Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 62
egei aaawasaa ,r HUDAauTSöa aiaAjavpjoaoiv' MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 Minning: Sveinn Zoega Fæddur 8. október 1913 Dáinn 4. desember 1989 Góður vinur minn og mikilhæfur samstarfsmaður, Sveinn Zoega framkvæmdastjóri, er látinn eftir langa og erfiða baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. Jafnaldrar Sveins minnast hans fyrstu tengsla við íþróttir þá er hann ungur að árum hóf að leika ' knattspyrnu með Val sem djarfur og dugmikill bakvörður. Leikferill varð þó, illu heilli, styttri en efni stóðu til, sakir meiðsla, sem hindr- uðu frekari frama í uppáhaldsíþrótt hans, knattspyrnunni. Trúlegt er þó, að einmitt vonbrigðin yfir því að þurfa að hætta keppni hafi orð- ið Sveini hvatning til að takast á hendur í æ ríkari mæli félagsstörf í þágu íþrótta almennt. En það gerði hann fyrst í Val og síðar bæði í Knattspyrnuráði og íþróttabanda- lagi Reykjavíkur ásamt Knatt- spyrnusambandi íslands. Sveinn sat í stjórn þessara samtaka um langt árabil við góðan orðstír enda sæmd- ur æðstu heiðursmerkjum þeirra svo og Fálkaorðunni fyrir frábært framlag á vettvangi írþóttaforystu. Hinum mörgu samstarfsmönnum látins vinar er nú á skilnaðarstundu efst í huga þakklæti til hans fyrir langt, ánægjulegt og farsælt sam- starf. Við hjónin minnumst með þakklæti margra góðra samveru- stunda á umliðnum árum með Sveini og hans góðu konu, Sigríði. Fjölskyldu hins látna sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Björgvin Schram Á skrifstofuhurð afa í Banka- stræti 14 er mynd af gömlum manni með áletruninni: „Heimsins besti afi“. Þannig var hann okkur bræðr- unum, heimsins besti afi. Það eitt að einhver skyldi hafa sett þetta á hurðina sýnir að það fannst fleirum en okkur. Sveinn afi Zoéga var sérstakur niaður, hann var stór, stæðiiegur, með hlýtt viðmót og hafði alitaf tíma fyrir okkur öll. Hann hafði sérstaka kímnigáfu sem skein alltaf í gegn um allt sem hann sagði, en þó afi hafi verið léttur í lund brást það aldrei að hann gat gefið ungum strákum góð ráð ef þeir þurftu á því að halda. Afi kenndi okkur margt um lífið og hann skildi eftir hjá okkur mikið stolt; stolt vegna hans, okkar fjöiskyldu og Vals. Valur var honum alltaf ofarlega í huga og hann hafði frá miklu að segja þegar hann sagði sögu Vals. Seinustu árin var afi veikur en þó hann gæti ekkert sagt við okkur var alltaf gott að taka í stórgerðar hendur hans, finna frá honum hlýj- una og sjá ennið hrukkast til marks um að hann skynjaði nærveru okk- ar. Það sagði meira en mörg orð. Við munum sakna afa og við þökkum fyrir allt sem hann gaf okkur. Minningin um liann mun alltaf lifa með okkur. Þessi seinustu ár hafa verið ömmu erfið en hún hefur staðið sig eins og hetja. Guð styrki ömmu í sorg hennar. Björn og Sveinn Zoéga Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Sveinn Zoéga, heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Vals, andað- ist 4. desember á 77. aldursári. Með Sveini er genginn merkur forystu- maður sem af ást og áhuga fórnaði íþróttunum og þá sérstaklega Val stóran hluta