Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 35

Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 35 Hugmyndir um myndavélar í miðbænum: Fáar vélar nægja til að fylgjast með stóru svæði - segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþj ónn „ÞEGAR starfshópurinn varpaði frarn hugmyndinni um að koma fyrir eftirlitsmyndavélum í miðborginni var fyrst og fremst verið að hugsa um að slíkt gæti aukið öryggi lögreglumanna og almennings. Þá er ekki óeðlilegt að fylgst verði með mannaferðum við ýmsar stofnanir, eins og Alþingishúsið, Dómkirkjuna og Stjórnarráðið," sagði Omar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Omar átti sæti í starfs- hópi, sem lagði fram tillögur til úrbóta vegna ástandsisn í miðborg Reykjavíkur um helgar. Omar Smári sagði, að með fáum eftirlitsmyndavélum væri hægt að fylgjast með stóru svæði í mið- bænum. Hugmyndin væri sú, að fylgjast með ástandinu á sjónvarps- skermi á lögreglustöð. Myndavélarn- ar gætu verið fjarstýrðar, svo breyta mætti sjónarhomi þeirra eftir þörf- um. „Stofnkostnaður við svona kerfi er auðvitað mestur, en það er lítið mál eftir það að bæta við myndavél- um,“ sagði Ómar. „Okkur reiknast svo til, að kostnaður geti verið allt frá nokkur hundruð þúsundum króna og upp í miklu hærri upphæðir. Það fer eftir því hversu fullkominn bún- aðurinn er, til dæmis hvort mynda- vélarnar eru fjarstýrðar." í skýrslu starfshópsins er sér- staklega minnst á ástandið við skemmtistaðinn Tunglið í Lækjar- götu. „Drukknu fólki stafar hætta af umferð um Lækjargötu, sem pr beint fyrir utan staðinn," sagði Óm- ar. „Þá má nefna, að við skemmti- staðinn eru nætursölur, sem eru opn- ar fram til klukkan 4 á nóttunni um helgar og það veldur því að fólk hópast saman á þessum stað öðrum frernur." í skýrslu starfshópsins er minnst á þann möguleika, að lögreglumenn hafi vel þjálfaða hunda með sér til eftirlits í miðborginni. „Norðmenn hafa mikla reynslu af þessu og þyk- ir hafa tekist vel til,“ saðgi Ómar. „Þeir telja kosti hundanna ótvíræða. Þannig skapi þeir varnað með nær- veru sinni, öryggi lögreglumanna sé betur tryggt, möguleikar á að hafa uppi á afbrotamönnum, til dæmis á innbrotsstað, stóraukist og loks bæti þetta tengsl lögreglunanr við al- menning. Þar er sérstaklega hægt að nefna börnin, en hundarnir vekja alltaf mikla athygli hjá þeim. Það er því fyrst og fremst verið að ræða þann möguleika að þjálfa hunda í jákvæðum tilgangi, en auðvitað hvarflar ekki að neinum að þeim verði sigað á fólk. Hundarnir eru fyrst og fremst liður í fyrirbyggjandi starfi." Ómar Smári sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort hundar yrðu teknir í þjónustu lög- reglunnar. Starfshópurinn hefði að- eins verið að benda á þennan mögu- leika. V átryggingafélögin: Endurkröfiir um 23 milljónir króna Vátryggingafélög hafa á árinu fengið samþykktar endurkröfur að upphæð 23 milljónir króna vegna tjóns sem orðið hefur af völdum ökutíekja vegna ásetnings eða stórkostlegs gáleysis öku- geta stjórnað ökutæki örugglega ef vínandi fer yfir 0,5 prómil), og telst óhæfur ef vínandi fer yfir 1,2 prómill. Af hinum 133 endurkröfðu tjón- völdum eru karlar 108 en 25 konur. Sjötta bindi bókaflokksins íslensk þjóðmenning er komið út og nefnist það Munnmenntir og bók- menning. Á myndinni eru höfúndar efnis ásamt ritnefndarmönnum, ritstjóra og útgefanda. Frá vinstri í efri röð: Einar G. Pétursson, Gísli Sigurðsson, Loftur Guttormsson, Ólafúr Halldórsson, Þór Magnússon, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Steingrímur Jónsson. Frá vinstri í neðri röð: Harald- ur Ólafsson, Frosti F. Jóhannsson ritstjóri, Hafsteinn