Morgunblaðið - 15.12.1989, Page 40

Morgunblaðið - 15.12.1989, Page 40
40 MÖRGUNBLAÖIÐ FÖSTUDAGUR 15. DÉSEMBER 1989 41 o Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakið. Ráðist að sveitarstj órnum Nýjasta uppnámið í herbúð- um ríkisstjórnarinnar er vegna ráðagerða hennar um að ná þeim sjúkrahúsum undir ríkið, sem eru eign sveitarfélag- anna. Gleggsta dæmið um þetta er í Reykjavík. Þegar ákveðið var fyrir þremur árum, að Borg- arspítalinn í Reykjavík færi á „föst fjárlög", eins og það er kallað, var jafnframt samið um það, að stjórn hans yrði áfram í höndum Reykjavíkurborgar. Nú liggur hins vegar fyrir frum- varp á Alþingi frá Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra, þar sem gert er ráð fyrir því að ríkið skipi menn í stjórnir þeirra sjúkrahúsa, sem hingað til hafa heyrt undir sveitar- stjórnir. Davíð Oddsson borgarstjóri hefur harðlega gagnrýnt þau áform sem birtast í frumvarpi heilbrigðisráðherra. Borgar- stjóri rifjar upp, að ýmsir hafi óttast að. breytingin á íjárveit- ingum til Borgarspítalans væri fyrsta skrefið í átt til þess að ríkið sölsaði spítalann undir sig. Þá hafi borgaryfirvöld verið fullvissuð um að á því væri engin hætta. Nú sé hins vegar annað uppi á teningnum. Telur borgarstjóri að lagasetning af þessu tagi kunni að stangast á við sum ákvæði stjórnarskrár- innar, til dæmis þau sem fjalla um sjálfstæði sveitarfélaganna og friðhelgi eignarréttarins. Reykvíkingar láta að sjálf- sögðu ekki bjóða sér, að eign þeirra á borð við Borgarspítal- ann sé tekin af þeim og flutt til ríkisins án þess að nokkurt endurgjald komi fyrir hana. Að ríkisstjórninni skuli koma til hugar, að borgarbúar og þeir sem eru í fyrirsvari fyrir þá með borgarstjóra í broddi fylk- ingar láti bjóða sér vinnubrögð af þessu tagi, sýnir best hve ráðherrarnir hafa losnað úr öll- um eðlilegum tengslum við umhverfi sitt. Hér er raunar meira í húfi en virðing fyrir eignarréttinum á Borgarspítalanum. Davíð Oddsson bendir réttilega á, að þessi áform gangi þvert á stefnu allra ríkisstjórna um náið samstarf og eðlileg sam- skipti við sveitarfélögin og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Fulltrúar annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur hafa einnig risið upp til að and- mæla ágangi ríkisvaldsins og kann nú samkomulag um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga að vera komið í stór- hættu vegna þessa. Eífitt er að átta sig á því, hvað fyrir þeim ráðherrum vak- ir, sem líta þannig á, að þeir komist upp með vinnubrögð af þessu tagi. Er það einfaldlega athugunarleysi, að kanna ekki hug eiganda Borgarspítalans, áður en ákveðið er að svipta hann stjórn á þessari eign sinni? Eða er hér markvisst verið að storka borgarbúum og borgar- yfirvöldum? Hver svo sem skýr- ingin er blasir hitt við, að ráð- herrar standa ákaflega klaufa- lega að þessu máli eins og flest- um öðrum um þessar mundir. Hafa þeir misst fótanna í upp- lausninni við afgreiðslu íjár- laga? Læknar miðstýrinsr allt? Frumvarp Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- ráðherra um heilbrigðisþjón- ustu hefur ekki aðeins vakið deilur milli ríkisins og Reykjavíkurborgar heldur hafa læknar einnig risið upp og and- mælt. Á þriðjudag voru forseta Sameinaðs þings afhent mót- mæli 343 lækna vegna frum- varpsins, en þeir telja að í því felist stóraukin miðstýring. Á sama tíma og þau stjórn- málakerfi eru að leysast upp, ‘sem hafa sótt allan sinn styrk til miðstýringar og eignarhalds ríkisins á stóru og smáu, sitjum við uppi með