Morgunblaðið - 01.12.1989, Síða 39

Morgunblaðið - 01.12.1989, Síða 39
39 Pftí>r rvrn '\n tlTTTÖfllrtl , . , MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 Atli Hilmarsson. Atli og Geir Kataíónfu- meistarar „ÚRSLITALEIKURINIM var ekki mjög vel leikinn. Eins og alltaf, þegar þessi tvö lið mætast, sat harkan ífyrirrúmi og spennan var mikil í lokin. Okkur gekk mjög erfiðlega með Vujovic í fyrri hálfleik, en breyttum vörn- inni úr 6-0 í 3-2-1 vörn eftir hlé og gekk þá mun betur,“ sagði Atli Hilmarsson hjá Granollers við Morgunblaðið eftir 25:25 jafntefli gegn Barcelona í úr- slitum um Katalóníubikarinn. Grariollers nægði jafntefli vegna markatölunnar, en úrvalsliðin þrjú í Katalóníu tóku þátt. Granoll- ers vann Palantordera 30:15 og gerði Atli þá fjögur mörk, en Geir Sveinsson þijú mörk. Barcelona sigraði Palantordera hins vegar með 14 mörkum, 32:18. Barcelona byijaði betur í úrslita- leiknum og var yfir í hálfleik, 16:11. Þegar fimm mínútur voru til leiks- loka náði Granollers loks foryst- unni, 23:22 og aftur 24:23, en Barcelona komst í 25:24. Granollers fékk boltann, er hálf mínúta var til leiksloka og þá voru Vujovic og Grau hjá Barcelona reknir út af. Er fimm sekúndur voru eftir fékk Granollers aukakast, gefið var á Atla í hominu, sem jafnaði og tryggði Granollers þar með titilinn í þriðja sinn, en Barcelona hefur unnið sex sinnum. Atli og Geir gerðu þijú mörk hvor fyrir Granoliers, en Vujovic var markahæstur hjá Barcelona (12/6). IRcvöld TVEIR leikir verða í 2. deild karia í handknattleik i kvöld. Fram og Þór frá Akureyri hefja leik í Laugardals- höll kl. 19.00 og strax á eftir, ki. 20.15, hefst viðureign Ármanns og Selfoss í sömu deild. Missagt var í blaðinu í gær þessi leikir hefðu verið á dagskrá í gærkvöldi. ■ ÍR og KR mætast í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöid kl. 20.00 í íþróttahúsi Seþaskóla. FELAGSLIF Aðalfundur knatt- spyrnudeildar Fram Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verður haldinn í kvöld. Hann hefst kl. 20.00 í Framheimilinu. KNATTSPYRNA / 3. DEILD Spamaðarleið! Nýstárlegri hugmynd hefur verið skotið á loft af meðiimum 3. deildar- liðs TBA í knattspyrnu á Akureyri. Til að sporna við þeirri útgjalda- aukningu sem því fylgir að deildin verði ekki lengur svæðaskipt næsta sumar, heldur með sama fyrirkomulagi og efstu deildirnar tvær — þar sem tíu lið mætast heima og að heiman. Þeir íhuga einfaldlega að koma upp Suðurlandsdeild TBA, skipaðri burtfluttum Akureyringum, sem myndu spila útileikina. Það sé nefnilega mun ódýrara að senda búningasettið suður heldur en að borga flugfar fyrir 16 leikmenn í hvern útileik! HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ „Vona að sam- komulag náist íi Landsliðsnefnd HSÍ fundaði í gær um viðbrögð 1. deildar félaga vegna fyrirhugaðra æf- ingabúða landsliðsins í næstu viku, sem greint var frá í blaðinu í gær, og var ákveðið að halda settri stefnu. „I vor var fyrsta vikan í des- ember tekin frá og ætluð til lands- leikja og æfinga fyrir HM. Ekki tókst að fá landsleiki á þessum tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir, en við viljum nýta tímann til æfinga og ég vona að samkomu- lag náist við þá, sem ráða yfir leikmönnunum,“ sagði Gunnar Þór Jónsson,_ formaður landsliðs- nefndar HSÍ, m.a. við Morgurt- blaðið í gær. SKÍÐI / HM Reuter Urs Kalin frá Sviss fagnar sigri sínum í stórsviginu í gær. Tomba og Kálin fagna sigri MT Ítalinn Alberto Tomba sigraði í fyrsta skipti á heimsbikarmóti á þessum vetri, er hann fékk besta tímann í báðum ferðum í svig- keppni í Waterville Valley í Banda- ríkjunum í fyrradag. Tímar efstu manna urdu þessin 1. Alberto Tomba, Ítalíu............1:56.24 .......................