Guðmundsson útgefandi, Stefán Karlsson og Ögmundur Helgason. Á myndina vantar þrjá höfúnda, þá Bjarna Einarsson, Davíð Erlingsson og Véstein Ólason. Bókaútgáfan Þjóðsaga: Rit um íslenskar munn- menntir og bókmenningu Á VEGUM bókaútgáfúnnar Þjóðsögu er komið út sjötta bindi bókaflokksins íslensk þjóðmenning. Það er þriðja bindið í útgáfú- röðinni og ber heitið Munnmenntir og bókmenning. I þessu bindi er fjallað um þær menntir sem bárust í mæltu, kveðnu og sungnu máli frá manni til manns og þær menntir sem á bók voru settar og einnig þá kunnáttu sem nauðsynleg var til að miðla þeim. Efni bókarinnar skiptist í tvo meginhluta. í hinum fyrri er farið orðum um miðlana: tungumálið, bækurnar og læsi. í fyrsta kafla er yfirlit um þróun íslenskrar málsögu og í framhaldi af því er greint frá þeim meginbreytingum, sem orðið_ hafa á íslenskri staf- setningu. Í grein um bókagerð er bæði sagt frá skrifuðum bókum og prentuðum. Því er lýst hvernig íslenskar bækur voru búnar til fyrr á öldum, hvert efni þeirra var og einnig hversu almenn bókaeign landsmanna hefur verið fyrr á tímum. í þættinum um læsi er saga lestrar- og skriftarkunnáttu landsmanna rakin í tímans rás. í upphaf i seinni hluta er í stuttu máli vakin athygli á eðli munn- mennta og einnig tengslum þeirra við bókmenntir. í framhaldi af þessum þætti er svo fjallað um bóksögur, þjóðsögur og sagnir og helstu þætti veraldlegs kveðskap- ar, eddukvæði, dróttkvæði, rímur, lausavísur, sagnadansa, vikivaka- kvæði, þulur og særingar. I bókar- lok er stuttur kafli um gátur. Á fundi, þar sem Bókaútgáfan Þjóðsaga kynnti útgáfuna, kom fram, að meginmarkmið þessa bindis væri að varpa ljósi á hlut- verk þessara þjóðmennta í íslensku samfélagi á mismunandi tímum. 172 myndir eru í bindinu les- endum til glöggvunar, þar af 38 í lit og fjöldi dæma um kveðskap á spássíum. Einnig fylgir útdrátt- ur á ensku og atriðis- og nafna- skrá. Þjóðsaga hyggst næst gefa út sjöunda bindið í bókaflokknum íslenskri þjóðmenningu, um vísindi og alþýðufræði og þriðja bindið, sem fjallar um heimilis- störf. Höfundar efnis í bindinu um munnmenntir og bókmenningu eru ellefu: Bjarni Einarsson hand- ritafræðingur, Davíð Erlingsson dósent, Einar G. Pétursson cand. mag, Gísli Sigurðsson M. Phil., Jón Hnefill Aðalsteinsson dósent, Loftur Guttormsson dósent, Olaf- ur Halldórsson handritafræðing- ur, Stefán Karlsson handritafræð- ingur, Steingrímur Jónsson cand. mag., Vésteinn Ólason prófessor og Ögmundur Helgason cand. mag. Ritnefnd skipa Haraldur ol- afsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þór Magnússon. Ritstjóri er Frosti F. Jóhannsson. Friðrik Sophusson í banka' ráð Landsbanka Islands? KOSNING Alþingis í bankaráð Landsbanka og Búnaðarbanka ætlar ekki að ganga andskotalaust fyrir sig, því enn á ný var henni frestað í gær og nú vegna þess að Alþýðubandalagið hefúr ekki sætt sig við að fá ekki bankaráðssæti í Búnaðarbankanurn. Eitt bankaráðssæti þar mun koma í hlut Borgaraflokksins og er Ásgeir Hannes Eiríksson helst orðaður við það sæti. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkur missir eitt sæti í bankaráði Búnaðarbankans og eitt í bankaráði Landsbankans. Nú er búist við að bankaráðskosningin faii fram um miðja næstu viku. manna. Sérstök endurkröfunefnd, sem samkvæmt umferðarlögum er skipuð af dómsmálaráðherra, úrskurðar um endurkröfur vátryggingafélaganna. Á árinu hafa nefndinni borist 149 mál. Þar af voru samþykktar end- urkröfur að öllu leyti eða að hluta í 133 málurn. Hæsta endurkrafan nam rúmlega 1,9 milljónum króna en fimm kröfur námu einni milljón eða meira. í frétt frá endurkröfunefnd segir að