Morgunblaðið - 15.12.1989, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
Veðurfræðing
ur lýsir veðri
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Markús Á. Einarsson: HVERN-
IG VIÐRAR? 152 bls. Iðunn.
Reykjavík, 1989.
»Fullorðið fólk, sem segir að
veðrið hafi verið svo miklu betra
og sólin hafi skinið svó miklu oftar
í sínu ungdæmi, hefur ekki með
öllu rangt fyrir sér.«
Þessi setning er ekki tekin upp
úr bók Markúsar Á. Einarssonar
heldur úr grein sem birtist í Eco-
nomist fyrir tveim, þrem árum.
Ótal sinnum hefur verið vitnað í
Julian Huxley: »ísland liggur á
mörkum hins byggilega og óbyggi-
lega.« Var að furða þótt Islending-
um verði tíðrætt um veðrið? Al-
þýðlegt fræðirit eins og Hvernig
viðrar? hlýtur því að koma í góðar
þarfir. Eða svo skyldi maður ætla
— ef allt veðurtalið er þá annað og
meira en kækur einn!
Markús skrifar bók þessa sem
veðurspámaður. í stórum dráttum
gefur þarna að líta sams konar
veðurfræði og þá sem birtist dag-
lega á sjónvarpsskerminum. Margt
hvað er auðvitað útskýrt ýtarlegar.
Svo dæmi sé tekið er tilvera Islands-
lægðarinnar og Grænlandshæðar-
innar útlistuð nokkru gerr. En sam-
an valda þessi fyrirbæri stormum
þeim sem hér blása tíðum, að við-
bættri slagveðursrigningunni suð-
vestanlands sem mótar lundarfar
íbúanna á því svæði og staðið getur
óslitið misserum saman. Eða eins
og Markús útskýrir: »Við norðuijað-
ar vestanvindabeltisins er mikið
óróasvæði, bæði 'stormasamt og
mikil úrkoma. Þar mætir hið hlýja
og raka loft úr suðvestri köldu
heimskautalofti.« Lega okkar á
mótum golfstraums og Grænlands-
jökuls skapar sem sagt þetta
stríðsástand veðranna.
Sumir búa við gagnstæðar öfgar,
t.d. Afríkubúar því þvert yfir álfu
þeirra liggur þurrkabelti, Sahel-
svæði kallað, sem veldur uppskeru-
bresti og hungursneyð sem oft er
getið um í fréttum. Sýnt er á korti
hvemig svæði þetta liggur t.d. yfir
meginhluta Eþíópíu sém harðast
hefur orðið úti eins og fregnir
greina.
Þá getur Markús um hin »góð-
kunnu góðviðrissvæði« eins og hann
orðar það en til þeirra teljast meðal
annars frílystingastaðir Islendinga,
sumar og vetur, svo sem Kanaríeyj-
ar, Flórída og Spánarstrendur.
Veðrið er síbreytilegt, ekki aðeins
frá degi til dags heldur einnig frá
tímabili til tímabils. Þegar hoi’ft er
um öxl »vekur það eftirtekt,« segir
Markús, shversu mörg sumur í
Reykjavík voru hlý á ámnum
1926-1946. Minnast áreiðanlega
margir óvenjulegs góðviðris á þeim
árum. Var þá algengt að menn
færu í sjóinn, eins og það var kall-
að, á góðum sumardögum, t.d. í
Skeijafirðinum. Hveijum dytti slíkt
í hug nú síðustu árin?« Síðan hefur
sigið jafnt og þétt á ógæfuhliðina
þannig að »í Reykjavík er varla
Markús Á. Einarsson
unnt að tala um hlýtt sumar síðan
1960 og síðan 1970 hafa þau mörg
hver verið mjög svöl.«
Hveijar geta verið orsakir þess-
ara sífelldu loftslagsbreytinga?
Markús kveður veðurfræðinga ekki
hafa fundið neinar einhlítar skýr-
ingar enn sem komið er; telur samt
upp almörg atriði sem gætu valdið
slíku en kveður rannsóknir ekki
hafa staðið nógu lengi til að kom-
ast að raunhæfri niðurstöðu. Það
má heita kaldhæðnisleg þversögn
að meðan vísindamenn vara við
ofhitnun og gróðurhúsaloftslagi
skuli hægt og bítandi kólna hér á
norðurslóð!
Hvernig viðrar? er ásjáleg bók,
myndskreytt vel, auk þess sem upp-
drættir eru þar margir og skýring-
arkort. Vilji menn tala um veðrið
af viti er kjörið að hafa hana í hönd-
um.
