Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 28

Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 Lokabíndi í mikl- um ritflokki Hugur og hönd Bókmenntir Sigurjón Björnsson Aldnir hafa orðið. Frásagnir og fróðleikur. Erlingur Davíðsson skráði. 18. bindi. Bókaútgáfan Skjaldborg. Reykjavík 1989. 365 bls. Þá er komið að lokabindi þessa mikla bókaflokks. Alls urðu bindin átján talsins. Það fyrsta kom út haustið 1972 og síðan hefur útkoma þeirra verið árviss viðburður á haustdögum. í hverju bindi hafa birst sjö ævi- og frásagnaþættir og eru því þættirnir samkvæmt því orðnir 126 talsins. Erlingur Davíðs- son fyrrum ritstjóri á Akureyri hef- ur skráð þættina og inngang að þeim og ritstýrt bókaflokknum frá upphafi vega. Mér skilst að bókaflokkur þessi hafi orðið einkar vinsæll, enda „ár- viss kjarni" í bókaútgáfu Skjald- borgar eins og útgefendur komast að orði í aðfararorðum. Enda þótt ritdæmendur hafi ekki alltaf farið mjúkum höndum um þessar bækur — og með sanni má sitthvað að þeim finna — er engu síður fullvíst að hér er um hið merk- asta ritsafn að ræða. Þegar öllu er til skila haldið er ljóst að hér hefur verið dreginn á land óhemjumikill fróðleikur af mörgu tagi, mann- fræðilegur, lífsháttalegur, um at- vinnusögu, kjör og aðbúð á fyrri hluta aldar og aftur fyrir aldamót og margt, margt fleira. Fjölmargir hafa hér kveðið sér hljóðs og greint frá lífsreynslu sinni, sem annars hefði orðið þögn og gleymsku ofur- seld. Eins og ég mun einhvern tíma áður hafa hreyft í umfjöllun um þessar bækur, tel ég að þetta sé í sjálfu sér hið æskilegasta form á ævisöguritun. Lagnflestum mönn- um duga 50-80 bls. til að gera skil- merkilega grein fyrir æviferli sínum. Og sé frásögnin vel hnitmið- uð og markviss er það áreiðanlega gagnlegri lestur en þessar miklu langlokur sem tíðkast. Þar er einn- ig — og ekki síður — oft sleppt því sem helst mætti verða til skýringa og skilnings á lífshlaupi sögu- mannsins. Ég er því ekki allskostar sáttur við að skrif af því tagi, sem þessi bókaflokkur býður fram falli niður með öllu. Væri ekki ráð að Skjald- borg byrjaði nýjan bókaflokk t.a.m. með eitthvað breyttu fyrirkomu- lagi? Þetta átjánda bindi er eins og gefur að skilja hliðstætt hinum fyi-ri. Sjö eru viðmælendur: Guðný Pétursdóttir hjúkrunarkona, Einar Malmquist útgerðarmaður, Þor- steinn Guðmundsson bóndi á Skálpastöðum, Bjarni Jóhannesson skipstjóri frá Flatey, Eiríkur Björnsson bóndi á Amarfelli, Ketill Þórisson bóndi í Baldursheimi og Þórður Oddsson læknir í Reykjavík. Flestir eru sögumenn komnir all- nokkuð til aldurs. Sá elsti er fædd- ur árið 1897 og sá yngsti 1923. Misjafnir eru þessir þættir nokk- uð eins og við er að búast. Flestir eru þeir þó vel gerðir og sæmilega útúrdúralausir. Sérstaklega var ég hrifinn af þremur þeirra, þ.e. þætti Eiríks Björnssonar, Þorsteins á Skálpastöðum og Bjarna Jóhannes- sonar. Þáttur Eiríks finns mér með ágætum gerður. I bókarlok kveður ritstjóri við- mælendur sína og lesendur. I sam- starfi við hina 126 viðmælendur segir hann hafa eignast „marga kunningja og jafnvel góða vini. Minningarnar um þetta fólk, sam- vinnan og frásagnir þess, eru mér ómetanlegar og meðal dýmstu and- legra fjársjóða ævi