(57.96 - 58.28) 2. Pinnin Zurbriggen, Sviss.................1:57.97 ..................'...,..(59.15-58.82) 3. Marc Girardelli, Lúxemborg.........1:58.55 ......................(59.46 - 59.09 4. Ole Chr. Furuseth, Noregi........1:58.59 .......................(59.40-59.19) I gær fór svo fram stórsvigs- keppni karla á sama stað, og var hún einnig hluti af heimsbikar- keppninni. Sigui’vegari varð Urs Kálin frá Sviss. Efstu menn urðu annars þessir: 1. Urs Kálin, Sviss.................2:38.49 ..................(1:17.08-1:21.41) 2. Lars-Böije Eriksson, Svíþjóð.....2:38.75 ..................(1:17.84-1:20.91) 3. Gunther Mader, Austurríki........2:39.13 ..................(1:17.60 - 1:21.53) 4. Martin Hangl, Sviss..............2:39.29 ..................(1:16.13-1:23.16) 5. Marc Girardelli, Lúxemborg.......2:39.53 ..................(1:17.95- 1:21.58) 6. Hans Pieren, Sviss...............2:39.61 ..................(1:17.40 - 1:22.21) 7. Pirmin Zurbriggen, Sviss.........2:39.84 ..................(1:17.94- 1:21.90) KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Nítján þriggja stiga körfur á Akureyri 51 í fjörugum leik Þórs og Hauka. Kanalaus- ir Grindvíkingar sigruðu Reynismenn ívar Webster lék mjög vel gegn sínum gömlu félögum í Þór á Akur- eyri í gærkvöldi. Á þriðja hundrað stig voru skoruð í íþróttahöilinni á Akur- eyri er Haukar lögðu Þór að velli með 115 stigum gegn 101. Leikur þessi var hinn líflegasti og sýndu hvort iið um sig oft á tíðum skínandi leik. Sigur Hauka, sem var all örugg- ur. byggðist að miklu leyti á vel útfærðum hraðaupphlaupum og styrk ívars Webster undir körfunni en hann gerði alls Magnús Már 28 stig í leiknum. skrifar Honum fremri var þó Ameríkumaður Þórs, Dan Kennard, er átti firnaleik og gerðu 40 stig. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda ef undan er skilin fyrsta mínútan en það kom í hlut Dans að opna leikinn með þriggja stiga körfu, þær urðu alls 19 í leikn- um, Haukar gerðu 10 og Þórsarar 9, og áðurnefndur Dan gerði alls sex slíkar. Sem fyrr segir voru það hraðaupphlaup Hauka er lögðu grunninn að sigri' þeirra og áttu heimamenn í hinum mestu örðug- leikum að stemma stigum við þeim. Engu að síður léku Þórsarar vel, betur en oft áður, en virðast gjarn- an mæta Haukum í formi. Sigur Hauka, 14 stig, var sum sé all ör- uggur en þeir fengu að hafa fyrir hlutunum og sú smán er Þór varð fyrir á haustdögum, 61:120 til- heyrir liðinni tíð. Grindvíkingar í basli með Reynismenn Grindvíkingar sigruðu Reynis- menn eins og við var búist í Sandgerði í gærkvöldi, en mót- spyrna Sandgerðinga sem hófu leik- I inn ákaflega illa Björn . kom á óvart og með Blöndal sama áframhaldi skrifar verður þess ekki langt að bíða að þeir nái að sigra í sínum fyrsta leik. Lokatölurnar urðu 80:63, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 38:20. Reynismönnum gekk illa að kom- ast í gang. Grindyíkingar léku án David Grissom Bandaríkjamaður- inn hjá Reyni, stjórnaði liðinu af stakri prýði í gær, en það dugði þó ekki til sigurs. Bandaríkjamannsins Jeff Nuli sem