðishúsinu, 2. hæð, mánudaginn 4. desember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Styrktarmannakerfið.
3. Kristinn Benediktsson, yfirlæknir, ræðir heilbrigðismál.
4. Önnur mál.
Fyrirspurnir og umræður. Nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Akureyringar
- Akureyringar
Fundur með Friðriki Sóphussyni i Kaupangi
við Mýrarveg laugardaginn 2. desember
kl. 15.00. Friðrik mun fjalla um virðisauka-
skattinn, ríkisstjórnina og önnur mál.
Allir hvattir til að mæta.
SUS,
Vörður FUS,
Sjálfstæðisfélag Akureyrar.
Ungt sjálfstæðisfólk
í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu
- herðum sóknina
FUS i Snæfellsness- og Hnappadalssýslu
og Sif, Stykkishólmi, halda sameiginlegan
opinn stjórnarfund í Hótel Stykkishólmi
sunnudaginn 3. desember kl. 15.00.
Gestur fundarins verður Belinda Theriault,
varaformaður SUS, og mun hún ræða störf
SUS og samstarf SUS og félaganna rpeð
tilliti til sveitastjórnarkosninga.
Alit ungt sjálfstæðisfólk velkomið.
Samband ungra sjállstæðismanna,
Sif, Stykkishólmi
og FUS Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Vélagslíf
I.O.O.F. 1 = 1711218'/j = E.K.
Unjít fólk
I.O.O.F. 12 = 17112018V2 =
E.K. 9. III
*Hjá!præðis-
herinn
y Kiikjustræti 2
1. desember-hátíð í kvöld ki.
20.30. Séra Frank M. Halldórs-
son talar og kapteinn Daníel
Óskarsson stjórnar. Barna-
gospel-kórinn syngur. Veitingar
og happdrætti í umsjá kvenfé-
laganna. Allir velkomnir. Við
minnum einnig á lofgjörðarsam-
komuna (Hósanna ’89) í Fíla-
delfíukirkju annaö kvöld kl. 20.30.
Hósanna'89
Tónleikar - tilbeiðsla
f Fíladelfíukirkjunni f kvöld kl.
20.30. Fjöldi tónlistarfólks kem-
ur fram, þ.á m. Þorvaldur Hall-
dórsson, Ljósbrot, Hjalti Gunn-
laugsson, sönghópur frá Hjálp-
ræðishernum, sænski söngvar-
inn Sigvard Wallenberg, ásamt
mörgum öðrum. Atlir hjartanlega
velkomnir. Aðgangur ókeyþis.
Öll sem eitt.
Fræðslustund i Grensáskirkju á
morgun laugardag kl. 10.00.
Friðrik Schram fjallar um efnið:
Af hverju lútersk kirkja fremur
en eitthvað annað - hver er
munurinn? Seinni hluti.
Bænastund kl. 11.15.
Frá Guðspeki-
fólaginu
Ingólfutmti 22.
Áskrfftarslml
Ganglera ar
39673.
í kvöld kl. 21.00 flytur Ævar
Kvaran erindi i húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22. Allirvelkomnir.
Á laugardag er opið hús milli kl.
15.00 og 17.00 með fræðslu og
umræðum i umsjón Birgis
Bjarnasonar.
Kökubasar - kaffisala
Systrafélag Fíladelfíu heldur
kökubasar laugardaginn 2. des-
ember kl. 14.00 i neðri sal Fílad-
elfiukirkjunnar, Hátúni 2. Mikið
af nýbökuðum tertum og kökum
til jólanná. Einnig verður selt
kaffi og gott meðlæti gegn vægu
verði. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
Systrafélagið.