Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 38
MÖRGttNBMÐK)! FÖSTUDAGUKH5J DESEMBEB 1989' 88 Pólland: Kiafist afsagnar Jaruzelskis forseta Varsjá. Reuter. PÓLSKA lögreglan notaði háþrýstisprautur til að dreifa hópum sem kröfðust afsagnar Wojciechs Jaruzelskis forseta er þess var minnst á miðvikudagskvöld að átta ár voru liðin frá því stjórn Jaruzelskis setti herlög. Markmið kommúnista með herlögunum var að reyna að stöðva framgang verkalýðssamtakanna Samstöðu. Mótmælendur, sem flestir voru ungir að árum og héldu sumir á Samstöðu-fánum, köstuðu bensínsprengjum og bygging kommúnistaflokksins í Katowice var ötuð rauðri málningu. Til aðgerða kom í fimm borgum og í Stettin var brennd brúðu- mynd af Jaruz- elski. Pólska fréttastofan PAP skýrði einnig frá hörðum átökum í Wroclaw í suð- austurhluta lands- Þingnefnd hefur ákveðið að lögð verði fram kæra á hendur Mieczyslaw Rakow- ski, fyrrum forsætirráðherra, vegna þess að hann reyndi að láta leggja niður Lenín-skipasmíðastöðina í Gdansk árið 1988. Stöðin, sem var vagga Samstöðu, seldi Sovétmönn- um skip á niðursettu verði og var þannig hægt að sýna fram að hún gæfi ekki arð en það var röksemd Rakowskis fyrir aðgerðunum. Hann mun ekki hafa ráðfært sig við aðra í stjórn sinni. Farið verður í sau- mana á fleiri ráðstöfunum Rakow- skis. Ríkisstjórnin, sem Samstöðu- maðurinn Tadeusz Mazowiecki veit- ir forstöðu, gaf í skyn í gær að hún væri ekki fráhverf þeirri hugmynd Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, að þingið veitti. stjóminni aukin völd til að kljást við efnahagsmálin. Walesa sagði á þriðjudag að efna- hagsumbætur stjórnvalda gengju of hægt fyrir sig. Því þyrfti ríkis- stjórnin á leyfi að halda til að um- bylta efnahagnum í einu vetfangi í átt til markaðskerfis. Walesa lagði til að þing landsins samþykkti þess- ar aðgerðir en héldi þó rétti sínum til að breyta sumum ríkisstjórnar- samþykktum. Hann sagði ekkert um það hversu lengi ríkisstjórnin þyrfti að njóta þessara miklu valda. Reuter Hröð mannfjölgun íKína Ráðstöfunum til að hægja á mannfjölgun í Kína hefur ekki verið framfylgt af nægilegri hörku undanfarin þrjú ár, að sögn fjölskyldu- málaráðherra landsins, Peng Peiyun. Gert er ráð fyrir að íbúafjöld- inn verði 1.112 milljónir í árslok og fjölgunin verði 15 milljónir á næsta ári. Mannfjölgun í Kína er þó hlutfallslega minni en í mörgum öðrum þróunarríkjum og er áætlað að Indverjar verði orðnir fleiri en Kínveijar árið 2050. Á myndinni sést fólk í kínversku borginni Chengdu lesa spjöld með upplýsingum um fjölskylduáætlanir og á veggnum er áróðursspjald þar sem foreldrar eru hvattir til að láta sér nægja eitt barn. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGUST ASGEIRSSON Tímamótaákvörðun Evrópubandalagsins í flugmálum: Flugfélög fá heimild til að lækka fargjöld uni allt að 20% Flugleiðir vinna að því að nýjar reglur EB um aukna samkeppni í flugi nái til þeirra SAMGÖNGURÁÐHERRAR ríkja Evrópubandalagsins (EB) náðu óvænt samkomulagi á dögunum um aukið frelsi í flugmálum. Mun ' það meðal anriars hafa í för með sér, að flugfélög í bandalagsríkjun- um geta lækkað áætlunarfargjöld sín um allt að 20% frá næstu áramótum án þess að þurfa samþykki yfírvalda beggja þeirra ríkja, sem flogið er á milli. Ákvörðunin er fyrsta skrefíð I átt til fúlls frelsis í flugi innan EB og megintilgangurinn er að tryggja verulega far- gjaldalækkun á Evrópuleiðum. Einn ókostur við hið nýja fyrirkomu- lag er, að hugsanlega heyri það sögunni til frá næstu áramótum, að menn geti notað farmiða gefínn út á flug eins flugfélags með þotum annars milli sömu staða, eins og verið hefúr. Flugfélög í ríkjum EB munu á næstu árum einvörðungu