af ævi sinni. Sveinn Zoéga stóð í fremstu víglínu félags- mála Vals oftar og lengur en flest- ir aðrir og gaf Val og Valsmönnum með starfi sínu „líf og lit“. Sveinn gekk í Val 1923, þá 10 ára gam- all. Faðir Sveins, Jon J. Zoéga, trésmíðameistari og síðar kaup- maður var náinn vinur sr. Friðriks Friðrikssonar og í strákahópnum sem stofnaði KFUM fyrir 90 árum. Sveinn keppti með Val í 3. flokki, 2. flokki og um skeið í 1. flokki (meistaraflokki). Meiðsli í baki ollu því að hann varð að hætta æfingum og keppni. Það var á sviði félags- mála í Val og í forystustörfum fyr- ir íslensku íþróttahreyfinguna sem Sveinn skoraði flest mörkin og vann marga stóra sigra. Þegar Sveinn var í öðrum flokki var sá háttur hafður á í Val að kosnir voru tveir ungir knattspyrnumenn til að sitja alla stjórnarfundi og kynnast stjórnarstörfum í félaginu, svo þeir yrðu hæfari til að taka við þegar þeir eldri hættu. Sveinn var af fé- lögum sínum einróma kosinn til að ganga í þennan „félagsmálaskóla Vals“. Þar með hófst farsæll stjórn- ar- og félagsmálaferill Sveins í þágu íslenskra íþrótta, samanlagt í um 50 ár. 24 ára var Sveinn fyrst kosinn í stjórn Vals með þeim Frímanni Helgasyni, formanni, Grímari Jóns- syni, Sigurði Ólafssyni og Andreas Bergmann. Þessir menn voru þá og síðar í hópi merkustu forystu- ÞVOTTAVÉL • Vinduhraöi 500/800 snún./mín. • Sparnaðarhnappur og hag- kvæmnishnappur • Frjálst hitaval og mörg þvottakerfi • Þægilegt og aðgengilegt stjórnborð. Þf,öí' stærsti ARISTONtí1 ISSS.m. KJÖLUR hf. ÁRMÚLA 30 S: 678890 - 678B91 manna Vals. Ári síðar var Ólafur Sigurðsson, náinn vinur og sam- starfsmaður Sveins, kosinn formað- ur Vals. Ólafur og stjórn hans stóð fyrir kaupunum á Hlíðarenda, fé- lagssvæði Vals, sem mörkuðu tíma- mót í sögu Vals. Til þessara kaupa þurfti kjark, áræði og óbilandi trú á framtíð Vals. Sveinn var fyrst kjörinn formað- ur Vals 1939 og 1940, þá 1943 og síðar 1957 til 1960. Hann var því þrívegis kjörinn formaður og gegndi því starfi í samtaís 7 ár. Á aðalfundi Vals 1945 var sam- þykkt sú skipulagsbreyting á stjórn félagsins að framvegis skyldi kjósa fulltrúaráð fyrir félagið. Sveinn Zoéga var sjálfkjörinn fyrsti for- maður fulltrúaráðsins og gegndi hann formennsku fyrstu 10 árin að einu undanskildu. Sveinn var ekki eingöngu í fylk- ingarbijósti þeirra áhugasömu og dugmiklu manna sem lögðu grund- völlinn að því félagi sem Valur er í dag. Hann var jafnframt í forystu fyrir íslenska íþróttamenn og gegndi fjölda trúnaðarstarfa á þeim vettvangi og naut mikils trausts. Sveinn var með glæsilegustu mönnum, einarður málafylgjumað- ur og kunni vel að sækja og veija málstað sinn, en ávallt sanngjarn. Nú þegar Valsmenn kveðja heið- ursfélaga sinn Svein Zoéga eiga ef til vill best við þau orð stofnanda félagsins, sr. Friðriks Friðrikssonar, et' hann flutti Vaismönnum í upp- hafi fyrsta leiks Vals: „Vals- rnenn . .. munum ávallt eftir því að leikur vor og félagsstarf er ekki stundargaman, heldur á það að vera til þess að gera oss betri, göf- ugri, heiðarlegri og karlmannlegri." — Þannig var líf og starf Sveins Zoéga. Valsmenn þakka Sveini Zoéga