Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
Sjónvarpstœki
Sjónvarps-
myndavélar
Hljómtœkja-
samstœður
Ferðaviðtœki
Útvarpsvekjarar
Gœðatœki fyrir
þig og þínal
SMTTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
D.MIBEBIM550H&CP
ABETE1™*
HARÐPLASTÁ BORÐ
ARMÚLA29, SÍMI 38640
Borgarspítalinn verði
áfram í eigu Reykvíkinga
Hér á eftir fer umsögn starfs-
mannaráðs Borgarspítalans um
frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 59/1983 um heilbrigðis-
þjónustu:
Starfsmannaráð Borgarspítalans
hefur fjallað um frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 59/1983
um heilbrigðisþjónustu og þá sér-
staklega þá þætti frumvarpsins sem
fjalla um málefni sjúkrastofnana.
Starfsmannaráð ítrekar ályktun
fundar starfsmanna Borgarspítalans
sem haldinn var 27. nóv. sl., en í
ályktuninni kemur fram að fundurinn
„átelur þau vinnubrögð er endur-
speglast í þessu frumvarpi og telur
að stjómendum og starfsmönnum
Bogarspítalans sé sýnd hin mesta
vanvirðing. Stjóm Borgarspítalans
hefur undanfarið sýnt og sannað svo
ekkrvetður um villst að full ábyrgð
hefur verið borin á fjármálum og
rekstri spítalans gagnvart Alþingi,
sem ákveður fjárlög til spítalans".
Borgarspítalinn er ein af fámennum
stofnunum á föstum fjárlögum sem
hefur haldið sér innan ramma fjár-
Iaga undanfarin ár.
Starfsmannaráð leggur áherslu á
að stjórnskipulag sjúkrahússins verði
óbreytt. í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að ráðherra skipi stjómir
sjúkrahúsa sveitarfélaga og að í stað
annars starfsmannaráðsfulltrúans í
sljóm komi fulltrúi frá heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu, sem
jafnframt verði formaður stjórnar.
Þessu mótmælir starfsmannaráð
Borgarspítalans harðlega. Starfs-
mannaráð leggur ríka áherslu á að
það atvinnulýðræði sem nú er, þar
sem tveir fulltrúar frá starfsmanna-
ráði eiga sæti í stjðm, verði áfram
óbreytt. Ráðið telur að reynslan af
þeirri skipan sé mjög góð og að hún
tryggi tengsl stjómar við starfsmenn
og mikilvægt sé að sú skipan haldist
áfram.
Starfsmannaráð leggur einnig
áherslu á að sjálfstæði Borgarspítal-
ans verði tryggt áfram, að hann verði
áfram borgarstofnun í eigu Reyk-
víkinga og að Reykjavíkurborg hafi
áfram forræði spítalans í sínum
höndum.
I frumvarpinu er gert ráð fyrir að
stjórn heilbrigðismála og^skipulagn-
ing á starfi heilbrigðissíofnananna
færist yfir til heilbrigðismálaráða.
Ef þessar tillögur varðandi stjóm-
un sjúkrahúsa og skipulagningu á
starfsemi þeirra ná fram að ganga
er í raun verið að svipta sjúkrahús
sveitarfélaga sjálfstæði sínu, þar sem
stjórnir þeirra störfuðu á ábyrgð
ráðuneytisins en bæru enga ábyrgð
gagnvart sveitarstjórnum. Hér er um
stórt skref í átt til miðstýringar á
íslenska heilbrigðiskerfinu að ræða
og varar starfsmannaráð við slíkum
áformum, enda ekkert sem bendir
til þess að þjónusta við sjúklinga
verði betri né að rekstur sjúkrastofn-
ana verði hagkvæmari með slíkri
miðstýringu.
Starfsmannaráð mótmælir harð-
lega þeim áformum sem fram koma
í frumvarpinu að gera eigi starfs-
menn spítalans að ríkisstarfsmönn-
um og telur engan grundvöll vera
fyrir slíkum breytingum.
Mjög óljóst er hvemig tilflutningur
áunninna réttinda yrði hagað ef gera
á alla starfsmenn að ríkisstarfs-
mönnum.
Ljóst er að eignir starfsmanna í
Starfsmannafélagi Reykjavíkur flytj-
ast ekki með starfsmönnum ef um
tilflutning þeirra til ríkisins yrði að
ræða. Engan veginn er tryggt að
starfsmenn haldi öllum réttindum
sínum við slíkan tilflutning, þar með
talin réttindi í orlofsheimilasjóði og
starfsmenntunarsjóði Starfsmanna-
félags Reykjavíkur og ekki síst lífeyr-
issjóðsréttur starfsmanna, sem ef til
vill er óframkvæmanlegt. að færa
yfir til ríkisins.
