Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 287. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðræður um afyopnun í Evrópu: NATO-ríkin vilja semja á næsta ári Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins (NATO) sam- þykktu á fiindi sínum, er hófst í Brussel í gær, drög að samningi um fækkun hermanna og niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópin Tillögurnar, sem eru í samræmi við hugmyndir er Bush Banda- ríkjaforseti kynnti í vor, voru síðan lagðar fram í Vínarborg í gær en þar fara viðræðurnar fram. Nokkrum klukkustundum áður höfðu aðildarríki Varsjárbandalagsins lagt fram samningsdrög sín í viðræð- um þessum , sem jafhan eru nefndar CFE-viðræðurnar. í samningsdrögum NATO-ríkj- anna 16 er gert ráð fyrir því að Bandaríkin og Sovétríkin fækki í herafla sínum þannig að hvort ríkið um sig hafi 275.000 menn undir vopnum frá Atlantshafi til Úral- fjalla. Samkvæmt þessu þurfa Bandaríkin að fækka hermönnum í Evrópu um 30.000 en Sovétmenn um 325.000. Varsjárbandalagsríkin vilja hins vegar að hámarkið verði 300.000 hermenn í Evrópu. Að auki mun væntanlegur CFE- samningur kveða á um stórfelldan niðurskurð skriðdreka, liðsflutninga- NATO: Shevardnadze í heimsókn í næstu viku Brussel. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkj- anna, mun eiga fund með Manfred Wörner, fram- kvæmdasljóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO), í Bruss- el á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Þetta verður í fyrsta skipti sem ráðherra Varsjárbanda- lagsríkis sækir höfuðstöðvar NATO heim. Ekki er fyllilega ljóst hvort sérstakar ástæður búa að baki heimsókninni en embættismenn í Brussel sögðu þetta enn eitt merkið um þíðuna í samskiptum austurs og vest- urs. Shevardnadze kemur til Belgíu í byijun vikunnar og mun m.a. undirrita viðskiptasamning við Evrópubandalagið. vagna, árásarflugvéla, þyrlna og stórskotaliðsvopna. Hermt er að ekki beri mikið á milli bandalaganna tveggja hvað þetta varðar en heim- ildarmenn segja að enn sé uppi ágreiningur um hvernig skilgreina beri tilteknar vopnategundir og hvernig ákvarða beri mörk tiltekinna landsvæða í álfunni. NATO-ríkin leggja áherslu á að samkomulag verði tilbúið til undirritunar í lok þessa árs. Fundi utanríkisráðherranna lýkur um hádegisbil í dag, föstudag, en auk afvopnunarmála er búist við að hugsanleg sameining þýsku ríkjanna og framtíðarhlutverk NATO verði helstu umræðuefnin. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði menn almennt hlynnta hugmyndum þeim sem Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kynnt um auk- ið pólitískt samráð og hlutverk NATO á tímum afvopnun'ar og um- bóta í A-Evrópu en Bretar myndu halda því sjónarmiði til streitu að traustar varnir, þar með taldar kjarnorkuvarnir, yrðu nauðsynlegar hér eftir sem hingað til. Reuter Forsetakosningar í Chile Chile-búar gengu ?ð kjörborðinu í gær til að velja eftirmann hershöfðingjans Augusto Pinochets, for- seta landsins, sem stjómað hefur landinu harðri hendi undanfarin 16 ár. Var myndin tekin er Pino- chet hafði greitt atkvæði í höfuðborginni, Santiago, en hann mun láta af völdum í marsmánuði. Er um sjö prósent atkvæða höfðu verið talin seint í gær- kvöldi benti allt til þess að Patricio Aylwin, frambjóð- andi bandalags 17 stjómarandstöðuflokka, bæri sig- ur úr býtum. Hafði hann fengið 54% atkvæða en fái einn frambjóðandi ekki tilskilinn meirihluta verð- ur kosið á ný milli tveggja efstu manna í næsta mánuði. Jafnframt fóm fram kosningar til beggja deilda þings landsins, hinar fyrstu í 16 ár. Dagblöð í Chile fögnuðu