Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 70

Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 70
70 - MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 fclk í fréttum Hataðasta kona Banda- ríkjanna bak við lás o g slá SÉRSTÆÐ SAKAMÁL Leona Helmsley, sem nefnd hefur verið „hataðasta kona Bandaríkjanna“ hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir skatt- svik. Margir Bandaríkjamenn munu vafalítið líta á dóminn á sem sérlega ánægjulega jólagjöf en fjölmiðlar hafa jafnan fjallað ítar- lega um alla framgöngu frú Helmsley sem öðru fremur þykir einkennast af andstyggilegheitum, hroka, hófleysi og mannfyrirlitn- ingu. Leona Helmsley rekur hótel í íílew York og hefur einnig vefið umsvifamikil í alls kyns fasteigna- braski ásamt eiginmanni sinum Harry. Sögur af heimilishaldi þeirra hjóna og lifnaðarháttum hafa jafnan farið hátt í fjölmiðlum. Þannig hafa vinnuhjú þeirra sagt frá því er milljarðamæringarnir yfirmenn þeirra sökuðu þau um að stela matvælum og tóku upp strangt eftirlit. Frú Helmsley stundaði það einnig að dreifa brauðmylsnu um stofugólfin til að sannreyna að stofustúlkan stæði sig í stykkinu. Ed Koch, fyrrum borgarstjóri New York, sagði ein- hveiju sinni að Leona Helmsley væri „hin illa norn vestursins“ og lögfræðingur hennar sagði í við- tali við blaðamenn skömmu áður Leona Helmsley efir að dómur hafði fallið í máli hennar. Eigin- maður hennar, Harry, var líkt og sjá má niðurlútur mjög enda mun eiginkona hans verja næstu fjórum árum ævi sinnar innan fangelsismúra. Kærkomnar jólagjafir Ferðatöskur, skjalatöskur og snyrtitöskur f miklu úrvali en réttarhöldin hófust að hún væri „forhert skepna“. Milljóna- mæringurinn Donald Trump hefur sagt að hún sé „svartur blettur á mannkyninu“ og „enn viðurstyggi- legri en sögur þær sem af henni hafa farið gefa til kynna“. Haft er orði að einu hrósyrðin sem um hana hafi fallið sé að finna í kynn- ingarbæklingi Helmsley Palace- hótelsins í New York þar sem seg- ir að hún sé „drottning“ þess! Frú Helmsley lýsti því einhvern tíma yfir að einungis fátæklingar greiddu skatta. Nú hefur komið á daginn að hún og eiginmaðurinn voru trú þessari heimspeki sinni. Skattrannsóknarmenn komust að því að ýmis konar rándýr munað- arvarningur hafði verið færður undir útgjaldalið í skattaskýrslum þeirra fyrirtækja sem þau hjónin reka og því talist frádráttabær. Þá höfðu ferðalög þeirra til karabíska hafsins, milljón dollara dansgólf, einkasundlaugin, pelsar, bijóstahaldarar, blóm, hljómtæki, kjólar frúarinnar, 48.000 dollara vekjaraklukka (!), sundföt og nær- fatnaður úr silki einnig verið talin sem frádráttarbær útgjöld. Höfðu rannsóknarmennirnir á orði að annarri eins ósvífni hefðu þeir aldrei kynnst í starfi sínu. IYú Helmsley, sem er 69. ára, var dæmd í fjögurra ára fangelsi sem fyrr segir og gert að greiða rúmar sjö milljónir dollara í sekt. Ákveðið var að fella niður ákæru á hendur Harry, sem er áttræður, sökum aldurs. Leona Helmsley grét er dómurinn var kveðinn upp og kvaðst aldrei á sinni löngu ævi hafa orðið fyrir annari eins niður- lægingu. Hróp voru gerð að þeim er þau komu út úr dómshúsinu í New York og öskraði trylltur lýð- urinn m.a.: „Setjið Harry líka inn“. Fjölmargir fyrrum starfsmenn frúarinnar voru reiðubúnir til að bera vitni gegn henni í málinu og staðfestu þeir allir sögur þær sem af henni hafa farið. Veijandi henn- ar lagði áherslu á að þau hjónin hefðu þegar tekið út sína refsingu í formi morðhótana og hatursfullra bréfa sem þeim hefði jafnan borist í þúsundatali. Hefðu þau hjónin ekki getað látið sjá sig á opin- berum vettvangi árúm saman sök- um og hefðu þau í raun verið fang- ar á ríkmannlegu heimili sínu und- anfarin þijú ár. Dómarinn taldi . ekki ástæðu til að fallast á þessa röksemdafærslu. Morgunblaðið/Sverrir LEIKSLOK Alan Simonsen legg- ur skóna á hilluna Einn snjallasti knattspyrnumaður Dana og raunar Evrópu, Alan Simonsen, lagði skóna á hilluna fyrir skömmu. Hann er 37 ára gamall og lauk ferlinum með því að leiða Vejle Boldklub til sigurs í dönsku bikar- keppninni gegn B 1913. Lauk leikn- um með stórsigri Vejle, 4-0, og átti Simonsen stórleik. Ferill Simonsens er orðinn æði langur og lék kappinn með ýmsum þekktum liðum og má þar nefna spænska stórveldið Barcelona. Árið 1977 var hann kjörinn knattspyrnu- maður Evrópu. íslendingar þekkja vel til Alans, því hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Danmörku gegn ís- lendingum á Laugardalsvellinum 3. júlí 1972. Simonsen, sem þá var tvítugur, sýndi snilldartakta og skor- aði tvö af mörkum Dana sem bur- stuðu ísland, 5-2. Alan Simonsen dregur „skot- skóna “ af fótunum í síðasta sinn eltir bikarsigurinn gegn B 1913. Charlotte Pedersen REYKVIKINGAR! Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjórveitinganefnd Alþingis, verður á Café Hressó í Aust- urstræti í dag, föstudaginn 15. desember, kl. 1 2.00- 14.00. UPPREISN ÆRU Fegurðar- drottning öðru sinni Hin 19 ára gamla Charlotte Ped- ersen gat verið ánægð á dögun- um, er hún var kjörin ungfrú Dan- mörk. Þar með fór hún til Hong Kong til keppni um titilinn ungfrú Heimur sem fulltrúi Dana. Ekki vann hún til verðlauna í þeirri keppni, en yfirlýst stefna hennar var að hún myndi ánægð halda heim að keppni lokinni ef hún hefði orðið landi og þjóð til sóma. En Charlotte hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast yfir titli sínum heima fyrir, því að fyrir tveimur árum tók hún einnig þátt í keppninni ungfrú Danmörk og sigraði! En örf- áum dögum áður en haldið skyldi í keppnina um ungfrú Heim var hún svipt titlinum á þeim forsendum að hún hefði áður tekið þátt í fegurðars- amkeppni og það samræmdist ekki reglum keppninnar. Það vakti á sínum tíma umtal sem endaði með því að reglunum var breytt, eins og sjá má á þátttöku Charlotte nú. Charlotte segist hafa verið niðurbrot- in um árið þar eð hún hefði ekki haft hugmynd um að þáverandi regl- ur meinuðu henni að keppa. En nú hefði hún fengið uppreisn æru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.