Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 15. IDESBMBER 1989 U]45 Staða forgangsmála ríkis- sljórnarinnar viku fyrir þinghlé: 26 af 29 málum enn óafgreidd RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt það fyrir hið háa Alþingi að afgreiða fyrir þinghlé ein 29 þingmál; 28 lagafrumvörp og eina þingsályktun. Tæp vika er nú eftir af þinghaldi, en samkvæmt starfeáætlun þingsins var ætlunin að þingið tæki í jólahlé þann 21. desember. Þrjú af þess- um frumvörpum hafa verið afgreidd, fjögur eru enn ókomin en önnur misjafiilega á vegi stödd. Fjármálaráðherra hefur flest frumvörp á sinni könnu, sem af- greiða þarf fyrir þinghlé eða 15 tals- ins. • FJÁRLÖG koma til þriðju og síðustu umræðu þann 19. desember. • Fjáraukalög eru einnig afgreidd í sameinuðu þingi, en frumvarpið fyrir árið 1989 er nú í meðferð hjá fjárveitinganefnd eftir eina umræðu. • LÁNSFJÁRLÖG fyrir árið 1989 voru afgreidd frá efri deild til þeirr- ar neðri en voru afgreidd frá neðri deild með breytingu, og bíða þau þar einnar umræðu og samþykktar. • LÁNSFJ ÁRLAG AFRU M VARP fyrir árið 1990 var lagt fram í efri deild og er þar nú í fjárhags- og viðskiptanefnd deiidarinnar eftir fyrstu umræðu. • FRUMVARP til laga um virðis- aukaskatt var lagt fram til fyrstu umræðu í efri deild og er nú til umræðu í fjárhags- og viðskipta- nefnd. • FRUMVARP um tekju- og eigna- skatt var lagt fram í neðri deild og er nú í meðferð fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar. • FRUMVARP um bifreiðagjald hefur verið lagt fram í neðri deild og er þar nú til meðferðar hjá fjár- hags- og viðskiptanefnd. • FRUMVARP um sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði hefur verið afgreitt frá neðri deild og er nú komið til meðferðar fjár- hags- og viðskiptanefndar efri deild- ar eftir fyrstu umræðu. • FRUMVARP um launaskatt hef- ur verið afgreitt frá neðri deild og bíður fyrstu umræðu í efri. • FRUMVARP um skattlagningu orkufyrirtækja hefur enn ekki verið lagt fram. • FRUMVARP um lífeyrissjóð bænda (framlenging) hefur verið afgreitt frá efri deild til þeirrar neðri og bíður þar fyrstu umræðu. • FRUMVARP um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna (samningsréttur) hefur verið lagt fram í efri deild og er þar í nefnd eftir fyrstu umræðu. • FRUMVARP um stimpilgjald á hlutabréfum hefur ekki verið lagt fram. • FRUMVARP um staðgreiðsiu opinberra gjalda (samræming) hefur verið lagt fram í neðri deild og er þar tii meðferðar hjá fjárhags- og viðskiptanefnd. • FRUMVARP til breytinga á tollalögum hefur ekki verið lagt fram. Forsætisráðherra hefur lagt fram tvö frumvörp sem ríkisstjórnin legg- ur áherslu á að nái fram að ganga. • FRUMVARP um Stjórnarráð ís- lands og frumvarp um yfirstjórn umhverfismála voru Iögð fram í neðri deild og komu í gær til með- ferðar allsherjarnefndar neðri deild- ar. Á vegum sjávarútvegsráðherra eru tvö frumvörp, sem afgreiðslu þurfa fyrir þinghlé. • FRUMVARP um uppboðsmarkað sjávarafla var lagt fram í efri deild og var í gær afgreitt þaðan til neðri deildar. • FRUMVARP um veiðieftirlits- gjald var lagt fram í neðri deild og er þar í meðferð sjávarútvegsnefnd- ar eftir fyrstu umræðu. Menntamálaráðherra vildi að samþykkt yrði eitt frumvarp á sínum vegum fyrir þinghlé.' • FRUMVARP til breytinga á lög- um um námslán og námsstyrki hefur verið samþykkt sem lög frá Alþingi, Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra hefur þrýst á samþykki þriggja frumvarpa. • FRUMVARP um heilbrigðisþjón- ustu var lagt fram í efri deild og er þar til umræðu í heilbrigðis- og trygginganefnd eftir fyrstu umræðu. • FRUMVARP um eftirlaun aldr- aðra (framlenging) hefur verið af- greitt frá neðri deild til hinnar efri. Fyrsta umræða um það frumvarp fór þar fram í gær og er nú til meðferðar hjá nefnd. • FRUMVARP um skipulag tann- læknaþjónustu