Morgunblaðið - 01.12.1989, Side 28

Morgunblaðið - 01.12.1989, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 28 * Asgerður Guðmunds■ dóttir — Minning Fædd 27. maí 1899 Dáin 24. nóvember 1989 Elsku amma er dáin. Þegar maður fær svona sorgar- fréttir þá fyllist hugurinn af minn- ingum. Amma var alltaf svo góð og allt- af var stutt í grínið hjá henni. Hún gat svo oft sagt skemmtilega frá hlutunum, þannig að maður veltist um af hlátri. Hún sagði manni margar sögur sem hún kunni utan að og gott var að skríða upp í hlýtt bólið hennar og hlusta á. Eg man þegar ég var lítil og kom þá oft til hennar á Háteigsveginn. Eitt sinn vantaði mig skóflu í sandkassann, þá gerði hún sér lítið fyrir og tók sög og spýtu og bjó til lítinn spaða handa mér. Þetta fannst mér alveg stórkostlegt og skildi ekki hvernig hún gat þetta. Hún var mikil listakona í sér og var búin að sauma og pijóna mikið um ævina. Allt fram á síðasta dag var hún að ptjóna sjöl úr eingirni sem voru á við listaverk. Hjá henni lærði ég að prjóna sem lítil stelpa og alltaf var hún jafn róleg þó ég væri alltaf að gera einhveija vit- leysu. Amma var frá Múlakoti í Fljótshlíð og hún bar alltaf sterkar tiifinningar þangað. Hún saumaði út nokkrar myndir og sótti fyrir- myndirnar í Fljótshlíðina og Þórs- mörkina en þangað fór hún oft á hestum þegar hún var ung stúlka. Amma var alltaf svo fín. Hún hafði svo gaman af því að vera í fínum fötum og punta sig. Eg sagði stundum þegar hún kom í heimsókn að hún væri eins og drottning þeg- ar hún var með fína hattinn sinn og þá brosti hún svo blítt. Minning: Fæddur 23. janúar 1908 Dáinn 23. nóvember 1989 I dag verður til moldar borinn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði Jón Magnússon, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Rafgeyma hf., Arnarhrauni 47, Hafnarfírði. Mér er það bæði ijúft og skylt að minn- ast tengdaföður míns og frænda með nokkrum orðum. Jón Magnússon var fæddur á Bæ á Selströnd 23. janúar 1908. For- eldrar hennar voru hjónin Magnús Magnússon, trésmiður og bóndi, og Anna Eymundsdóttir, er stundaði um áratugaskeið ljósmóðurstörf á Hólmavík og í sveitinni þar í kring. Magnús átti ættir sínar að rekja til Strandamanna og var hann hálf- bróðir Stefáns frá Hvítadal, en rætur Önnu lágu norður yfir heiðar því Eymundur Guðbrandsson, faðir Ónnu, var sonur Guðbrands Hall- dórssonar frá Syðribrekkum á Langanesi og konu hans, Margrétar Jónsdóttur frá Yopnafirði. Ég nefni Guðbrand þennan hér vegna þess að ættir okkar tengdaföður míns liggja saman í þeim manni. Amma mín, Hólmfríður, var dóttir Guð- brandar bróður Eymundar afa Jóns. Eymundur var bóndi og hreppstjóri á Bæ á Selströnd og hét kona hans Guðbjörg Torfadóttir frá Kleifum. Systkini Jóns voru: Tryggvi, teiknari og listmálari, f. 6. júní 1900, d. 1960. Kona Tryggva var Sigrún Sigurðardóttir, listmálari frá Akureyri; Eiínborg, saumakona og fyrrv. starfsmaður við Þjóðleik- húsið, f. 31. maí 1903, d. 1987; Sigrún, f. 26. febrúar 1906, d. 1967. Maður hennar var Albert Kindt, verkfræðingur í Kaup- Þegar ég var fjórtán ára fórum við amma til Ameríku að heim- sækja Stellu stjúpdóttur ömmu. Það var mjög skemmtilegt að fara með henni. Mér er það minnisstætt þeg- ar við komum út til Kennedy-flug- vallar að allt var svo stórt og fram- andi og við einar á ferð. Við þurft- um að bíða í einhveijar klukku- stundir og vissum ekkert hvert við áttum að fara í þessari stóru bygg- ingu. Þá var það hún amma sem tók af skarið, vatt sér að manni og að lokum gat hún gert sig skiljan- lega þannig að hægt var að vísa okkur leiðina í næstu flugvél og okkur tókst að komast á leiðar- enda. Við áttum þarna þijár mjög skemmtilegar vikur saman sem ég mun aldrei gleyma. Amma varð mikið veik fyrir níu árum. Það var hreint ótrúlegt hvað hún var dugleg og var