Morgunblaðið - 15.12.1989, Page 37

Morgunblaðið - 15.12.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 . 1.1 !■» .1 i i—t. i ,.ii ,a t r, . ; - . --__;.. . i_ii ■. ......_ 37 Krefjast aukins stuðnings við sjávarútveg: Landsbyggðar- flokkur í Noregi? Osló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Sljórnmálamcnn í Norður-Noregi velta því nú íyrir sér að stofna nýjan flokk til að reyna að stöðva linignun á svæðinu vegna krepp- unnar í sjávarútveginum. Fyrir á Stórþinginu er Finnmerkurflokkur- inn en frambjóðandi hans, Anders Aune, náði kjöri í þingkosningun- um í september. Gudmund Mikkelsen, sem er formaður samtaka sjáv- arútvegsins í Troms, hefúr átt frumkvæðið að viðræðum um flokks- stoftiun. „Ef við verðum ekki ánægð með fjárhæðina í vænúanlegum fisk- veiðisamningi og áætlun stjórnar- innar um aðstoð við Norður-Noreg munum við leggja drög að nýjum flokki fyrir íbúa strandhéraðanna,“ sagði Mikkelsen. Hann skipaði efsta sæti Miðflokksins á svæðinu við síðustu þingskosningar. Ríkisstjórn Jans P. Syse varð fyrir harðri gagnrýni á aukalands- fundi Samtaka í norskum sjávarút- vegi í Osló. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum réðst á meðferð stjórn- arinnar á fiskveiðisamningnum fyr- ir 1990 og krafðist þess að Stór- þingið veitti meira fé en 1.125 millj- ónum n.kr. (rúmlega 10 þúsund milljónum ísl.kr.) í stuðning en það er sú fjárhæð sem stjórnvöld hafa faliist á. Svein Munkejord sjávarút- vegsráðherra vísaði þessum kröfum umsvifalaust á bug og benti á að innan skamms yrði kynnt áætlun um aðstoð við Norður-Noreg og Finnmörk fengi sérstaka meðhöndl- un. Mikill hiti var í umræðunum og fulltrúi frá Finnmörku sagði af- stöðu stjórnarinnar lýsa hroka og einræðishneigð; íbúar strandhérað- anna þyrftu nú að heyja baráttu fyrir lífi byggðar þar. í nokkra daga var sá orðrómur á kreiki að Verkamannaflokkurinn ásamt hluta Kristilega þjóðar- flokksins og Miðflokksins vildu hækka stuðninginn í 1.300 milljónir en þessu hefur nú verið vísað á bug. Yfir 10.000 manns hafa þegar flust frá Norður-Noregi vegna kreppunnar og sumir telja að allt að 120.000 muni hverfa á brott frá fylkjunum Fínnmörku, Troms og Norðurlandi. Aflasamdrátturinn hefur fengið marga sjómenn til að velta fyrir sér hvalveiðum. Vísinda- menn telja að nú séu 60.000 - 90.000 dýr í hrefnustofninum og veiða mætti 1.800 dýr án þess að skaða hann. „En við óttumst að það skipti litlu þótt vísindamenn telji óhætt að veiða hrefnu. Stjórnin þorir varla að leyfa veiðar af hræðslu við refsi- aðgerðir Bandarfkjamanna,“ segir formaður hvalveiðimanna í Norð- ur-Noregi, Steinar Bastesen. Reuter Ráðistá Sýrlendinga íLíbanon Sýrlenskur hermaður við sundurskotna bifreið í úthverfi Sídon-borgar í Líbanon. Um 100 liðsmenn Fatah-hreyfingar Palestínumanna réðust í gær á herbúðir Sýrlendinga við borgina og féllu alls 13 menn í átök- unum. Yfirstjórn Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, hefur fordæmt árásina en Fatah á aðild að samtökunum. Fjöldi Palestínuskæruliða er í Líbanon og Sýrlendingar hafa um 30 þúsund manna lið í landinu. Oft hefur verið grunnt á því góða milli Yassers Arafats, leiðtoga PLO, og Hafez Assads Sýrlandsforseta. Tvær vinsælustu . hljómsveitir landsins saman á stærsta kvöldi átsins GAMLÁRSKVÖLDI 31. DESEMBER1989 frá kl. 24 til 04 Skín sólin á sálina? Er sálin í sólinni? h a n S ■ j óns ■ m í n s Forsala aðgöngumiða er hafin á Hótel íslandi daglega. Verð aðgöngumiða kr. 1.900. Aldurstakmark 18 ára. Sími 687111 NILFISK ■ vRIhB iVIm Nf NILHSK Á KYNNINGARVERDI (stgr. 15.990,-) KVNNINGARVERD TIL J0LA NÚ MED NVJUM Mótor með 2000 tíma kolaendingu =20 ára notkun Þreföld ryksíun =mengunarlaus útblástur 10 lítra pappírspoki =sá stœrsti (oger ódýr) Kónískslanga =stíflast síöur, eykur sogaflið stálrör, afbragðssogstykki, áhaldageymsla loftkmiið teppasogstykki með snúningsbursta fœst aukalega Nilfisk ernú með nýrri enn betri útblásturssíu "Mikro-Static-Filter". Hreinni útblástur en áður hefurþekkst. Þetta ergóð fréttfyrir asma ogofnœmissjúka. /FOniX HÁTÚNI6ASÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.