stjórnarherra sem sjá helst ekkert annað en aukna miðstýringu. Einar Stefánsson, prófessor í augnlæknisfræði við Háskóla íslands, hefur rétt fyr- ir sér í Morgunblaðsgrein í gær, þegar hann segir: „Eftir einn eða tvo áratugi undir mið- stýringu yrði ljóst að miðstýrð- ur sósíalismi er jafnslæmur í heilsugæslu og í öðrum grein- um. Myndi þá byija að myndast einkarekstur á ný, og hefðum við þar með apað vitleysuna fullkomlega eftir Svíum. Er illt, ef við getum aldrei lært af mis- tökum annarra." Miðstýring í heilbrigðisþjón- ustunni er engin lækning; hvorki á vanda þeirrar þjónustu né lélegri opinberri íjármála- stjórn. MORGUNBLAÐIÐ IfÖSTUDAGUR 16. DESjEMBEjR 1389 , Riftir ríkið samning- um við sveitarfélögin? eftirDavíð Oddsson Skyndilega hafa vaknað hug- myndir að því er virðist ríkisstjórn- inni eða hluta hennar að ganga á svig við samninga við sveitarfélögin um þá vérkaskiptingu, sem staðfest var á Alþingi sl. vor. Sú lagastað- festing, sem þar var gerð byggði á samkomulagi milli sveitarfélaganna annars vegar og ríkisstjórnarinnar fyrir meðalgöngu félagsmálaráð- herra hins vegar. Skyndilega er boðað til neyðar- fundar þriggja ráðherra með þeim fulltrúum sambandsstjórnar sveit- arfélaga, sem náðist í, með ör- skömmum fyrirvara. Þann fund sátu fjármálaráðherra, félagsmála- ráðherra og heilbrigðisráðherra og stjórnaði fjármálaráðherrann fund- inum, þó að það sé að vísu í verka- hring félagsmálaráðherrans. Þar var tilkynnt að nú stæði til að ganga •á bak orða sinna og ganga á svig við samninga, sem staðfestir höfðu verið með lögum. Á fundinum var tilkynnt að ríkis- stjórnin hygðist sleppa þeim greiðsl- um, sem ríkisvaldinu bar að standa að vegna tilfærslna á verkefnum í frumheilsugæslu, og ástæðan, sem gef in var upp, var í meira lagi kynd- ug. Hún var sem sagt sú, að borgar- yfiryöld í Reykjavík og reyndar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og nokkrir fleiri aðilar vildu ekki sætta sig við að spítalar í eigu sveitarfé- laga væru hrifsaðir burtu úr for- ræði sveitarfélaganna með einu pennastriki og sú gjörð tengd samn- ingum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Staðreynd málsins er sú, að um slíkt var alls ekki saniið sl. vor. Þvert á móti. Þegar samningar voru yfirstaðnir samdi ríkið á eigin ábyrgð fnimvarp, sem átti að byggja á þessum samningum, og þar var slíkum hugmyndum lætt inn í frumvarpið. Þegar sveitarstjórnar- menn sáu þetta mótmæltu þeir harðlega, sem varð til þess að fallið var frá þessum ákvæðum og þess- ari ásælni og yfirtöku, enda ekki um nein tengsl við verkaskipta- samningana að ræða. Þetta kemur glöggt fram í greinagerð með frum- varpi því, sem iagt hefur verið fram á Alþingi, þar sem þessi tilraun til yfirtöku kemur fram. I athuga- semdum um greinargerð frum- varpsins sjálfs um 22. greinina, sem fjallar um yfirtökuna, segir: „Eins og fram hefur komið hér áður í athugasemdunum við lagafrumvaip þetta á ríkið enga fulltrúa í stjórn- um sjúkrahúsa sveitarfélagjanna og í stjórnum einkasjúkrahúsa og sjálfseignarstofnana. Hefur þetta reynst bagalegt og hefur ráðuneyt- ið ítrekað reynt að fá þessu breytt m.a. við heildarendurskoðun heil- brigðisþjónustulaga, sem fram fór á árunum 1982 og ’83, og við gerð laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem öðlast gildi frá nk. áramótun, en án árangurs.