Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
9
I/ELKOMINÍ TESS
t
Handmálaöar
silkislæður
og siöl.
TKSS
Opið laugardag til kl. 22.
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
V NEt
HILLU-
SAMSTÆÐUR
Nýjar veggsamstæður á frábæru verði.
Fást í svörtu, hvítu og beyki.
Fást í krómi, hvítu og svörtu. Stakar hillur eða sam-
stæður með hillum, skápum og skúffum.
S. 44 5 44 s. 82 5 55
Postular félagshyggju og jafnréttis.
Sparifé á verðbóigubáli
Kjaraskerðing launþega á valdatíma ríkisstjórnar félagshyggju
og jafnréttis er orðin gífurleg. Kaupmáttur hefur rýrnað um 14%
fyrstu 10 mánuði þessa árs, að mati ASÍ. En það er ekki aðeins
kaupið sem rýrnar. Reiknað hefur verið út, að sparifé á almenn-
um sparisjóðsbókum hafi rýrnað um 1,1 milljarð kr. fyrstu 10
mánuði þessa árs. Þá hefur verðtryggt sparifé og aðrar verð-
tryggðar inneignir og verðbréf rýrnað um marga milljarða vegna
fikts ríkisstjórnarinnar við lánskjaravísitöluna.
Ábyrgð banka
og sparisjóða
Fjöldi fólks geyntir
sparifé sitt á almennum
sparisjóðsbókum, svo og
ávisanareikningum. I
upphafi þessa árs voru
13,2 milljarðar króna á
slíkum sparisjóðsbókum,
sem bera lága vexti,
reyndar langt undir
verðbólgu. Ganga má út
frá því sem vísu, að fjöl-
margir geri sér ekki
grein fyrir þessu, t.d.
gamalt fólk, börn og
unglingar. Bankar og
sparisjóðir hagnast vel á
fyrirkomulaginu, en það
veröur að teljast lág-
marksskylda að benda
viðskiptamönnum á,
hvernig spariféð brennur
upp i verðbólgunni og
þeim gerð grein fyrir
því, að þeir geti notið
verðtryggingar spari-
fjárins á annars konar
reikningum. Á þessu er
örugglega misbrestur.
Það eru sparifjáreig-
endur sem eru beztu við-
skiptavinir banka og
sparisjóða og á frausti
þeirra byggist rekstur
þessara stofhana.
1,1 milljarður
tapast
í desemberfréttum
Verðbré&markaðar Iðn-
aðarbankans er athyglis-
verð grein, þar sem fjall-
áð er um, hvernig sparifé
á almennum sparisjóðs-
bókum hefur brunnið
upp fyrstu 10 mánuði
þessa árs. Þar segir:
„Það sem af er þessu ári
hafa vextir á almennum
sparisjóðsbókum sveifl-
ast nokkuð upp og niður
í takt við breytílega verð-
bólgu. Vegið meðaltal
vaxta á almennum spari-
sjóðsbókum var rúmlega
9% fi-á 1. janúar á þessu
ári til 1. nóvember. Það
jafngildir n'nnum 11%
vöxtum á ári. Á sama
tíma hækkaði láns-
kjaravísitala um rúm
18% sem jafhgildir rúm-
lega 22% verðbólgu.
Myndir þú
kveikja í níu
þúsundköll-
um?
Hvað þýða þessar töl-
ur? Jú, tökum dæmi af
konu sem er ein af mörg-
um íslenskum sparifjár-
eigendum sem geyma
peninga í sparisjóðsbók.
1. janúar á þessu ári
áttí hún 100.000 krónur
á sparisjóðsbók. 1. nóv-
ember sl. hafði innistæð-
an á bókinni hækkað í
rúmar 109.000 krónur en
til þess að halda í við
verðbólguna hefði inni-
stæðan þurft að vera orð-
in rúmlega 118.000 krón-
ur. Þarna brunnu um
9.000 krónur upp í verð-
bólgunni.
Hefði konan valið að
geyma peningana í verð-
bréfum hjá VIB, t.d. i
Sjóðsbréfum 3 sem henta
vel þeim sem ekki vilja
binda spariféð lengi,
hefði hún átt um 126.000
krónur 1. nóvember.
Ekki aðeins hefði spari-
féð haldið í við verðbólgu
heldur hefði konan feng-
ið um 8.000 krónur í vextí
umfrani verðbólgu. Þess-
ar 8.000 krónur hefðu
verið hreinn gróði og
jafhgilda 8,3% ávöxtun
umfram verðbólgu á
heilu ári.
75 einbýlishús
hafa fuðrað
upp
1 upphafí þessa árs
voru 13,2 milljarðar
geymdir á almennum
sparisjóðsbókum og sú
upphæð hefitr ekki
breyst mikið á árinu. I
heild hafa eigendur þess-
ara fjármuna því tapað
tæplega 1,1 milljarði á
verðbólgunni. Það er
andvirði 1.370 fjölskyldu-
bíla af japanskri gerð eða
75 einbýlishúsa. Og þá
eru ekki teknir inn í
dæmið þeir fjármunir
sem hefðu fengist í vexti
af þessari upphæð hefðu
þeir verið ávaxtaðir á
annan hátt.
Víst eru margir sem
kjósa íiekar að nota
sparisjóðsbækur en ávís-
anahefti. En það eru því
miöur Iíka alltof margir
sem geyma spariféð í
langan tíma á almennum
sparisjóðsbókum. Ástæð-
an hlýtur að vera athug-
unarleysi því að enginn
kveikir viljandi í fimm-
þúsundkalli.“
Handaflið
Ríkissf jóm Steingríms
Hermannssonar breyttí
lánskjaravísitölunni 1.
febrúar sl. þannig að
vægi launa varð miklu
meira en áður, en vægi
verðlags minna. Þessi
breyting var gerð með
hinu víðfræga „handafli"
félagshyggjustjómarinn-
ar og sá sem beittí því
var viðskiptaráðherrann,
Jón Sigurðsson.
Þrátt fyrir þær tiltölu-
lega miklu kauphækkan-
ir, sem verið hafe á ár-
inu, hefin- nýja láns-
kjaravísitalan rænt spari-
fjáreigendur og ýmsa
sjóði vemlegum fjámnm-
um í þá 10 mánuði, scm
hún hefúr verið í gildi.
Verðtryggður spam-
aður er áætlaður 150-180
milljarðar króna. Nýja
lánslgaravísitalan var
3,6% lægri 1. desember
en sú gamla. Það þýðir,
að með „handafli'1 hefúr
félagshyggja og jafnrétti
rænt sparifjáreigendur
5,4-6,5% iniHjörðum
króna. Þetta fé hefúr
verið fært til þeirra sem
skulda. Stærstu skuldar-
ar landsins em SÍS og
kaupfélögin, en það var
einmitt SÍS-forstjóriun,
sem krafðist þess á sínum
tima að verðtrygging
yrði afiiumin og sparifé
landsmamia kastað á
verðbólgubálið skuldur-
um til hagsbóta.
frá
HAMMERJLEY
OF ENGLAND
Herrafrakkarúr
CASHMEREULL,
einhnepptir og tvíhnepptir.
Eíflflíð vHVSKif
ullarlrakliar fflflö
00 ófl tieltis.
GEísiP
Aðalstræti 2, Sími 11350