Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 64
 MORGUNKLAÐIÐ KÖSTUGAGGR15. DESIÍMBER 1989 ) Heilsárs hús Hef til sölu ein vönduðustu og fallegustu heilsárs hús, ásamt kjarri vöxnu landi, á einum besta stað á Suðurlandi. Stærð 48 m2 + 26 m2 stofa á efri hæð. Upplýsingar gefur Heirair Guðmundsson, hyggingameistari, í síma 98-33893 eftir kl. 19.00. Kveðjuorð: Huld Gísladóttir Fædd 5. janúar 1917 Dáin 7. desember 1989 Það var fyrir 54 árum, að ungur Austfirðingur hélt til höfuðborgar- innar tii að freista gæfunnar eins og oft er sagt. Þetta var ung stúlka frá Seyðisfirði, Huld Gísladóttir, sem yfirgaf æskustöðvarnar í þáverandi höfuðstað Austurlands. Föður sinn, Gísla Guðjónsson, hafði hún misst í frumbernsku, en móðir hennar giftist aftur og var seinni maður hennar Hávarður Helgason. Var alla tíð mjög kært með þeim stjúpfeðginum. Ekki kom Huld aftur til búsetu á Seyðisfirði, en alltaf árlega í sumar- leyfunum til að vitja um drenginn sinn, en Þorbjörg og Hávarður upp- fóstruðu son hennar, Atla Hauksson, sem eigið barn væri. I Reykjavík var Huid í vist eins og þá var siður og réðst til hjónanna í Hofi við Sólvallagötu 25, Péturs Lárussonar skrifstofustjóra Alþingis og Ólafíu Einarsdóttur. Var sú ráðn- ing mikil gæfa fyrir Hofsheimilið, því að Huld var þar æ síðan, meðan gamla heimilið stóð og jafnvel leng- ur. Enginn hefði getað unnið heimil- isstörfin af meiri alúð, enginn sýnt meira þolgæði og vinfengi, enda GUNNAR ^BJARNASON Ættbók V.bindi Verðkr. 5.900,00 Gunnar reið fyrstur á vaðið með útgáfu Ættbókar 1968 og heldur enn forystunni. Hann hefur nú skráð tæplega 6.000 kynbótahross í Ættbókina qSKENZKA CHESISINS ‘Á 20. ÖISD hefur þegar áunnið sér viðurkenningu sem eitt hið merkasta rit sinnar teg- undar sem gefíð hefur verið út á Is- landi og mun ekki eiga sér margar hliðstæður þótt víðar væri leitað. Þetta er fímmta bindi ritverksins og hér fjallar Gunnar um stóðhesta frá nr. 964 til nr. 1140, eða þar sem frá var horfíð í fjórða bindi og fram á árið 1989. Myndir fylgja lýsingu flestra stóðhestanna. Þá eru einnig í þessu bindi lýsingar á hryssum frá nr. 3500 til nr. 4716. Starfssögu Gunnars fram til ársins 1973, þar sem hann m.a. lýs- ir stofnun klúbba erlendis um íslenzka hestinn, er gerð góð skil svo og út- breiðslu hans bæði austan hafs og vestan. Hestamenn! Gurniar notar mál og númer sem þið skiljið ■ ■ =^--' = ptpggatstpIitPtP —— — MnsMuHað (i hnrjum degi! mynduðust óijúfanleg vináttubönd með Huld og börnum Hofshjóna og fjölskyldum þeirra. Hún Hulia í Hofi hefur ætíð verið hinn ómissandi vinur á gleði- og sorgarstundum. í Hofi ól Hulla upp dóttur sína, Guðbjörgu Ólöfu Bjarnadóttur, og voru mæð- gurnar þar í heimili allt til fullorðins- ára Lóu. Og fyrir tilstuðlan Hullu kom Atli suður í Verzlunarskólann, er fram liðu stundir. Er Huld réðst að Hofi, voru þar í heimilinu mæður beggja hjónanna, Kirstín Guðjohnsen og Guðleif Er- lendsdóttir, sem hún annaðist um og tók mikilli tryggð við. Samtíða henni þar var og fyrstu árin Elín Jóhannes- dóttir, sem var æ síðan mikil vinkona hennar og nágranni neðar í Sólvalla- götunni. — Svo víkur sögunni ofar í götuna, að Ási. Þar átti Hulda líka kæra vini, sem hún sýndi hið sama trygglyndi og gæði. Fyrir mér, barn- inu, sem ólst upp í Ási, var hún hinn fasti punktur tilverunnar utan Ás- heimilisins. Það var líka einstakt nágrenni milli fólksins í gömlu hús- unum, sem byggð voru af systkinun- um frá Valþjófsstað og mökum þeirra snemma á öldinni. Fjölmargar bernskuminningar tengjast Hullu og Lóu og allar eru þær hugljúfar og góðar. 1956 hóf Huld störf á Elliheimilinu Grund og undi sér vel þar og var að sjálfsögðu vinsæl mjög. Hún var vön að hugsa um eldra fólk, og skiln- ingsrík sem fyrr vann hún sér hylli allra, húsbænda sem vistmanna. Fyrst vann hún fullt starf, en minnk- aði það síðar og nú hin síðustu ár hlutastarf sér til ánægju, eftir að hún var flutt að Minni Grund. Þar leið henni vel í notalegri íbúðinni. Það var ánægjulegt að heimsækja Hullu, hvar sem hún átti heima. I Hofi; á Seyðisfirði í einni sumardvölinni hjá Svanhvíti Hávarðsdóttur systur hennar; hér á Grund og raunar var ekki síðra að fá hana í heimsókn, eins og fyrir fáum árum, er hún heimsótti okkur í Jónshúsi í eftirlæt- isborg sinni, Kaupmannahöfn. Hulla í Hofi var alls staðar aufúsugestur. Eftir nokkurt heilsuleysi átti Hulla góða daga undanfarin misseri og voru síðustu vikurnar henni sérstak- lega ánægjulegar. Það var merkisaf- mæli í fjölskyldunni frá Hofi, það var barnsafmæli hjá Atla og fjöl- skyldu hans, það var kaffisala hjá Hringskonum og það var aðventu- kvöld í Dómkirkjunni. Alls staðar var hún með, glöð og hógvær, oft ásamt Lóu dóttur sinni, en þær mæðgurnar ákaflega nánir vinir, sem og fjöl- skylda Lóu. Daginn áður en Hulla lézt svo skyndilega á heimili sínu, fór hún í sjúkravitjanir á Landspítalann. Af varkárni sinni hafði hún fundið að- ferð til að þurfa ekki að ganga yfir Hringbrautina. Hún tók strætisvagn- inn alla leið upp í smáíbúðahverfi og komst svo úr honum réttu megin á hinni miklu umferðargötu í bakaleið- inni. „Ég hef nógan tíma,“ sagði hún, og var viðbúin ferðinni hinztu á vit jólakyrrðar og jólafriðar á himn- um. Megi birtan frá Betlehemsvöllum lýsa veginn. Innilegar þakkir og hjartans kveðjur okkar fylgja henni. Guðrún L. Ásgeirsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.