“ í þessum setningum kemur glöggt fram, að um þetta var alls ekki samið við verkaskiptinguna. Fjarri því. Þessu var beinlínis andmælt. Álit lagastoftiunar Heilbrigðisráðherra sagði í sjón- varpi fimmtudaginn 13. þ.m. að við staðfestingu laganna um verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga sl. vor hefði verið afráðið að ríkis- valdið greiddi að fullu rekstrar- kostnað sjúkrahúsanna. Þetta er alrangt hjá ráðherranum og undar- Iegt að þessu skuli vera haldið fram, vegna þess að það var ákveðið ein- hliða af ríkinu fyrir þremur árum, að ríkið skyldi greiða heildarkostn- að af rekstri spítalanna með föstum fjárlögum. Þá var ekki gerð tilraun til yfirtöku með þessum hætti eins og nú er gert. Landssamband sjúkrahúsa óskaði eftir því að Laga- stofnun Háskóla íslands hinn 19. maí 1988 kannaði, hvort sú breyt- ing að heilbrigðisráðuneytið hefði einhliða ákveðið, að allar greiðslur til sjúkrahúsa íyrir þjónustu þeirra skyldu greiðast að fullu beint úr ríkissjóði, en ekki með daggjöldum eins og áður var, hefði einhver rétt- aráhrif í för með sér. Lagastofnun Háskóla íslands gerði á þessu ítar- lega athugun og í niðurstöðum hennar kemur m.a. fram eftirfar- andi: Nú er svo mælt í 41. og 42. gr. almannatryggingalaga, að landsmönnum skuli ti-yggð ókeypis vist í þessum stofnunum, þ.e. sjúkrastofnunum, og þá í reynd verið að heimila kaup á þjónustu af þeim. Sá skilningur á 41. gr. nefndra laga stenst því ekki, að þeirri ákvörðun ráðherra og fjár- veitingavalds að greiðslur til sjúkra- húss skuli inntar af hendi sem beint framlag úr ríkissjóði, fyrirfram ákveðið og sundurliðað, fylgi jafn- framt vald til einhliða ákvörðunar um fjárframlög og þjónustuskyldur, sem eru raunar í meginatriðum lög- bundnar. Væri þá í reynd verið að selja ríkisvaldinu sjálfdæmi um rekstur sjúkrahúsa í eigu annarra en ríkisins og svipta forráðamenn slíkra stofnana heimild til að ráða rekstrarútgjöldum þeirra. Slíkar sjúkrastofnanir færu þá alfarið und- ir stjórn ríkisins og réttarstöðu þeirra yrði gerbreytt. Til slíkrar röskunar þyrfti skýr og afdrátta- laus lagafyrirmæli. Síðan segir: „Þar sem lagafyrirmæli skortir verða sjúkrastofnanir í eigu annarra en ríkisins ekki dregnar undir stjórn ríkisins með einhliða ákvörðun ráð- herra og fjárveitingavaldsins, en slík fyrirmæli eru hvorki í almanna- tryggingalögum né öðrum lögum svo séð verði. Hér má raunar bæta því við, að engan veginn er víst að slík ákvæði hefðu verið nægjanleg þótt sett hefðu verið, þar sem óvíst er að þau hefðu staðist gagnvart stjórnarskrá, en ekki er tilefni til að fjölyrða um þennan þátt máls- ins.“ (Það var ekki tilefni til þess þá, en það er tilefni til þess núna.) Áfram segir Lagastofnun Háskóla íslands: „Með því að sjúkrastofnan- ir þær, sem ekki eru ríkisspítalar, lúta ekki yfirstjórn ríkisins verða þær ekki settar undir hana með einhliða ákvörðun ráðherra eða fjárveitingavaldsins, heldur verður að semja við þær um þá þjónustu, sem þeim er ætlað að veita, og það gjald, sem í móti skal koma, svo sem gert er ráð fyrir í 46. gr. al- mannati-yggingalaga.“ Og enn seg- ir: „Við umræður á Alþingi um frumvarp, sem varð að lögum nr. 59/1982, lét heilbrigðisráðherra (Svavar Gestsson) í ljós þá skoðun, að semja bæri um greiðslufyrir- komulag svo sem tilvitnuð orð hans sjálfs að framan sýna. Þeim mun fremur ber að semja um efnisatrið- in sjálf.