Morgunblaðið - 15.12.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 15.12.1989, Síða 44
Atak gegn sifjaspellum: Hefur skilað góðum árangri — segir Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur FYRSTA skipulagða átakinu gegn sifjaspelli á Akureyri og nágrenni * lýkur með símatíma á milli kl. 13 og 14 í dag. Að átakinu standa Val- gerður Magnúsdóttir sálfræðingur og Brynja Óskarsdóttir félagsráð- gjafi, en báðar starfa þær hjá Féiagsmálastofnun Akureyrar. „Þetta hefur verið heilmikil lífsreynsla fyrir okkur og ég tel að átakið hafi skilað góðum árangri. Við höfum orðið varar við mikla umræðu um þessi mál hér í bænum og nágrenninu," sagði Valgerður. Atakið hófst á fimmtuðagskvöld í fyrri viku með símatíma og einnig var opinn sími á laugardag. í þess- ari viku hefur þolendum sifjaspells einnig verið boðið að hringja og er síðasti símatíminn í dag. „Það hafa ekki hringt margar konur, en þó nokkrar í þessu markvissa átaki. Þetta eru konur sem komnar eru '1 mjög mislangt i sinni úivinnslu og sumar hafa leitað sér aðstoðar annar staðar áður, en aðrar ekk\,“ sagði Valgerður. Fyrirhugað var að bjóða þeim kon- um sem það vildu að taka þátt í starfi sjálfshjálparhópa, en enn hafa ekki fundist nægilega margar konur sem tilbúnar eru til að taka þátt í slíkum hópi. Valgerður sagði þær tilbúnar til að vinna einnig að þessum málum með einstaklingum, sem þess óska. Þrátt fyrir að hinu skipulagða átaki ljúki í dag, sagði Valgerður að áfram yrði unnið að þessum málum og áfram verður hægt að hringja í þær í vinnusíma, auk þess sem um- ræðunni verður haldið gangandi m.a. hjá fagfólki. Landsbankinn með hæsta boð í Ytra-Holt LANDSBANKINN bauð hæst í jörðiná Ytra-Holt við Dalvík á uppboði sem haldið var í fyrradag og Stofnlánadeild landbúnaðarins bauð hæst í stærsta refaskálann úr þrotabúi Pólarpels. Landsbankinn bauð 16,5 milljónir króna í Ytra-Holt og var það hæsta boð sem fram kom á uppboðinu. Byggðastofnun bauð 11 milljónir og Dalvíkurbær 5 milljónir. Stofnlánadeild landbúnaðarins Ellefu tegundir afjólakortum Demantskort á Akureyri hafa sent frá sér ellefu tegundir af jóla- kortum. Á kortunum er myndir af málverkum eftir Iðunni Ágústs- dóttur, m.a. frá Kjarnaskógi og ljós- ■ ' myndir sem Pálmi Guðmundsson hefur tekið af Akureyri. Jólakortin fást í bókabúðum á Akureyri. Fréttatilkynning bauð 2 milljónir króna í stærsta refa- skála þrotabúsins. Fjórir aðrir skálar verða boðnir upp eftir áramót og einnig stórt steypt hús í eigu þrota- búsins. Uppboðshaldari tók sér tveggja vikna frest til að skoða til- boðin. Sláti-un dýrannaer lokið36, en þau voru 24.500 talssins. Alls unnu átta manns við slátrunina og sagði Óskar Sigurpálsson, einn þeirra, að vel hefði gengið. Reiknað var með að slátrunin tæki um þijár vikur og yrði lokið um miðjan desember, en ekki tók nema tvær vikur að slátra dýrunum. Slátrun lauk síðastliðinn mánudag, en þessa viku hefur verið unnið við frágang ýmiskonar á bú- inu. Mest var slátrað 2.235 dýrum á einum degí og var þá unnið frá kl. 7 um morguninn til 21. um kvöldið. Morgunblaðið/Rúnar Þór I slippnum Sjálfstæðisflokkurinn: Skoðana- könnun við val á fr am bjóðendum Skoðanakönnun verður við- liöfð við val á frambjóðendum á lista Sjáfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Knútur