þessum þáttaskilum í sögu landsins og sögðu að lýðræði hefði verið komið á að nýju en herinn rændi völdum í Chile árið 1973 er Salva- dor Allende var steypt af stóli. Rúmar sjö milljónir manna vom á kjörskrá og hafði um helmingur kjós- enda aldrei áður tekið þátt í kosningum. Umbótasinnar á fulltrúaþingi Sovétríkjanna sameinast: Afiiám alræðis kommún- ista helsta baráttumálið Moskvu. Reuter UM 200 fiilltrúar er sitja á hinu nýja fulltrúaþingi Sovétríkjanna komu saman til fundar innan Kremlarmúra í gær og lögðu grunn að samtökum sovéskra Reuter Fjölflokkakerfis krafist í Búlgaríu Rúmlega 20.000 Búlgarar söfnuðust saman fyrir framan þinghúsið í Sofíu í gær og kröfðust þess að alræðisvald kommúnistaflokksins yrði afnumið þegar í stað. Petar Mladenov, hinn nýi leiðtogi flokksins, hvatti fólkið til að sýna ábyrgð og varaði við afleiðingum upplausnar en mótmælendurnir svömðu með því að hvetja hann til að segja af sér. stjórnarandstæðinga. Á meðal fundarmanna voru mannréttinda- frömuðurinn Andrei Sakharov og umbótasinninn Borís Jeltsín. Er þetta í fyrsta skipti sem róttækir umbótasinnar ræða formlega stofnun samtaka gegn harðlínu- mönnum í Sovétríkjunum en steftit er að því að ákvörðun um skipulag og starfshætti þeirra verði tekin á fundi í dag, föstudag. Sagnfræðingurinn Júrí Afanasjev deildi hart á harðlínukommúnista í valdakerfi Sovétríkjanna og kynnti róttæka áætlun sem m.a. kveður á um að ákvæði um forystuhlutverk kommúnistaflokksins í sovésku þjóðlífi verði afnumið úr stjórnar- skrá ríkisins og fjölflokkakerfi inn- leitt. „í fyrsta skipti í sögu Sovétríkj- anna hefur skapast þörf fyrir samtök róttækra stjórnarandstæðinga til að hraða framkvæmd umbótastefnunn- ar. Við erum andvígir hinu svo- nefnda forystuhlutverki kommúni- staflokksins, valdaeinokuninni sem leitt hefur þjóðina á heljarþröm," sagði Afanasjev. Þingmennirnir komu fyrst saman í júlímánuði til að ræða hvernig þeir gætu beitt sér fyrir frekari umbótum í Sovétríkjun- um og lagði Afanasjev áherslu á að þeir styddu áform Míkhaíls S. Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga og vildu koma í veg fyrir að harðlínumenn tækju á ný öll völd í flokknum. Fundarmenn voru hins vegar ekki á einu máli um hvort styðja bæri þá hugmynd sagnfræðingsins að stofnuð verði fyrstu samtök sovéskra stjórnarandstæðinga á landsvísu eða hvort einvörðungu bæri að miða að því að koma slíkum samtökum á fót á fulltrúaþinginu nýja en þar sitja 2.250 manns. Deildu menn ákaft um þetta en loks var ákveðið að skipa nefnd til að sætta sjónarmið þau sem fram hefðu komið á fundinum. Á- kváðu þingmennirnir að hittast að nýju í dag, föstudag, og taka þá ákvörðun um framhald málsins. Fylgi sænskra jafiiað- armanna minnkar Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. EF KOSIÐ yrði í Svíþjóð um þessar mundir yrðu jafhaðarmenn að láta stjórnartaumana af hendi. Þrjár skoðanakannanir í röð hafa sýnt mikið fylgishrap stjórnarflokksins og samsvarandi aukið fylgi við borg- araflokkana. er óbreytt, um 11%, Þjóðarflokkur- inn hefur 12,4%. Stuðningsflokkur jafnaðarmanna, kommúnistar (VPK) eykur fylgi sitt í sjö af hundraði eða um tvö prósent. Umhverfissinnar, sem komust í fyrsta sinn á þing í fyrra, glata nokkru fylgi og fá nú 5,7%. Staðtölustofnun ríkisins, SCB, birti í gær könnun sem gerð var dagana 30. október til 18. nóv- ember. Jafnaðarmenn fá 36,2% eða liðlega 7% minna fylgi en í kosning- unum í september á síðasta ári. Hægrimenn (Moderatarna) fá að þessu sinni 24% sem er 6% meira en í kosningunum, fylgi Miðflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.