Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 58

Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 Stjörnu.- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Meyjan Hin dæmigerða Meyja (23. ágúst-23. september) er var- kár í hveiju því sem hún tek- ur sér fyrir hendur og leggur mikla áherslu á vandvirkni. Þegar hún er ekki vandvirk í vinnu tapar hún sjálfsvirð- ingu, því hún gerir miklar kröfur til sín, á þessu sviði sem öðrum. Hún krefst iðu- lega þess sama af öðrum og verður fyrir vonbrigðum ef aðrir bregðast henni. Gagnrýni Ef Meyjan sér eitthvað sém hefur farið aflaga í fari ann- arra, þá hikar hún ekki við að benda þeim á það. Hún þarf hins vegar að læra að fara varlega á þessu sviði, því ónærgætnisleg gagnrýni get- ur skapað leiðinlegt andrúms- loft og sárindi. Forvitni Meyjan er forvitin og vill læra sem mest um heiminn. Hún er því oft spurul og nærgöng- ul, en leggur líka áherslu á að læra það sem er hagnýtt, svo sem notkun tækja og tóla margs konar. Vegna eirðar- leysis og hreyfiþarfar getur verið gott fyrir hana að eiga sér áhugamál sem krefst handbeitingar, s.s. sauma- skap eða smíðar. Það er sama hvað hin dæmigerða Meyja tekur sér fyrir hendur, alls staðar gerir hún sömu kröf- urnar. Hún er vandvirkari og nákvæmari en aðrir. Það er oft þannig með hana, að ef hún getur ekki leyst ákveðið verk vel af hendi þá lætur hún vera að snerta á því. Heilsumál Meyjan á til að hafa áhyggjur af heilsufari sínu. Það er oft óþarfi því hún er ekki heilsu- lausari en aðrir. Hún hefur hins vegar meiri áhuga á heilsumálum en gengur og gerist. Yfirleitt er hún varkár á því sviði og leggur áherslu á gott mataræði og skynsam- legar venjur í daglegu lífi. Hjálpsemi Hjálpsemi er ríkjandi þáttur í fari Meyjunnar og hún nýtur þess að gera öðrum greiða og vera tii gagns. Hún er oft ósérhlífin og getur hæglega afneitað eigin þörfum þegar það að hjálpa þeim sem hún elskar er annars vegar. Fyrir þetta nýtur hún virðingar annarra. Jaröbundin Meyjan er jarðbundin, ekki síst að því leyti að hún hefur sterkt hlutskyn og tekur eftir umhverfinu og útliti fólks. Hún hefur sterka fullkomnun- arþörf og hefur þörf fyrir ör- yggi og reglu í daglegu lífi. Ahugi á heilsumálum, hjálp- arstarfi, tungumálum, menntamálum eða viðskiptum er algengur, en fer að sjálf- sögðu eftir heild kortsins hjá hverri og einni Meyju. Þær Meyjar sem beina orku sinni að listrænum málum eru til, en eru færri, því hagnýti og öryggi er sett ofar öðru og því er hinn ótryggi heimur listarinnar ekki sérlega aðlað- andi, þó til séu undantekning- ar þar á. Hin dæmigerða Meyja leggur áherslu á að starf veíti örugga og trygga afkomu og vill sjá skjótan og áþreifanlegan árangur gerða sinna. Hógvœrö 1 hegðun er Meyjan frekar varkár. Hún er hógvær en eigi að síður ákveðin og oft afskiptasöm og gagnrýnin, sérstaklega 'ef henni finnst eitthvað hafa farið miður. Hún telur það skyldu sína að hjálpa og leiðbeina öðrum til að hvert mál hljóti farsæla niðurstöðu. GARPUR 6/J'a, f?4l?NA EE HANN. &A/YiH, 6001 JÓi-AANP/MN l' LOFTlNO EiNO 12-15 OG BÚ-,SMAHEST OG EINBÝLISHÚS Í3UPUR F RAKKIA M t»/ BRENDA STARR LJÓSKA IíhHSI FERDINAND ^TTT 1 ^ y IP1 T I ÓAAfp .X IX 4*^1 xxi toi-\ V i 1 iU V..-.L.V1 m IL 11 LU t, T “Ai m i OH/i A r/Si i/ •? ^ - bMAFULK l’M SORRY, CHARLE5..IT WA5 AN ACCIPEMT...I PIPN'T CALL FOR A BEAN BALL.. Þetta var slys, Kalli, ég ætlaði ekki Þetta voru mistök, Kalli. að hitta þig. Þá það. Ég þoli þetta ekki. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Suður var í toppaleit og ákvað að spila „gegn salnum“. Legan var á hans bandi, en hið sama var ekki hægt að segja um mót- heijana. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ D1054 y Á109 ♦ 6 + KG1072 Vestur ♦ Á62 tG ♦ G98543 + Á94 Austur ♦ G93 y 873 ♦ Á1072 ♦ D83 Suður ♦ K87 y KD6542 ♦ KD + 65 Vestur Noröur Austur Suður — Pass Pass 1 hjarta Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tígulfjarki. Geimið er brothætt: þrír ásar úti og svörtu litirnir götóttir. Besta spilamennskan er augljós- lega að spila laufi á gosa. Ef drottningin er í vestur þarf tæp- lega að hafa áhyggjur af spaða- litunum. En sagnhafi var með önnur áform á pijónunum. Austur tók fyrsta slaginn á tígulás og spilaði meiri tígii. Suður spilaði trompi tvívegis og endaði heima. Síðan laufi á kóng. Aftur kom iauf, en austur stakk upp drottningunni og trompaði út. Hann ætlaði ekki að koma makker í klípu. Sagnhafi fríaði nú laufið með trompun, en átti enga örugga leið inn á blindan. Hann reyndi spaðakóng, en enginn leit við honum. Aftur spaði og enn dúkkaði vestur. Glæsileg vörn, sem hlaut sanngjarna viður- kenningu þegar sagnhafi svínaði tíu blinds. Einn niður og flöt meðalskor. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Búdapest í sumar kom þessi staða upp í skák sovéska stórmeistarans Viktors Gavrikovs (2.555), sem hafði hvítt og ungverska alþjóðameist- arans Joszefs Horvatlis (2.505), sem hafði svart og átti leik. Báðir voru í miklu tímahraki og hvítur lék síðast 36. Da6-a7? og bauð jafntefli. Lengri varð skákin ekki, því Ungvéijinn samþykkti jafnteflis- boð andstæðingsins. Það voru mistök, því hann gat fórnað hróknum á b8 og mátað: 36. - Dbl!, 37. Dxb8+ - Kh7, 38. h4 (Eða 38. f3 - Bxe3) 38. - Dgl+, 39. Kh3 - Dhl+, 40. Kg4 - Dxg2+ og mátar. Það hafa verið haldin geysilega mörg meðalsterk alþjóðleg skákmót í Ungveija- landi, bæði opin og lokuð. Þau geta ekki keppt við opnu mótin í Vestur-Evrópu hvað verðlaun snertir, en eru mjög vel skipuð og uppihaldskostnaður ódýr. Ung- versku mótin eru því bæði vinsæl af vestrænum skákmönnum, sem viija afla sér reynsiu og keppa að titlum alþjóðameistara og stór- meistara og einnig hjá mörgum öflugum austantjaidsskákmeist- urum sem hafa ekki úr mörgum tækifærum að velja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.