Karlsson, formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins, sagði að ákveðið hefði verið að hafa þennan háttinn á, en fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var um prófkjör að ræða. Hann sagði að flokksbundnir sjálfstæðis- menn og þeir sem ganga í flokkinn fyrir þann dag sem skoðanakönn- unin yrði gerð hefðu heimild til að taka þátt í könnuninni. Menn yrðu beðnir um að skrifa 5-8 nöfn á lista og hann myndi 9 manna kjörnefnd síðan hafa til viðmiðun- ar þegar hún stillti upp endanleg- um lista. Reiknaði hann með að skoðanakönnunin yrði gerð síðla janúarmánaðar. Jarðgangamenn komnir í jólaleyfi: Göngin gegnum Ólafsfjarðar- múla orðin 2.680 metra löng GÖNGIN í gegnum Ólafsfjarðarmúla voru orðin 2680 metra löng í gærkvöldi þegar jarðgangamenn hættu vinnu, en jólaleyfi þeirra hefst í dag. Vinna við jarðgangagerðina liefst aftur eftir áramót, sunnudagskvöldið 7. janúar. Björn Harðarson staðarverk- fræðingur Vegagerðarinnar sagði að ef vel gengi væri rúmlega tveggja mánaða vinna eftir þar til lokið verður við að sprengja fyrir göngunum. Göngin standa í 2.680 metrum og eftir eru 460 metrar þar til komið verður í gegn, eða um 130 sprengingar. „Þetta hefur allt gengið eðlilega fyrir sig og ekkert sérstakt komið upp á sem komið hefur okkur á óvart,“ sagði Björn. Síðustu viku bergið þó verið afar laust í sér og óstöðugt þannig að sprauta hefur þurfti í það mikilli steypu. „Þetta virðist vera að komast í lag, bergið fer skánandi," sagði Björn. Að jafn- aði er sprengt þrisvar á dag í göngunum, en síðustu viku hefur ekki verið sprengt nema einu sinni eða tvisvar þar sem bergið hefur verið slæmt. í haust var mikið vatnsrennsli úr berginu, en það hefur nú minnkað verulega. í vetur vinna 28 menn við jarð- gangagerðina, en þar af eru yfir- leitt 8-9 í fríi í einu. Næsta vor verður unnið af fullum krafti í göngunum og þá verður einnig byggður vegskáli Dalvíkurmegin, um 90 metra langur, en í haust var lokið við gerð vegskála Ólafsfjarð- armegin og er hann um 160 metra langur. Það eru Fjölnismenn á Ak- ureyri sem byggja vegskálana. Málverkasýn- ing Hrings Jó- hannessonar Afangaskýrsla samstarfsneftidar um gervigrasvöll: Orkukostnaður vegna upphitunar gervi- grasvallar mun minni en talið var ORKUKOSTNAÐUR vegna hugsanlegs gervigrasvallar á Akureyri er mun minni, en áætl- að hafði verið. I áfangaskýrslu samstarfsnefhdar um gervi- grasvöll, sem skipuð var tveim- ur fúlltrúum frá íþróttafélögun- um KA og Þór, kemur fram að heildarkostnaður vegna orku- notkunar á einu ári nemur frá > Utgáfiitónleikar Um þessar mundir kemur út á hinum almenna markaði snælda með , dægurlagahljómsveitinni Lost. Af því tilefni verða haldnir tónleikar í Borgarbíói á Akureyri á morgun, laugardaginn 16. des- ember og hefjast þeir kl. 16. Þá mun hljómsveitin einnig halda tón- leika í Reykjavík á milli jóla og ^ nýjárs. Fréttatilkynning 3,9 til 8,6 milljónum króna, eftir því hvort notuð yrði afgangs- orka eða hitaveita. Áður hafði verið talið að kostnaðurinn næmi um 20 milljónum króna á ári. í skýrslunni kemur fram að þrír staðir voru athugaðir sér- staklega með byggingu gervi- grasvallar í huga; vestan Eikar- lundar við Mjólkursamlagið, við Verkmenntaskólann og austan Sólborgar. Notkun