Morgunblaðið - 15.12.1989, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
61
Lýður Ægis bætir blómum við
Hljómplötur
ÁrniJohnsen
Logadans Lýðs Ægissonar býr
yfir fjölbreyttu efni, fjölbreyttara
en þessi hugljúfi lagasmiður hef-
ur sent frá sér á einu bretti hing-
að til. Saltbragð og lúkars-
stemmning hefur hingað til ráðið
mestu í takti og tali hjá Lýð
Ægissyni, en nú bregður hann
sér með góðum árangri til ann-
arra átta og með ágætt listafólk
um borð er árangurinn skemmti-
leg plata sem vinnur á við nán-
ari kynni. Það er mikill styrkur
fyrir Lýð í plötugerð sinni að
hann er samkvæmur sjálfum sér
og þar sem hann segir í einum
textanum, Brostu, að það sem
mestu máli skipti í þessum heimi
sé að munnvikunum beint sé upp
á við, þá kemur það greinilega í
ljós í vinnu Lýðs að hann hefur
mikið yndi af því sem hann er
að gera og það skiptir miklu
máli. Þessi plata Lýðs her með
sér einlægni hans og góðan
ásetning að skila hráefni sem
fólk hefur gaman af alveg eins
og hann harðsækinn og duglegur
skipstjóri var að sama skapi áfj-
áður í að koma með gott hráefni
að landi.
í heild finnst mér þessi plata
Lýðs búa yfir skemmtilegri lög-
um en textum, en þó eru mjög
góðir textar í bland eins og til
dæmis Bjórbragurinn sem er í
besta stíl Lýðs og Vor sem er
falleg ballaða til landsins og
náttúrunnar, það er að segja
þeirrar náttúru sem miðast ekki
við mittið, en Lýður á það ein-
mitt til að festast dulítið fyrir
neðan mitti. Hvert lagið er öðru
betra á plötunni í þeim stíl sem
hún byggir á og hinir ágætustu
söngvarar, en meðal góðu lag-
anna má nefna, Bjórbraginn,
Fjöruferð, Logadans, Vor og
Skútuna sem er nett lag. Viðlag-
ið í Logadansi er sérstaklega
skemmtilegt, enda miðað við
anda Þjóðhátíðar Vestmanna-
eyja.
Söngvarar á plötunni eru
Þuríður Sigurðardóttir, Sigurður
V. Dagbjartsson, Sigrún Ár-
mannsdóttir, Rúnar Þór Péturs-
son, Björn R. Einarsson sem
syngur Fjöruferð á listilegan hátt
eins og honum er einum lagið,
Þorsteinn Lýðsson, Helgi og Her-
mann Ingi Hermannssynir í fullri
andakt í Lodadansi, Ruth Regin-
alds, Jóhann Helgason sem fær
Vorið til þess að springa út og
Hafsteinn Hafsteinsson. Það er
því ljóst að vandað hefur verið
til þessarar plötu og hún ber
þess merki.
André Bachmann í
alþjóðlegum takti
André Bachmann sem nýlega
sendi frá sér plötuna Til þín, er
einn af þessum þægilegu söngv-
urum sem gæti gengið inn á
hvaða skemmtistað sem væri í
heiminum og tekið lagið án þess
að nokkrum fyndist hann vera
nýkominn. Hann velur þekkt lög
til flutnings og flytur þau af
vandvirkni og alúð. Flest lögin
sem André syngur á plötunni Til
þín eru kunn erlend lög, en það
er Þorsteinn Eggertsson texta-
höfundur sem hefur snarað
íslenskum textum við þau öll.
Textamir eru misjafnir að gæð-
um, en Þorsteinn er vanur maður
og textasmíðin ber þess merki
þótt þetta sé ekki það besta sem
Þorsteinn hefur gert. André vinn-
ur það hins vegar upp í skemmti-
legri túlkun sem hefði mátt fara
betur í textagerðinni og platan
öll hefur á sér ágætan blæ. Það
er yfir henni síðkvöldsstemmning
óháð tíma og rúmi, þannig að
hún er ágætis dægrastytting fyr-
ir þá, sem hafa yndi af fallegum
hljómum og þægilegum og björt-
um söng.