ástæður endurkröfu séu langoft- ast ölvun tjónvalds, eða í 120 tilfell- um af 133. Hjá tjónvöldum sem end- urkrafðir voru vegna tjóna af völdum ölvunar reyndust 52 hafa um eða yfir 2 prómill í blóði, þar af tveir yfir 3 prómill. Ökumaður telst ekki Mikill verð- munur á hrein- dýrakjöti FRAMBOÐ á hreindýrakjöti er svipað og á undanförnum árum, en verulegur verðmunur er á því á Egilsstöðum og í Reykjavík. Hreindýralæri kostar 1750 kr. kílóið hjá Sláturhúsi Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum og bógar 1390 kr. kílóið. I verslun í Reykjavík kosta hreindýrasteikur á bilinu 1590 til 2700 krónur kílóið. Samkomulag hefur tekist milli Sjálfstæðisflokks, Fijáls- lyndra hægrimanna og Sam- taka um kvennalista um sameigin- legt kjör í bankaráð, sem hefur það í för með sér að Sjálfstæðisflokkur- inn missir eitt bankaráðssæti til Kvennalista í Landsbankanum og eitt til Frjálslyndra hægri manna í Búnaðarbankanum, en heldur tveim- ur bankaráðssætum sínum í Seðla- bankanum, sem skipuð eru þeim Ólafi B. Thors Og Guðmundi Magnússyni. Ekki verður kosið í bankaráð Seðlabankans fyrr en síðar, en samningar miili stjórnmála- flokkanna taka eigi að síður til þess bankaráðs einnig. Eins og fram hefur komið, hefur Kvennalistinn sóst eftir því að fá bankaráðssæti í Seðlabankanum, en nú liggur sem sagt fyrir samkomulag Kvennalista við Sjálfstæðisflokk um að taka þess í stað eitt sæti í bankaráði Lands- bankans. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki greitt atkvæði um það hvetja þingflokkurinn kýs, en það verður væntanlega gert í næstu viku. Þing- flokkurinn' hefur þegar fellt tillögu þess efnis að þingmenn flokksms séu ekki kjörgengir í bankaráð. Eg hef upplýsingar um að það sé með öllu óvíst hvor þeirra Búnaðarbankaráðs- manna Sjálfstæðisflokksins, Halldór Blöndal eða Friðjón Þórðarson, verði kjörinn, en báðir sækjast þeir eftir endurkjöri. Jafnframt hef ég upplýsingar um að líklegt megi teljast að hvorugur bankaráðsmanna Sjálfstæðisflokks- ins í Landsbankanum verði endur- kjörinn, en þeir eru Pétur Sigurðs- son, formaður bankaráðsins, og Jón Þorgilsson, sveitarstjóri á Hellu, sem báðir sækjast eftir endurkjöri. Þess í stað er talið líklegast að Friðrik Sophusson, al- þingismaður, verði kjörinn sem full- trúi Sjálfstæðis- flokksins í bankar- áð Landsbankans. Jón Þorgilsson sagðist ekkert um málið vilja segja í gær þegar ég spurði hann hvort forysta Sjálfstæðisflokksins hefði , rætt við hann um þann möguleika að þingflokkurinn hygðist ekki end- urkjósa hann í bankaráð Landsbank- ans. Ekki náðist í Pétur Sigurðsson í gær til þess að spyija har.n álits á þessu máli. Menn eru ekki á eitt sáttir í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins um það hvem skuli kjósa í bankaráð Lands- bankans. Það sjónarmið er einnig við lýði að endurkjósa beri Pétur Sigurðsson, en líkur eru samt sem áður taldar á því að Friðrik Sophus- son fái meirihluta atkvæða þing- manna Sjálfstæðisflokksins, þegar til atkvæðagreiðslu kemur á þing- flokksfundi eftir helgina. Heimildir mínar úr þingflokki herma að þessi mál hafi lítið verið rædd á formlegum þingflokksfund- um. Málið sé afskaplega viðkvæmt. Tveir bankaráðsmanna Búnaðar- bankans, sem báðir eru í þingflokkn- um, sækist eftir endurkjöri og fyrr- um þingflokksbróðir Sjálfstæðis- þingmanna, Pétur Sigurðsson, bankaráðsformaður Landsbankans, sækist einnig eftir endurkjöri. Því sé mjög erfitt að ræða þessi mál fyrir opnum tjöldum og hafi flokks- forystan kosið að ræða fremur eins- lega við menn um þessi mál. hDACBÓKh STJÓRNMÁL eftir Agnesi Bragadóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.