Ef spítalinn verður áfram borgar-
stofnun hljóta starfsmenn hans að
vera áfram borgarstarfsmenn.
Starfsmannaráð tekur undir álykt-
un fundar starfsmanna Borgarspítal- ■
ans frá 27. nóv. sl. þar sem skorað
er á „alla borgarfulltrúa og alþingis-
menn að standa vörð um forræði
spítalans í höndum Borgarstjórnar
Reykjavíkur" og „að sveitarstjórn og
ríki taki höndum saman við að byggja
upp traustan og öruggan Borgarspít-
ala sem þjóni hagsmunum borgarbúa
og landsmanna og tryggi þá bestu
þjónustu sem kostur er á á hverjum
tíma.“
Virðingarfyllst,
f.h. starfsmannaráðs
Borgarspítalans,
Sigrún Knútsdóttir, formaður.
Hjálagt: Ályktun fundar starfs-
manna Borgarspítalans.
Ályktun
Eftirfarandi ályktun var samþykkt
á fundi starfsmanna Borgarspítal-
ans:
í frumvarpi til laga um breytingu
á lögum nr. 59/1983 um heilbrigðis-
þjónustu með síðari breytingum, lagt
fyrir Alþingi á 112. löggjafarþingi
1989, er gert ráð fyrir því að:
1. Verkefni heilbrigðismálaráðs í
Reykjavík annist skipulagningu á
starfi heilbrigðisstofnana í héraði og
rekstri eftir því sem heilbrigðisráðu-
neyti ákveði sbr. 7. gr. 3.
2. Sjúkrahús sveitarfélags skuli
stjórnað af fimm manna stjórnum,
sem ráðherra skipi. Starfsmannaráð
tilnefni einn mann, hlutaðeigandi
sveitarstjóm þijá og ráðherra einn,
sem skal búsettur á starfssvæði
sjúkrahússins og skal hann vera for-
maður sbr. 30. gr. 2.
3. Starfsmenn Borgarspítalans
skulu verða ríkisstarfsmenn að lokn-
um sveitarstjómarkosningum á
næsta vori.
4. Margt fleira er athugavert og
furðulegt í þessum lagabreytingum
t.d. ákvæði í 40. gr.
Fundur starfsmanna haldinn í
Borgarspítalanum 27. nóv. 1989 át-
elur þau vinnubrögð er endurspegl-
ast í þessu fmmvarpi og telur að
stjómendum og starfsmönnum Borg-
arspítalans sé sýnd hin mesta van-
virðing. Stjóm Borgarspítalans hefur
undanfarin ár sýnt og sannað svo
ekki verður um villst að full ábyrgð
hefur verið borin á fjármálum og
rekstri spítalans gagnvart Alþingi,
sem ákveður fjárlög til spítalans.
Fundurinn skorar á alla borgar-
fulltrúa og alþingismenn að standa
vörð um forræði spítalans í höndum
borgarstjórnar Reykjavíkur og telur
að tími sé kominn til sveitarstjórn
og ríki taki höndum saman við að
byggja upp traustan og öruggan
Borgarspítala, sem þjóni hagsmun-
um allra borgarbúa og landsmanna
og tryggi þá bestu þjónustu sem
kostur er á, á hveijum tíma öllum
til heilla er til spítalans þurfa að leita.
Guðmundur Olafs-
son — Minning
Fæddur 26. desember 1893
Dáinn 5. desember 1989
Hann Guðmundur afí er dáinn.
Mér fannst okkar samband alltaf
vera svolítið sérstakt. Við vomm
alnafnar. Einnig dvaldi ég talsvert
á Frakkastígnum hjá afa og ömmu
þegar ég var lítill. Ekki síst þá kom
breyskleiki okkar beggja fram í svo
nauðalíkum myndum. Það vissum
við báðir vel um og vorum ófeimnir
að ræða það þegar svo bar undir.
„Það er. nú bara mannlegt," sagði
hann, ef ég sagði farir mínar ekki
sléttar. Síðan fylgdi frásögn af at-
vikum úr hans eigin lífi, sem kom
vel heim og saman við það, sem
ég hafði verið að segja honum frá.
Það var ekki verið að hneykslast,
heldur litið í eigin barm. Auðvitað
nutu ekki allir þessa umburðarlynd-
is afa. Við vorum sálufélagar og
það voru mín forréttindi.