PHILIPS Space Cube, örbylgjuofninn er
einstakur vegna þess að í honum má
matreiða á tveimur diskum í einu. Engin
bið eftir seinni diskinum þegar tveir
borða saman. Og ekki þarf að eyða orku
og plássi í fyrirferðamikinn snúnings-
disk sem gera þrif mun auðveldari.
Bylgjurnar dreifast jafnt um allan ofninn
svo hann nýtist til fulls. Nú er á auga
bragði hægt að þíða heilt læri eða
0
Heimilistæki hf
Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 • Kringlunni SÍMI 69 15 20
l/cd e/WMSueú]yaHCegA ó samutt^cm
heilan lax. Innanmálið er nefnilega 49,5
cm og utanmálið 50. Plássnýtingin
eykst líka vegna þess að hurðin myndar
plötu framan við ofninn.
Þetta er öflugur ofn fyrir skjóta,
hagkvæma og holla matreiðslu.
Varðveitir safann og ferskleikann
í matnum. Hver sem hann er.
Orbylgjuofn með
einstakt plóss.
Tveir diskar í einu.
Hugsað til Hallgríms
___________Bækur__________________
Berglind Gunnarsdóttir
Hallgrímur Pétursson:
Passíusálmar og kvæði
Hörpuútgáfan 1989
Hörpuútgáfan á Akranesi sendir
frá sér sáima og kvæði Hallgríms
Péturssonar. Ritið er í tveimur bind-
um. í fyrra bindinu eru Passíusálm-
arnir í umsjón Helga Skúla Kjart-
anssonar sagnfræðings, en það
síðara, sem hefur að geyma úrval
annars kveðskapar, hefur Páll
Bjarnason cand. mag. tekið saman.
Stuðst er við eldri útgáfur og því
til skýringar segir í inngangi: „Sá
vandi fylgir útgáfu á ljóðmælum
Hallgríms, öðrum en Passíusálmun-
um, að texti margra þeirra er
ótraustur. Fæst þeirra eru til í eigin-
handarritum, í eftirritum eru kvæði
í mismunandi gerðum og margt er
eignað Hallgrími með vafasömum
rétti. Skortir tilfinnanlega útgáfu
sem byggist á fræðilegri athugun
allra tiltækra heimilda um kvæðin."
Á vegum Stofnunar Árna Magnús-
sonar er þó unnið að slíkum rann-
sóknum, en þær eru skammt á veg
komnar, segir þar ennfremur. Bæk-
umar eru í öskju og útlit þeirra
prýðilegt. í tilefni útgáfunnar eru
þessar hugleiðingar settar á blað
fremur en um eiginlegan ritdóm sé
að ræða.
I bestu sálmum má lesa stórbrot-
inn vitnisburð um trúnaðartraust
mannsins til síns frelsara og hugg-
ara. Sú éinlægni og trúarvilji sem
þar birtist lætur engan ósnortinn
sem á annað borð leitar innar hinu
efnislega sem bjargar ekki mannin-
um frá kröm sinni og vanmætti í
ótryggum heimi. Þetta á ekki hvað
síst við um sálma Hallgríms Péturs-
sonar. Ef til vill er helsti munurinn
á sálmakveðskap fyrri alda og nú-
tímaljóðum að í þeim síðarnefndu
finnst enginn huggari, enginn sem
tekur á sig byrðar og áþján mann-
anna; skáldið verður oftar en ekki
að takast á við líf sitt guðlaus og
horfast í augu við einsemd sína.
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt,
kossins orð þitt útbreiði.
En þótt skortur sé á guðstrú
finna menn sér ýmsa trúarsannfær-
ingu þess í stað. Hrædd er ég um
að Hallgrímur hefði fengið bágt
fyrir þetta ágæta erindi sitt nú um
mundir þegar verið er að hreinsa
íslenska tungu af hverri synd.
Hættan er sú, fari menn of geyst,
að herferðin verki eins og svipa á
málnotendur.
Það er annars merkilegt hve
mönnum er gjarnt að einblína á
formið en skeyta ekki um það sem
orðin geyma. Ef til vill vegna þess
að þegar kjarninn er mönnum hul-
inn má altént fjargviðrast út í um-
búðirnar.