tvisvar búin að bijóta sig eftir áfallið en alltaf náði hún sér aftur. Það sýnir nú hvað hún amma var sterk og dug- leg. Elsku amma er farin frá okkur og söknuðurinn situr eftir. Við eig- um eftir að hittast aftur og þá get- um við hlegið saman á ný. Guð varðveiti hana og minningu hennar að eilífu og styrki pabba, mömmu og alla ástvini hennar. Guðrún Guðmundsdóttir Okkur langar að minnast elsku ömmu okkar, Ásgerðar Guðmunds- dóttur, sem lést 24. nóvember sl. níræð að aldri. Hún var fædd 27. maí 1899 að Múlakoti í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru Þórunn Ólafsdóttir frá Múlakoti og Guð- mundur Jónsson frá Eyvindarmúia í sömu sveit. Hún var næstyngst mannahöfn; Guðbjörg, f. 11. desem- ber 1909, d. 1989. Eftirlifandi mað- ur hennar er Kristinn Sigurvinsson, fyrrum bóndi í Miklaholtshreppi; Eymundur, f. 21. maí 1913 og lifir hann systkini sín. Eymundur rak um áratugaskeið eigið prentiðnað- arfyrirtæki í Reykjavík. Kona hans er Sigrún Waage Einarsdóttir. Jón dvaldi í húsi foreldra sinna fram undir fermingaraldur, gekk í barna- og unglingaskólá og lærði til smiðs hjá föður sínum. Um tvítugt lagði Jón land undir fót og hélt til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hann starfaði í nokkur ár sem trésmíðameistari í höfuðborginni og vann m.a. við byggingu Sundhallar- innar. Ekki staldraði tengdafaðir minn iengi við í Reykjavík. Hugur hans stóð til frekari mennta. Á þeim árum, áður en Islendingar höfðu getu og burði til að annast sjálfir æðri menntun sona sinna og dætra, sóttu þeir menntun sína til annarra landa, oftast til Danmerk- ur. Það gerði Jón einnig. í byijun fjórða áratugarins hélt Jón utan með skipi til Kaupmannahafnar og innritaðist í Bygmesterskolen og lagði stund á nám í tæknifræði. Hann útskrifaðist þaðan fjórum árum síðar. Eftir eins árs dvöl hér heima að námi loknu hélt hann út aftur og hóf störf hjá steinullarfyrirtækinu Rockwool. Hjú því fyrirtæki starf- aði Jón til ársins 1951 er hann hélt til Islands ásamt fjölskyldu sinni. Árin í Kaupmannhöfn urðu alls 16. Þessi tími í ævi tengdaföð- ur míns var að hans sögn viðburða- ríkur og ánægjulegur, líklega bestu árin í lífi hans. Þar naut hann ávaxta menntagyðjunnar, gladdist fjögurra systkina. Ingibjörg var elst, þá Steinunn, síðan kom amma okkar og yngstur var Guðmundur. Þau eru nú öll látin og eru ekki nema rúmar sex vikur síðan Steina ömmusystir okkar lést. Svo það er skammt stórra högga á milli í ijöl- skyldu okkar núna. Amma giftist afa okkar, Óskari Sæmundssyni frá Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, árið 1929 og bjuggu þau fyrstu árin í Vík í Mýrdal, en fluttu til Reykjavíkur árið 1936. Börn þeirra eru Sæmundur, Guðmundur og Þórunn, móðir okkar. Afi lést árið 1962 og bjó amma með foreldrum okkar eftir það. Við systkinin urðum þeirrargæfu aðnjótandi að fá að alast upp með ömmu okkar frá fæðingu og er það ljóst að hún hefur átt stóran hlut í tilveru okkar alla tíð. Þess vegna eigum við erfitt með að hugsa okk- ur framtíðina án hennar, sem var okkur alltaf svo góð. Að leiðarlok- um kveðjum við hana með þakk- læti og sárum söknuði. Ásgeir Þór, Sólveig Ása, Hrafnhildur Ósk og Eyrún Lóa. í góðum hópi námsféiaga og síðar starfsfélaga og þar hitti hann sinn lífsförunaut um hálfrar aldar skeið, eftirlifandi konu sína, Edith, fædd Petersen. Það var hans gæfa. Betri félaga, en tengdamóður mína, um oft grýtta og torfarna vegi lífsbar- áttunnar, þár sem skiptust á skin og skúrir, er ekki hægt að hugsa sér. Um hana og þær dönsku kon- ur, sem á síðustu áratugum hafa sest að í íslensku samfélagi og unn- ið mjög merkilegt og óeigingjarnt starf, væri hægt að skrifa langt mál. Saga þessara kvenna verður áreiðanlega einhvern tíma rituð. í Kaupmannhöfn fæddust börn þeirra Jóns og Edithar. Þau eru: Agnar, f. 