Morgunblaðið - 15.12.1989, Page 34
MQSftU ERMtötfl- [198^ ;
VERÐBREYTINGAR-
STUÐULL
FYRIRÁRIÐ 1989
Samkvæmt ákvæöum 26. gr. laga nr. 7514. september 1981 um
tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað
verðbreytingarstuðul fyrir árið 1989
og nemur hann 1,2224 miðað við 1,0000 á árinu 1988.
----------------------:----f ..
Reykjavík 27. nóvember 1989
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
GOMSÆTT
OGGOTT
(ÓMSÆTT OG GOTT er afar áhuga-
I verð og holl lesning öllum þeim sem
unna góðum mat og góðri heilsu.
í bókinni er að finna gómsæta forrétti,
aðalrétti og ábætisrétti og íylgir litmynd
hverjum þeirra. Bókin er sett upp á þann
hátt að raða má myndunum saman og sjá
þannig fyrir sér girnilegan þrírétta
matseðil... i ótal útgáfum.
SETBERG
Metsölublaó á hverjum degi!
íslenska hljómsveitín og stjórnandinn Guðmundur Emilsson.
íslenska hljómsveit-
in í Langholtskirkju
ÍSLENSKA hljómsveitin heldur
sína aðra tónleika á níunda
starfsári í Langholtskirkju
laugardaginn 16. desember kl.
17.
Á tónleikunum kemur fram 22
manna strengjasveit, sem leikur
undir stjórn Guðmundar Emils-
sonar. Á efnisskrá er verðlauna-
verkið Poemi eftir Hafliða Hallgr-
ímsson, þar sem Guðný Guð-
mundsdóttir, konsejtmeistari Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, leikur
einleik á fiðlu. Þar verður einnig
flutt Fantasía fyrir stengjasveit
eftir Ralph Vaughan-Williams, en
þetta sígilda verk byggir á stefi
enska endurreisnartónskáldsins
Thomas Tallis. Þá flytur hljóm-
sveitin Elegíu eftir ungt finnskt
tönskáld, Jyrki Linjama, sem ný-
verið hefur vakið athygli finnskra
tónlistarunnenda, en Linjama
þykir sérstaklega næmur á blæ-
brigði strengjahljóðfæra. Þetta
verk er óður tónskáldsins til fiðl-
unnar.
Örlagasaga Gísla Guðmundssonar:
Vekur forvitni um
það sem ósagt er
- segir Þorsteinn Antonsson rithöfimdur
ÖRLAGASAGA heitír bók, sem út kemur hjá bókaútgáfunni Tákni
fyrir jólin. Form bókarinnar er nokkuð sérstætt. Hún er byggð á
dagbókum og bréfum tveggja skólapilta í Lærða skólanum í
Reykjavík og síðar Hafnarstúdenta, þeirra Gísla Guðmundssonar og
Ólafs Davíðssonar, sem uppi voru á seinni hluta síðustu aldar. Eink-
um er stuðzt við rit þess fyrrnefnda. Bókarhöfundur, Þorsteinn
Antonsson, fyllir hins vegar í eyðurnar með frásögnum af bæjar-
og skólalífi í Reykjavík og Kaupmannahöih. Niðurstaðan verður
heildstæð mynd af lífi tveggja ungra 19. aldarmanna.
„Það, sem rak mig til að skrifa
bókina, var fyrst og fremst forvitni
um efnið, sem ég rakst á af tilvilj-
un. Eg var með þeim fyrstu, sem
sáu pappíra Gísla Guðmundssonar
þegar þeim var skilað úr einkaeigu
til handritadeildar Landsbókasafns-
ins,“ sagði Þorsteinn Antonsson í
spjalli við Morgunblaðið. „Það, sem
gerir dagbækur Gísla sérstakar, er
að hann nær í mínum augum þeim
árangri, sem flestir dagbókarskrif-
arar sækjast eftir; að skrifa líflegar
lýsingar á nánasta umhverfi sínu.