minnar. . Ei-lendur Davíðsson mun vera orðinn aldraður maður og því telur hann sér þörf á að hvílast nokkuð. Sá sem þetta ritar þakkar honum að lokum ánægjulega samfylgd og óskar honum góðra og notalegra ellidaga. ________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Rit Heimilisiðnaðarfélags ís- lands „Hugur og Hönd“, er nýlega komið út, og er þetta tuttugasti og fjórði árgangurinn, en ritið kemur út einu sinni á ári. Eins og margur má vita, er heimilisiðnaður og alþýðulist upp- spretta allra listrænna athafna í menningarþjóðfélögum og er hér ræktuð sú skapandi þörf, er fylgt hefur manninum frá fyrstu þróun- arstigum. Enginn skyldi vanmeta heimilis- iðnað né neitt, sem hugur og hönd fæðir af sér, því slík framhvöt er miklu meira en almenn dægra- stytting og heimilisiðnaður á jafn- an að vera á hæi’ra stigi en að koðna niður í vanabundin vinnu- brögð og verða að réttum og slétt- um söluvarningi. Þessu tvennu má ekki ragla saman, því að heim- ilisiðnaður á háu stigi telst gild list og frumhvati æðri lista og er af allt öðram toga en t.d. fjölda- framleiddur verksmiðjuvarningur. Á seinni tímum hefur iðnhönnun að vísu fleygt mjög fram, en ekki þó í sama mæli og ódýram fjölda- framleiddum varningi, sem enn hefur vinninginn. Gildi heimilisiðnaðarins, og þá sér í lagi varðveisla eldri vinnu- bragða, er ótvírætt, enda hafa augu skapandi núlistamanna beinst að þessum grunnatriðum ekki síður en t.d. málunaraðferð- um meistara miðalda. í dag gera einstakir listamenn margt í höndunum, sem þeir létu sér áður nægja að kaupa í verslun- um, t.d. búa þeir stundum sjálfir til pappírinn, sem þeir vinna á og með, þ.e. teikna á eða vinna í á annan hátt, t.d. klippa, rífa, flétta .o.s.frv., rífa liti og búa til liti úr efnum náttúrannar. Granna sjálfir léreftin, sem þeir mála á, gott ef þeir vefa þau ekki líka (!), því ekkert kemur manni á óvart nú orðið í leit listamanna að náttúru- efnum. Fyrir snjallan núlistamann ætti það að vera auðvelt verk að taka til sjómannavettlinga eins og ömmur okkar pijónuðu og búa til núlistaverk úr þeim, og gengi dæmið upp á meistaralegan hátt, ætti hann jafnvel vísa heimsfrægð! Það sem menn hafa orðið fræg- astir fyrir í núlistum aldarinnar er einmitt að lyfta því upp og magna, sem þeir hafa haft næst sér. Þegar allt er orðið svo skelfi- lega vanabundið, kemur hinn skapandi listamaður og stokkar allt upp á nýtt og töfrar fram líf í hversdagslegustu hluti. Þetta er kjarni allrar mikillar listar, en ekki að leita langt yfir skammt og telja það alltaf betra, sem aðrir hafa langt, langt í burtu. Og til að nýta tækni nútímans þurfa menn að"hafa traustar rætur í fortíðinni — það varðar heims- endi í bókstaflegum skilningi, að hvorugu sé hafnað, fortíð sem nútíð, því að hér er um samvaxin Nýttu dýrmætan vmnutímann í jólaönnum til Ms og njóttu vel. Eldhúsið okkar er opið til kl. 23:30 föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og til kl. 22 önnur kvöld. Við sendum af öllum matseðlinum okkar til þín ásamt meðlæti og drykkjarföngum að óskum. Gerðusvovel! Sérlaíjaóir \ réttir lieint til þínivinniina SSKUR .%■ Suöurlandsbraut 14 • Pöntunarsími 681344 - Geymdu númeríð! \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.