5. desember 1939, bygg- ingaverkfræðingur og rekur sjálf- stæða verkfræðistofu í Hafnarfirði; Úlla, f. 16. desember 1940, starfar sem forstöðumaður Póstmarks hjá Fijálsu framtaki hf. Sonur Úllu er Jón Glúmur Magnússon, f. 12. maí 1975, nemandi við Grunnskóla Hafnarfjarðar; Kristín, f. 31. janúar 1943, deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, gift Halldóri S. Krist- jánssyni, skrifstofustjóra í sam- gönguráðuneytinu, og eiga þau tvo Er ekki skrýtið þetta líf okkar mannanna? Þegar við spyrjum okkur spurn- inga eins og hver við séum, hvar við séum og hvert við stefnum, þá eigum við oft erfitt með svör. En við erum leitandi og trúum ávallt á það góða og bjarta. Ef við getum svarað þessum spurningum okkar samviskusamlega, af einlægni og hreinskilni þá getur það gefið okkur meira en nokkuð annað. Seinustu spurningunni verðum við þó að svara með okkur sjálfum því enginn veit svarið fyrr en stefnan er tekin. Hún Ása amma okkar hefur tekið þessa björtu stefnu. Hún var kjark- mikil kona og það þarf kjark til að taka þessa stefnu og leita svara við spurningu sem þessari og við getum ekki annað en fyllst gleðitilfinningu þegar við hugsum til þess að okkar góði Guð hefur tekið hana sér við hlið og leiðir hana nú um sína breiðu haga, þar sem blágresið er umhverfis allt, blágresið sem henni þykir fallegast. Við gleymum aldrei hversu mikill náttúrudýrkandi og vinur hún amma var. Gróðurinn, himinninn, fjöllin og fuglarnir svöl- uðu svo sannarlega fegurðarskyni hennar. Þetta sameinaði hún allt svo dásamlega og ljóminn sem skein af andliti hennar gat ekki annað en glatt hvers manns hjarta. Það má með sanni segja að þegar hún var úti í náttúrunni, þá var náttúr- an hjá henni, svo faðmaði hún hana innilega. Þetta sáum við best þegar hún var með okkur fjölskyldunni í sum- arbústaðnum „Garðsauka“ við Þingvallavatn. Það var fögur sjón þegar hún stóð úti í miðju kjarri og blágresisbreiðunni, svo kvenleg og nett með pabba sér við hlið og þau spjölluðu saman. Hún benti á blómin því hún þekkti þau eins og sjálfa sig. Og við vitum að þetta gaf pabba og mömmu svo mikla fyllingu að hún skvldi njóta sín í umhverfi sem átti svo vel við hana af líkama og sál. syni, Kristján, f. 9. desember 1969, nemandi við Háskóla Islands, og Jón-Már, f. 15. október 1972, nem- andi í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla. Hugur Jóns Magnússonar, eins og margra annarra Islendinga sem vegna náms eða starfa hafa þurft að dveljast um lengri eða skemmri tíma íjarri föðurlandi sínu, leitaði heim til íslands. Eins og áður sagði fluttist hann, ásamt fjölskyldu sinni, til Reykjavíkur á árinu 1951. Sett- ust þau fyrst að j Vogahverfi í Reykjavík, en fimm árum seinna fluttust þau búferlum til Hafnar- fjarðar, og nokkru síðar í nýbyggt húsnæði við Arnarhraun. Um ára- bil starfaði Jón við Steinullarverk- smiðjuna í Hafnarfirði, en fyrirtæki þetta var dótturfyrirtæki Rafha hf. Var Jón upphaflega fenginn frá Danmörku til að byggja Steinullar- verksmiðjuna upp og var hann framkvæmdastjóri hennar til ársins 1964, er hann lét af störfum að eigin ósk til að sinna áhugamáli sínu, framleiðslu rafgeyma. Hafði hann fljótlega eftir komu til íslands snúið sér áð stofnun Rafgeyma hf., ásamt nokkrum öðrum aðilum. Þeg- ar tímar liðu eignaðist hann allt fyrirtækið og rak það til ársins 1983, árið sem hann varð 75 ára gamall. er hann framleigði rekstur- inn til Ármanns Sigurðssonar, sem hafði verið verkstjóri hjá honum allt frá stofnun fyrirtækisins. Minnisvarða ævistarfs Jóns Magnússonar tel ég vera stórbygg- inguna á Dalshrauni 1 í Hafnar- firði. Hann byggði þetta hús á fyrstu árum sjöunda áratugarins, en þar var til húsa, meðal annarra fyrirtækja, fyrirtæki Jóns, sem í dag er rekið undir nafninu Raf- geymáhleðslan. I þessari stuttu minningargrein