Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 13

Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 13
essemm MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 ANDAÐAR BÆKUR lifandi efni Skáldverk eftir Svövu Jakobsdóttur, Birgi Sigurðsson og Guðberg Bergsson - Heimsbókmenntir á fslensku - Stefán Jónsson lýsir lífsgleði á tréfæti - Einstæðar æviminningar tveggja kvenna - Saga síldarævintýr- anna miklu - Ljóðabækur - Sígildar barnabækur Svava Jakobsdóttir liNDIR ELDFJALLI Nýtt sagnasafn Svövu Jakobsdóttur sætir tíðindum í íslenskum bókmenntaheimi. Yrkisefnin eru margvísleg og gædd miklum meistaratökum. Sögurnar búa yfir fágætri spennu hins óvænta og ósagða. Yfirbragð þeirra er ýmist leikandi létt og innilegt eða þrungið dulúð og alvöru. En undir stilltu yfirborði meitlaðrar frásagnarlistar leynist eldur margræðninnar. Jónína Michaelsdóttir EINS MANNS KONA Minningar Tove Engilberts Ung að árum fluttist Tove til Islands ásamt manni sínum, listmálaranum Jóni Engilberts. Af einlægni og mannviti lýsir hún ástum og sambúð íslensks listmálara og auðmannsdótt- ur frá Kaupmannahöfn. Saga Tove er áhrifamikil lýsing á tilfinningaríku samlífi tveggja elskenda og vina sem aldrei varð hversdagsleika og vana að bráð. Einstök bók - um einstaka konu. Doris Lessing SUMARIÐ FYRIR MYRKUR f tvo áratugi hefur Kate Brown sinnt hlutverki móður og eiginkonu, en þá rennur upp sumar óvæntra ævintýra. Kate segir skilið við gamalgróið hlutverk, gömlu fötin sín og frúar- greiðsluna og leggur af stað í leit að frelsi. En hvar er frelsið að finna? Doris Lessing segir áhrifamikla sögu um nútímakonu á tímamótum. Helga Guðmundsdóttir þýddi. Gylfi Gröndal DÚFA TÖFRAMANNSINS Endurminningar Hrefnu Benediktsson Líf Hrefnu, yngstu dóttur Einars Benediktssonar skálds, er ævintýri líkast og líkist fremur skáldsögu en veruleika. Hér varpar hún nýju ljósi á föður sinn, hið stórbrotna skáld og framkvæmdamann. Hún lýsir honum á hispurslausan og áhrifaríkan hátt, ágæti hans og yfirburðum, veikleika og vanmætti. Stórbrotin og spenn- andi saga um örlög sem seint munu gleymast. Birgir Sigurðsson FRÁ HIMNI OG JÖRÐU Birgir Sigurðsson er löngu þjóðkunn- ur fyrir áhrifamikil og snjöll leikrit. í þessu sagnasafni slær hann á allt aðra strengi. Hláturinn dillar í hverju atviki - þetta eru skemmtisögur í orðsins fyllstu merkingu. En skáld- skapur Birgis er margslunginn og undiraldan þung og þrungin alvöru. Sögumar gerast bæði á himni og jörðu. Víst er að á hvorugum staðn- um mun lesandanum leiðast Gabriel García Márquez HERSHÖFÐINGINN í VÖLU NDARHÚSI SÍNU Nýtt meistaraverk frá hendi Nóbels- skáldsins frá Kólumbíu. Hér segir hann sögu frelsishetjunnar, Símons Bolívar, og dregur upp magnaða mynd af þeim vemleika sem liggur að baki sögunni um byltingarhetjuna. Hann afhjúpar dýrðina sem sagan sveipar frelsishetjur á hverri tíð - vekur spumingar um eðli valdsins og afleiðingar þess fyrir einstaklinga og þjóðir. Guðbergur Bergsson þýddi. Christoph Ransmayr HINSTI HEIMUR Rómverska skáldið Óvíd er dæmdur til útlegðar á hjara veraldar. Vinur skáldsins heldur af stað til að fregna um afdrif útlagans. Stórbrotið skáld- verk sem hlaut slíkt lof þegar það kom út í Þýskalandi haustið 1988, að helst minnir á undirtektimar sem Ilmurinn hlaut á sínum tíma. Bókin kemur nú út á öllum helstu þjóðtung- um Evrópu. Kristján Ámason þýddi. Shusaku Endo HNEYKSLI Rithöfundur nokkur hefur iðulega sést á ferli í hverfi klámsýninga og vændishúsa í Tókíó. Sjálfur kannast hann ekki við neitt. Getur verið að hann eigi sér tvífara? Hneyksli er f senn sálfræðileg spennusaga og djúpvitur skáldskapur. Sagan varð á örskömmum tíma metsölubók í Japan og hefur notið ómældrar athygli á Vesturlöndum. Úlfur Hjörvar þýddi. FORLAGIÐ ÆGISGÓTU 10, SÍMI 91-25188

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.