Til þín er fyrsta sólóplata
André Bachmann og hún stað-
festir að það var kominn tími til
að hann gerði slíkt, en hins veg-
ar verður að gagnrýna gerð
plötuumslagsins að því leyti að
texti er ekki settur skilmerkilega
upp og textaröð á ljóðablaði með
plötunni er ekki í samræmi við
röð laganna á plötunni. Þetta eru
atriði sem vigta ekki þungt, en
það er óþarfi að gera þetta ekki
eins vel úr garði og unnt er og
ástæða er til miðað við annað
efni plötunnar. André Bachmann
hefur sjaldan farið um hlöð með
skruðningum í starfi sínu í þágu
tónlistargyðjunnar og dægurlífs-
ins, en hann gefur sig fram með
gott í hjartanu og þannig er plat-
an Til þín.
Tök í Tryggð Rúnars Þórs
Nýjasta hljómplata Rúnars
Þórs ber nafnið Tryggð og er
nafnið sótt í samnefnt Ijóð Tóm-
asar Guðmundssonar. Rúnar Þór
er góður söngvari og heldur vel
stíl sínum og mörg laga hans eiu
falleg og vel upp byggð. Lagið
Tryggð er til dæmis einfalt en
ljóðrænt lag sem skilar ljóðinu
vel, en besta lag plötunnar með
texta er Rauðka, dúndurgott
blúsað lag með fljótandi texta
þar sem engir þröskuldar hindra
lagið.
Rúnar Þór er ekkert að spara
eðlislæga hlýju sína í lagasmíðum
sínum og það hefði til dæmis
verið nær að kalla lag hans Haust
Haustblíðu, því það er bæði blítt
og glatt og minnir ósköp lítið á
hráslagalegt haust að minnsta
kosti. Nokkrir textanna .á plöt-
unni eru slakir, sérstaklega Borg-
in vakin og Leiðin undir regn-
þogann, en hins vegar skilar
Heimir Már góðum texta i Brotn-
um myndum. Þá er lag Kinks á
plötunni, Allt of seint, snaggara-
legt og skemmtilegt, en texti
Jónasar Fþiðgeirs er ef til vill
einum of rafmagnaður fyrir það.
Bæði lög Rúnars Þórs, sem eru
leikin án söngs, Haust og
Manstu, eru mjög góð, lítil tón-
verk sem standa fýllilega fyrir
sínu. Það er góður andi í þeim
og eitthvað fallegt sem fer beint
í æð. Mörg lærð tónskáld ná
ekki endilega slíkum hughrifum,
en þessi plata Rúnars Þórs býður
af sér góðan þokka, það er góður
andi í henni, góð tök þar sem
best lætur á milli flóðs og fjöru.
••
KARLAMANNAFOT
Nýir litir, ný snið. Verð kr. 9.900,-
Terylenebuxur, stærðir uppí 128 cm.
Verð kr. 1.995,- til 2.480,-
Sokkar og bindi. Skyrtur, stærðir 39-46.
Úlpur, blússur, peysur, hattar og húfur.
Mikið úrval, gott verð.
Andrés, Skólavörðustíg 22a, s. 18250.
Tizo lampinn er hannaður
. af Richard Sapper.
* Lampinn hefurunnið
til ótal verðlauna þ.á.m.
Museum of Modern Art in New York.
Lampinn erfáanlegur
í svörtu og hvítu.
Verð aðeins
kr. 18.900,-
MIÍ&IÉ
VIÐ ENGJATEIG, SÍMI 689155
FRYSTIKISTUR
SPAÐU I VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ ,
152 lítra uppseld
191 lítra kr. 33.900
230 lítra kr. 35.900
295 lítra kr. 39.900 A
342 lítra kr. 41.990
399 lítra kr. uppseld 9
489 lítra kr. 48.900 O
587 lítra kr. uppseld Q
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 91-84670 ÞARABAKKA 3, SÍMI 670100
RAFBÚÐIN, ÁLFASKEIÐI- 31, HAFNARFIRÐI, SÍMI 53020
Innrabyrði úr
hömruðu áli
Lok með ljósi,
læsingu, jafn-
vægisgormum
og plastklætt
Djúpfrystihólf
Viðvörunarljós
Kælistilling
Körfur
Botninn er
auðvitað frysti-
flötur ásamt
veggjum
ATH
10% staðgreiðsluafsláttur! ^ ^