eru ekki tök á að gera starfi Jóns Magnússonar viðeigandi skil, en ég vona að það verði gert síðar. Jón Magnússon var í mörgu líkur forfeðrum sínum, eins og ég hef heyrt þeim lýst. Að honum stóðu harðgerðir, starfssamir og oft dulir öndvegismenn úr Strandasýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Jón Magnússon fv. forstjóri Amma var glöð og gamansöm kona eins og við þekktum hana. Hún var sífellt að koma okkur á óvart með glettni sinni og hún laum- aði gamanseminni að okkur eins og barni er gefinn súkkulaðimoli. Og við hlógum öll. Nú fyllit- söknuður og tómarúm vitund okkar. Og nú hlökkum við til að fara til Þingvalla því þar heyr- um við hana og sjáum, þar sem blágresið grær og brosir í sólina. Þá brosum við og sjáum tignarlegt blóm sem við öll þekkjum. Guð veri með pabba og mömmu öllum stundum,ástvinum hennar og styrki þau af öllum mætti. Guð veri með Ásu ömmu okkar, vefji hönd sína um hennar, að eilífu. Svava, Ásgerður, Oskar, Guðmundur Rafti. Ása amma er dáin. Tregi og sorg hafa nú búið um sig í hjarta mínu og fjölskyldunnar. Hinsta kveðja sem við mannanna börn eigum allt- af jafn erfitt með að sætta okkur við er runnin upp og orðin að veru- leika. Nú stend ég frammi fyrir því að kveðja ástkæra tengdamóður mína. Þessa yndislegu og stórkost- legu konu sem hefur gengið mér og fjölskyldu minni við hlið í gegn- um lífið frá því ég var kornung stúlka. Hún stendur mér svo ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum, fyrsta minningin um Ásu. Ég stóð við hlið- ina á ungum og fallegum pilti sem hélt í höndina á mér og sagði: „Nú heilsum við mömmu.“ Og þarna stóð hún allt í einu fyrir framan mig, falleg og hlý og bauð mig velkomna. Þar með var vinátta okk- ar hafin. Svona gæti ég lengi talið, minningarnar koma upp í hugann hver af annarri og allar svo ljúfar og góðar. Ása bjó yfir öllum þeim kostum sem prýða mega eina konu. Það var reisn yfir henni hvar sem hún fór en umfram allt þessi prúð- mennska, hlýja og mildi gagnvart öllum sem hún umgekkst, tillits- Þetta fólk bar ekki tilfinningar sínar á torg. Það vann sín verk án þess að hafa um þau mörg orð. Um tengdaföður minn hæfa vel þau orð „að hann gekk hljóður til sinna verka“. Einn var, sá þáttur i fari hans sem mér fannst áberandi, en það var einstaklingshyggjan. Sjálfstæð- ishvötin var mjög rík í lund Jóns Magnússonar. Hann lifði méstu umbrota- og breytingatíma þessar- ar aldar. Hann upplifði stríðsárin í hernumdu landi fjarri heimabyggð og markaði sú Iífsreynsla djúp spor í vitund hans og skerpti réttlætis- kennd hans. Mér virtist Jón varðveita vel barnstrú sína, trúna á konung ljóss og friðar, sem hjálpaði honum í baráttu hans við annan voldugan konung. Eg sagði áðan að Jón hefði verið frekar dulur maður. En ættirðu því láni að fagna að komast inn fyrir þann hjúp sem umlukti hann opnað- ist fyrir þér nýr heimur. Fáum mönnum hef ég kynngt sem jafn gaman og fræðandi var að ræða við, um allt milli himins og jarðar. Þær allt of fáu stundir sem við átt- um saman í ró og næði eru mér ógleymanlegar. Ég vil nú þegar leiðir okkar tengdaföður míns skilja þakka hon- um fyrir föðurlega handleiðslu hans gegnum árin; þakka honum fyrir að hafa fengið að dreypa á viskubik- ar hans; þakka honum fyrir þá að- stoð sem hann veitti mér á námsár- um mínum og ætíð síðar þegar eft- ir var leitað. Enda þótt nánustu aðstandendur Jóns vissu að hveiju stefndi eftir það áfali sem hann varð fyrir fyrir þremur árum, bar brottför hans héðan yfir móðuna miklu brátt að. Elsku _ tengdamóðir mín, Edith, Agnar, Úlla og kona mín, Kristín. Söknuður ykkar er mikill, en minn- ist þess að tíminn læknar öll sár. Minningin um góðan eiginmann og föður lifir. Megi góður Guð blessa minningu Jóns Magnússonar. Halldór S. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.