fyrr um daginn hafði haldið heim á leið eftir að hafa fengið pokann sinn. Þeir náðu fljótlega 18 stiga forskoti 4:22 og eflaust hafa fæstir reiknað með að heimamenn ættu nokkra möguleika eftir það. En Reynisliðið undir stjórn David Gris- som náði að minka muninn niður í 4 stig í síðari hálfleik 60:64, en þá var púðrið búið og Grindvíkingar réðu lögum og lofum á vellinum síðustu mínúturnar. Þetta er annar leikurinn í röð sem Reynismenn hafa sýnt tennurnar, en í báðum leikjunum misstu þeir móðinn á lokamínútunum, gegn ÍR um síðustu helgi og nú gegn UMFG. Grindvíkingar hafa eflaust ætlað sér of mikið eftir góða byijun og lítið skipulag var á leik þeirra, eða þar til undir lokin. Athygli vakti ungur leikmaður Marel Guðlaugs- son - þar er mikið efni á ferð. íþróttir eru einnig á bls. 37 Þór - Haukar 101:115 íþróttahöllin á Akureyri, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 30. nóvember 1989. Gangur leiksins: 3:0, 3:10, 14:21, 20:27, 29:29, 40:42, 44:55, 50:60, 55:67, 66:79, 74:95, 78:101, 90:101, 97:1G7, 101:115. Stig Þórs: Dan Kennard 40, Konráð Óskarsson 22, Jón Örn Guðmundsson 19, Jóhann Sigurðsson 8, Guðmundur Björns- son 8, Eiríkur Sigurðsson 4. Stig Hauka: ívar Webster 28, Jonathan Bow 22, Henning Henningsson 20, ívar Ásgrímsson 14, Jón Arnar Ingvarsson 13, Pálmar Sigui-ðsson 8, Reynir Kristjánsson 7, Hörður Pétursson 2. Áliorfendun Um 200. Dómarar: Jón Bender og Bergur Steingr- ímsson. Voni þokkalegir. Reynir - UMFG 63:80 íþróttahúsið í Sandgerði, Úrealsdeildin körfuknattleik, fimmtudaginn 30. nóvember 1989. Gangur leiksins: 0:4, 1:4, 1:13, 4:22, 13:26, 18:26, 20:36, 22:38, 28:40, 35:45, 41:51, 48:53, 54:64, 60:64, 60:74, 63:80. Stig Reynis: David Grissom 28, Ellert Magnússon 12, Jón Guðbrandsson 6, Sigur- þór Þórarinsson 5, Sveinn H Gíslason 4, Jón Ben Einarsson 3, Ámi Bjöm Erlingsson 3, Helgi Siguiðsson 2. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 22, Hjálmar Hallgrímsson 15, Ólafur Jóhanns- son 15, Marel Guðlaugsson 12, Steinþór Helgason 7, Rúnar Árnason 5, Eyjólfur Guðlaugsson 2, Sveinbjöm Sigurðsson 2. Áhorfendur: Um 50. Dómarar: Helgi Bragson og Leifur S. Garð- arsson. Dan Kennard, Þór. ívar Webster og Jonath- an Bow, Haukum. David Grissom, Reyni. Konráð Óskarsson og Jón Öm Guðmunds- son, Þór. Henning Henningsson, Ilaukum. Guðmundur Bragason, Hjálmar Hallgríms- son og Marel Guðlaugsson, UMFG. Ellert Magnússon, Reyni. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin í fyrrmótl: Indiana Paeers - Utah Jazz.........100:88 Philadelphia - Cleveland...........114:84 Boston Celtics - New Jersey........118:95 Atlanta - Washington.............111:104 Minnesota - Miami Heat.......... 105:100 Dallas - Charlotte Homcts..........102:83 Detroit - Phoenix Suns___________ 111:103 Knickerb. - Goldon State..........129:111 Milwaukee - LA Clippers...........117:103 Handknattleikur 2. deild karla: Njarðvík - FH b.....................29:34 2. deild kvenna: Selfoss - Afturelding............. 19:16 Knattspyma V-þýska úrvalsdeildin: SL Pauli - Fortuna Dússeldorf.........2:1 Spænska bikarkeppnin: Real Madrid - Atl. Madrid.............2:0 ■Þetta var síðari viðureign liðanna. Þeirri fyrri lauk með markalausu jafntefli, og fer Real því áfram — í átta liða úrslit. Mexí- kóbúinn Hguo Sanches Jerði ba>ði mörkin l í gær; á 35. og 83. mín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.