var lagt fram í neðri deild og er þar til umræðu I nefnd. Ríkisstjórnin telur eitt frumvarp frá félagsmálaráðherra vera for- gangsmál. • FRUMVARP um erfðafjárskatt hefur verið afgreitt frá neðri deild og og er nú til meðferðar hjá félags- málanefnd í þeirri efri eftir fyrstu umræðu. Landbúnaðarráðherra hefur eitt forgangsmál á sínum vegum. • FRUMVARP um aðstoð við loð- dýrabændur hefur verið afgreitt sem lög frá Alþingi. Á vegum samgönguráðherra er eitt forgangsmál. • TILLAGA til þingsályktunar um flugmálaáætlun hefur ekki verið lögð fram í þinginu. Eitt frumvarp viðskiptaráðherra er forgangsmál hjá ríkisstjórninni. • FRUMVARP til lagabreytinga vegna sameiningar banka var lagt fram í fyrradag og hefur verið tekið til fyrstu umræðu og sent til fjár- hags- og viðskiptanefndar í efri deild. Tvö forgangsmál frá ríkisstjóm eru á vegum dómsmálaráðherra. • FRUMVARP um meðdómendur í sakadómi í ávana- og fíkniefnamál- um hefur nú verið samþykkt sem lög frá Alþingi. • FRUMVARP um skráningu per- sónuupplýsinga hefur verið afgreitt frá efri deild og hefur verið tekið til annarrar umræðu í neðri deild eftir meðferð allsheijarnefndar. Af- greiðslu málsins hefur verið frestað um sinn, þar sem nokkrir þingmenn hafa óskað nánari skoðunar. Dæmi um breytingu eignarskatta milli áranna 1988 og 1989 fyrir einstaklinga og hjón. Álagning eignarskatts 1989. — Einstaklingar. Skuldlaus eign Árslok 1987 Árslok 1988 Álagning eignarskatts Var 1988 Verður 1989 Hækkun álagningar* í prósentum 2 000 000 2 500 000 0 0 0.0 0.0 2 500 000 3 125 000 4 771 7 500 57,2 32,8 3 000 000 3 750 000 9 521 15 000 57.7 32,9 4 000 000 5 000 000 19 021 30 000 57.8 32.9 5 000 000 6 250 000 28 521 45 000 57.8 32.9 6000 000 7 500 000 38 021 67 500 77.5 52.6 7 000 000 8 750 000 47 521 101 250 113.1 88.2 8 000 000 10 000 000 57 021 135 000 136.8 111.9 9 000 000 11 250 000 66 521 168 750 153.7 128.8 10 000 000 12 500 000 76 021 202 500 166,4 141,5 11 (XX) (XX) 13 750 000 85 521 236 250 176.2 151,2 12 000 000 15 000 000 95 021 270 000 184.1 159,1 13 000 000 16 250 000 104 521 303 750 190.6 165.6 14 000 (XX) 17 500 000 114 021 337 500 196.0 171.0 15 000 000 18 750 000 123 521 371 250 200.6 175.6 16 000 000 20 000 000 133 021 405 000 204.5 179.5 Álagning eignarskatts 1989. — Hjón. Skuldlaus eign Álagning eignarskatts Hækkun álagningar* Arslok 1987 Arslok 1988 Var 1988 Verður 1989 1 prósentum 2 000 000 2 500 000 0 0 0.0 0.0 2 500 000 3 125 (XX) 0 0 0.0 0.0 3 000 000 3 750 000 0 0 0.0 0.0 4 000 000 5 000 000 0 0 0.0 0.0 5 000 000 6 250 000 9 542 15 000 57.2 32.8 6 000 000 7 5(X) 000 19 043 30 (XX) 57.5 32.9 7 (XX) 000 8 750 000 28 543 45 000 57.6 32.9 8 000 (XX) 10 (XX) 000 38 043 60 (XX) 57.7 32.9 9 000 000 11 250 000 47 542 75 000 57.7 32.9 10 000 000 12 500 000 57 043 90 000 57.8 32.9 11 000 (XX) 13 750 000 66 543 105 (XX) 57.8 32.9 12 000 000 15 000 000 76 043 135 000 77.5 52.5 13 000 000 16 250 (XX) 85 543 168 750 97.3 72.3 14 000 000 17 500 000 95 043 202 500 113.1 81.1 15 000 000 18 750 (XX) 104 543 236 250 126.0 101,0 16 000 000 20 000 (XX) 114 043 270 000 136.8 111.8 *) Þessi dálkur sýnir þá hækkun álagningar eignarskatts sem eingöngu verður vegna skattstigabreytinganna. í töflunni ergert ráö fyrir25% hækkun á skuldlausri eign milli ára sem samsvarar hækkun fasteignamats. Niðurstaðan sýnir hækkun á álögðum eignarskatti milli álagningaráranna 1988 og 1989. Þessar töflur fylgdu frumvarpinu: Frumvarp sjálfstæðismanna: Leiðrétta verður óþolandi misræmi í eignasköttum milli einstaklinga (ekkna/ekkla) og hjóna Samkvæmt eignaskattslögum sem giltu árið 1988, bar ein- staklingi að greiða kr. 57.000 skatt af 10 m.kr. [húsjeign en hjónum kr. 38.000 af sömu eign. Samkvæmt eignaskattslögum 1989 hækkar skattur einstakl- ings af þessari sömu eign í kr. 135.000 og skattur hjóna í