Gísli reynir að vera trúr sjálfum sér
í skrifum sínum og honum tekst
það, en undir þeim aga að vekur
forvitni um það, sem ósagt er.“
Þorsteinn segist hafa reynt að
fylla í eyðurnar milli dagbókarbrota
Gísla og hafa athugað hvað skrifað
hafi verið um hann. „Þau stuttara-
legu skrif, sem ég fann, enduðu öll
á spurningarmerki. Einhvern veg-
inn fórust Gísli og samtíðaratburðir
á mis, þótt hann virtist hafa alla
burði til að takast á við þá,“ sagði
Þorsteinn. Gísli Guðmundsson fyrir-
fór sér að lokum, en hélt dagbók
allt fram á síðustu ævistundir og
virðist hafa sýnt einstakt æðruleysi
og rósemi.
Þorsteinn segir að sér vitanlega
nafi ekki verið mikið skrifað um
Hafnarstúdenta. Til séu bréf þeirra
og bók Bjöms Th. Björnssonar. Um
sögulegar skáldsögur íslenzkar seg-
ir Þorsteinn að yfirleitt séu þær
skrifaðar af skáldlegum metnaði,
án þess að endilega sé lagt mikið
upp úr því að hafa staðreyndir á
hreinu. „Ég reyndi að efna til sög-
unnar með staðreyndum og ná-
kvæmnislýsingum manna frá þess-
um tíma og draga svo upp heillega
mynd bæði af lífi þeirra fáu út-
völdu, sem ég fjalla um, og um leið
þeirri tíð, sem þeir lifðu á. Til þess
að ná þeim árangri varð ég að efna
til bókarinnar með mikilli heimilda-
leit á öllum söfnum í Reykjavík og
Kaupmannahöfn sem varðveita slík
rit,“ sagði Þorsteinn. Hann segir
verkið hafa tekið rúm þijú ár; hann
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðmundi Vigni Jósefssyni gjald-
heimtustjóra er þetta svipað inn-
heimtuhlutfall og á síðasta ári. Allt
árið í fyrra innheimtust um 11.000
milljónir króna hjá Gjaldheimtunni
í Reykjavík af staðgreiðslusköttum.
Um síðustu áramót voru eftirstöðv-
ar vegna staðgreiðslu 1988 um 250
milljónir króna. Upphæðir eru með
Þorsteinn Antonsson.
hafi fengið rit Gísla í hendur í
marz árið 1986. Verkið hafi verið
honum eins konar leiðarhnoða, en
hann hafi unnið önnur störf jafn-
framt.
Þorsteinn segir að lifandi stíll og
persónulýsingar Gísla Guðmunds-
sonar hafi orðið honum freisting
að koma þessu efni til skila. Hann
telur að það hafi Gísli ætlað sér,
þrátt fyrir að hann hafi fyrir dauða
sinn beðið Hannes Hafstein að
brenna plögg sín. „Sem betur fer
sá Hannes hvers virði þau voru,“
sagði Þorsteinn.
áreiknuðum vöxtum.
Innheimta á eftirágreiddum
sköttum er heldur lakari í Reykjavík
nú en á fyrri árum. Álagning utan
staðgreiðslu á félög og einstaklinga
var um 9.000 milljónir króna á ár-
inu en um síðustu mánaðarmót
höfðu innheimtst rúmar 5.000 millj-
ónir eða 56%. Innheimta á sama
tíma í fyrra nam um 57%.
Gjaldheimtan í Reykjavík:
Innheimta á stað-
greiðslusköttum
nemur 12 milljörðum
INNHEIMTA á staðgreiðslusköttum þessa árs hjá Gjáldheimtu
Reykjavíkur nemur nú um 12.000 milljónum króna. Um 400 milljón-
ir af staðgreiðslufé eru í vanskilum.