Afi lét það eftir sér að leggjast
inn á spítala í nokkra daga í fyrra
og heimsótti ég hann nær daglega.
Hann var svo skemmtilegur og skýr
í hugsun að ég hlakkaði til í hvert
skipti að fara til hans. í frásagnar-
gleðinni gleymdi ég oft að það var
aldursmunur á okkur og notaði ég
þá slettur og slang, sem tíðkast í
þeim heimi, sem ég lifði og hrærð-
ist í. En það gerði ekkert til, hann
var alltaf með á nótunum og hafði
gaman af. Rosalega þótti mér vænt
um hann. Stundum urðum við fyrir
ónæði þegar við vorum að tala sam-
an. Þá þagði ég. En ekki afi. Hann
sagði skoðanir sínar umbúðalaust á
þeim, sem var að trufla okkur. Það
var þessi hreinskilni ásamt ósveigj-
anleika, sem... æ, þið vitið hvað
ég meina.
Annars átti afi það til að skipta
um skoðun, bæði á mönnum og í
pólitík. Þá var ekki einungis nóg
að fara skart í beygjurnar. Það var
kúvent og ekkert slegið af.
Eg á í fórum mínum ljósmynd,
sem birtist í Þjóðviljanum fyrir
nokkrum árum. Hún sýnir mót-
mæli við Alþingishúsið vegna samn-
inga þegar útlendum dómstóli var
fenginn íhlutunarréttur um stærð
íslenskrar landhelgi. Þar má þekkja
pabba, sem þá var lögga, að hafa
hemil á lýðnum. Skammt frá hon-
um, ekki of nálægt, var afi, kominn
hátt á sjötugsaldur, íklæddur snjáð-
um frakka utan yfir fínu fötin,
staddur í fremstu víglínu mót-
mælenda. Sá var glæsilegur.
Ég er stoltur af því að fá að
bera nafn hans. Ég ætla að reyna
að fara vel með það.
Guðmundur Ólafsson
Nýja Nóatúnsverslunin í Mosfellsbæ.
Morgunblaðið/Jón M. Guðmundsson
Ný verslun í Mosfellsbæ
Nóatúnsverslanirnar hafa nú fært út kvíarnar og komið sér fyrir
með matvöru- og nýlenduverslun í Mosfellsbæ með þeim hætti að
þeir hafa keypt verslunina Kjörval. Verslunin Kjörval var stofnsett
1978 og hefir Ólalúr Kristjánsson rekið hana frá upphafi af dugnaði
og myndarskap.
Það sem einkenndi verslunina á
þessum árum var að opnunartími
var að mestu frjáls og opið á hveij-
um þeim tíma sem kaupmanni hent-
aði sjálfum. Á þessum tíma giltu
ákveðnar reglur um opnunartíma
einkum í Reykjavík en fólk vildi
meira fijálsræði í þeim efnum og
þá risu upp verslanir í nágrannabæj-
um Reykjavíkur sem höfðu opið
bæði lengur á kvöldin og einnig um
helgar. Þetta kom sér vel fyrir fólk
sem vann langan vinnudag og gat
illa komið því við að versla í vinnu-
tíma sínum enda náði þetta fyrir-
komulag fljótt miklum vinsældum.
Þeir feðgar Jón Júlíusson og syn-
ir hans hafa á undanfömum árum
fjölgað verslunum en Jón byijaði
smátt í Nóatúni 17 svo sem kunnugt
er en nú eru búðir þeirra orðnar
fimm. Með árunum hafa þeir verið
í fremstu röð með ýmiskonar nýjung-
ar og haft sína eigin þjónustu við
kjötdeildir verslananna enda leggja
þeir nú megináherslu á fjölbreytt
kjötborð. Verslunarhúsnæðið sem
stendur í hinum nýja miðbæ Mos-
fellsbæjar við Þverholt hefir nú ver-
ið endurskipulagt og þar ýmsu hagr-
ætt að nútímakröfum. Þá eru bíla-
stæðin rúmgóð og voru byggð strax
í upphafi og komið þægilega fyrir
við verslunina. Opnunartími er svip-
aður og áður var en nú verður þó
ekki opið á sunnudögum en opið öll
kvöld til klukkan 20 en þetta er
auglýst nánar í blöðum og er fólki
bent á að kynna sér þetta.
Menn í héraðinu fagna þessu
framtaki og þykir fengur að því að
fá þá kunnu feðga með starfsemi í
bæinn með nýjar hugmyndir og
meiri samkeppni en verslunin hefir
nú starfað um nokkra hríð og lofar
góðu. - J.M.G.