Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 Dans — Keppnisíþrótt JDans — Almenningsíþrótt eftir Sigurð Halldórsson Sunnudaginn 19. nóvember stóð Dansráð íslands fyrir fyrstu 8 dansa keppninni, sem haldin hefur verið hér á landi. Ég held að hér hafi verið brotið blað í bók. Þær danskeppnir, sem hingað til hafa verið haldnar hér á landi, hafa - alltaf verið takmarkaðri. Eiginlega bundnar við þá dansa, sem kepp- endum hentaði að keppa í! í ná- grannalöndum okkar er svo kom- ið, að 10 dansa keppni er það sem um er að ræða fyrir áhugafólkið. En það er nú svo, að tii þess að vera liðtækur í keppni erlendis, þarf keppandinn að hafa einhverja hér heima fyrir til þess að keppa við, til þess að átta sig á, hvernig hann stendur, hvar hann er stadd- ur. Þessi danskeppni Dansráðs var að vísu í 8 dönsum, en ég er viss um, að næsta keppni verður í öllum 10 dönsunum, og þar með er stig- vip stórt skref í þá átt, að við getum 'tekið þátt í keppnum erlendis á sambærilegum grundvelli. Þessi keppni var Dansráði til sóma i hvívetna, skipulag var ágætt, allt vel a'tíma, og það er ekki lítið atriði. Þátttakendur voru 16 ára og eldri, og munu flestir hafa verið í yngri kantinum. Allt stórglæsilegt fólk, í fallegum bún- ingum, svo unun var á að horfa. Á bak við svona keppni liggur óskapleg vinna. Það þarf mikinn —rhuga og innlifun, þolinmæði og þrautseigju, til þess að ná þeim árangri sem þarna sást. Og auðvit- að erum við ekki ein, það þarf Iíka kennara og þjálfara, og það þarf að sauma alla þessa glæsilegu búninga. „Við njótum þess öll að hreyfa okkur eftir fag- urri tónlist, eftir hljóð- falli, með þeim félaga, sem við veljum." Mér fannst að suður-amerísku dansana bæri hærra. Ef til vill voru keppendur eitthvað misjafn- ari þar, en þeir bestu sýndu mik- inn og fallegan dans. Samkvæmis- dansamir vom ljúfir, eins og vera ber, og gaman þótti mér að sjá nú keppt hér í foxtrott í fyrsta skipti. En fólkið á eftir að læra meira, bæta töluvert við sig. Dómari var Breti, John Taylor að nafni, og tel ég að hann hafi staðið sig vel við erfið skilyrði. Að keppni lokinni sagði hann nokkur orð, og vil ég gera þau að mínum, svona með nokkmm við- bótum: Gólfið er of lítið. Þetta stóra dansgólf, eftir því, sem við eigum að venjast, er líklega nóg fyrir 4 pör, eins og kepptu í einu í undanrásum og milliriðli, en það er allt of lítið fyrir 7 pör eins og í úrslitunum. Keppendur geta ekki sýnt hvað þeir geta í þrengslunum, og dómarinn sér ekki heldur, hvað þau eru að gera. Taylor taldi líka að suður-amerisku dansarnir væru betri, það þyrfti að bæta sam- kvæmisdansana. Þá benti dómar- inn á, að það er alls ekki nóg að hafa einn dómara. Þetta fólk er orðið það gott, að það á allt það besta skilið, og þá líka að vera ekki eins háð tilviljunum, eins og getur komið fyrir, þegar aðeins er einn dómari! En ég held nú samt, að John Taylor hafi gert það besta sem hægt var við þessi skil- yrði, Þetta var nú um dans sem keppnisíþrótt. En dansinn er miklu meira. Milli riðla, meðan einkunnir dómara vom skráðar í tölvu og úr þeim unnið, var gestum gefinn kostur á að stíga dans á gólfinu góða. Það voru nú einkum yngstu áhorfendurnir, sem notuðu tæki- færið. Á samkomunni voru krakk- ar allt niður í 5 ára