“ Niðurstaða Lagastofnunar Há- skóla íslands rennir enn frekari stoðum undir það, að sú staðreynd að ríkisvaldið hafi ákveðið á sínum tíma, jafnvel í sumum tilvikum gegn andstöðu og aðvörunum viðkom- andi sveitarstjórnar, að kaupa þjón- ustu sjúkrahúss með beinu föstu fjárframlagi breytir alls engu um réttarstöðu þeirra né gefur ríkis- valdinu rétt til að taka sjúkrahúsin yfir. Allur þessi málatilbúningur er því á afar veikum grunni reistur og fráleitt að blanda honum saman við verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og hafa í hótunum nú, að sá þáttur, sem var mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveit- arfélaga, verði nú að engu gerður af þessari tylliástæðu. Er með ólík- indum að félagsmálaráðherra láti Davíð Oddsson „Menn þyrla upp mold- viðri í fjölmiðlum, hafa í frammi jafnvel hrein ósannindi, rangfæslur og margvíslegar hótan- ir um að níðast á sveit- arfélögunum, einu eða fleiri. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra um samskipti ríkis og sveit- arfélaga, en er sem bet- ur fer í þessum mæli óþekkt þeirra á milli áður.“ slíkt yfir sig ganga, en sveitarfélög- in ættu að mega treysta því, að sá ráðherra gæti hagsmuna sveitarfé- laganna. Mótmæli stjórnar Borgarspítalans Nú er því haldið fram, að þar sem ríkisvaldinu hafi láðst að breyta reglum og lögum um stjórnun á héilsugæslustöðvum í samræmi við samkomulag sveitarfélaganna og ríkisins, sem alls ekki er deilt um, sé tilefni til þess að ríkið standi ekki við skuldbindingar sínar gagn- vart sveitarfélögunum um greiðslur og annað þess háttar. í bréfi heilbrigðis- og trygginga-. málaráðherrans, sem undirritað er af honum og ráðuneytisstjóranum, dags. 3. október sl., segir um þetta atriði: „Þetta hefur hins vegar ekk- ert með fjármögnun heilsugæslunn- ar og heilsuverndarstöðvarinnar að gera, sem færist að öllu Ieyti yfir á ríkið frá og með 1. janúar nk.“ í bréfi, dags. 7. desember, frá stjórn Borgarspítalans segir m.a.: „Á fundi stjórnarinnar hinn 24. nóvember sl. var samþykkt tillaga, þar sem harðlega er mótmælt áformum ríkisstjómarinnar um að yfirtaka einhliða rekstur og stjórn- un sjúkrahúsa sveitarfélaga, þ.m.t. Borgarspítalans. í athugasemd við frumvarpið kemur fram, að nauð- synlegt sé að fjárhagsleg og rekst- arleg ábyrgð fari saman innan heil- brigðiskerfisins, en því hafi ekki verið til að dreifa til þessa. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar mótmælir þessari fullyrðingu harð- lega. Sveitarfélög bera að fullu fjár- hagslega og rekstrarlega ábyrgð á rekstri sjúkrahúsa sveitarfélaga. Samkvæmt almannatryggingarlög- um skal tryggja landsmönnum ókeypis vist á þessum stofnunum og er þá í reynd verið að heimila kaup á þjónustu af þeim eins og segir í álitsgerð Lagastofnunar Háskóla íslands til Landssambands sjúkrahúsa, dags. 10. janúar 1989. Slíkum kaupum á þjónustu fylgir ekki jafnframt vald til einhliða ákvörðunar um fjárframlög og þjónustuskyldur. Álitsgerð Laga- stofnunar Háskóla íslands tekur af öll tvímæli um að sveitarfélögin bera fulla ábyrgð á rekstrarútgjöld- um sjúkrahúsa sveitarfélaga. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar lýsir furðu sinni á vinnubrögðum rikisstjórnarinnar með framlagn- ingu þessa frumvarps. Ekkert sam- ráð hefur verið haft við Reykjavík- urborg um þetta mál og því síður við starfsfólk sjúkrahússins vegna breytinga á stöðu og högum. Með frumvarpinu er verið að stefna að einhliða yfirtöku ríkisins á stofnun- um í eigu sveitarfélaga." Því er við að bæta, að fram kom á fundi ráðherranna þriggja með forráðamönnum sveitarfélagasam- bandsins, að heilbrigðisráðherra hafði ekki fyrir því að kynna hið nýja frumvarp sitt, sem gekk þvert á samkomulag við sveitarfélögin, fyrir stjórn Sambands ísl. sveitarfé- laga né heldur forráðamönnum þess. Viðurkenndi ráðherrann þessi mistök sín á þeim fundi. Frumhlaup ráðherra í rauninni