kr. 60.000. - Svo segir í greinar- gerð með frumvarpi fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokks, Halldór Blöndal um byggðahagsmuni Norðurlands: Álver við Eyjafjörð — al- þjóðlegur varaflugvöllur Fyrst Straumsvík, þá Eyjafjörður, sagði iðnaðarráðherra Það hefur verið unnið að því að álver geti risið við Eyjafjörð, sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í svari við fyrirspurn frá Halldóri Blöndal (S-Ne). Friðrik Sophusson fyrrverandi iðnaðar- ráðherra undirritaði samninga við fjögur álfyrirtæki um frumhag- kvæmnikönnun á 185.000 álbræðslu árið 1985. En allar athugan- ir, sem fram hafa farið frá miðju ári 1988 og nú eru komnar á lokastig, miðast við aukna framleiðslu á áli í Straumsvík eða þar í grennd. Það er [jóst að önnur staðsetning myndi kalla á við- bótarathuganir og tefði framgang málsins. Næsta slórframkvæind í orkufrekum iðnaði, eftir framkvæmdir í Straumsvík, á hinsveg- ar að vera utan suðvesturhorns landsins, við Eyjafjörð eða Reyðar- íjörð. Halldór Blöndai (S-Ne) sagði tvö stórmál hafa grundvallarþýð- ingu fyrir æskilegan vöxt og við- gang byggðar í Norðlendinga- fjórðungi: 1) Álver við Eyjafjörð og varaflugvöllur þar staðsettur fyrir millilandaflug. Krafði hann viðkomandi ráðherra sagna um, hver væri stjórnarstefnan í þess- um mikilvægu málum. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði í svari sínu að áætlan- ir, sem unnið væri að varðandi aukna álframleiðslu, miðuðust við fyrstu framkvæmdir í Straumsvík eða næsta nágrenni en þar næst við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) sagði fyrri yfirlýsingar ráðherra hafa staðið til þess að næsta sjálfstætt álver, sem reist yrði, kæmi í hlut Eyjafjarðar. Stefán Yalgeirsson (SJF-Ne) sagði að sízta staðsetning nýs ál- vers væri við Eyjafjörð. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) sagðist ekki vilja Eyfirðingum svo illt að þar rísi álver. Þóra Hjaltadóttir (F-Ne) minnti á samþykktir Alþýðusam- bands Norðurlands og fleiri hags- munaaðila, sem lagt hafi áherzlu á að næsta álver yrði reist við Eyjafjörð. Ingi Björn Albertsson (FH- VI) sagði að þjóðhags- og arðse- missjónarmið ættu að ráða stað- setningu nýs álvers. Þessvegna bæri að horfa til Straumsvíkur og Grundartanga. Kjördæmis- sjónarmið væru góð og gild en ættu ekki hafa forgang umfram þjóðhagssjónarmið. Halldór Blöndal taldi mikil- vægt að treysta byggð við Eyja- fjörð og í Norðlendingafjórðungi með álveri og alþjóðlegum vara- flugvelli. þessefnis, að „eignarskattur af íbúðareign einstaklinga skuli reikna með sama frádrætti og af eign hjóna. Eignarskattur af íbúðareign barns, sem er innan 16 ára aldur á tekjuárinu, skal reiknaður með sama hætti“. I greinargerð segir m.a. um eingnarskattsbreytingar 1989: „Oþolandi misræmi varð á greiðsium hjóna og einstaklinga sem áttu sambærilegar skattskyld- ar eignir ... Það er gjörsamiega óviðunandi að einstaklingar skuli búa við það skattaléga ranglæti-sem felst í gild- andi lögum, ekki hvað sízt þegar haft er í huga, að heildartekjur ein- staklings eru flestum tilfellum mun lægri en sameiginlegar tekjur hjóna... Greiðslustaða einstakl- ings til að mæta háum eignarskött- um er mun lakari... Þessi íþyngj- andi mismunur kemur einkar skýrt í ljós við þá skattníðslustefnu sem núverandi ríkisstjórn hefur hrint í framkvæmd. Þetta frumvarp felur í sér skatta- lega leiðréttingu á álagningu eign- arskatts á húsnæðis- og íbúðareign einstaklinga sem er orðið biýnt mál til að tryggja eðlilega réttarstöðu þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa orðið fyrir barðinu á því órétt- læti sem ríkir í þessum efnum.“ Frumvarpið flytja: Guðmundur H. Garðarsson, Salome Þorkels- dóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson og Halldór Blöndal. MMflGi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.