þurfa samþykki yfirvalda á einum stað til þess að geta lækkað far- gjöld sín. Hafni hins vegar yfir- völd beggja viðkomandi ríkja beiðni um fargjaldalækkun nær hún ekki fram að ganga, sam- kvæmt ákvörðun ráðherranna. Undantekning frá þessu er, að fyrst um sinn munu félög sem þjóna „horuðum" flugleiðum njóta einhverrar verndar frá samkeppni en talið er að það verði aðeins tímabundið. Það á við um leiðir þar sem flutningar eru það litlir að flugið ber sig tæpast. Tilgangur samþykktar ráðherr- anna er að stuðla að lækkun flug- fargjalda. Fannst þeim ónógur árangur af heimild sem flugfélög höfðu haft frá 1. janúar 1988 til takmarkaðrar lækkunar vissra fargjalda. Vilja þeir stíga skrefið lengra í átt til aukins frelsis, til þess að flugfélög geti búið sig betur undir sameiningu innri markaðar EB. Verður samkeppni aukin og fargjaldalækkun tryggð méð því að útiloka, að stjórnir ríkja, þar sem er að finna illa rek- in eða óarðbær ríkisflugfélög, geti haldið uppi óeðlilega háum far- gjöldum með því að beita neitunar- valdi gegn fargjaldalækkunum, eins og verið hefur. Gerðar verða þó ráðstafanir til að koma í veg fyrir óeðlileg tilboð og að flugfélög misnoti sér aukið frelsi með því að hámarka lækk- un. Þannig mega þau ekki lækka fargjöld sín á einu misseri meira en sem nemur 20% af því gjaldi sem gilti næsta misseri á undan. Sérfræðingar í flugmálum hafa haldið því fram, að-miðað við þær reglur og tvíhliða loftferðasamn- inga, sem í gildi hafa verið í Evr- ópu, hafi fargjöld verið ákveðin með tilliti til afkomu verst reknu flugfélaga álfunnar. Að sögn embættismanna í höf- uðstöðvum EB verður nær útilok- að að ríkisstjómir geti í framtí- ðinni tekið sig saman um að synja beiðni um fargjaldalækkun. Þau verði að hafa ríka og vel rök- studda ástæðu til að hafna beiðni af því tagi. Hlutdeildarákvæði afnumin Aukinheldur ákváðu sam- gönguráðherrar EB, að frá árs- byijun 1993 verði flugfélögum ekki lengur tryggð ákveðin hlut- deild í flugi á flugleið sem þau kunna að deila með öðru flugfé- lagi. í dag gæti franska stjórnin t.a.m. gripið í taumana ef British Airways næði meira en 60% af farþégum á flugleiðinni París- London. Verður „kvóti“ flugfélag- anna lækkaður um 7,5% á ári þar til hann verður afnuminn með öllu 1. janúar 1993. Meginástæðan fyrir því að nema þessar regjur úr gildi, en þær hafa veitt ríkis- flugfélögum mikla vemd og nán- ast einokunaraðstöðu, er að tryggja samkeppni og þar með verulega lækkun fargjalda. Vegna gildandi loftferðasamninga og þeirra reglna sem gilt hafa um ákvörðun fargjalda og markaðs- hlutdeild helstu flugfélaga, hafa fargjöld milli tveggja staða í Evr- ópu t.a.m. verið mun dýrari en gjöld á jafnlöngum flugleiðum inn- an Bandaríkjanna. Þá samþykktu samgönguráð- herrarnir, að héðan í frá gætu flugfélög frá einu landi hafið starfsemi í öðru, uppfylli þau ákveðin skiiyrði er lúta að flugör- yggi. Hingað til hefur það verið skilyrði fyrir starfsemi flugfélaga í ríkjum EB að þau séu í meiri- hlutaeign þariendra borgara. Breytingin hefur t.a.m. í för með sér að breskt flugfélag getur í framtíðinni hafið rekstur á Spáni' og t.d. hafið flug milli spænskra og þýskra borga. Fyrsta skrefíð „Ákvörðun ráðherranna er mik- ilsvert skref í átt til aukinnar sam- keppni í flugi. Spyrji almenningur hvort einhver sjáanlegur árangur sé af samstarfi bandalagsríkjanna er ekkert betra svar til en lægri fargjöld og aukið ferðaval fyrir einstaklinginn,“ sagði Leon Britt- an, sem fer með yfirstjóm sam- keppnismála í framkvæmdastjórn EB. Fulltrúi bandalagsins sagði að ákvörðun samgönguráðherranna væri aðeins fyrsta skrefið í þá veru að auka samkeppni í flugi. Þeir hefðu á fundi sínum