hefur fjármálaráð- herra ekkert með það mál að gera, sem nú hefur verið þyrlað upp. Hin fyrirhugaða, ólöglega yfirtaka á sjúkrahúsinu breytir engu um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga né heldur fjárhagslega ábyrgð ríkisins. Reyndar hefur komið fram, að Borgarspítalinn hefur á undanförnum árum verið eitt best rekna sjúkrahúsið og það sjúkrahús landsins, sem einna næst hefur komist því að standa við áætlanir fjárlaga, og hefur því stjórnun Reykjavíkurborgar og full- trúa hennar á því verið með miklum ágætum. Ráðherrann skýldi sér hins vegar í upphafi á bak við það, að í fram- haldi af samþykkt sveitarfélaganna og forráðamanna ríkisvaldsins á verkaskiptingunni hafi verið samið frumvarp, þar sem ákvæði um yfir- töku á sjúkrahúsum sveitarfélaga höfðu verið sett inn. Samtök sveit- arfélaganna svöruðu því með bréfi 6. febrúar 1989 og þar segir: „Sam- band ísl. sveitarfélaga hefur átt fulltrúa í nefndum, sem unnið hafa að tillögum um breytta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Hins vegar átti sambandið ekki aðild að samningu þessa frumvarps.“ Þá kom fram í þessari umsögn Sam- bands ísl. sveitarfélaga, að það var í megindráttum sammála frum- varpinu, enda var það í samræmi við samninga sveitarfélaganna við ríkið. 7. greininni í því frumvarpi var hins vegar harðlega mótmælt, þar sem gert var ráð fyrir því að ríkið tæki að hlutast til um stjórnun á sjúkrahúsum í eigu sveitarfélag- anna. Við þessi mótmæli var þegar í stað frá yfirtökunni fallið, þar sem ábyrgir aðiiar hafa þá kannast við að þessi.áform höfðu engin tengsl við verkaskiptinguna í raun. Nú lýsir fjármálaráðherra því yfir, ef skilja má rétt fréttir Ríkisút- varpsins (þar sem ráðherrann virð- ist að einhveiju leyti vera farinn að draga í land varðandi hótanir sínar á fundi með sveitarfélaga- mönnum á miðvikudag), að nú ætli hann að falla frá því að ríkið yfir- taki í samræmi við samningana rekstur og greiðslur á tannlækna- þjónustu þeirri, sem sveitarfélögin höfðu áður með að gera, og bar að flytja til ríkisins samkvæmt samn- ingunum og lögum. Ekki verður séð, hvernig ráðherrann ætlar að standa við þessa hótun sína, þar sem þessir starfsmenn eru ekki lengur starfsmenn sveitarfélaganna og ríkið hefur ráðið þá alla í vinnu. Virðist hér einhver fljótfæmi vera á ferðinni, sem ekki fær staðist. Meginatriðið er hins vegar það, að sveitarfélögin hafa aldrei í annan tíma orðið vör við slíka framkomu af hálfu ríkisins, og hefur þó eitt og annað gerst í þeirra samskiptum. Menn ganga á bak orða sinna í mörgum greinum, ótrúlega fljótt. Menn þyrla upp moldviðri í fjölmiðl- um, hafa í frammi jafnvel hrein ósannindi, rangfæslur og margvís- legar hótanir um að níðast á sveitar- félögunum, einu eða fleiri. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra um samskipti ríkis og sveitarfélaga, en er sem betur fer í þessum mæli óþekkt þeirra á milli áður. Þetta er gert á sama tíma og lagður er á virðisaukaskattur, sem hefði kost- að sveitarfélögin á þessu ári um 800 millj.kr. og nálægt einum millj- arði á næsta ári. Fjármálaráðherra dregur þessar tölur í efa, en sveitarfélögin hafa sjálf, mörg hver, gert úttekt á sínu bókhaldi og kannað, hver breyting- in væri á þeirra högum eftir að virð- isaukaskattur kemur og eftir að greiðslur söluskatts hafa verið dregnar frá. Bókhaldið hefur verið borið saman milli sveitarfélaga og stemma þessar tölur á milli þeirra. Fjármálaráðherra segir, að verði hugmyndir hans að lögum muni hann fá heimildir til þess að veita