vallarins var áætluð um 2000 tímar á ári. I skýrslunni segir, að um árabil hafi það háð starfsemi íþróttafélag- anna að æfingaaðstáða fyrir knatt- spyrnuiðkendur utan sjálfs keppn- istímabilsins er nánast engin, lítið sé hægt að nota malarvelli félag- anna framan af vori vegna frosts og aurbleytu og aðstaðan á Sana- velli sé ekki til frambúðar. Kostnað- ur við upphitun gervigrasvallar hef- ur fram að þessu verið talin svo mikill að^ umræðan hefur ekki náð lengra. I skýrslu samstarfnefndar íþróttafélaganna tveggja um gervi- grasvöll kemur hins vegar fram að kostnaður við upphitun slíks vallar er mun minni, en talið var. Þrír staðir athugaðir sérstaklega í greinargerð frá Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsens á Ak- ureyri kemur fram að heildarnotkun á heitu vatni í snjóbræðslukerfi hafi verið um 80-140 þúsund tonn á ári, tímabilið október til maí. Samkvæmt útreikningum um áætl- aða orkunotkun kemur fram að verði notuð afgangsorka næmi heildarkostnaður um 3,9 milljónum króna, þ.e. snjóbræðsla, dælur og lýsing. Yrði hins vegar notuð hita- veita næmi kostnaðurinn tæpum 8,6 milljónum króna. Hvað varðar kostnað vegna byggingar gervigrasvallar kemur fram í greinargerð VST, að heildar- kostnaður vegna byggingar slíks vallar við Mjólkursamlagið yrði 115 milljónir króna, en 113 milljónir við VMA og Sólborg. Inni í þessum tölum er m.a. vallarhús, bílastæði, frágangur umhverfis völlinn, teng- ing við rafveitu, snjóbræðslukerfi sem og að sjálfsögðu yfirlagið, eða gervijjrasið. Gert er ráð fyrir að völlurinn verði hitaður með af- gangsorku sem afgreidd yrði við spennistöð rafveitunnar við Kollu- gerði. Ef aðeins yrði tengt við hita- veitu yrði heildarkostnaður vallar- ins við Mjólkursamlagið 105 miilj- ónir, 99,5 við VMA og 104,6 við Sólborg. í skýrslunni eru nefndir kostir og gallar áðurnefndar svæða, en ekki tekin afstaða til þeirra. í loka- orðum segir að óvissuþættirnir séu margir, en til að hægt verði að taka ákvörðun um byggingu gervigra- svallar sé nauðsynlegt að afla frek- ari upplýsinga og því telur nefndin mikilvægt að ákvörðun þar um verði tekin sem fyrst og veitt verði fjár- magni í nauðsynlegar athuganir og undirbúningsframkvæmdir. SÝNING á verkum Hrings Jó- hannessonar verður opnuð í Myndlistarskólanum á Akureyri á morgun, laugardag kl. 14. Sýning á málverkum Hrings hefur stáSið yfir í Listasafni ASÍ í Reykjavík undanfarið og þegar sýningunni lýkur á Akureyri verður hún sett upp á Egilsstöðum. Að sýningu Hrings standa Listasafn ASÍ, Verkalýðsfélagið Eining og Akur- eyrarbær. Jafnframt sýningu á verkum Hrings kemur út bók um listamann- inn eftir Aðalstein Ingólfsson og verður hún til sölu í Myndlistaskól- anum meðan á sýningunni stendur. Hringur Jóhannesson fæddist í Haga í Aðaldal árið 1932. Ilann nam við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík 1949-52. Hringur hefur oft verið nefndur intimistinn í íslenskri myndlist; myndheimur hans á sér enga hliðstæðu. Hringur hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Sýningin hefst sem fyrr segir á morgun kl. 14. og henni lýkur 26. desember. Hún er opin virka daga frá 16.-20. og umhelgar frá 14.-20, en lokað er á aðfangadag og jóladag. Úr fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.