sam- þykkt þá meginreglu, að frá og með 1. janúar 1993 næðu allar reglur um sameinaðan innri mark- að bandalagsins einnig til flugsins. Talsmaður vestur-þýska flugfé- lagsins Lufthansa hefur látið svo um mælt, að lítill árangur verði af ákvörðun ráðherranna um aukna samkeppni ef ekki komi til fleiri flugleiðir og annað hvort nýir flugvellir eða stóraukin afköst þeirra valla, sem fyrir væru. Talsmaður breska flugfélagsins British Airways fagnaði hins .veg- ar ákvörðun ráðherranna enda hefur félagið um árabil beitt sér fyrir afnámi hafta í flugi. Af hálfu Evrópubandalagsins fara fram viðræður við norsk og sænsk yfirvöld um að hinar nýju reglur nái einnig til Noregs og Svíþjóðar, væntanlega vegna SAS. Danir, sem eiga þriðjung þess flugfélags, eru í Evrópubandalag- inu en Norðmenn og Svíar ekki. Flugleiðir vilja EB-reglur Samþykkt Evrópubandalagsins um aukið frelsi í flugi kann að hafa sín áhrif fyrir íslendinga. Samkvæmt upplýsingum Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flug- leiða, hefur grannt verið fylgst með framgangi mála á þeim bæ. „Við erum að vona að þessar regl- ur nái til okkar, að við göngumst undir þær skyldur sem þær fela í sér og njótum jafnframt þeirra réttinda sem þeim fylgja. Flugleiðir hafa haft frumkvæði að því meðal flugfélaga annarra EFTA-ríkja en Noregs og Svíþjóð- ar að fá reglurnar útfærðar þann- ig að þær nái til þessara landa einnig. Við teljum, að þar sem flugstarfsemi er lítt bundin af landamærum sé raunhæfast, að sömu reglur um ákvörðun far- gjalda og hlutdeild I markaði gildi fyrir sem flesta. Það er ljóst að samþykktir EB munu herða sam- keppni á vissum sviðum og leiðum, sem gefa best af sér. Við teljum meiri ávinning af því að þær nái til okkar líka en að falla utan þeirra,“ sagði Einar. Heimild: International Herald Tribune og Flight. Comoroeyjar: Málaliðar vilja valda- skipti með viðhöfii Dzaoudzi. Reuter. BOB Denard, leiðtogi málaliða, sem hrifsað hafa til sín öll völd á Comoroeyjum, sagði í gær, að hann og menn hans væru tilbún- jr til að afhenda frönskum liðs- foringjum völdin og myndu fara frá eyjunum innan sólarhrings ef tryggt væri að þeir fengju að fara fijálsir ferða sinna og yrði ekki hegnt. Denard og um 30 málaliðar tóku völdin eftir að þeir myrtu Ahmed Abdallah, forseta, 26. nóvember. Þeir komu Abdallah á sínum tíma til valda á Comoroeyjum með innrás og byltingu árið 1978. Fjögur frönsk herskip með land- gönguliðsveitir innanborðs bíða nú átekta við Comoroeyjar. Talið er að Frakkar undirbúi aðgerðir og land- göngu til þess að tryggja öryggi nær tvö þúsund franskra þegna, sem eru á eyjunum. Denard lagði til að valdaskipti færu fram með viðhöfn og að mála- liðarnir fengju bætur sem næmi hálfs árs launum. Jafnframt fengju þeir tryggingu fyrir því að verða ekki sóttir til saka. Við svo búið myndu þeir halda úr landi og ekk- ert því til fyrirstöðu að það gæti orðið í dag, föstudag, að því er Denard hélt fram á blaðamanna- fundi í Moroni, höfuðborg Comoro- eyja,- í fyrradag. Svíþjóð: Kennaraverk- fallinu lokið Stokkhólmi. Frá Erik Liden, íréttaritara Morgunblaðsins. TÆPLEGA fimm vikna verkfalli kennara í Svíþjóð lauk í gær þeg- ar déiluaðilamir samþykktu loka- tillögu sáttasemjara. Þó að kennarar innan SACO, sam- taka háskólamenntaðs fólks, hafi ekki samþykkt að fá sömu heildar- laun og kennarar innan samtaka opinberra starfsmanna, TCO, ákvað SACO að þiggja þær kjarabætur sem fólust í tilboðinu um lausn verkfalls- ins; í sáttatillögunni var fellt niður ákvæði um 34 stunda viðveruskyldu kennara, en í staðinn kveðið á um að kennurum beri að gegna fimm stunda viðveruskyldu utan kennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.