undanslátt frá hinum og þessum þáttum virðisaukaskattsins gagn- vart sveitarfélögunum, og sveitar- félögin geti talað við hann mánaðar- iega eða jafnvel oftar, gengið með betlistaf upp í fjármálaráðuneyti og fengið niðurfellingu á virðis- aukasköttunum eftir því hvernig í bólið blæs í ráðuneytinu. Aldrei hefur verið gert ráð fyrir því að sveitarfélög þyrftu að leggjast lægra gagnvart ríkjsvaldinu en þessar hugmyndir bera með sér. Ilöfundur er borgarstjóri í Reykjavik. Ágreiningur um verkaskiptingu milli ríkisvalds og sveitarfélaga ÁGREININGUR er um ýmis atriði varðandi breytt verkaskipti ríkis og sveitarfélaga, sem taka eiga gildi um áramót samkvæmt nýjum lögum þar um. í fyrsta lagi er óleyst deila Reykjavíkurborgar og ríkisins um sljórnunarlegt forræði yfír Borgarspítalanum. í öðru lagi vill ríkið ræða við samtök sveitarfélaga um að fresta tveimur atriðum í verkaskiptalögunum, sem hafi verið vanreiknuð er náð var samkomu- lagi um verkaskiptin; annars vegar að ríkið taki að sér að greiða skólatannlækningar um allt land og hins vegar að það greiði rekstur Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Loks eru uppi hugmyndir í ríkisstjórninni um að rekstur skólá og dagvista fyrir fatlaða færist yfír til sveitarfélaganna. Á fundi með fulltrúum Samtaka íslenzkra sveitarfélaga í fyrrakvöld viðruðu félagsmálaráðherra, fjár- málaráðherra og heilbrigðisráð- herra hugmyndir um að reynt yrði að ná samkomulagi um að fresta um eitt ár yfirtöku ríkisins á skóla- tannlækningum og rekstri Heilsu- verndarstöðvarinnar í Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessir kostnaðarliðir hefðu verið vanáætlaðir er unnið var að verkaskiptamálinu síðastliðið vor, og næmi sú vanáætlun 400-500 milljónum króna. „Það hallar á ríkið, sem átti ekki að gera. Samtök sveitarfélaga viðurkenna að þetta. átti ekki að vera með þessum hætti,“ sagði Jóhanna. Hún tók það fram, að þarna væri ekki verið að reyna að fylla upp í eitthvert gat í ríkisfjármálunum, heldur aðeins að leiðrétta vanáætlaðan kostnað af breyttum verkaskiptum. Fram hefur komið að fjármála- ráðherra vilji að sveitarfélögin yfir- taki rekstur skóla og dagvistar- stofnana fyrir fatlaða, en að óbreyttu er hann á höndum ríkis- ins. Félagsmálaráðherra segisttelja að það geti komið til greina að semja um slíkt við sveitarfélögin, en ekki komi til greina að á næsta ári verði þeim lagðar auknar fjár- hagslegar byrðar á _ herðar hvað þennan þátt varðar. „Ég tel útilokað að setja það yfir á sveitarfélögin nema að það verði fyrst skoðað sérstaklega hvernig megi 'haga slíku til. Það er ekki partur af þessu verkaskiptamáli á einn eða annan hátt,“ sagði félagsmálaráðherra. Hún sagði að þessar hugmyndir kæmu upp vegna þess að sveitarfé- lögin hefðu grunnskólana á sinni könnu, og sérskólar fatlaðra væru á sama skólastigi. Rætt um að iresta ákvæðum um stjórn sjúkrahúsa hvað Reykjavík varðar Félagsmálaráðherra segir að það standi heldur ekki til að hvikað verði frá verkaskiptalögunum hvað varðar stjórn sjúki'ahúsa út um land. Sem kunnugt er hafa Reykjavíkurborg og ríkisvaldið átt í deilu vegna frumvarps heilbrigðis- ráðherra, sem gerir ráð fyrir að heilbrigðisráðherra skipi stjórnir sjúkrahúsa og þær beri ábyrgð gagnvart honum. Borgaryfirvöld i Reykjavík hafa andmælt því, að ríkið fari með stjórn sjúkrahúsa, sem teljast í eigu -sveitarfélaga, og segja að slíkt jafngildi eignaupp- töku. Sjónarmið ráðherra ríkis- stjórnarinnar er hins vegar að stjórnunarleg ábyrgð eigi að vera hjá þeim, sem greiði rekstur sjúkra- húsanna, þ.e. ríkisvaldinu. Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra sagði í samtali við blaðið að sér þætti afar óeðlilegt að í Reykjavík gilti önnur regla en ann- ars staðar á lahdinu, og hann skildi ekki rökin fyrir því. „Alþingi hefur þegar samþykkt ákveðið stjórnar- form fyrir heilsugæzlustöðvar. Af hveiju ætti heilsugæzlustöð á Sel- tjarnarnesi til dæmis að vera með annað. stjórnarform en stöð í Reykjavík? Það sama gildir auðvit- að um sjúkrahúsin. Ríkið greiðir allan kostnaðinn og þá höfum við talið það eðlilegt að stjórnir stofn- ananna störfuðu á ábyrgð ríkisins og viðkomandi ráðherra. Það er það, sem hér er til urnræðu og ég hef lagt á það áherzlu að sama gildi um allar stofnanir og alla að- ila hvað þetta varðar. Nú hafa hins vegar komið upp hugmyndir um að eitthvað annað gildi í Reykjavík en hjá öðrum sveitarfélögum, og ég tel að því ætti þá að fylgja hluti af kostnaðinum við rekstur stofnan- anna,“ sagði Guðmundur. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir hins vegar að þótt það gangi ekki að leiða í lög að í Reykjavík, einu sveitarfélaga, greiði ríkið reikning við heilsugæzlu en borgin stjórni, komi til greina að fresta í eitt ár þeim þætti verka- skiptingar ríkis og sveitarfélaga sem lýtur að Borgarspítalanum og heilsugæzlustöðvum í Reykjavík og reynt vet'ði að komast að niðurstöðu á meðan. Hann segir að með því að yfirtaka rekstur sjúkrahúsanna sé ríkið í raun að gera það, sem sveitarfélögin hafi beðið um. „Það er mikill misskilningur að ríkið hafi verið að sækjast eftir þessu,“ sagði Ólafur Ragnar. „Önnur sveitarfélög hafa hins vegar verið mjög ánægð með þessa skipan mála og við skul- um því láta lögin taka gildi á öðrum sviðum. En við stöndum auðvitað ekki undir því að vera bornir þeim sökum af borgarstjóranum í Reykjavík að við séum gerræðis- fullt miðstýringarvald og séum að bijóta stjórnarskrána. Og ef Reykjavíkurborg vill hafa gamla lagið á þessu áfram þá getum við alveg samþykkt, að sama skipulag- ið og gilt hefur undanfarin ár hvað snertir rekstrarkostnað, stjórnun Borgarspítalans og heilsugæzlu- stöðvarnar í Reykjavík verði látið gilda áfram í eitt ár, á meðan ríkið og Réykjavíkurborg ræða um þenn- an þátt málsins." Aðspurður um þá röksemd Davíðs Oddssonar borgarstjóra að ef ríkið ætli að yfirtaka sjúkrastofn- anir eigi það að endurgreiða borg- inni stofnkostnað við þær, sagði Ólafur: „Það hefur aldrei verið talað um það, heldur er það eitthvað sem borgarstjóranum dettur í hug á síðasta stigi. Ríkinu hefur aldrei dottið í hug að þótt sveitarfélögin séu að taka við rekstri skólanna eigi þau að borga stofnkostnaðinn sem ríkið hefur borgað. Þetta er því út í hött hjá hinum ágæta borg- arstjóra. Verkaskiptingin snerist ekkert um þetta. Hún snerist um hveijir borguðu rekstrarkostnað og hveijir stjórnuðu rekstrinum. Og að halda því fram að ríkisvaldið sé að reyna að yfirtaka eignir og rekstur Borg- arspítalans með einu pennastriki er aðeins til í martraðarheimi borgar- stjórans nema hann skorti kosn- ingamál og hafi því reynt að búa sér til grýlu í skammdeginu. En- ég tek ekki þátt í svona skollaleik,“ sagði Ólafur Ragnar. Málflutningur fjármálaráðherra byggður á ósannindum Davíð Oddsson borgarstjóri segir röksemdir fjármálaráðherra byggð- ar á ósannindum. „Ráðherra hefur gefið til kynna að sveitarfélögin hafi sótzt eftir því að ríkið tæki yfir sjúkrahúsin, þar með talin Reykjavíkurborg gagnvart Borg- arspítalanum. Þetta eru helber ósannindi. Það vita það allir sem vilja að ríkið ákvað