Hallgrímur Pétursson
Athyglisvert er að skoða hvernig
hver ný kynslóð nýtir sér menning-
ararf sinn, hvernig eldri verk bijóta
sér leið til nýs tíma. Það er ef til
vill engin tilviljun að Megas — felst
kannski í honum neisti trúarskálds
með neikvæðum formerkjum? —
skyldi verða til þess að semja lög
og flytja sálma meistara Hallgríms.
Líklegast stingur á öllum tímum
upp kollinum einhver hluti hefðar-
innar, breytilegur eftir því hvaða
áherslur sérhver nýr tími ber með
sér og í raun er fásinna að halda
að nokkru sinni verði full rof á
milli hins nýja og gamla þó svo
nýsköpun sé jafnan nauðsynleg,
einfaldlega til að menningin stirðni
ekki í stein.
Þótt sautjánda öldin sé að baki,
að sögn skelfilegasta tímabil Is-
landssögunnar, með galdrafári
sínu, örbirgð og hroðalegu refsi-
valdi, munu Passíusálmarnir lifa
sem einstæður vitnisburður um
mannlega angist og vanmátt þegar
þörfin fyrir að fórnfæra eykst í
réttu hlutfalli við þá nauð sem
menn líða. Á það eitthvað skylt við
okkar tíma? Minnir hið augljósa
vonleysi í ljóðum ungra skálda í dag
ef til vill á herfjötrana í hugsun og
þá bilun siðferðisþreks sem lesa
má úr kvæðum sautjándu aldarinn-
ar? Túlkar vonleysið þá einnig
harðneskju og siðferðislega uppgjöf
okkar tíma og hversu djúpt mun
það rista? Eða skyldu uppvaxandi
börn þeirrar kynslóðar sem nú fer
um göturnar með ofstopa kenna á
sjálfum sér: „Aumur í fátækt fædd-
ist hér/fyrirlitinn af heimi“, þótt
annars konar fátækt sé en fyrr?
Og má kannski ekki segja að þessi
öld, sem er að renna skeið sitt á
enda, hafi verið börnum sínum ein
sú grimmasta í samanlagðri mann-
kynssögunni þegar upp er staðið?
Passíusálmarnir snerta enn í dag
við mönnum þrátt fyrir kaldrana-
lega tíma. Ef til vill vegna þess að
enn lifir þjáningin meðal okkar, enn
er átakanlegur vanmáttur hins
veika, enn sýna menn hver öðrum
grimmd. Mannssonurinn býr stöð-
ugt meðal okkar. Blóð hans rennur
enn.
Þrumugiiðimi Þór
Bókmenntir
Sig.Haukur Guðjónsson
Höfiindur: Tor Áge Bringsværd.
Myndir: Ingunn Van Etten.
Þýðing: Þorsteinn frá Hamri.
Útefandi: Bjallan.
Þetta er 5. bindið í flokki bóka
um heiðin goð sem norska útgáfan
Gyldendal sendir frá sér.. Lofsvert
framtak að leiða okkur á sjónarhóla
sem víkka sviðið, sem við þekkjum,
auka skilning okkar og þroska. Sá
er líka tilgangur útgáfunnar, tilraun
til þess að fræða okkur um, hvaðan
við enim komin, og þá um leið,
hvert við stefnum. En allri kennslu
fylgir vandi, og þar má í engu kasta
til höndum. Mat mitt er að höfund-
urinn hafi ekki valdið verkefni sínu,
Þór muni hjúpaður sömu dulúð í
hugum flestra lesenda fyrir og eftir
lestur bókarinnar. Rökstyð ég þessa
fullyrðingu með því að benda á að
hversu mörgum höfundur býður til
sögunnar ruglar hreinlega lesand-
ann, svo að honum er erfitt .að
koma auga á Þór sjálfan í ösinni
allri. Til að halda Þór á miðju sviði,
þarf þó nokkra kunnáttu og les-
andinn alls ekki krafinn um hana
í upphafi bókar, lofað allt öðru.
Boðaföll lærdóms höfundar eru allt-
of mikil, fyrir þann er lítið veit um
Þór. Hefði, að mínu mati, átt að
afmarka sviðið meir, vísa síðan til
rita, þar sem þeir, er áhuga hefðu,
gætu leitað sér meiri fróðleiks.
Myndir eru allar aðrar en sveita-
strákur hafði gert sér af goðum,
en sjálfsagt í engu ósannari, alla-
vega nýstárlegar og listavel dregn-
ar.
Þýðing Þorsteins frábær, eins og
hans er von og vísa, stendur langt
framar öðru í þessari bók. Próförk
'vel lesin, nærri villulaus, og prent-
verk allt mjög vel unnið.