aldur eða svo, og þau vom nú ekki lengi að drífa sig út á gólfið, þegar tækifæri gafst. Enda er ekkert kynslóðabil í dansinum, hann er fyrir alla, á hvaða aldri sem er. Það má líka benda á í þessu sambandi, að danskeppnir eru fyr- ir alla aldurshópa, fólk keppir ein- faldlega í þeim hópi, sem það á heima í. Það er nú ef til vill ekki snjallt að 18 ára blómarós keppi við ömmu sína sextuga, en þær geta þá bara keppt hvor í sínum flokki, með góðum árangri. En það var unga fólkið: Það sást svo vel á þessum krökkum, hvað mannkyninu er eiginlegt að hreyfa sig eftir hljóðfalli. Þetta er svona um alla veröld, allstaðar eru til dansar af einhveiju tagi, all- staðar hreyfir fólk sig eftir tón- list. Höfum við ekki öll séð smá- barn, ekki farið að ganga, standa fyrir framan sjónvarpið og dilla sér eftir iðandi tónum? Þetta unga fólk, sem kom þarna fram á gólfið kunni margt töluvert að dansa, og mér fannst eitt eftirtektarvert: Handahreyfingar þess fóru því svo vel og voru því eðlilegar. Það sem hefði sýnst tilgerð ef ég gerði það, var bara sjálfsagður hlutur hjá krökkunum. En svona er dansinn, íþrótt fyr- ir alla, unga, gamla. Keppnir fyrir þá sem það hentar, en hinir dansa hver á sinn hátt. Við njótum þess öll að hreyfa okkur eftir fagurri tónlist, eftir hljóðfalli, með þeim félaga, sem við veljum. Þetta er mikil og fjölbreytileg hreyfing, og maður getur reynt á sig eins og hentar, lagt mismikið að sér, gefið mismikið frá sér, allt eftir því, sem hentar, og eftir því þreki sem við höfum af að taka. Dansinn er nefnilega miklu meiri líkamsæfing, en ókunnir gera sér grein fyrir að óreyndu. Þetta er afar fjölbreytt áreynsla, ég tala nú ekki um fyrir fætur og bak, en þetta er líka andleg áreynsla. Maður þarf að vera með hugann við það sem verið er að gera. Ekkert slugs dugar, maður þarf að vera með allan hugann við dansinn, ef eitthvað á að vera gaman að honum _og einhver árangur á að nást. Ég er sann- færður um, að dansinn er íþrótt sem heldur okkur ungum, til sálar og líkama. Þessi keppni var Dansráði til sóma eins og ég sagði í upphafi. Það er kannske miður, að ekki er hægt að hafa Iifandi tónlist í svona keppni. En þar kemur tvennt til: Kostnaður og svo það, að íslenskir tónlistarmenn hafa ekki lagt sig eftir þeirri nákvæmni og þvi ör- yggi í takti, sem þarf þegar keppa skal. Þeir kunna þetta, en eflaust er markaðurinn of smár. Iíöfundur er verkfræðingur. SELDIMANN TUKTHÚSIÐ ILEYFISLEYSI? Braut hann flöskurnar viljandi? í samtalsbók Eðvarös Ingólfssonar, metsölu- höfundar, er þessum spurningum og mörg- um fleiri nú loksins svarað af þjóð- sagnapersónunni sjálfri Árna Helga- syni, fréttaritara, gamanvísnahöfundi, sýsluskrifara, skemmtikrafti, útgerðarmanni, umboðs- manni, póstmeistara og spaugara. Árni í Hólminum hefur alltaf komið á óvart með hnyttnum tilsvörum, kveðskap og söng. í bókinni ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR! lýsir hann dvöl sinni á Eskifirði og í Stykkishólmi og segir ótal gamansögur af sér og samferðamönnum sínum - sumar ævintýrum líkastar. Ef spurt er eftir fróðleik, skemmtun og hraðri atburðarás, þá er svarið: ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR. jÆSKANh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.