sjálft á sínurn tíma, í andstöðu við Reykjavíkur- borg, að setja Borgarspítalann á föst fjárlög. Þannig að öll orðræða Ólafs Ragnars Grímssonar og allt skens hans byggist á ósannindum hans sjálfs," sagði borgarstjóri. „Ég tel það reyndar orðið mikið vanda- mál í þjóðfélaginu hvernig einn af talsmönnum ríkisvaldsins og einn af valdamestu mönnum landsins um þessar mundir, formaður Alþýðu- bandalagsins, byggir málflutning sinn í hveiju málinu á fætur öðru á hreinum ósannindum. Ég tel að málflutningur han’s sé nánast ein- stæður, þó að ekki hafi kannski allir stjórnmálamenn verið sann- söglari en almennt gengur og ger- ist. Hann virðist aldrei geta farið fram með neinn málflutning nema byggja grundvallarniðurstöðu sína á hreinum ósannindum eins og í þessu dæmi.“ Borgarstjóri segir að fjármála- ráðhev-ra gefi jafnframt til kynna að það, að Borgarspítalinn hafi verið settur á fjárlög fyrir þremur árum, sé afleiðing af kröfu sveitar- félaganna, þar með talinnar Reykjavíkurborgar, frá því í verka- skiptasamningunum í vor. „Þetta sér hyer maður jafnframt að er fásinna. í þriðja lagi segir maðurinn slag í slag að Reykjavíkurborg ein og sér vilji ekki una við verkaskipt- in. Borgin hefur staðið að þeim öll- um eins og önnut' sveitarfélög og fylgt þeim að máli. Sveitarfélögin hafa staðið við allt sitt. Það er hins vegar nú á síðustu augnablikum, sem ríkið kemur inn með þátt, stjórnun og yfirtöku sjúkrahús- anna, sem aldrei var fjallað um í verkaskiptingunni. Það er meginat- riði í verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga að samið sé um þá verka- skiptingu. Þannig að allt, sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson hefur sagt i þessu máli og hefur þegar stórskað- að umræðuna, er byggt á ósannind- um og beinlínis óheiðarleika,“ sagði borgarstjóri. Davíð sagði að samið hefði verið um þau meginatriði, sem ættu að gilda í verkaskiptum ríkis og sveit- arfélaga, og aðalatriðið væri það að sjálfstæði beggja aðila væri virt og breytingarnar næðu aðeins til þeirra atriða, sem um semdist. „Ríkið getur ekki eitt og sér ákvarð- að breytingar í þessum efnum gagnvart þáttum eins og sjúkrahús- unum. Það var aldrei um það beðið á sínum tíma að spítalarnir færu á föst fjárlög. Þvert á móti sýna öll gögn að það var lagzt hart gegn því,“ sagði borgarstjóri. Félagsmálaráðherra er ekki sam- mála skilningi borgarstjóra. „Þetta var eitt af því, sem var skilið eftir í verkaskiptamálinu og menn vildu taka upp í sérstöku frumvarpi um heilbrigðisþjónustu, sem heilbrigð- isráðherra er að flytja núna,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. „Það kom skýrt fram í nefndaráliti að þetta yrði tekið upp í haust og það mátti öllum vera ljóst að þetta yrði tekið fyrir á yfirstandandi þingi." Sveitarstjórnarmenn fúnda ídag Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og formaður Sam- taka sveitarfélaga, sagði að í dag, föstudag, myndi sveitarfélögunum berast formlegt erindi ríkisstjórnar- innar varðandi þau atriði, sem hún vildi ræða um breytingar á. Þá yrði haldinn stjórnarfundur í samtökun- um og reynt yrði að svara því, sem að sveitarfélögunum væri beint. Sigurgeir sagði að samtökin hefðu á sínum tíma ályktað að rétt væri að stjórnir sjúkrahúsanna væru óbreyttar á meðan þau væru rekin undir því nafni, sem nú væri. „En við munum að sjáifsögðu fjalla aftur um þessi mál á fundinum; þar er á dagskrá umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra," sagði Sigur- geir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.