langa og góða samfylgd um leið og þeir votta frú Guðrúnu Sigríði, börnum og fjölskyldunni allri inni- lega samúð. Minning um góðan dreng lifir. Pétur Sveinbjarnarson Mig langar til þess að minnast vinar míns, Sveins Zoéga, með nokkrum orðum. Þegar ég frétti lát hans, flugu margar hugsanir gegnum huga minn. Ég get ekki sagt að það hafi komið á óvart að hann væri allur, hann var búinn að vera lengi veikur og síðustu dagana alveg rúmfastur og óneitanlega hafði sú hugsun hvarflað að, að nú vildi drottinn fara að fá hann til sín. En, ég settist niður og fór að hugsa, ég hugsaði, þetta er ekki réttlátt, hversvegna fékk Sveinn ekki að vera virkur meðal okkar lengur en raun varð á? Hann, þessi mikli atorkumaður sem öllu vildi fylgjast með og jafn mikil félags- vera og hann var. Hann sem vissi allra manna best hvað var að ger- ast í þjóðfélaginu hvetju sinni. Hann sem var mikill áhugamaður um stjórnmál og hvers kyns stjórnsýslu. Hann sem unni íþróttum og gerði hvað hann gat til þess að styðja og efla íþróttastarfið í þessu landi. Hann sem gat verið svo sannfær- andi að hann gat sannfært þig um að svart og hvitt og að tveir væru þrír væri örstuttum tíma. Hann sem dýrkaði barnabörnin sín, en -náði ekki að kynnast eða njóta sam- verustunda við þau yngstu vegna veikinda sinna. Við sem þekktum Svein vitum að hann hefði viljað fylgjast með þeim öllum, horfa á þau vaxa úr grasi og dafna, sjá þau öll í rauðum og hvítum Valsbúningum spilandi handbolta og fótbolta, leiðbeina þeim, monta sig af þeim, vera áfram eins og hann var fyrir veikindi sín, sá stóri og sterki sem leitað var til. En örlögin höguðu þessu öðruvísi og nú er hann horfinn sjónum okk- ar. Og þó svo að Sveinn hafi misst af þessu öllu, þá átti hann engu að síður góða ævi. Hann átti góða foreldra sem dáðu hann, tvær syst- ur sem dekruðu við hann. Hann giftist fallegustu stúlkunni í bæn- um, eignaðist fjögur mannvænleg Eitt sinn skal hver deyja Agatha Christie Frægasti sakamálahöfundur fyrr og síðar raðar hér saman af einskærri snilld umgjörð um atburöi er gerðust fyrir 4000 árum. Eins og áður heldur hún lesandanum í spennu sem jafn- framt kallar á endalausar vangaveltur um lausn málsins sem við er að fást. Gestapó Sven Hassel Hann skrifar af þekkingu, enda þátttak- andi í hildarleiknum. Hér fjallar hann um leynilögreglu nasista GESTAPO sem átti stóran hlut í því að gera síðari heimsstyrjöld að viðurstyggilegri átök- um en áður þekktust. Sekur flýr þó enginn elti Birgitta H. Halldórsdóttir Þetta er sjöunda bók bóndans Birgittu H. Halldórsdóttur. Sakamálasögur hennar gerast allar í íslensku umhverfi, umhverfi sem margir þekkja. Höfundur- inn hefur nú þegar unnið sér fastan sess í árlegri bókaútgáfu hér á landi. Neyðaróp um nótt Mary Higgins Clark Bækur metsöluhöfundarins Mary Higgins Clark hafa náð miklum vin- sældum hér á landi. Þessi bók gefur ekki eftir fyrri bókum hennar sem hafa komið útáíslensku. I / ET32 u w.rjL / I | Skjaldbor/) I bokautRata | —- t.:: // E U Tt jSkjaldborg Ármúla 23- 108 Reykjavik Simar: 67 24 00 67 24 01 31599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.